Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 16

Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Uppbygging á GSM farsímakerfi ísfars Morgunblaðið/Halldór JOSEPH Walter, forstjóri The Walter Group Inc. og Brad Horw- itz, forsljóri Westem Wireless International kynntu í gær fulltrú- um samgönguráðuneytisins áform íslenska farsímafélagsins um uppbyggingu GSM farsímakerfis á ísiandi. Heildarkostnað- urinn nemur 1,5 milljörðum króna I AÆTLUNUM Isfar, Islenska far- símafélagsins ehf., er gert ráð fyrir að hefja farsímaþjónustu á íslandi í mars 1998 ef fyrirtækið fær úthlut- að starfsleyfí til reksturs GSM far- símakerfis í samkeppni við Póst og síma hf. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem eig- endur ísfar héldu í gær. Isfar er í eigu bandarisku fyrir- tækjanna Westem Wireless Inter- national Corporation og The Walter Group Inc. auk Ragnars Aðalsteins- sonar, hæstaréttarlögmanns. einnig þess standa yfir viðræður við íslenska fjárfesta um þátttöku þeirra í rekstri Isfar. Að sögn Brads Horwitz, for- stjóra Western Wireless Intemati- onal, er ætlunin að gefa íslenskum og öðrum evrópskum fjárfestum kost á að eignast um 35-38% hlutdeild í ísfar. „A þeim stöðum sem fyrirtæk- in Westem Wireless Intemational og The Walter Group hafa komið upp farsímakerfum höfum við verið í sam- starfi við innlenda aðila og geri ég ráð fyrir að svipað verði upp á ten- ingnum hér á Islandi.“ Fjárfesting vegna uppbyggingar farsímakerfisins er áætluð tæplega 450 milljónir króna á þessu ári en heildarfjárfesting til ársins 2006 er áætluð um 1,5 milljarðar. Uppbygging kerfisins verður í fjórum áföngum en áætlanir miðast við að starfsleyfi farsímaþjónustunn- ar verði afhent í júní nk. Níu mánuð- um síðar er ætlunin að hefja þjón- ustu við almenning á höfuðborgar- svæðinu, Akranesi, Reykjanesbæ og Selfossi, en um 73% landsmanna eru á þessu svæði. I desember 1998 verður þjónustu- svæðið stækkað til Vestmannaeyja, Borgarnesbæjar og nærsveita, Isa- fjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, innsveita Eyjafjarðar og Húsavíkur. Um aldamótin 2000 er áætlað að þjónusta ísfar nái til Víkur í Mýrdal, Siglufjarðar, Ólafsíjarðar og Dalvík- ur. Lokaáfangi farsímaþjónustu ísfar verður tekinn í notkun ári síðar og þá munu íbúar norðanverðs Snæfells- ness, Austur-Húnavatnssýslu, Mý- vatnssveitar, Héraðs, Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Eskiflarðar og Hafn- ar í Homafirði geta tengst þjónustu- kerfi fyrirtækisins. Þá munu yfir átta áf hveijum tíu íslendingum eiga kost á þjónustu ísfar ef samgönguráðu- neytið úthlutar félaginu starfsleyfí til reksturs GSM farsímakerfis. Auglýsingasamkeppni alþjóðasamtaka markaðsfólks Auglýsing Morgun- blaðsins verðlaunuð AUGLÝSING Morgunblaðsins á alnetsþjónustu blaðsins, „í sam- bandi“, hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri auglýsingasamkeppni í flokki sjónvarpsauglýsinga fyrir dagblöð með upplag 50-100 þús- und eintök. Alls voru sendar inn 1.500 auglýsingar frá 24 löndum á 11 tungumálum í keppnina í ár. Keppnin er haldin árlega á veg- um alþjóðasamtaka markaðsfólks á dagblöðum, International Newspaper Marketing Associati- on, INMA, og tímaritsins Editor & Publisher og var þetta í 62 skiptið sem keppnin var haldin. Að sögn Margrétar Kr. Sig- urðardóttur, markaðsstjóra Morgunblaðsins, sem veitti verð- laununum viðtöku í Los Angeles í gær, er þetta í fyrsta skiptið sem Morgunblaðið tekur þátt í þessari keppi. „Það er því ánægjulegt að við skyldum hljóta verðlaun miðað við þennan mikla fjölda innsend- inga í keppnina. Við lögðum tölu- vert mikið í að gera auglýsinguna og er því gaman að hún skuli hljóta þessa viðurkenningu þó auðvitað skipti mestu máli að hún hafi skilað tilætluðum árangri. Þ.e. að fjölga áskrifendum og les- endum Morgunblaðsins í aldurs- hópnum 20-35 ára.“ Markmiðið að fjölga lesendum I auglýsingunni er sögð lítil saga af ungum pilti í stórborg þar sem áreitið úr umhverfinu er mikið, meðal annars frá sjón- varpi, útvarpi og umferð. Á sama tíma er ung stúlka stödd á ís- landi að koma sér vel fyrir á góð- viðrisdegi og lesa Morgunblaðið. Þegar pilturinn er kominn í ró og næði heima fyrir flettir hann upp á Morgunblaðinu á alnetinu og stúlkan á íslandi sést fletta upp í Morgunblaðinu þar sem er grein með fyrirsögninni „Hlýtur frá- bærar viðtökur“. Síminn hringir og er það pilturinn sem segir að hún hafi staðið sig frábærlega og hún spyr undrandi hvernig hann hafi frétt það. Þá kemur þulur sem segir: „Vertu í sambandi við stærstu fréttastofu landsins! Morgunblaðið - kjarni málsins!“. Að sögn Margrétar er auglýs- ingunni ætlað að ná til ungs fólks á aldrinum 20-35 ára og var markmiðið að fjölga áskrifendum og auka lestur á Morgunblaðinu í þessum aldurshópi. „Samhliða sýningu á auglýsingunni í kvik- myndahúsum og sjónvarpi var staðið fyrir áskriftarherferð þar sem notaðar voru aðferðir beinnar markaðssóknar. Árangur af her- ferðinni var mjög góður, nokkur þúsund áskrifendur á aldrinum 20-35 ára bættust í hópinn og lesturinn hefur aukist í þessum aldurshópi." Auglýsingin er framleidd af aug- lýsingastofunni Yddu hf. og Hið íslenska kvikmyndafélag sá um tökur á auglýsingunni, bæði í New York og í Reykjavík. Leikstjóri er Ágúst Baldursson og Vilhjálmur Guðjónsson sá um tónlistina. í kjölfar keppninnar er gefin út bók með bestu auglýsingunum sem birtust á prenti og myndband með bestu sjónvarpsauglýsingun- um. Einnig birtist listi yfir verð- launaðar auglýsingar í tímariti INMA, Ideas Magazine og í tíma- riti Editor & Publisher. Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga versnaði 1996 Tapið nam 163,5 millj. HEILDARVELTA Kaupfélags Skagfírðinga var 2.833 milljónir króna á síðasta ári en að meðtal- inni veltu dótturfyrirtækja var heildarveltan rúmir 6 milljarðar króna. Rekstur kaupfélagsins skil- aði 20,5 milljóna króna hagnaði á árinu 1996 en þegar tekið hefur verið tillit til afkomu eignar- tengdra fyrirtækja var rekstrar- halli á samstæðureikningi 163,5 milljónir króna samanborið við 135 milljóna króna hagnað á árinu 1995. Skýringin á tapi vegna eignar- tengdra fyrirtækja er rekstrarhalli á Fiskiðjunni Skagfirðingi hf., sem er dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga. í frétt frá kaupfélag- inu kemur fram að helstu ástæð- urnar fyrir rekstrarhalla Fiskiðj- unnar voru mikið tap af land- vinnslu á bolfiski, mikill kostnaður við veiðar í Barentshafi og kostn- aður við öflun veiðireynslu á Reykjaneshrygg. Eigið fé félagsins í árslok var 1,1 milljarður króna og eiginíjár- híutfallið var 52%, en var 55% í árslok 1995. Veltufjárhlutfall er 2% og er það lítilsháttar hækkun frá fyrra ári. Rekstraráætlanir Fiskiðjunnar Skagfirðings fyrir þetta ár gera ráð fyrir rekstrarhagnaði og á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að endurskipulagn- ingu með það að markmiði að ná fram arðsömum rekstri. Veiði- heimildir fyrirtækisins í bolfiski eru 14.700 tonn og fékk fyrirtæk- ið úthlutað á árinu veiðiheimildum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, um 4 þúsund tonnum, segir í frétt frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Háskóli fslands Endurmenntunarstofnun Markaðs- og útflutningsfræði - eins árs nám með starfi - hefst í september 1997 Þátttaka í náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þiónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnulífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þau Gísli S. Arason lektor, Birna Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og Djónustudeildar íslandsbanka, EggertÁg. Sverrisson framkvæmdastjóri íjá VÍS, Halldór S. Maqnússon forstöðumaður hjá íslandsbanka, Jón Björnsson framkvæmaastjóri hjá Ferskum kjötvörum, Ágúst Einarsson alþingismaður og Ingjaldur Hannibalsson dósent. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumörkun. Markaðsfræði og markaðsatnuganir. Sölustjórnun og sölutækni. Flutningafræði. Fjármál milliríkjaviðskipta. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrit menningar á viðskiptavenjur. Valnámskeið í viðskiptatungumálum; Enska, þýska, franska. Stjórn námsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson dósent, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Útfluntingsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endurmenntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræðing og markaðsráðgjfa úr stjórn IMARK og Helga Gestsson deildarstjóra í Tækniskóla Islands. Kennslustími, kennslufyrirkomulag og verð: Cennslustundir verða um 250 klst. auk tungumálanámskeiðs fyrir þá sem sað velja. Námið hefst í september 1997, stendur í eitt ár og er kennslutími d. 16.00-20.00 einu sinni í viku. Auk þess er kennt ýmist á föstudögum kl. 14.00-18.00 eða á laugardögum kl. 9.00-13.00 (samtals þrisvar í mánuði). Þátttökugjald fyrir námið er 150.000 kr. Umsóknarfrestur til 15. maí 1997. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum, fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla islands, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími: 525 4923 Bréfasími: 525 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.