Morgunblaðið - 30.04.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.04.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 35 ÞJÓÐFRÆÐI FRÁ markaðstorginu í Sale sem hefur tekið harla litlum breytingum í hundruð ára, en ýmsar minjar FRÁ blandaða grafreitnum í Sale þar sem finna má frá timum íslenskra þræla munu senn hverfa. legstein með krossmarki. Á annar- legri strönd Tyrkjaránið og saga íslendinganna sem hnepptir vom í þrældóm í „Barbaríinu“ eru meitlaðar * > í vitund flestra Islendinga nútímans. Ulfar Þormóðsson hefur farið í vettvangskönnun á Is- lendingaslóðir í Marokkó og segir nú síðustu forvöð að skrá þar með lifandi myndum heim- kynni íslenskra þræla á 17. öld. ÞAÐ ER mögnuð upplifun að standa í nákvæmlega sömu fót- sporum og ófrjálsir landar hafa staðið í á erlendri grund fyrir hundruðum ára; sporum sem þús- undirnar hafa greypt í stein með þungu stigi þræisins og fyrir aug- um sama sýn og þá blasti við á annarlegri strönd. Annan ágúst 1627 lagði Murad reis, sjóræningjaforingi að landi í bænum Sale á Atlantshafsströnd Marokkó. Hann var að koma úr ránsferð norðan úr höfum. Innan- borðs voru íslendingar og Danir sem numdir höfðu verið á brott frá Grindavík auk nokkurra manna sem teknir voru nauðugir úr kaupfari á rúmsjó. Ræningjaskipið renndi upp minni árinnar sem skilur að bæina Sale og Rabat sem nú er höfuð- borg Marokkó. Það sigldi framhjá stærsta mannvirki sem íslending- arnir höfðu augum litið, kastalan- um Kasbah, og tóku stefnu inn í skurð sem grafinn hafði verið í sandeyrarnar. Hann lá að virki sjóræningjanna sem, líkt og Kasbah, hefur verið feiknarleg bygging í augum landa vorra. Þar í dýflissum var þeim búin vist þar til þeir voru leiddir upp í bæinn og seldir hæstbjóðanda. Leiðin frá dýflissunni og að markaðstorginu er sú sama og hún var fyrir þrjúhundruð og sjötíu árum. Enn í dag er haldið fram hjá „doktornum" sem svo er kall- að; hvítkölkuð bygging með hvolf- þaki. Það er nú bænahús fyrir andlega vanheila. Þá er gengið meðfram „Stóru mosku“ og bæna- húsi sem helst er sótt af konum, börnum og óbyijum, farið um níð- þrönga og sólarlausa stíga sam- hliða hvíttuðum sandsteinsveggj- um, eftir steinlögðum götum og ívið breiðari þar sem kaupmenn með kjöt og klæði hafa komið sér fyrir í dyragættum og stéttarhell- um og loks inn á sjálft torgið; ÞRJÚHUNDRUÐ og sjötíu ára útsýni íslendinga frá Sale yfir tii Kasbah-kastala í Rabat. Fremst á myndinni má sjá umrót vegagerðarinnar á eyrunum við hina fornu Saie. ENDA þótt nútíminn hafi haldið innreið sína til Sale er fólk feijað enn þann dag í dag í nokkrum mæli yfir ána sem skilur að Rabat og Sale. opið upp í himininn, girt húsum á alla vegu. Og hvílík sjón að sjá fyrir fólk frá landi þar sem ekki var að finna eitt einasta kauptún; í besta falli tug eða tylft húsa í óreglulegri sambúð hvert við annað og einn og einn mann á stjákli á rnilli þeirra með skepnu á undan sér eða eftir. Þarna var hins vegar iðandi kös og fólk í regnbogans litum, ys og þys og arg og garg og blóm og ávextir og dýrin úr örkinni og fuglar himinsins og hundruð álna af klæði og fæði meira en íslenskt hugvit hefði get- að skáldað upp úr djörfustu draumum norðurfrá. Einhvern veginn svona hefur þetta verið þá. Þannig er þetta núna. Þarna. Á íslendingaslóðum í Afríku. Og þú finnur á þér, finnur það á þér, að þarna hafa legið leiðir þíns fólks, að þú ert ekki sá fyrsti sem gistir staðinn. Hins vegar býður þér í grun að þig hafi borið þangað með seinni skipunum því nú er spildan þar sem kastali sjóræningjanna stendur og virkisveggirnir út frá honum til beggja handa orðin eftir- sótt. Þar á að byggja. Sömu sögu er að segja um balana upp að „Stóru mosku“, blandaða grafreit- inn og landið þar um kring. Að legu og stærð svipar þetta til opna svæðisins framan við byggðina úti á Seltjarnarnesi allt að Gróttu. Vinnuvélarnar eru mættar á stað- inn og byrjaðar að ýta upp vega- stæði á eyrunum. Skipaskurðurinn forni er fullur og dáinn í sandinn og lóðirnar við hafið í hærra verði í dag en í gær því þar er betra að búa en í heiðinni. Þess verður því skammt að bíða að íslendingaslóðir í Sale lendi undir nútímanum. Að sjálfsögðu kemur okkur það ekki ýkja mikið við hér uppi við pólinn hvernig menn hreiðra um sig í Afríku. Eða hvar þeir byggja sín hús. Hitt kemur okkur við að þarna eigum við brot af fortíð. Að henni ber okkur að hyggja. Hún er til staðar í dag. Þarna. En það er aldeilis óvíst hvort hún verður ofanjarðar j**" á morgun. Hluta af henni getum við bjargað með því að kvikmynda svæðið. Sem allra fyrst. Og því er þetta skrifað. Þetta er brýning. Og áskorun til kvikmyndasjóðs, menningarsjóðs útvarpsstöðva og einstaklinga og fyrirtækja og ríkissjóðs og ráðuneyta um að slá í púkk svo hægt verði að bjarga því sem bjargað verður. Fyrir íslandssöguna. Höfundur er rithöfundur sem nú um stundir fæst við að leita að staksteinum eftir íslendinga sem færðir voru í Barbaríið í Tyrkjaráninu 1627. HLUTI af virki sjóræningjanna í Sale; fyllt hefur verið upp í glugga dýflissunnar svo hún þjónaði hiutverki sínu betur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.