Morgunblaðið - 30.04.1997, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
GUNNAR M.
G UÐMUNDSSON
+ Gunnar Magnús
Guðmundsson,
fv. hæstaréttar-
dómari, var fæddur
í Reykjavík 12.
febrúar 1928. Hann
lést á heimili sínu
hinn 23. apríl síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Guðmundur Helgi
Guðmundsson, hús-
gagnasmíðameist-
ari og bæjarfulltrúi
í Reykjavík, f. 13.4.
1899, d. 18.5. 1983,
og Magdalena
Helga Runólfsdóttir, húsfreyja,
f. 8.3.1895, d. 16.3.1965. Gunn-
ar Magnús átti fjögur systkini.
Þau eru: Hörður, f. 12.12.1921,
d. 5.4. 1922; Guðbjörg Rúna,
húsfreyja, f. 2.10. 1923, d. 7.1
1997; .Dagbjört, bankafulltrúi,
f. 4.9. 1925, d. 26.11. 1968, og
Óskar, forsljóri, f. 20.5. 1933,
kvæntur Nönnu Jónsdóttur.
Gunnar Magnús kvæntist
hinn 18.12. 1956 eftirlifandi
eiginkonu sinni Guðbjörgu
Pálmadóttur, hjúkrunarfræð-
ingi, f. 20.10. 1933. Börn þeirra
eru: Hörður, f. 4.10.1960, húsa-
smiður; Bragi, f. 1.1. 1964, lög-
fræðingur, kvæntur Herdísi
Þorgeirsdóttur, sljóramála-
fræðingi, og eiga þau fjögur
börn: Herdísi, Maríu Elísabetu,
Gunnar Þorgeir og óskírðan
son, fæddan 2.2. 1997; Anna
Guðrún, f. 23.5. 1965, hjúkrun-
arfræðingur, en maður hennar
er Ragnar Daniels-
en, læknir, og eiga
þau einn son, Hans
Gunnar.
Gunnar Magnús
varð stúdent frá
MR 16. júní 1948 og
cand. juris frá Há-
skóla íslands 16.5.
1954. Hann varð
héraðsdómslög-
maður 14.10. 1957
og hæstaréttarlög-
maður 30.10. 1962.
Hann var fulltrúi
borgardómarans í
Reykjavík frá 1.9.
1954 til 1.12. 1960. Rak eigin
lögfræði- og fasteignaskrif-
stofu í Reykjavík ásamt Vagni
E. Jónssyni hrl. frá desember
1960 og til ársloka 1971. Frá
ársbyijun 1972 rak hann einn
lögfræðiskrifstofu til 30.6.
1991. Sinnti hann einkum lög-
fræðilegum verkefnum á sviði
skaðabóta- og vátrygginga-
réttar. Hann var settur hæsta-
réttardómari frá 1.8. 1989 til
10.7. 1990 og frá 1.1. til 30.6.
1991. Skipaður dómari við
Hæstarétt frá 1.7. 1991. Fékk
lausn sem dómari frá 31.8.
1994. Gunnar Magnús var
stundakennari við Háskóla Is-
lands um skeið frá 1970 og
gegndi ýmsum trúnaðarstörf-
um á starfsferli sínum.
Útför Gunnars Magnúsar
verður gerð frá Dómkirkjunni
í Reykjavík í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
í fomsögum okkar eru dæmi um
aðalboma kurteisi og háttprýði þótt
margt sé einnig fmmstætt og
raddalegt í fari fornmanna. Sigurð-
ur Nordal sagði að enginn gæti ver-
ið í vafa um að Snorri og Sturla
og margir aðrir sagnaritarar hafí
verið frábærlega kurteisir menn.
„Háttemi slíkra manna er ekki
mótað af siðum, sem tildrað hefur
verið utan á þá. Þeir eiga sér þá
ósjálfráðu háttvísi, sem gerir þeim
eðlilegt að koma fram án þess þeim
bregðist nærgætni við aðra menn
né láti misbjóða sjálfum sér. Rætur
þessarar háttvísi standa djúpt í allri
lífsskoðun þeirra, þar sem að vísu
ber mikið á umhyggjunni fyrir orðs-
tír sínum og sóma út á við, en hveij-
um manni er þó framar öllu inn-
1r- rætt að leiða sjálfan sig, - hann
geti því aðeins notið virðingar ann-
arra manna, að hann virði sjálfan
sig,_ sé það, sem hann vill sýnast."
Osagt skal látið hvort fræðimenn
nú til dags samþykki alfarið þessa
lýsingu á hátterni Snorra en mér
fínnst hún lýsandi fyrir Gunnar M.
Guðmundsson tengdaföður minn.
Hann var einrænn maður og ekki
við alþýðuskap, eins og það er ein-
hvers staðar orðað. Hann gat verið
kátur í tali við þá sem hann þekkti
vel, en dulur var hann og lét lítt
uppi tilfínningar sínar. Við þá, sem
hann þekkti lítið, var hann fámáll
og gat þeim því þótt hann stirður
og ómannblendinn, jafnvel stoltur,
*-'» enda vildi hann ekki láta troða sér
um tær, svo ég grípi niður í lýsingu
á sjálfum Jónasi Hallgrímssyni, en
ljóðin hans leituðu á mig þegar
Gunnar Magnús lá banaleguna. Síð-
asta erindi Ferðaloka, eins fegursta
ljóðs sem ort hefur verið á íslenska
tungu, var að finna í gamalli afmæl-
isdagbók við fæðingardag Gunnars.
Þar lýsir Jónas þeim alheimstrega
sem við fínnum á stundum til and-
spænis forgengileika mannlegs lífs.
Sveinninn í ljóðinu sem þráir, hrygg-
ur í djúpum dali, er tákn einsemdar
, mannsins og vanmáttar frammi fyr-
ir þungum örlögum. Slíkar hugrenn-
ingar sóttu á mig þegar Gunnar
Magnús háði sitt dauðastríð. Sjúk-
dómurinn reyndist óyfírstíganlegur,
rétt eins og hrikalegir hraundrang-
arnir láta sveininn í ljóðinu fínna
til þeirra takmarka sem draumum
okkar og vonum eru sett. En hver
^ veit nema að baki næturskýjum
leynist fegurri heimur, en gamlar
sagnir herma að fmna megi gull-
kistu uppi á dranganum, og sá
megi eiga sem nái.
Það er þó margt sem skilur að
Gunnar Magnús, þennan fyrrum
hæstaréttardómara, og Jónas, nátt-
úrafræðinginn og þjóðskáldið sem
virtist deyja saddur lífdaga þótt
ungur væri. Gunnar Magnús var
hvorki feitlaginn né hneigður til
nautna. Hann var tággrannur og
skarpleitur, dökkur yfírlitum en með
skærblá augu rétt eins og sonur
minn, nafni hans. Hann var í raun
glæsimenni, smekkmaður, og svo
ég líki honum aftur við Jónas, skart-
maður. Hann var alitaf vel klædd-
ur, fylgdi engri tísku annarri en
sinni eigin íhaldssemi en bar af öðr-
um í klæðaburði jafnvel þótt jakka-
fötin hans væra sum hver eldri en
maður sjálfur. Hann var fagurkeri
eins og áhugi hans á myndlist vitn-
ar um. Hann var í nánu vinfengi
við frænda sinn Jón Engilberts og
fleiri framúrskarandi listamenn af
eldri kynslóðinni. Næmur smekkur
hans bar vott um skarpan skilning
og tilfínningalega dýpt. Lífernislist
hans var ekki í því fólgin að teyga
bikarinn í botn. Hann kaus fremur
að rækta garðinn sinn, að fullkomna
sjálfan sig með því að aga sjálfan
sig. Hann hefur vitað sem var að
háttemið mótar ekki síður hugarfar-
ið en hugurinn hátternið. En það
tók tima að átta sig á skapfestunni
og hlýjunni sem bjó að baki. Sú
hlið sem alia jafnan blasti við var
af öguðum og hófsömum manni,
jafnvel meinlætamanni. Þessar and-
stæður í honum gerðu að verkum
að hann sá jafnan fljótt hvernig í
hverju máli lá. Hann var prinsip-
maður sem stóð og féll með sann-
færingu sinni, jafnvel þótt hann
væri einn um hana. Skoðanir hans
vora ígrundaðar og sjálfstæðar,
enda náði forheimskun samtímans
ekki að teygja sig inn í hug-
arfylgsni hans. Einvörðungu með
slíku hugarfari er hægt að endur-
skoða hlutina - og dæma. Af því
dreg ég þá ályktun að hann hljóti
að hafa verið góður dómari.
Ekki veit ég hvað hefur helst
mótað Gunnar M. Guðmundsson í
æsku. Hann ólst upp í gamla Vest-
urbænum, einn fjögurra systkina
sem upp komust, en frumburð sinn,
Hörð, misstu foreldrar hans á fyrsta
aldursári. Hann var hændur að
móður sinni, Magdalenu Helgu, en
þegar hann var í menntaskóla veikt-
ist hún og náði sér aldrei eftir það.
Hann hafði mikinn áhuga á ætt-
fræði og fínnst mér að ætt móður
hans hafí verið honum hugstæð
enda sækir hann þangað margt. Því
er ekki ólíklegt að veikindi hannar
hafi haft djúpstæð áhrif á hann.
Fyrir nokkram áram afhenti
Gunnar Magnús okkur Braga safn
gamalla ljósmynda af ýmsum áum
sínum, þar á meðai langömmu sinni
Maríu Elísabetu, en dóttir okkar ber
það nafn. Í þessu myndasafni er þó
ein mynd sem sker sig úr og hún
er ekki ýkja gömul. Myndin sem er
tekin í Hafnarfjarðarhrauni er úr
tilhugalífí Gunnars Magnúsar og
Guðbjargar Pálmadóttur, en þau
héldu upp á fjörutíu ára hjúskapar-
afmæli mánuði áður en Gunnar
greindist með illkynja sjúkdóm í
byijun þessa árs. Síðan þá hef ég
oft staðnæmst við myndina sem
hangir í stigaganginum af fallega
unga parinu sem horfír upplitsdjarft
mót lífinu. Guðbjörg hefur verið í
Hjúkrunarskólanum og hann nýút-
skrifaður lögfræðingur. Það er sum-
ar og sól. Hún er í stuttbuxum en
við hlið hans í grasinu liggur ljós
hattur. Hún brosir framan í mynda-
vélina en svipur hans er skeptísk-
ari. Lokaverkefni hennar í Hjúkrun-
arskólanum fjallaði um lungna-
krabbamein og fékk hún tíu í ein-
kunn fyrir. Lítt hefur hana grunað
þá að einmitt þetta mein ætti eftir
að draga manninn við hliðina á
henni til dauða og að hún myndi
hjúkra honum í því dauðastríði. Það
gerði hún svo sannarlega upp á tíu.
„Allt sem Guðbjörg tekur sér fyrir
hendur gerir hún vel!“ sagði Gunnar
Magnús við mig um síðustu jól.
Lokaverkefnið í þeirra hjónabandi
leysti hún þó best þegar hún hjúkr-
aði honum í banalegunni - enda bjó
þar að baki ást og kærleiksrík um-
hyggja sem engin skólaritgerð fær
Ieyst úr læðingi.
Hér hef ég gert að umtalsefni
manninn Gunnar Magnús, fagurker-
ann, agaða lífskúnstnerinn og hinn
yfírvegaða dómara. Ég veit einnig
að hann var góður faðir. Ég skynja
það ekki bara af viðbrögðum manns-
ins míns við föðurmissinum - hann
sjálfur er gott dæmi um það vegar-
nesti sem faðir hans gaf honum og
þá fyrirmynd sem Gunnar Magnús
var börnum sínum. Hann lagði mikla
áherslu á að böm væra alin upp við
öryggi og þeim hlíft í lengstu lög
við ýmsum áhyggjum hinna full-
orðnu. En hann var síður en svo
hlynntur ofvemd og lagði áherslu á
að innprenta börnum ábyrgðartil-
fínningu og virðingu fyrir umhverfí
sínu.
Það var margt við þennan mann
sem ég mat mikils, en sú hlið sem
mér þykir vænst um er af afa Gunn-
ari Magnúsi. Um líkt Ieyti og dauða-
dómur var kveðinn upp yfír honum
fæddist okkur Braga sonur. Hann
mun aldrei kynnast afa Gunnari
Magnúsi eins og eldri systkini hans.
Dóttir okkar, María Élísabet, var
fyrsta barnabamið sem hann eign-
aðist og samband þeirra var ein-
stakt. Hún varð fjögurra ára á
sunnudag og er það í fyrsta sinn
sem afí Gunnar Magnús var ekki
fyrstur til að mæta í afmælisboðið.
Herdísi fannst einnig mjög vænt um
hann, þótt hann væri ekki „alvöru"
afi hennar.
Utan starfsins snerist líf hans um
fjölskylduna og bóklestur. Hann
undi sér best í sínum eigin heimi í
bókaherberginu sínu. Þegar barna-
börnin komu upp til hans útbjó hann
gamaldags bréfbáta, teiknaði mynd
af burstabæ í fjallshlíð eða las fyrir
þau sögu. Þegar hann var innan um
barnabörnin sín var fjör og hýrleiki
í augum hans. Þau elskuðu hann
öll. Sárast þótti honum sjálfum að
fá ekki að sjá þau vaxa úr grasi.
Gunnar M. Guðmundsson lést á
heimili sínu árla morguns daginn
fyrir sumardaginn fyrsta. Það var
glampandi sólskin þennan fyrsta
fagra morgun vorsins. Hann var
„Sonntagskind“, fæddur á sunnu-
degi í febrúar. Sagt er um slík böm
að þau njóti blessunar í lífinu. Rétt
eins og sunnudagurinn sker sig frá
öðram vikudögum var hann um
margt ólíkur öðram mönnum. Hann
skilur eftir fallegan garð, einnig í
eiginlegri merkingu. Hann var
sterkur persónuleiki eins og þeir
sem hann þekktu vita vel. Við mun-
um varðveita minningu hans með
bömunum okkar. Þau nutu hans
aðeins um skamma hríð, en eins og
Maja litla sagði: Ef afí er farinn til
Jesú, þá hlakkar hún til að fara
þangað seinna! Hún veit ekkert um
háa hnetti sem að skilur himingeim-
ur en í hjarta sínu veit hún kannski
að anda sem unnast fær aldregi
eilífð að skilið.
Guð blessi minningu Gunnars
Magnúsar Guðmundssonar og allt
það sem honum var kærast.
Herdís Þorgeirsdóttir.
Ég þekkti Gunnar, tengdaföður
minn, í allt of skamman tíma, svo
óvænt getur lífshlaup manna endað.
Snemma árs 1993 ákvað Anna dótt-
ir hans að tímabært væri að kynna
mig fyrir tilvonandi tengdaforeld-
rum mínum, Gunnari og Guðbjörgu.
Hún fór með mig í heimsókn í for-
eldrahús sín að Sjafnargötu þar sem
vel var tekið á móti mér á hlýlegu
heimili. Gunnar var hár og grannur,
hann kom mér fyrir sjónir sem stolt-
ur maður og yfír honum var virðu-
leiki og reisn. Hann hafði sig lítt í
frammi en tók mér af hógværð,
kurteisi og velvild. Á þeim tíma
starfaði hann sem hæstaréttardóm-
ari og átti áður að baki gifturíkan
feril við rekstur eigin lögfræðistofu.
Við frekari kynni varð ég þess
áskynja hversu margslunginn per-
sónuleiki Gunnars var. Hann var
dulur að eðlisfari og tilfínninga-
næmur, flíkaði lítt tilfínningum sín-
um, en við nánari kynni kom fram
kímni og glettni og hann átti auð-
velt með að sjá skoplegar hliðar til-
verunnar. Á hinn bóginn var hann
varkár í orðum, tjáði sig ekki um
hluti nema að vel hugsuðu máli, og
var rökfastur, sjálfstæður og skýr
í framsetningu á skoðunum sínum.
Gunnar var trúr sannfæringu sinni
og óhræddur við að láta í ljós skoð-
anir sínar, óháð því hvort öðrum
féllu þær. Samviskusemi, heiðar-
leiki, sterk réttlætiskennd og vand-
virkni einkenndu hann. Ég fann
fljótt að þar fór maður sem hægt
var að treysta. Tilgerð var honum
lítt að skapi og ekki átti það við
hann að berast á. Hann reyndist
þeim vel er til hans leituðu og vand-
aði vel til alls sem hann lét frá sér
fara. Það var gott að leita ráða hjá
honum, hann gaf ætíð hreinskilin
svör.
Gunnar kvæntist Guðbjörgu
Pálmadóttur hjúkrunarfræðingi árið
1956 og eignuðust þau tvo syni,
Hörð og Braga, og dótturina Önnu.
Hann unni konu sinni mjög, ijöl-
skyldan og velferð hennar var hon-
um ætíð mikilvægust og hann kaus
að halda sínu einkalífí fyrir sig og
og sína. Þegar barnabörnin komu
til sögunnar eitt af öðru, en alls eru
þau orðin fimm, sá ég nýja hlið á
Gunnari. Á skömmum tíma varð
Sjafnargatan hjá afa og ömmu stór
fjölskyldumiðstöð. Gunnar var
rausnarlegur í öllum gjöfum og naut
þess að gleðja sína nánustu og koma
þeim á óvart. Hann bar hag barna-
barnanna ætíð fyrir bijósti, sýndi
þeim ómælda ástúð og athygli, og
þau voru að sama skapi hænd að
honum. Það veitti honum mikla
ánægju að sjá þessa ungu afkom-
endur sína þroskast og dafna. í fjöl-
skylduboðum þegar mikið var um
að vera og litlar manneskjur orðnar
þreyttar var fangið á afa viss griða-
staður. Þar var hægt að hlusta á
notalegt vísnaraul, hvíla sig og
safna kröftum á ný. Barnabömin
hafa nú misst mikilvægan homstein
úr sínu unga lífi.
Gunnar var vel að sér um menn
og málefni, sagnfróður og vel að
sér í þjóðmálum. Sögu Reykjavíkur
gjörþekkti hann og í eldri hluta
bæjarins þar sem hann ólst upp og
gekk um daglega þekkti hann nán-
ast hvert hús og íbúasögu þess.
Gunnar kunni ekki aðeins deili á
mönnum, hann gat iðulega rakið
ættir þeirra langt aftur, enda var
ættfræði eitt hans aðaláhugamál.
Hann kom mér á óvart þegar ég
uppgötvaði að hann lét sér ekki
nægja að ganga um bæinn heldur
hjólaði líka, einkum snemma á helg-
armorgnum áður en aðrir risu úr
rekkju. Ýmist fór hann þessar hjól-
reiðaferðir einn eða með Guðbjörgu
konu sinni.
Gunnar var vel lesinn, átti gott
bókasafn og undi sér jafnan við lest-
ur bóka. Hann var listhneigður og
batt sjálfur inn sumar bækur sínar
af mikilli vandvirkni og nákvæmni.
Á sínum yngri áram var hann mik-
ill áhugamaður um ljósmyndun og
eftir hann liggur mikið safn einka-
mynda sem hann hafði unnið sjálf-
ur. Þær geyma augnablik úr lífs-
hlaupi hans, Guðbjargar og barn-
anna. Margar myndanna era frá
ferðalögum fjölskyldunnar, en
Gunnar var mikill útivistarmaður.
Málaralist var annað áhugamál
Gunnars og honum mjög hugleikin.
Þekking hans á íslenskri listasögu
var yfirgripsmikil og hann var vel
kunnugur sumum listmáluram
samtíðarinnar.
Gunnar hætti formlega störfum
við Hæstarétt 1994 en sinnti þó
áfram ákveðnum verkefnum. Hon-
um gafst þá betri tími til að sinna
ýmsum áhugamálum sínum. Eitt
þeirra var garðyrkja sem hann
stundaði af mikilli eljusemi og er
garðurinn á Sjafnargötu lifandi vitn-
isburður um smekkvísi og vand-
virkni hans og Guðbjargar. Ásamt
eldri syni sínum hóf hann að byggja
sumarbústað og ætlaði að koma
öðrum í fjölskyldunni á óvart þegar
hann væri fullbúinn á komandi
sumri. Staðsetningu bústaðarins
valdi Gunnar ekki af tilviljun, þaðan
er útsýni yfir bæinn þar sem faðir
hans fæddist. Þarna hugðist hann
stunda tijárækt og koma upp griða-
stað fyrir fjölskylduna svo barna-
börnin kæmust úr stórborginni út í
náttúruna.
Skjótt skipast veðúr í lofti. Óvíst
er hversu lengi Gunnar hefur kennt
sér meins en í byijun janúar þessa
árs komu fram einkennin er óhjá-
kvæmilega leiddu til læknisrann-
sókna. Hann greindist með krabba-
mein á háu stigi, meðferð var reynd
án árangurs og skjótt dró af honum.
Ef frá er talin stutt sjúkrahúsvist
dvaldist hann heima þar til yfir lauk
og naut umönnunar Guðbjargar og
barna sinna, ásamt ómetanlegri að-
stoð heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins. Hann mætti sjúk-
dómi sínum með reisn og æðruleysi
og gekk frá öllum sínum málum af
þeirri nákvæmni sem ávallt ein-
kenndi hann. Þar var honum efst í
huga umhyggja fyrir eiginkonu
sinni og afkomendum. Ég er þakk-
látur fyrir að hafa kynnst þessum
trausta og heilsteypta manni. Sam-
verustundirnar urðu allt of fáar en
þær era mér mikils virði. Gunnar
gaf börnum sínum og barnabörnum
gott veganesti á lífsleiðinni og þótt
hann sé horfinn á braut lifir minn-
ing hans.
Ragnar Danielsen.
Hinn 23. þ.m. lést á heimili sínu
í Reykjavík Gunnar Magnús Guð-
mundsson, fv. hæstaréttardómari.
Hann laut í Iægra haldi fyrir ill-
kynja sjúkdómi, sem hann greindist
með í janúar sl. Fram til þess tíma
var ekki vitað annað en að hann
gengi heill til skógar. Við hjónin
vorum í kvöldverðarboði á Sjafnar-
götunni 12. janúar sl. og síst grun-
aði mig þá að leiðir myndu skilja
svo fljótt. Þetta kvöld lék Gunnar
við hvern sinn fíngur eins og hann
gerði gjarnan í þröngum hópi. Hann
var mikil uppspretta fróðleiks og
þetta kvöld var engin undantekning.
Ég hafði orð á því að mig vantaði
ákveðnar upplýsingar. Hann vék sér
aðeins frá, kom að vörmu spori með
lítið kver sem hann rétti mér og
sagði að hér væru þær upplýsingar
sem ég leitaði að. Þannig minnist
ég hans sem manns, sem ég gat
ávallt leitað til ef með þurfti, aðstoð
hans var ávallt auðfengin.
Kynni okkar hófust á sjötta ára-
tugnum þegar hann og systir mín
felldu hugi saman. Ég man hversu
mikið mér þótti til þess koma að
systir mín hefði fest ráð sitt ungum