Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 17 VIÐSKIPTI Orkubú Vestfjarða með 89 milljóna króna tap á síðasta ári Vesturbyggð vill selja eignarhlut sinn ífyrirtækinu ísafirði. Morgunblaðið. LIÐLEGA 89 milljóna króna tap varð hjá Orkubúi Vestfjarða á síð- asta ári sem er rúmlega þriggja milljóna króna betri afkoma en árið áður, en þá nam tapið 92,6 milljón- um króna. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og vexti var rúmar 133,4 milljónir króna á móti rúmlega 136 milljónum króna árið áður. Afskrift- ir námu alls 231,7 milljónum og fjármunatekjur voru 23,4 milljónir króna árið áður. Eignir fyrirtækis- ins í árslok 1996 voru kr. 3.998.824, sem er 33,7 milljóna króna aukning frá árinu áður. Heildarskuldir Orku- bús Vestfjarða voru 239,8 milljónir króna við síðustu áramót og nam eigð fé fyrirtækisins því alls 3.758,9 milljónum króna, sem er um 94,0% af heildarfjármagni. Þetta kemur fram í ársskýrslu Orkubúsins sem lögð var fram á aðalfundi nýverið. Kristján Har- aldsson orkubússtjóri sagði m.a. í ræðu sinni á fundinum að árið 1996 hefði að stærstum hluta verið gott ár fyrir rekstur Orkubús Vestjarða. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var með almesta móti á árinu og rekstraráföll voru með minnsta móti. Síðan sagði Kristján: „Stjóm Orkubús Vestfjarða hefur frá upphafi haft það að stefnumiði að halda orkuverði á Vestfjörðum eins lágu og nokkur kostur er og því ekki gert kröfu um að fyrirtæk- ið skilaði hagnaði og arði til eigna- raðila. Verði krafa um arðgreiðslur til eignaraðila sett fram og sam- þykkt, leiðir hún óhjákvæmilega til hækkaðs orkuverðs.“ Skiptar skoðanir um hlutafélagsform Á fundinum var tekin fyrir grein- argerð Haraldar L. Haraldssonar, hagfræðings hjá Rekstri og ráðgjöf ehf., í Reykjavík, um kosti og galla þess að Orkubú Vestfjarða verði gert að hlutafélagi, en stjórn fyrir- tækisins fór þess á leit fyrir Rekst- ur og ráðgjöf, eftir aðalfund á síð: asta ári, að úttektin yrði gerð. í máli Haraldar kom m.a. fram að ekki væri spuming hvort fyrirtæk- inu yrði breytt úr sameignarfélagi í hlutafélag, spurningin væri ein- ungis sú, hvenær af því yrði. Hann sagði að áður en til þess kæmi þyrfti að breyta sérlögum fyrirtækisins sem og almennum lögum um orku- mál á Islandi. Skiptar skoðanir vom á meðal fundarmanna um framan- greinda breytingu og sýndist sitt hveijum um ágætið. Um markaðsvirði fyrirtækisins sagði Haraldur m.a. í ræðu sinni: „Markaðsvirði Orkubús Vestfjarða er nokkm lægra en bókfært eigið fé gefur til kynna. Rekstrarafkoma fyrirtækisins þarf að batna veru- lega til að fjárfesting í OV sé álitleg- ur kostur fyrir fjárfesta. Miðað við óbreyttar forsendur verður áfram- haldandi tap á rekstri næstu fimm- tán ár, en jákvætt fjárstreymi, sem nemur um 20 milljónum króna á ári, sem í reynd er sú peningalega ávöxtun, sem fyrirtækið skilar og fjárfestar horfa til. Miðað við þess- ar forsendur og að íjárfestar geri kröfu um 10% ávöxtun næstu 15 ár má ætla að markaðsvirði fyrir- tækisins sé um 150 milljónir króna, sem er sú upphæð sem fjárfestar væm tilbúnir til að borga fyrir fyrir- tækið að því gefnu að rekstrarfor- sendur væm óbreyttar." Breytingar á stjórn Haraldur sagði ennfremur að ætla mætti að með markaðsvæð- ingu sem og því að fyrirtækið yrði gert að hlutafélagi, myndi nást fram ýmiskonar hagræðing, sem myndi auka á markaðsvirði þess. Einar Oddur Kristjánsson alþingis- maður, sem var einn gesta á fund- inum, sagði hins vegar í ræðu sinni, að raunvirði fyrirtækisins væri 0 krónur, hvort sem mönnum líkaði það betur eða verr. Jón Gauti Jónsson, settur bæjar- stjóri í Vesturbyggð, upplýsti á fundinum að bæjarstjórn Vestur- byggðar hefði samþykkt að leita til ríkisins eða annarra eignaraðila í Orkubúinu, um kaup á hlut Vestur- byggðar í Orkubúinu. Hann sagði sveitarfélagið, líkt og mörg önnur sveitarfélög, mjög illa statt fjár- hagslega, og því væri óhjákvæmi- legt annað en að reynt yrði að selja hlut Vesturbyggðar í Orkubúi Vest- fjarða. Tveir nýir menn voru kjörnir í stjóm fyrirtækisins á aðalfundin- um, Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar, sem mun gegna starfi stjómarformanns, og Hafliði Elíasson frá Bolungarvík. Þeir koma í stað þeirra Eiríks Finns Greipssonar, fyrrum stjórnarform- anns Orkubúsins og núverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Önund- arfjarðar, og Rúnars Vífilssonar frá Bolungarvík. Aðrir í stjóm eru Kristinn Jón Jónsson, tilnefndur af iðnaðarráðherra, Óskar Torfason, kjörinn af aðalfundi, og Björgvin Siguijónsson, sem er tilnefndur af fjármálaráðherra. Thyssen og Veba af- neita áhuga á Vulkan Bonn. Reuter. ÞYZKU stórfyrirtækin Thyssen AG og Veba AG hafa borið til baka fréttir um að þau hafí áhuga á að taka við stjórn hinnar gjaldþrota skipasmíðastöðvar Bremer Vulkan Verbund AG. Viðskiptablaðið Handelsblatt sagði í forsíðufrétt að þótt stórfyrir- tækin vísi á bug vangaveltum um yfírtöku vilji þau taka við tapi upp á 3-4 milljarða marka til að létta á skattabyrði sinni. Veba sagði í yfír- lýsingu að enginn fótur væri fyrir fréttinni. Áður hafði Thyssen borið til baka frétt blaðsins Weser Kurier í Bremen um að það fyrirtæki hefði áhuga á að kaupa Vulkan. Jobst Wellensiek, skiptastjóri Bremer Vulkan síðan fyrirtækið varð gjaldþrota í fyrra, kveðst mjög tortrygginn á frétt Handelsblatt og telji yfirtöku ólíklega. „Undir venjulegum kringum- stæðum væri rætt um slíka yfir- töku í margar vikur áður en hún færi fram,“ sagði Wellensiek, „en enginn hefur haft samband við mig.“ Hann sagði að fullyrðing blaðs- ins um 3-4 milljarða marka tap Bremer Vulkan væri röng. Kröfur í þrotabúið næmu þessari upphæð, en raunverulegt tap væri um 2,5 milljarðar marka. uÍtT'V-'T 31. maí - 7. júní Far- og Gull- korthöíum VISA stendur nú til boða beint flug til ævintýraeyjarinnar Möltu með Samvinnu- ferðum - Landsýn. Malta, þessi áhugaverða eyja, liggur í miðju Miðjarðarhafinu, fagurlega skreytt ævafornum byggingum sem minna á Rómverja og gullaldartíma Grikkja. Verðlagið kemur þér skemmtilega á óvart og ekki skortir sólina og góða veðrið. Gist verður á þægilegu fjögurra stjörnu hóteli í hjarta St. Julian þar sem skemmti- og veitingastaðir eru á hverju strái. Hótelið er vel búið, herbergin með loftkælingu og aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkana. fedLtsLLLisuLLaÍ uL Luil^ lLilLLLuUtíluIu VLU/a_ Verð: 39.700 kr.* Ferð þarf að greiða að fullu við bókun * Á mann, í tvíbýli, miðað við að ferð sé greidd að fullu með Far- eða Gullkorti VISA. Innifalið: Flug, gisting með morgunverði, akstur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn og skattar. T SEM ÞÁRF Jkvw&i, J&f í Samviiwuferðlr-Laiiásýii Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Símbréf 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandsferðlr S. 5691070 Hótel Sögu viö Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hatnartjðröur: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355 Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Slmbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Slmbréf 4311195 Akurayrt: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyian Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbréf 481 2792 Elnnig umboðsmenn um land allt HVlTA húsio / SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.