Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 17
VIÐSKIPTI
Orkubú Vestfjarða með 89
milljóna króna tap á síðasta ári
Vesturbyggð vill
selja eignarhlut
sinn ífyrirtækinu
ísafirði. Morgunblaðið.
LIÐLEGA 89 milljóna króna tap
varð hjá Orkubúi Vestfjarða á síð-
asta ári sem er rúmlega þriggja
milljóna króna betri afkoma en árið
áður, en þá nam tapið 92,6 milljón-
um króna. Rekstrarhagnaður fyrir
afskriftir og vexti var rúmar 133,4
milljónir króna á móti rúmlega 136
milljónum króna árið áður. Afskrift-
ir námu alls 231,7 milljónum og
fjármunatekjur voru 23,4 milljónir
króna árið áður. Eignir fyrirtækis-
ins í árslok 1996 voru kr. 3.998.824,
sem er 33,7 milljóna króna aukning
frá árinu áður. Heildarskuldir Orku-
bús Vestfjarða voru 239,8 milljónir
króna við síðustu áramót og nam
eigð fé fyrirtækisins því alls 3.758,9
milljónum króna, sem er um 94,0%
af heildarfjármagni.
Þetta kemur fram í ársskýrslu
Orkubúsins sem lögð var fram á
aðalfundi nýverið. Kristján Har-
aldsson orkubússtjóri sagði m.a. í
ræðu sinni á fundinum að árið 1996
hefði að stærstum hluta verið gott
ár fyrir rekstur Orkubús Vestjarða.
Framleiðsla vatnsaflsvirkjana
Orkubúsins var með almesta móti
á árinu og rekstraráföll voru með
minnsta móti. Síðan sagði Kristján:
„Stjóm Orkubús Vestfjarða hefur
frá upphafi haft það að stefnumiði
að halda orkuverði á Vestfjörðum
eins lágu og nokkur kostur er og
því ekki gert kröfu um að fyrirtæk-
ið skilaði hagnaði og arði til eigna-
raðila. Verði krafa um arðgreiðslur
til eignaraðila sett fram og sam-
þykkt, leiðir hún óhjákvæmilega til
hækkaðs orkuverðs.“
Skiptar skoðanir um
hlutafélagsform
Á fundinum var tekin fyrir grein-
argerð Haraldar L. Haraldssonar,
hagfræðings hjá Rekstri og ráðgjöf
ehf., í Reykjavík, um kosti og galla
þess að Orkubú Vestfjarða verði
gert að hlutafélagi, en stjórn fyrir-
tækisins fór þess á leit fyrir Rekst-
ur og ráðgjöf, eftir aðalfund á síð:
asta ári, að úttektin yrði gerð. í
máli Haraldar kom m.a. fram að
ekki væri spuming hvort fyrirtæk-
inu yrði breytt úr sameignarfélagi
í hlutafélag, spurningin væri ein-
ungis sú, hvenær af því yrði. Hann
sagði að áður en til þess kæmi þyrfti
að breyta sérlögum fyrirtækisins
sem og almennum lögum um orku-
mál á Islandi. Skiptar skoðanir vom
á meðal fundarmanna um framan-
greinda breytingu og sýndist sitt
hveijum um ágætið.
Um markaðsvirði fyrirtækisins
sagði Haraldur m.a. í ræðu sinni:
„Markaðsvirði Orkubús Vestfjarða
er nokkm lægra en bókfært eigið
fé gefur til kynna. Rekstrarafkoma
fyrirtækisins þarf að batna veru-
lega til að fjárfesting í OV sé álitleg-
ur kostur fyrir fjárfesta. Miðað við
óbreyttar forsendur verður áfram-
haldandi tap á rekstri næstu fimm-
tán ár, en jákvætt fjárstreymi, sem
nemur um 20 milljónum króna á
ári, sem í reynd er sú peningalega
ávöxtun, sem fyrirtækið skilar og
fjárfestar horfa til. Miðað við þess-
ar forsendur og að íjárfestar geri
kröfu um 10% ávöxtun næstu 15
ár má ætla að markaðsvirði fyrir-
tækisins sé um 150 milljónir króna,
sem er sú upphæð sem fjárfestar
væm tilbúnir til að borga fyrir fyrir-
tækið að því gefnu að rekstrarfor-
sendur væm óbreyttar."
Breytingar á stjórn
Haraldur sagði ennfremur að
ætla mætti að með markaðsvæð-
ingu sem og því að fyrirtækið yrði
gert að hlutafélagi, myndi nást
fram ýmiskonar hagræðing, sem
myndi auka á markaðsvirði þess.
Einar Oddur Kristjánsson alþingis-
maður, sem var einn gesta á fund-
inum, sagði hins vegar í ræðu sinni,
að raunvirði fyrirtækisins væri 0
krónur, hvort sem mönnum líkaði
það betur eða verr.
Jón Gauti Jónsson, settur bæjar-
stjóri í Vesturbyggð, upplýsti á
fundinum að bæjarstjórn Vestur-
byggðar hefði samþykkt að leita til
ríkisins eða annarra eignaraðila í
Orkubúinu, um kaup á hlut Vestur-
byggðar í Orkubúinu. Hann sagði
sveitarfélagið, líkt og mörg önnur
sveitarfélög, mjög illa statt fjár-
hagslega, og því væri óhjákvæmi-
legt annað en að reynt yrði að selja
hlut Vesturbyggðar í Orkubúi Vest-
fjarða.
Tveir nýir menn voru kjörnir í
stjóm fyrirtækisins á aðalfundin-
um, Þorsteinn Jóhannesson, forseti
bæjarstjórnar ísafjarðarbæjar, sem
mun gegna starfi stjómarformanns,
og Hafliði Elíasson frá Bolungarvík.
Þeir koma í stað þeirra Eiríks Finns
Greipssonar, fyrrum stjórnarform-
anns Orkubúsins og núverandi
sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Önund-
arfjarðar, og Rúnars Vífilssonar frá
Bolungarvík. Aðrir í stjóm eru
Kristinn Jón Jónsson, tilnefndur af
iðnaðarráðherra, Óskar Torfason,
kjörinn af aðalfundi, og Björgvin
Siguijónsson, sem er tilnefndur af
fjármálaráðherra.
Thyssen og Veba af-
neita áhuga á Vulkan
Bonn. Reuter.
ÞYZKU stórfyrirtækin Thyssen AG
og Veba AG hafa borið til baka
fréttir um að þau hafí áhuga á að
taka við stjórn hinnar gjaldþrota
skipasmíðastöðvar Bremer Vulkan
Verbund AG.
Viðskiptablaðið Handelsblatt
sagði í forsíðufrétt að þótt stórfyrir-
tækin vísi á bug vangaveltum um
yfírtöku vilji þau taka við tapi upp
á 3-4 milljarða marka til að létta á
skattabyrði sinni. Veba sagði í yfír-
lýsingu að enginn fótur væri fyrir
fréttinni. Áður hafði Thyssen borið
til baka frétt blaðsins Weser Kurier
í Bremen um að það fyrirtæki hefði
áhuga á að kaupa Vulkan.
Jobst Wellensiek, skiptastjóri
Bremer Vulkan síðan fyrirtækið
varð gjaldþrota í fyrra, kveðst mjög
tortrygginn á frétt Handelsblatt
og telji yfirtöku ólíklega.
„Undir venjulegum kringum-
stæðum væri rætt um slíka yfir-
töku í margar vikur áður en hún
færi fram,“ sagði Wellensiek, „en
enginn hefur haft samband við
mig.“
Hann sagði að fullyrðing blaðs-
ins um 3-4 milljarða marka tap
Bremer Vulkan væri röng. Kröfur
í þrotabúið næmu þessari upphæð,
en raunverulegt tap væri um 2,5
milljarðar marka.
uÍtT'V-'T
31. maí - 7. júní
Far- og Gull-
korthöíum VISA
stendur nú til boða
beint flug til
ævintýraeyjarinnar
Möltu með Samvinnu-
ferðum - Landsýn. Malta,
þessi áhugaverða eyja, liggur
í miðju Miðjarðarhafinu, fagurlega
skreytt ævafornum byggingum sem
minna á Rómverja og gullaldartíma
Grikkja. Verðlagið kemur þér skemmtilega
á óvart og ekki skortir sólina og góða
veðrið.
Gist verður á þægilegu fjögurra stjörnu
hóteli í hjarta St. Julian þar sem skemmti-
og veitingastaðir eru á hverju strái. Hótelið
er vel búið, herbergin með loftkælingu
og aðstaða til hvers kyns íþróttaiðkana.
fedLtsLLLisuLLaÍ uL Luil^
lLilLLLuUtíluIu VLU/a_
Verð: 39.700 kr.*
Ferð þarf að greiða að fullu við bókun
* Á mann, í tvíbýli, miðað við að ferð sé greidd að fullu
með Far- eða Gullkorti VISA. Innifalið: Flug, gisting með
morgunverði, akstur til og frá flugvelli, íslensk fararstjórn
og skattar.
T SEM
ÞÁRF
Jkvw&i, J&f í
Samviiwuferðlr-Laiiásýii
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 5691010 • Símbréf 552 7796 og 5691095 Telex 2241 • Innanlandsferðlr S. 5691070
Hótel Sögu viö Hagatorg • S. 562 2277 • Símbréf 562 2460 Hatnartjðröur: Bæjarhrauni 14 • S. 565 1155 • Símbréf 565 5355
Keflavfk: Hafnargötu 35 • S. 421 3400 • Slmbréf 421 3490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 431 3386 • Slmbréf 4311195
Akurayrt: Ráðhústorgi 1 • S. 462 7200 • Símbréf 461 1035 Vestmannaeyian Vestmannabraut 38 • S. 481 1271 • Slmbréf 481 2792
Elnnig umboðsmenn um land allt
HVlTA húsio / SlA