Morgunblaðið - 30.04.1997, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.04.1997, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Þakklæti fyrir góðar móttökur VIÐ hér á íslandi, erum mjög gjörn á því að nöldra og kvarta og kveina; en getum sjaldnast haft orð á því sem vel er gert. Mig langar að breyta til, og koma með eitthvað sem er jákvætt, svona til að lífga upp á sumarið. Um páskana, fór ég um bæinn, og rakst á stað sem nefnist „Svarta Kaffið“, og er á Laugavegi 54, sem í sjálfu sér er ekki frásögur færandi. En það sem kom mér á óvart, var hversu hiýjar og góðar móttökumar voru, og gott andrúmsloft var þar að finna. Þetta varð til þess, að ég og móðir mín fórum þangað aftur um síðustu helgi, og viti menn, að móttökurnar voru jafn yndislegar og fyrr. - Ekki nóg með það, heldur fékkst ágætis „súpa í brauði", sem var dýrindis- máltíð á viðráðanlegu verði. Vil ég endilega koma á framfæri þakklæti fyrir mikla þjónustulund og hlýjar móttökur sem við fengum á þessum stað. Með kærri kveðju, Sigurjón Helgi Kristjánsson. Kitchenaid í hálfa öld GAMLI þeytarinn minn snerist í sundur fyrir skömmu, en þá hafði hann þjónað sínu hlutverki í tæpa hálfa öld. Nú er lýst eftir þeytara í þessa teg- und hrærivélar, þ.e. Kitch- enaid frá því um 1950, eða eldri. Til glöggvunar um gerðina er skálin skrúfuð niður á pinna sem stendur upp úr fætinum. Ef ein- hver á í fórum sínum svona gamlan þeytara og þarf ekki að nota hann þá væri hann vel þeginn, því vélin sjálf er enn í fullu fjöri. Vinsamlega hafið sam- band við Guðlaugu í síma 569 1323 á daginn eða í síma 555 4409 eftir kl. 19. Varist áróðursbréf INGIBJÖRG hringdi vegna bréfs sem sonur hennar fékk í pósti og vakti bréfið skelfingu hennar því að bréf þetta „Arísk upprisa" var upp- fullt af kynþáttafordómum og áróðri um að halda ís- lenska kynþættinum hreinum. Merki þessa hóps sem sendi bréfið var eftir- líking af hakakrossi. Vill Ingibjörg vara foreldra við því að það sé verið að senda unglingum svona bréf og biður hún foreldra um að vera vakandi fyrir hvað komi í pósti svo hægt sé að setja þetta beint í ruslið. Finnst henni ótrú- legt að svona félagsskapur sé í gangi á íslandi í dag. Tapað/fundið Úr fannst FÖSTUDAGINN 25. apríi fannst úr neðarlega á Laugavegi. Uppl. í síma 557-3248. Húslyklar fundust HÚSLYKLAR fundust í bréfalúgu við Rauðalæk. Uppl. í síma 568-5079. 3 gullhringir töpuðust 3 GULLHRINGIR töpuð- ust föstudaginn 18. apríl annaðhvort á göngu frá Háaleitisbraut að Mikla- torgi eða í Þjóðleikhúsinu. Skilvís finnandi vinsam- lega hafi samband í síma 588-3505. Fundarlaun. Rúskinnshanski tapaðist DÖKKBRUNN rúskinns- hanski tapaðist á leiðinni frá DV í Þverholti og út í enda á Skipholti síðdegis mið- vikudaginn 23. apríl sl. Skil- vís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 553-7462 eða 550-5882. Dýrahald Páfagaukur fannst í Hafnarfirði HVÍTUR og ljósblár páfa- gaukur fannst við Smyrla- hraun í Hafnarfirði laugar- daginn 26. apríl. Uppl. í síma 565-3007. Hvolpar fást gefins LABRADOR-blendings hvolpar fást gefíns. Uppl. í síma 565-0219. Fiskabúr óskast ÓSKAÐ er eftir gefins fískabúri í síma 565-6145. Læða í óskilum MJALLAHVÍT ung læða hefur verið í óskilum í Búlandi 31 síðan á mið- vikudag. Hún er sérstök með stutt hár og mjóa rófu, ekki ósvipuð síams- ketti, með gul augu. Af- skaplega blíð og mannelsk. Eigandinn er beðinn að vitja hennar í síma 553-7867. SKAK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á ár- lega AEGON skákmótinu í Hollandi þar sem tölvur tefla við skákmenn af öll- um styrkleikaflokkum, þar á meðal eru margir stórmeistarar. Lembit Oll (2.625), Eistiandi, hafði hvítt og átti leik gegn tölvu- forritinu SCHACH 3.0. 21. Rxe6! - fxe6 22. Bxh6 — Dh4 (Auðvitað ekki 22. - gxh6 23. Dh5 mát) 23. Df3! - exd5 24. Df7+ og þar sem tölvan mat stöðuna gersamlega vonlausa gafst stjórnandi hennar upp. Eft- ir 24. — Kd8 getur hvítur t.d. leikið 25. Dxd5 eða 25. e6 og svartur er varnar- laus. ísraelsmaðurinn Kosas- hviii vann allar skákir sínar gegn tölvunum, sex að tölu, þeir Seirawan, Banda- ríkjunum og Johan Van Mií, Hollandi komu næstir með 5 ‘A vinning. Tölvurnar hlutu saman- þurfi til að bæta styrkleik- ann verulega. Nú bíða menn spenntir eftir einvígi Kasparovs og Deep Thought tölvu IBM, sem hefst í New York á laugardaginn. 15172 gegn lagt v. 148 72 vmn- ingum skák- manna, en framleiðend- ur forritanna höfðu vonast eftir ennþá betri út- komu. Marg- ir telja að gervigreind- in komist ekki öllu lengra á reikniget- unni, bylting í forritasmíð HVÍTUR leikur og vinnur. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um af- mæli, brúðkaup, ættar- mót o.fl. lesendum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329. Einnig er hægt að skrifa: Dagbók Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Víkveiji skrifar... BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson ANNAÐ kvöldið af 3 í La Prima- vera Aðaltvímenningi félagsins var fimmtudaginn 24. apríl. Spilaðar voru 6 umferðir og hæsta skori náðu: Guðmundur Þórðars. - Valdimar Þórðars. 45 ÞórirLeifsson-JónV.Jónmundsson 41 Rúnar Einarss. - Guðjón Siguqonss. 30 Efstu pör að loknum 11 umferð- um af 17 eru: Þórir Leifsson - Dúa Ólafsdóttir 76 Rúnar Einarss. - Guðjón Sipijónss. 72 Guðmundur Þórðars. - Valdimar Þórðars. 54 Ragnheiður Nielsen - Hjördís Siguijónsd. 40 Sveinn R. Eiríksson - Ólöf H. Þorsteinsd. 38 Bikarkeppni Suðurlands 1996-1997 Nú er komið að úrslitaleik bikar- keppninnar. í úrslitum mætast sveit Kristjáns Más Gunnarssonar frá Selfossi og sveit Kjartans Aðal- björnssonar frá Hvolsvelli. Leikur- inn fer fram sunnudaginn 4. maí og hefst kl. 14. Spilað verður í Tryggvaskála á Selfossi. Úrslit í Austurlandsmótinu í sveitakeppni Austurlandsmótið í sveitakeppni fór fram í Félagslundi á Reyðar- firði 25.-27. apríl 1997. Til leiks mættu 16 sveitir víðs vegar af starfssvæði Bridssambands Aust- urlands. Spilaðar voru 8 umferðir eftir Monrad kerfi, 20 forgefín spil í hverri umferð. Keppnisstjóri og reiknimeistari var Sveinbjörn Egilsson. Mikil spenna var í mótslok, þar sem 4-5 sveitir gátu tryggt sér sigur með góðum árangri og hag- stæðum úrslitum í seinustu um- ferðinni, en þá léku saman sveitirn- ar, sem urðu í tveim efstu sætun- um, sveit Herðis, Egilsstöðum, sem var í efsta stætinu fyrir þá umferð og sveit Loðnuvinnslunnar, Fá- skrúðsfirði. Sigraði hin síðar- nefnda í þessum leik með 18 vinn- ingsstigum gegn 12, en Herðis- mönnum tókst þó að vinna vamar- sigur og halda efsta sætinu með minnsta mun. í átta efstu sætunum urðu eftir- taldar sveiti: Herðirhf.Egilsstöðum 144 Pálmi Kristmannsson, Guttormur Kristmanns- son, Stefán Kristmannsson, Jón Bjarki Stef- ánsson, Siguijón Stefánsson (BF), Bjarni Ein- arsson (BN) Loðnuvinnslan hf. Fáskrúðsfirði 143 Jónas E. Ólafsson, Magnús B. Ásgrímsson (BSF), Bjami Sveinsson, Jón Aðall Kjartans- son (BBc) KaupfélagHéraðsbúa 142 Þorvaldur P. Hjarðar, Guðmundur Pálsson, Þorsteinn Bergsson, Bernhard N. Bogason, Þórarinn V. Sigurðsson (BF) HótelBláfell 140 Sparisjóður Hornafjarðar 136 Aðalsteinn Jónsson 131 Landsbankinn Seyðisfirði 123 Eskey hf. Hornarfirði 122 Bridsfélag Kópavogs Ragnar Jónsson og Georg Sverr- isson unnu Catalínu-tvímenninginn sem lauk fimmtudaginn 24. apríl. Lokastaðan: Ragnar Jónsson - Georg Sverrisson 127 Þórður Bjömss. - Birgir Ö. Steingrímss. 115 Jón Steinar Ingólfsson - Murat Serdar 105 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 104 Skor kvöldsins: ÞórðurJörandss.-JörandurÞórðars. 75 Jón Steinar Ingóifss. - Murat Serdar 45 RagnarJónsson-GeorgSverrisson 34 Næsta fimmtudag byijar þriggja kvölda vortvímenningur sem er síðasta keppni félagsins á þessum vetri. Félag eldri borgara Kópavogi Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur þriðjud. 22.4. 32 pör mættu. N/S BjamiJónsson- JónStefánss. 393 Eysteinn Einarsson - Lárus Hermannss. 379 Auðunn Guðmundss. - Sigurleifur Guðjónss. 359 Sveinn K. Sveinss. - Guðmundur Samúelss. 353 A/V Baldur Ásgeirsson - Mapús Halldórsson 361 Ólafurlngvarsson-BjömKjartansson 351 GunnarSiprbj.ss. - SiprðurGunnlaugss. 343 Elín E. Guðmundsd. - Ingveldur Viggósd. 334 Rapheiður Jónsd. - Jakob Tryggvason 334 Meðalskor 312 Spilaður var Mitchell-tvímenn- ingur föstud. 25.4. 24 pör mættu. N/S Þórður Jörundss. - Vilhjálmur Siprðss. 269 Þórarinn Ámason - Þorleifur Þórarinsson 261 Þórhildur Mapúsd. - Halla Ólafsd. 241 Helgi Vilhjálmsson - Einar Einarsson 228 A/V Rafn Kristjánsson - Oliver Kristófersson 266 Baldur Ásgeirsson - Mapús Halldórsson 253 Þorsteinn Erlingss. - Siprleifur Guðjónss.244 Karl Adolfsson - Einar Einarsson 235 Meðalskor 212 Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Mánudaginn 21. apríl spiluðu 22 pör Mitchell-tvímenning. N/S Þorleifur Þórarinss. - SæmundurBjömss. 267 Viggó Nordquist - Tómas Jóhannesson 259 Þórarinn Ámason - Berpr Þorvaldsson 236 Inpnn K. Bemburg - Vigdís Guðjónsd. 227 A/V Jón Mapússon - Júlíus Guðmundsson 274 Sæbjörg Jónasd. - Þorsteinn Erlinpson 232 Gunnar Bjartmarz - Sólveig Bjartmarz 229 Ólafur Inparssoan - Jóhann Lútersson 217 Karl Adólfsson - Eggert Einarsson 217 Fimmtudaginn 24. apríl spiluðu 19 pör. N/S Baldur Áspirsson - Mapús Halldórsson 250 Rafn Kristjánss. - Auðunn Guðmundss. 242 Þórarinn Ámason - Berpr Þorvaldsson 232 A/V Ólafur Inparsson - Jóhann Lútersson 297 KarlAdólfsson-EggertEinarsson 231 Guðmundur Samúelss. - Sveinn K. Sveinss. 215 Meðalskor 216 Bridsfélag Akureyrar Þriðjudaginn 15. apríl lauk Hall- dórsmótinu sem er Board-a-Match keppni í minningu Halldórs Helga- sonar. Tíu sveitir tóku þátt og eft- ir spennandi lokaumferð sigraði sveit Helga Helgasonar og hlaut 223 stig. Spilarar í sveitinni auk foringjans voru Anton og Sigur- björn Haraldssynir, Stefán G. Stef- ánsson og Stefán Ragnarsson. í öðru sæti með 217 stig varð sveit Sveins Pálssonar en auk hans spil- uðu í sveitinni Skúli Skúlason, Jón- as Róbertsson, Bjarni Sveinbjörns- son og Sveinbjörn Jónsson. í þriðja sæti með 214 stig var síðan sveit Ragnheiðar Haraldsdóttur an auk hennar spiluðu Hróðmar Sigur- björnsson, Pétur Guðjónsson og Una Sveinsdóttir. Næstu sveitir voru sveit Strýtu með 182 stig og sveit Hauks Harðarsonar með 169 stig. I mars var einmenningskeppni BA sem jafnframt er firma- keppni. Þetta var þriggja kvölda keppni þar sem 2 bestu kvöld giltu í einmenningnum. Einmennings- meistari með umtalsverum yfir- burðum varð Gissur Jónasson með 225 stig. Röð næstu manna var eftirfarandi: PéturGuðjónsson 213 SveinnPálsson 207 ReynirHelgason 205 Stefán Sveinbjömsson 203 HjaltiBergmann 202 I fírmakeppninni urðu úrslit sem hér segir: Búnaðarbankinn, Gissur Jónasson 117 Kaupþing hf., Sveinn Pálsson 109 Hyman hf., Pétur Guðjónsson 109 Sparisj. Árskógsstr., Om Einarsson 108 Siemens-búðin, Gissur Jónasson 108 Fatahreinsunin hf., Reynir Helgason 106 Gullsm. Sigtr. og Pétur, Stefán Sveinbj.s. 105 Nú stendur yfír Alfreðsmótið sem haldið er í minningu Alferðs Pálssonar. Þetta er tvímennings- mót með Butler útreikningi og er jafnframt síðasta opna mót félags- ins á vetrinum. Aðalfundur BA verður haldinn 13. maí og sum- arbrids hefst síðan 20. maí. Að venju verður spilað í Hamri á þriðjudögum kl. 19.30 í allt sumar en hlé verður gert á sunnu- dagsbrids eftir sunnudaginn 4. maí. Topp-16 einmenningur þeirra sem flest bronsstig hafa hlotið á starfsárinu verður föstudaginn 9. maí. ÆTTIRNIR 60 mínútur, sem Stöð 2 sýnir á sunnudags- kvöldum og endursýnir svo síðdegis á laugardögum tæpri viku síðar, eru með allra besta efni sem sjónvarps- stöðvarnar sýna, að mati Víkveija. Þar er sjónvarpsmiðillinn notaður til þess að segja frá fréttatengdu efni, skýra atburði og kafa niður fyrir yfírborðið, þannig að áhorfandinn er einhveiju nær. Þessi vinnubrögð hinna þrautreyndu fréttajaxla CBS stöðvarinnar eru í alla staði til fýrir- myndar — vinnubrögð sem því mið- ur eru sjaldan eða aldrei tíðkuð hjá íslensku sjónvarpsstöðvunum. xxx AUÐVITAÐ er þáttur eins og 60 mínútur afar dýr, því rann- sóknir sjónvarpsfréttamannanna geta tekið allt frá nokkrum vikum, upp í heilt ár, eða jafnvel meira, allt eftir umfangi rannsóknarefnis- ins hveiju sinni og hversu erfítt það reynist fréttamönnunum að komast að kjarna málsins. Þannig var fyrsti hluti þáttarins síðastliðið sunnu- dagskvöld frásögn og lýsing af því hvernig starfsmenn 60 mínútna höfðu komist á snoðir um með hvaða hætti geysilegu magni fíkni- efna er smyglað yfir til Bandaríkj- anna, landleiðina frá Mexíkó. í frá- sögn og lýsingum kom fram, að vinnsla við þennan hluta þáttarins hafði staðið með hléum í heilt ár. xxx MEÐ ólíkindum var að fræðast um með hvaða hætti ákveðn- ir starfsmenn bandarísku tollgæsl- unnar hafa látið undir höfuð leggj- ast að rannsaka og skoða sérstak- lega flutningabíla frá ákveðnu fyrir- tæki á leið norður yfir landamærin frá Mexíkó, þótt þeir hefðu vitn- eskju um að fyrirtækið væri í eigu tveggja mexíkóskra fíkniefnabar- óna. Enda kom fram að líkur eru taldar á því að milljónir bandaríkja- dala skipti um hendur við landa- mærin, þannig að fíkniefnabarón- arnir kaupi sér afskiptaleysi ákveð- inna tollgæslumanna. Það sem var hvað skeflilegast við þennan þátt var að upplýst var, að vitneskjan um mútugreiðslumar og mútu- þægni starfsmanna bandarísku toll- gæslunnar var fyrir hendi í banda- ríska stjórnkerfínu, án þess að nokkuð virtist aðhafst. XXX UNDANFARNA viku hafa sam- ræmd próf nemenda í 10. bekk grunnskólanna staðið yfir og var síðasta prófið, enskuprófið, haldið í gær. Víkveiji hefur fylgst með nokkrum nemendum tíunda bekkjar þessa viku og umtali þeirra um prófín. Að sögn þeirra voru fyrstu prófin, þ.e. samræmda prófið í íslensku og dönsku, mjög í sam- ræmi við undirbúning og væntingar nemendanna. En á mánudag brá svo við, þegar samræmda stærð- fræðiprófinu var lokið, að Víkveiji heyrði á máli nemendanna, að próf- ið hefði verið illyrmislega erfítt og í engu samræmi við þann undirbún- ing sem nemendurnir hefðu fengið. Það var helst á krökkunum að heyra, að prófið hefði verið slíkt reiðarslag, að ekkert minna en áfallahjálp dygði til þess að koma líðan krakkanna í Iag!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.