Morgunblaðið - 30.04.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 30.04.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ __________________________________MIÐVIjCUDAGUR 30. APRÍL 1997 39; MINNINGAR og Ámessýslu allri. Sjálfur þakka ég honum kynnin, alúð og elsku við dóttur mína og bamabömin. Langri vakt er nú lokið. Brynleifur H. Steingrímsson. . Þegar ég frétti að vinur minn, Jón Gunnlaugsson, læknir, væri látinn kom mér hryggð í huga, en á hinn bóginn voru veikindi þau, sem búin voru að þjá hann í nokkur ár, þess eðlis að líklega er ekki ástæða til að hryggjast vegna þess, sem orðið er. Við Jón kynntumst fyrst þegar við störfuðum saman í fegmnar- og náttúruvemdarnefnd hér á Seltjam- amesi. Ég fann strax hve einlægan áhuga hann hafði á því, að nefndin yrði til gagns á sínu sviði, enda hafði hann mikinn áhuga á þeim náttúru- verðmætum, sem hér er að fmna. Seinna unnum við saman í mörg ár i Rótarýklúbbi Seltjamamess. Hann var hvatamaður að stofnun klúbbsins og fyrsti forseti hans. Hann starfaði þar af heilum hug meðan heilsan entist, enda trúr áhugamálum hreyfíngarinnar þar sem einkum má nefna þjónustuhug- sjónina og eflingu friðar í heiminum. Rótarýárið 1980-81 var hann um- dæmisstjóri Rótarý á íslandi og hvatti þá klúbbana til dáða og leit- aðist við að efla hreyfínguna. Jón var alltaf jákvæður gagnvart góðum málum, hvert sem var í Rót- arý, kirkjunni, bæjarfélaginu eða á landsvísu. Hann var skemmtilegur í samræðum og maður, sem hægt var að treysta. Það var mikið áfall fyrir Jón, þeg- ar hann missti sinn ágæta lífsföru- naut, Selmu Kaldalóns, á meðan hún var enn á besta aldri. Það var erfíð lífsreynsla, sem dró úr ánægju síð- ustu áranna. Við hjónin sendum aðstandendum Jóns hugheilar samúðarkveðjur. Aðalsteinn Sigurðsson. Látinn er í Reykjavík Jón Gunn- laugsson læknir. í byrjun sjöunda áratugsins kom Jón til Svíþjóðar til framhaldsmenntunar. Um skeið bjó hann á heimili foreldra minna og var ég þá lítil heimasæta og vön að spyija gesti í þaula. Að þessi góði maður sem var svo áhugasamur og til fyrir bara mig á þeirri stundu, ætti átta böm uppi á íslandi var með öllu ótrú- legt. Ég hélt nú bara að þetta væri einhver íslenskur siður því hinum megin við ána hjá okkur bjó Magnús Gíslason sem einnig átti átta börn og sammerkt þessum heiðursmönn- um báðum var að þeir áttu síðar eftir að eignast fleiri. Hidda sem er yngsta dóttir Jóns og vinkona mín í gegnum sætt og súrt, sagði eitt sinn um föður sinn „það var ekki búið að fínna upp á því þegar pabbi var að fara í nám, en hann hefði auðvitað átt að verða fóstra“. Þannig var nefnilega Jón Gunn- laugsson, hann vildi hafa bamaskara í kringum sig og gjaman á öllum aldri. Ég naut þeirra forréttinda að vera heimagangur á elskulegu heim- ili þeirra Selmu og Jóns og aldrei sá maður hann skipta skapi. Heimilið var eins og járnbrautar- stöð og það var vitaskuld misjafn sauður í gestahópnum en Jón átti því láni að fagna að sjá hið spaugi- lega í fari fólks fremur en beita skapi sínu á einhvem annan máta. Jón og Selma voru einstaklega samheldin hjón og þó svo að þau ættu allan þennan krefjandi bamahóp þá gáfu þau sér góðan tíma hvort fyrir annað og nutu þess að ferðast saman og fara á listsýningar af ýmsum toga. Jón var ekki síður listfengur en Selma, teikningar af skútum og skip- um og eins ljóðaþýðingar hans bera þess glöggt merki. Það er röskur áratugur liðinn frá því Jón heillaðist af örlagasögu gyðingahjóna sem af- plánað höfðu sextán ár í Síberíu. Hjón þessi eru búsett í Danaveldi og eftir að vera búinn að lesa sögu þeirra skrifaði hann þeim og tókust með þeim ágæt kynni sem urðu til þess að Jón þýddi bók þeirra yfír á ís- lenska tungu. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að lesa sögu þessa upp í Ríkisútvarpið og vonandi sjá útgefendur sér fært að gefa bók þessa út, það var brennandi áhugi Jóns enda eru þau Israel og Raehel Rachlin frábærir höfundar og til fleiri bækur eftir þau í bókasafni Norræna hússins. Jón Gunnlaugsson var mikill bar- áttumaður fyrir að læknaminjasafni væri komið á í Nesstofu og eins stóð hann fastur á því að það ætti að vemda svæðið þar í kring. Það verða nú aðrir til þess að tíunda verk hans í bæjarstjóm, Rótary og læknafélög- um, ég vil einvörðungu með þessum fáu orðum minnast heimilisföðurins, þessarar notalegu hlýju sem gerði hvern mann að stórmenni sem ná- lægt honum kom. Ég get einhvern veginn ímyndað mér að Jón Gunn- laugsson hafí verið síðasti læknirinn af gamla skólanum. Læknirinn með leðurtöskuna sem opnaðist eins og heil undraveröld þar sem glampaði á skínandi hlustunarpípur og lítinn hamar með rauðum gúmmihaus, en fyrst og fremst læknirinn með töfra- orðin, sá sem vissi hvort samferðar- maðurinn var nú virkilega veikur eða þurfti kannski bara klapp á öxlina. Með sorg í hjarta en rík af góðum og verðmætum minningum kveð ég Jón Gunnlaugsson og votta niðjum hans samúð mína. Með honum hverf- ur hlekkurinn við gamla tímann þeg- ar menn höfðu áhuga á mönnum og ekki var búið að fínna upp streitu- hugtakið. Elísabet Brekkan. Nú þegar Jón Gunnlaugsson er kvaddur horfum við hjónin á Ham- arsheiði og dætur okkar til baka yfir vináttu sem varað hefur í fjóra ára- tugi. Jóni kynntumst við þegar hann var læknir á Selfossi en sveitungam- ir leituðu þá oft til hans, þótt Laugar- ás væri þeirra læknishérað. Jón lagði áherslu á mannlega þáttinn í læknis- starfínu og fólki leið vel í návist hans. Við sem vorum svo heppin að eiga Jón og Selmu að vinum höfum alla tíð notið samvistanna við þessa stóru fjölskyldu. Eftir að böm þeirra hjóna fóm sum að vera í sveit á báðum bæjum á Hamarsheiði, urðu bæði þau og hjón- in mikilvægur og sjálfsagður hluti af lífí okkar. Þau vom aldrei gestir, heldur var eins og öll fjölskyldan væri loks saman komin þegar þau bættust í hópinn. Þægilegt andrúmsloft fylgdi Jóni og Selmu hvar sem þau komu. Létt- lyndi og glaðværð Selmu sem gjam- an settist við píanóið og spilaði af fingram fram, ýmist lög eftir sjálfa sig eða föður sinn. Og rósemi Jóns sem naut þess að vera innan um fólkið sitt og fylgjast með því að öllum liði vel. Fyrir okkur var jafn sjálfsagt að koma til Jóns og Selmu á Selfoss og síðar á Seltjamamesið, eins og að koma heim. Aldrei var svo þröngt hjá þessari stóm fjöl- skyldu að ekki væri hægt að bæta nokkmm við. Og hvenær sem var virtust þau öll hafa nægan tíma af- lögu til að skemmta og sinna sveita- fólkinu og láta því líða vel. Erill og símhringingar til læknisins á öllum tímum tmfluðu þau ekki. Lífsviðhorf- ið og ánægjan sem Jón og Selma veittu vinum sínum, á ömgglega eft- ir að fylgja þeim alla leið. Vináttan sem alltaf var svo sjálfsögð við Jón og Selmu og börn þeirra á vonandi líka eftir að endast í kynslóðir. Þann- ig var grunnurinn. Við kveðjum Jón Gunnlaugsson með söknuði og virð- ingu. Góður maður er genginn. Við sendum fjölskyldu hans bestu samúð- arkveðjur. Erlendur Jóhannsson á Hamarsheiði og fjölskylda. Mjög góður félagi og kær vinur er fallinn frá eftir stranga baráttu við erfíðan sjúkdóm. Jón og kona hans Selma Kaldalóns, tónskáld, sem lést fyrir nokkram áram fluttu hing- að á Seltjamarnes ásamt bamahópi sínum rétt fyrir 1970 í glæsilegt hús er þau byggðu að Skólabraut 61. Jón og Selma ásamt bömum sírium urðu fljótt mjög virk hér í bæjarlífinu og Jón varð fmmkvöðull að stofnun Rotaryklúbbs Seltjarnarness. Jón var mikill félagsmálamaður og fljótlega eftir komu sína hingað til Seltjamar- ness hóf hann þátttöku í starfí Sjálf- stæðisfélagsins og var varabæjarfull- trúi um árabil og sat í ýmsum nefnd- um bæjarins. Málefni Nesstofu og safna henni tengdri vom Jóni mjög kær og barðist hann af krafti fyrir varðveislu Nesstofu og uppbyggingu þar. Jón hafði kynnt sér vemdaðar íbúðir fyrir aldraða í Danmörku og var í nefnd hér sem gerði tillögu um uppbyggingu þeirra. Ævistarf Jóns var við heimilislækningar og var þar til þess tekið hve mannlegur Jón var í viðskiptum við sjúklinga sína og var hans sárt saknað þegar hann hætti störfum fyrir nokkmm ámm sakir veikinda. Jón var listelskur maður og átti auðvelt með að setja saman texta eins og margir söng- textar bera með sér er hann samdi við lög konu sinnar Selmu en hún var tónskáld og samdi fjölda laga. Jón og Selma áttu 9 böm og oft hefur verið mikið að gera á því heim- ili en þau Jón og Sehna komu þeim öllum vel til manns. Ég vil að lokum frá mér og konu minni þakka Jóni góða vináttu og þjónustu sem heimil- islæknis um árabil og fyrir hönd okkar sem höfum starfað fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að bæjarmálum hér á Nesinu góð störf fyrir samfélagið. Sigurgeir Sigurðsson. Kveðja frá Rotaryklúbbi Seltjarnarness Góður félagi og vinur okkar í Rotaryklúbbi Seltjamamess, Jón Gunnlaugsson læknir, er látinn, tæp- lega 83ja ára að aldri. Jón var einn af máttarstólpum Rotaryhreyfíngar- innar á Íslandi. Hann var einn helsti fmmkvöðull og stofnandi Rotary- klúbbs Seltjamamess, mars 1971, og jafnframt fyrsti forseti þess klúbbs. Hann var Rotaryfélagi frá 1955 og gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Rotary, á meðan hans naut við. Hann var umdæmis- stjóri 1980-81 og í fulltrúaráði Rotary Norden frá 1981. Hann var Paul Harris félagi frá 1984 og heið- ursfélagi í Rotaryklúbbi Seltjamar- ness. Hann lét bæjarmálefni á Sel- tjamarnesi til sín taka og sat í bæjar- stjóm sem fulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins um nokkurt skeið. Einnig sat hann í sóknamefnd Seltjamamess- kirkju um árabil. Jón beitti sér í ýmsum framfara- og velferðarmálum á Seltjamamesi svo sem byggingu heilsugæslustöðvar og kirkju. Einnig vann hann ötullega að því að koma upp lækningaminjasafni í Nesi. Jón hafði brennandi áhuga á öllu sem viðkom Rotary, og þótt minnið hefði stundum bragðist honum í seinni tíð, var eins og hann endurnýjaðist allur þegar málefni Rotary bar á góma. Jón var sannur og gegnheill maður í hveiju því sem hann tók sér fyrir hendur og nutum við félagar hans í Rotary leiðsagnar hans og vináttu á meðan kraftar hans entust. Ég minn- ist Jóns frá því að ég gekk til liðs við Rotary fyrir u.þ.b. tuttugu og þremur ámm. Jón stóð þá á sex- tugu, vel á sig kominn, teinréttur og glæsilegur á velli, fullur af áhuga og orku. Ég minnist einnig eiginkonu Jóns, frú Selmu Kaldalóns, en hún fylgdi Jóni jafnan á svokallaðan jóla- fund í Rotaryklúbbi Seltj.ness og lék þá undir á píanó er félagarnir sungu jólalög. Selma lést árið 1984. Þau vora sannarlega glæsilegir fulltrúar Rotary á íslandi, hvar sem þau komu. Jón og Selma eignuðust níu böm sem öll eru á lífí. Þakklæti og virðing em mér efst í huga við þessi leiðarlok því að það eru vissulega forréttindi að fá að kynnast og eiga samleið með slíku fólki. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég bömum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra. Steindór Haarde, forseti Rotaryklúbbs Seltjarnarness. Sérfræðingar í blómaskreylin<íum vifi öll tækil'æri Skola\örðustig 12. a liorni Bergstaðaslrætis. sími 551 '109(1 t Bróðir minn, frændi okkar og vinur, ARNÓR SIGURÐSSON frá Hlíðarenda, Bárðardal, Lindarsíðu 2, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 27. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Jón O. Sigurðsson, Jakobína Júlíusdóttir, Karen Hannesdóttir, Ólafur Olgeirsson, Aldís Hannesdóttir, Kristján Júlíusson, Sigrún Hannesdóttir, Jónas Karlsson, Margrét Jónsdóttir. t Útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og systur, STEFANÍU EIRÍKS KARELSDÓTTUR, Hraunbæ 70, Reykjavík, fer frani frá Árbæjarkirkju föstudaginn 2. maí 1997 kl. 13.30. Óskar Gunnar Sampsted, Albert Óskarsson, Gunnhildur Amelía Óskarsdóttir, Gunnar Antonsson, Bryndís Óskarsdóttir, Elísabet Stefanfa Albertsdóttir, Sigurbjörg G. Albertsdóttir. t Ástkær sonur minn, bróðir okkar og móður- bróðir, LEIFUR MALMBERG, andaðist 11. apríl sl. Útförin fer fram föstu- daginn 2. maí nk. í Stokkhólmi. Ættingjar og vinir Leifs á íslandi koma saman til minningarathafnar í Dómkirkjunni í Reykja- vík sama dag kl. 11.30. Margrét Guðmundsdóttir Malmberg, Kristín og Ása Malmberg, Matilda, Óskar og Kasia. t Sonur minn og faðir okkar, NICOLAI NICOLAISON, lést föstudaginn 25. apríl. Sigriður Ólafsdóttir, Steinþór Nicolai, Sigurður Nicolai, Kristinn Nicolai. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður og afa, ELÍASAR I. ELÍASSONAR fyrrverandi sýslumanns, Hrafnagilsstræti 36, Akureyri. Sigríður J. Lúðvfksdóttir, Ingibjörg Elfasdóttir, Eyþór Þorbergsson, Lúðvík Elíasson, Sigriður Kristjánsdóttir, Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir, Jón Gestur Viggósson og barnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför SIGRÚNAR BERGSTEINSDÓTTUR, Hringbraut 28, Reykjavík. Sigríður Bergsteinsdóttir, Edda Níels, Sigrún og Helga Bergsteinsdætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.