Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Uppbygging á GSM farsímakerfi ísfars Morgunblaðið/Halldór JOSEPH Walter, forstjóri The Walter Group Inc. og Brad Horw- itz, forsljóri Westem Wireless International kynntu í gær fulltrú- um samgönguráðuneytisins áform íslenska farsímafélagsins um uppbyggingu GSM farsímakerfis á ísiandi. Heildarkostnað- urinn nemur 1,5 milljörðum króna I AÆTLUNUM Isfar, Islenska far- símafélagsins ehf., er gert ráð fyrir að hefja farsímaþjónustu á íslandi í mars 1998 ef fyrirtækið fær úthlut- að starfsleyfí til reksturs GSM far- símakerfis í samkeppni við Póst og síma hf. Þetta kom meðal annars fram á blaðamannafundi sem eig- endur ísfar héldu í gær. Isfar er í eigu bandarisku fyrir- tækjanna Westem Wireless Inter- national Corporation og The Walter Group Inc. auk Ragnars Aðalsteins- sonar, hæstaréttarlögmanns. einnig þess standa yfir viðræður við íslenska fjárfesta um þátttöku þeirra í rekstri Isfar. Að sögn Brads Horwitz, for- stjóra Western Wireless Intemati- onal, er ætlunin að gefa íslenskum og öðrum evrópskum fjárfestum kost á að eignast um 35-38% hlutdeild í ísfar. „A þeim stöðum sem fyrirtæk- in Westem Wireless Intemational og The Walter Group hafa komið upp farsímakerfum höfum við verið í sam- starfi við innlenda aðila og geri ég ráð fyrir að svipað verði upp á ten- ingnum hér á Islandi.“ Fjárfesting vegna uppbyggingar farsímakerfisins er áætluð tæplega 450 milljónir króna á þessu ári en heildarfjárfesting til ársins 2006 er áætluð um 1,5 milljarðar. Uppbygging kerfisins verður í fjórum áföngum en áætlanir miðast við að starfsleyfi farsímaþjónustunn- ar verði afhent í júní nk. Níu mánuð- um síðar er ætlunin að hefja þjón- ustu við almenning á höfuðborgar- svæðinu, Akranesi, Reykjanesbæ og Selfossi, en um 73% landsmanna eru á þessu svæði. I desember 1998 verður þjónustu- svæðið stækkað til Vestmannaeyja, Borgarnesbæjar og nærsveita, Isa- fjarðar, Sauðárkróks, Akureyrar, innsveita Eyjafjarðar og Húsavíkur. Um aldamótin 2000 er áætlað að þjónusta ísfar nái til Víkur í Mýrdal, Siglufjarðar, Ólafsíjarðar og Dalvík- ur. Lokaáfangi farsímaþjónustu ísfar verður tekinn í notkun ári síðar og þá munu íbúar norðanverðs Snæfells- ness, Austur-Húnavatnssýslu, Mý- vatnssveitar, Héraðs, Seyðisfjarðar, Neskaupstaðar, Eskiflarðar og Hafn- ar í Homafirði geta tengst þjónustu- kerfi fyrirtækisins. Þá munu yfir átta áf hveijum tíu íslendingum eiga kost á þjónustu ísfar ef samgönguráðu- neytið úthlutar félaginu starfsleyfí til reksturs GSM farsímakerfis. Auglýsingasamkeppni alþjóðasamtaka markaðsfólks Auglýsing Morgun- blaðsins verðlaunuð AUGLÝSING Morgunblaðsins á alnetsþjónustu blaðsins, „í sam- bandi“, hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri auglýsingasamkeppni í flokki sjónvarpsauglýsinga fyrir dagblöð með upplag 50-100 þús- und eintök. Alls voru sendar inn 1.500 auglýsingar frá 24 löndum á 11 tungumálum í keppnina í ár. Keppnin er haldin árlega á veg- um alþjóðasamtaka markaðsfólks á dagblöðum, International Newspaper Marketing Associati- on, INMA, og tímaritsins Editor & Publisher og var þetta í 62 skiptið sem keppnin var haldin. Að sögn Margrétar Kr. Sig- urðardóttur, markaðsstjóra Morgunblaðsins, sem veitti verð- laununum viðtöku í Los Angeles í gær, er þetta í fyrsta skiptið sem Morgunblaðið tekur þátt í þessari keppi. „Það er því ánægjulegt að við skyldum hljóta verðlaun miðað við þennan mikla fjölda innsend- inga í keppnina. Við lögðum tölu- vert mikið í að gera auglýsinguna og er því gaman að hún skuli hljóta þessa viðurkenningu þó auðvitað skipti mestu máli að hún hafi skilað tilætluðum árangri. Þ.e. að fjölga áskrifendum og les- endum Morgunblaðsins í aldurs- hópnum 20-35 ára.“ Markmiðið að fjölga lesendum I auglýsingunni er sögð lítil saga af ungum pilti í stórborg þar sem áreitið úr umhverfinu er mikið, meðal annars frá sjón- varpi, útvarpi og umferð. Á sama tíma er ung stúlka stödd á ís- landi að koma sér vel fyrir á góð- viðrisdegi og lesa Morgunblaðið. Þegar pilturinn er kominn í ró og næði heima fyrir flettir hann upp á Morgunblaðinu á alnetinu og stúlkan á íslandi sést fletta upp í Morgunblaðinu þar sem er grein með fyrirsögninni „Hlýtur frá- bærar viðtökur“. Síminn hringir og er það pilturinn sem segir að hún hafi staðið sig frábærlega og hún spyr undrandi hvernig hann hafi frétt það. Þá kemur þulur sem segir: „Vertu í sambandi við stærstu fréttastofu landsins! Morgunblaðið - kjarni málsins!“. Að sögn Margrétar er auglýs- ingunni ætlað að ná til ungs fólks á aldrinum 20-35 ára og var markmiðið að fjölga áskrifendum og auka lestur á Morgunblaðinu í þessum aldurshópi. „Samhliða sýningu á auglýsingunni í kvik- myndahúsum og sjónvarpi var staðið fyrir áskriftarherferð þar sem notaðar voru aðferðir beinnar markaðssóknar. Árangur af her- ferðinni var mjög góður, nokkur þúsund áskrifendur á aldrinum 20-35 ára bættust í hópinn og lesturinn hefur aukist í þessum aldurshópi." Auglýsingin er framleidd af aug- lýsingastofunni Yddu hf. og Hið íslenska kvikmyndafélag sá um tökur á auglýsingunni, bæði í New York og í Reykjavík. Leikstjóri er Ágúst Baldursson og Vilhjálmur Guðjónsson sá um tónlistina. í kjölfar keppninnar er gefin út bók með bestu auglýsingunum sem birtust á prenti og myndband með bestu sjónvarpsauglýsingun- um. Einnig birtist listi yfir verð- launaðar auglýsingar í tímariti INMA, Ideas Magazine og í tíma- riti Editor & Publisher. Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga og dótturfélaga versnaði 1996 Tapið nam 163,5 millj. HEILDARVELTA Kaupfélags Skagfírðinga var 2.833 milljónir króna á síðasta ári en að meðtal- inni veltu dótturfyrirtækja var heildarveltan rúmir 6 milljarðar króna. Rekstur kaupfélagsins skil- aði 20,5 milljóna króna hagnaði á árinu 1996 en þegar tekið hefur verið tillit til afkomu eignar- tengdra fyrirtækja var rekstrar- halli á samstæðureikningi 163,5 milljónir króna samanborið við 135 milljóna króna hagnað á árinu 1995. Skýringin á tapi vegna eignar- tengdra fyrirtækja er rekstrarhalli á Fiskiðjunni Skagfirðingi hf., sem er dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga. í frétt frá kaupfélag- inu kemur fram að helstu ástæð- urnar fyrir rekstrarhalla Fiskiðj- unnar voru mikið tap af land- vinnslu á bolfiski, mikill kostnaður við veiðar í Barentshafi og kostn- aður við öflun veiðireynslu á Reykjaneshrygg. Eigið fé félagsins í árslok var 1,1 milljarður króna og eiginíjár- híutfallið var 52%, en var 55% í árslok 1995. Veltufjárhlutfall er 2% og er það lítilsháttar hækkun frá fyrra ári. Rekstraráætlanir Fiskiðjunnar Skagfirðings fyrir þetta ár gera ráð fyrir rekstrarhagnaði og á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að endurskipulagn- ingu með það að markmiði að ná fram arðsömum rekstri. Veiði- heimildir fyrirtækisins í bolfiski eru 14.700 tonn og fékk fyrirtæk- ið úthlutað á árinu veiðiheimildum á úthafskarfa á Reykjaneshrygg, um 4 þúsund tonnum, segir í frétt frá Kaupfélagi Skagfirðinga. Háskóli fslands Endurmenntunarstofnun Markaðs- og útflutningsfræði - eins árs nám með starfi - hefst í september 1997 Þátttaka í náminu: Nám í markaðs- og útflutningsfræðum er fyrir þá, sem ná vilja betri árangri í starfi við sölu og markaðssetningu vöru og þiónustu, hvort sem er á heimamarkaði eða erlendis. Þeir einir geta tekið þátt í náminu, sem uppfylla öll eftirtalin skilyrði; hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu námi, hafa tveggja ára starfsreynslu í atvinnulífinu, geta skilið og lesið ensku og talað hana þokkalega. Kennarar: Umsjónarmenn og um leið aðalkennarar námskeiða verða þau Gísli S. Arason lektor, Birna Einarsdóttir forstöðumaður markaðs- og Djónustudeildar íslandsbanka, EggertÁg. Sverrisson framkvæmdastjóri íjá VÍS, Halldór S. Maqnússon forstöðumaður hjá íslandsbanka, Jón Björnsson framkvæmaastjóri hjá Ferskum kjötvörum, Ágúst Einarsson alþingismaður og Ingjaldur Hannibalsson dósent. Námsgreinar: Rekstrarhagfræði. Stjórnun og stefnumörkun. Markaðsfræði og markaðsatnuganir. Sölustjórnun og sölutækni. Flutningafræði. Fjármál milliríkjaviðskipta. Utanríkisverslun, hagræn landafræði og áhrit menningar á viðskiptavenjur. Valnámskeið í viðskiptatungumálum; Enska, þýska, franska. Stjórn námsins: Stjórn Endurmenntunarstofnunar hefur skipað eftirtalda einstaklinga í stjórn námsins: Ingjald Hannibalsson dósent, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóra Útfluntingsráðs, Margréti S. Björnsdóttur endurmenntunarstjóra HÍ, Þórð Sverrisson rekstrarhagfræðing og markaðsráðgjfa úr stjórn IMARK og Helga Gestsson deildarstjóra í Tækniskóla Islands. Kennslustími, kennslufyrirkomulag og verð: Cennslustundir verða um 250 klst. auk tungumálanámskeiðs fyrir þá sem sað velja. Námið hefst í september 1997, stendur í eitt ár og er kennslutími d. 16.00-20.00 einu sinni í viku. Auk þess er kennt ýmist á föstudögum kl. 14.00-18.00 eða á laugardögum kl. 9.00-13.00 (samtals þrisvar í mánuði). Þátttökugjald fyrir námið er 150.000 kr. Umsóknarfrestur til 15. maí 1997. Nánari upplýsingar um námið, ásamt umsóknareyðublöðum, fást hjá: Endurmenntunarstofnun Háskóla islands, Tæknigarði, Dunhaga 5, 107 Reykjavík. Sími: 525 4923 Bréfasími: 525 4080. Netfang: endurm@rhi.hi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.