Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 15
VIÐSKIPTI
Norðmenn
yfirtaka
AVISá
Islandi
NORSKA fyrirtækið LIVA Bil
sem starfrækir AVIS-bílaleig-
una í Noregi og Svíþjóð hefur
yfirtekið öll hlutabréf í
Stjörnubílum hf., rekstraraðila
AVIS á íslandi, að því er segir
í fréttatilkynningu.
Stjörnubílar hf. hafa verið
umboðsaðilar AVIS-bílaleig-
unnar hér á landi frá árinu
1989 og starfað á fimm stöð-
um um landið. Heildarfjöldi
bifreiða yfir háannatímann
hefur verið að nálgast 200 bíla.
Starfsmannafjöldi er 8 og
heildartekjur félagsins árið
1996 námu um 100 milljónum
króna.
Um ástæður kaupanna seg-
ir m.a. að rekstur bílaleigu sé
fjárfrekur vegna mikilla fjár-
festinga í bifreiðum og örrar
tækniþróunar. Til þess að
stuðla að frekari framþróun á
íslenskum bílaleigumarkaði sé
nauðsynlegt að hafa aðgang
að íjármagni. LIVA Bil sé fjár-
hagslega sterkt fyrirtæki sem
rekið hafi AVIS með góðum
árangri, bæði í Noregi og Sví-
þjóð.
Pálmar Sigurðsson, sem
verið hefur framkvæmdastjóri
Stjörnubíla, mun veita bílaleig-
unni forstöðu, en Hafsteinn
Reykjalín fyrrum eigandi og
forstjóri snýr til annarra
starfa.
SR-mjöl hefur unnið úr um 1 milljón
tonna frá einkavæðingu félagsins
Engin teikn
á loftí um
samdrátt
TÆPLEGA 1 milljón tonna af hrá-
efni hefur verið unnin í verksmiðj-
um SR-mjöls hf. frá því að ríkis-
sjóður seldi félagið árið 1993. Á
þessu tímabiii hafa mikilvæg met
verið slegin bæði hvað varðar
heildarafla ársins, svo og fram-
leiðslu í einstökum mánuðum.
Vinnsla júlímánaðar verður lengi
höfð í minnum, en þá unnu verk-
smiðjur SR-mjöls úr yfir 100 þús-
und tonnum af loðnu, að því er
fram kom í máli Benedikts Sveins-
sonar, stjórnarformanns SR-mjöls
á aðalfundi félagsins í gær.
Félagið rekur 5 verksmiðjur
Benedikt benti hins vegar á að
erfitt væri að spá fyrir um veiðar
og ætti það sérstaklega við um
loðnu og síld. „En þrátt fyrir mik-
inn afla í meira en 4 ár, þá eru
engin teikn ennþá komin fram sem
benda til samdráttar, þó ber að
minnast þess að loðna er skamm-
lífur fiskur og erfitt er að leggja
mat á framtíðarafla nema til eins
eða tveggja ára í senn.“
Á árinu 1996 var unnið úr 393
þúsund tonnum. Þetta er um 45
þúsund tonnum meira en unnið var
1993, en þá var eldra met slegið.
Heildarframleiðsla mjöls nam 69
þúsund tonnum og heildarfram-
leiðsla lýsis 44 þúsund tonnum.
Verksmiðjur félagsins eru nú 5
talsins með heildarafkastagetu um
4.300 tonn á sólarhring. „Sé miðað
við meðalnýtingu hráefnis og nú-
verandi heimsmarkaðsverð jafn-
gildir þessi afkastageta söluverð-
mæti afurða að ijárhæð 50 milljón-
ir króna á sólarhring," sagði Bene-
dikt ennfremur.
Varar við uppgangi
umhverfisverndarhópa
Ný verksmiðja SR-mjöls í Helgu-
vík tók til starfa þann 25. febrúar,
en reiknað er með að hún muni
kosta um 900 milljónir króna.
Benedikt Sveinsson gerði að
umtalsefni áhrif umhverfisvernd-
arhópa á eftirspurn eftir mjöii og
lýsi og sagði ástæðu til að vara
við uppgangi þeirra. Einkum ætti
Morgunblaðið/RAX
BENEDIKT Sveinsson, stjórnarformaður SR-mjöls, flutti skýrslu
stjórnar á aðalfundinum.
það við þá fyrirætlun þeirra að
mynda eins konar ráð sem ætlaði
sér að selja gæðamerki til þeirra
sem uppfylltu reglur þær sem
þeir sjálfir semdu. „Hér er um að
ræða tekjustofn umhverfisvernd-
arsamtaka sem gæti skilað þeim
tugmilljarða tekjum á ári. Þetta
yrði hrein skattheimta á íslenskan
útflutning, eins konar umhverfis-
tollur. Það er því mikilvægt að
þær þjóðir og þær iðngreinar, þar
með talinn allur fiskiðnaður á ís-
landi, taki höndum saman og setji
upp slík ráð og úthluti gæðast-
implum til þeirra sem það eiga
skilið og verði ekki háð duttlung-
um alþjóðlegra umhverfissamtaka
sem líkjast æ meir alþjóðlegum
fyrirtækjum sem þurfa á tekjum
að halda til að viðhalda sjálfum
sér.“
Benedikt minnti hluthafa í lok
ræðu sinnar á að rekstur fiski-
mjölsverksmiðja væri áhætturekst-
ur og miklar sveiflur væru tíðar í
þessum atvinnuvegi.
„Einkavinir“
825 talsins
Hluthafar SR-mjöls hf. eða
„einkavinir“ eins og Jónas Aðal-
steinsson fundarstjóri nefndi þá
eru nú 825 talsins, en voru í upp-
hafi 172.
Samþykkt var að greiða 10%
arð til hluthafa og heimila stjórn
að gefa út jöfnunarhlutabréf fyrir
allt að 180 milljónir. Óvissa ríkir
um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þar
sem ekki liggur fyrir ótvíræð niður-
staða hjá skattyfirvöldum um það
hveijar heimildir félagsins eru til
slíkrar útgáfu.
I stjórn voru kjörnir þeir Bene-
dikt Sveinsson, Gísli Marteinsson,
Leifur Ársælsson, Þorsteinn Hún-
bogason og Örn Eriingsson.
/cLar
Tennis-
skyrtur
Gallabuxur
Aih Sendum i pósikröfu,
Grænt númer $00-5730. Simi 562-9730.
Fax 562-9731
LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK