Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 25

Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 25 LISTIR PÓLÝFÓNKÓRINN á tónleikum í Langholtskirkju árið 1985. Pólýfónkór- inn 40 ára Á ÞESSU áru eru liðin 40 ár frá því að Pólýfónkórinn hóf starfsemi undir forystu Ingólfs Guðbrandsson- ar. Sunnudaginn 22. desember 1957 efndi nafnlaus hópur undir hans stjórn til jólatónleika í Laugarnes- kirkju, en æfingar höfðu hafist þá fyrr um haustið. Það var svo 8. apríl 1958, sem kórinn hélt sína fyrstu tónleika und- ir nafninu Pólýfónkórinn í Gamla bíói. Bæði nafn kórsins og verk- efnaval vöktu þá þegar nokkra at- hygli. En það var þó ekki síst flutn- ingur kórsins á sjálfri efnisskránni sem varð listunnendum tilefni til umræðna. í kynningu segir: „Stíli og söng- máti kórsins stungu nokkuð í stúf við það sem almenningur átti að venjast fram að þessu og sýndist sitt hveijum í þeim efnum. Ohætt er að segja að kórinn hafi strax á þessum fyrstu tónleikum markað sér bás í íslenskri tónlistarmenningu og verið trúr þeim grunntóni sem þá var sleginn. Verkefnavalið þróaðist síðar yfir í stærri verkefni, sem eins og öllum er ljóst, eru samsett úr smærri perlum en mynda saman eina listræna og órjúfanlega heild í túlkun og flutningi." Saga kórsins fyrstu þijátíu árin er til í bókarformi undir nafninu í ljósi líðandi stundar og kórinn gaf út hljómplötur og geislaplötur, og enn mun til nokkurt upplag af flest- um plötum í vörslu kórsins. Kórinn hefur ekki starfað í ára- tug, en í tilefni af þessum tímamót- um ætla félagar Pólýfónkórsins að beita sér fyrir samkomu föstudaginn 30. maí í Gullhömrum í Húsi iðnaðar- ins, Hallveigarstíg 1. Einsöngvara- próf í Nor- ræna húsinu TÓNLEIKAR verða haldnir á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík í Nor- ræna húsinu þriðjudaginn 6. maí kl. 20.30. Tón- leikarnir eru síðari hluti einsöngvara- prófs Xu Wen, sópran, frá skólan- um. Píanóleikari er Anna Guðný Guð- mundsdóttir. Á efnisskrá eru lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Pál Isólfsson, Sigfús Ein- arsson, Hugo Wolf og Richard Strauss. Tveir ljóðaflokkar, annar eftir Joaquin Rodrigo og hinn í út- setningu Maurice Ravel. Einnig mun Xu Wen syngja kínversk þjóðlög í útsetningu Shen Wu Jun, Xie Gong Chen og Tan Qi Jin. Xu Wen sópran- söngkona Verðlaun í Smá- sagnakeppni VERÐLAUNAAFHENDING í smá- sagnasamkeppni Torfhildar, félags bókmenntafræðinema og Stúdenta- ráðs Háskóla íslands fór fram 10. apríl sl. á efri hæð Sólon Ísiandus Alls bárust í keppnina 53 sögur eftir 31 höfund. Dómnefnd skipuðu dr. Guðni Elíassorp Bragi Ólafsson og Stefán Baldur Árnason. Fyrir þijú efstu sætin voru veitt bókaverðlaun frá Máli og menningu. Sögurnar sem skipuðu þijú efstu sætin voru allar eftir sama höfund- inn, Huldar Breiðfjörð. Verðlauna- sögurnar heita: Þegar rafmagnið fór af, Helena og Undir hnattkúluhatti. Þær munu birtast í næsta tölublaði Tímarits Máls og menningar. Margmiðlunardiskur um norræna kvikmyndagerð UPPLÝSINGADISKURINN Nordick Film Finder CD-ROM er kominn út. Á þessum nýja margmiðl- unardiski er að finna alhliða upplýs- ingar um kvikmyndagerð á Norður- löndum, t.d. um kvikmyndagerðar- menn, leikstjóra, leikara, stofnanir og fyrirtæki, ásamt ítarlegum upp- lýsingum um 82 nýjar kvikmyndir frá löndunum fimm. Þar af eru átta íslenskar kvikmyndir; Agnes, Á köldum klaka, Benjamín dúfa, Blossi/810551, Djöflaeyjan, Draumadísir, Nei er ekkert svar og Tár úr steini. Hægt er að skoða lif- andi myndskeið og ljósmyndir úr öllum kvikmyndunum 82. Markmið með útgáfunni er að efla dreifingu á norrænum kvik- myndum, þ.m.t. íslenskum kvik- myndum, og auðvelda fréttamönn- um að vinna úr upplýsingum, en handhafar disksins geta sótt efni á disknum og notað í sjónvarpi, blöð- um og öðrum fjölmiðlum. Stefnt er að því að dreifa disknum til fagfólks í kvikmyndaheiminum, s.s. til blaða- manna, sjónvarpsrása og dreifingar- aðila, og auk þess til áhugamanna um kvikmyndagerð víða um heim. Diskurinn verður kynntur á kvik- myndahátíðinni í Cannes í Frakk- landi í næstu viku og síðan aftur á fleiri kvikmyndahátíðum og -mörk- uðum síðar á árinu. Að útgáfu geisladisksins standa Norræni kvikmynda- og sjónvarps- sjóðurinn og kvikmyndastofnanir Norðurlanda, en hugbúnaðarvinna hefur alfarið farið fram hér á landi og _er í höndum Nova Media ehf. Á kvikmyndafundi var einnig und- irritaður samstarfssamningur á milli Kvikmyndasjóðs íslands og Nov- aMedia um útgáfu á geisladisk um íslenska kvikmyndagerð eingöngu, þar sem kynntar verða um 80 ís- lenskar kvikmyndir og saga kvik- myndagerðar á íslandi verður rakin. Gert er ráð fyrir að diskurinn komi út í tilefni af 20 ára afmæli Kvik- myndasafns Islands á næsta ári. Morgunblaðið/Golli ÞORFINNUR Ómarsson og Yilhjálmur Egilsson kynna margmiðl- unardiskinn. Elsti karlakórinn TÖNLIST Víðistaðakirkju SÖNGTÓNLEIKAR Karlakórinn Þrestir flutti innlend og erlend söngverk undir stjóm Sól- veigar S. Einarsdóttur. Einsöngvarar voru Trausti Gunnarsson, Jóhannes Baldursson, Helgi Þórðarson og Om Amason. Undirleikari var Daniel Þorsteinsson. Fimmtudagurinn 1. mai 1997. FRIÐRIK Bjarnason, tónskáld, stofnaði Karlakórinn Þresti 19. febr- úar 1912 og telst kórinn því vera elsti karlakór landsins, hefur lagt að baki 85 starfsár. Við lestur efnis- skrár má sjá að hinn félagslegi þátt- ur kórstarfsins er mikilvægur ásamt því að syngja vel og gleðjast með söngelskum félögum sínum. Efnisskráin ber því með sér tvennt; að syngja skemmtileg lög en einnig að sýna sig í stærri tón- verkum eins og þeim sem skipað var síðast á efnisskránni. Tónleikarnir hófust á Sveinar kátir syngið, hressi- legu lagi sem var vel sungið, enda birtir textinn markmið kórstarfsins og sama má segja um tvö næstu lög Vel er mætt til vina fundar og lag Bjarna J. Gíslasonar Sönggyðjan þar sem sönggleðinni er sungið lof. Lag- ið Nótt, við fallega næturstemmningu Þorsteins Erlingssonar, var sérlega vel sungið og sama má segja um Vögguvísuna frægu eftir Brahms, þó aðeins mætti heyra að tenórinn væri á köflum lágur í tóninum, sem virtist helst áberandi þegar sungið var veikt, þá vantaði stuðning við tóninn. Til minningar um misheppn- aðan tónsnilling, var á köflum helst til hægt sungið. Fjallið Skjaldbreiður var hressilega sungið en lagið, sem er ágætt, hefur allt aðrar áherslur en ljóðið og er dæmigert fyrir þá iðju okkar íslendinga fyrrum, að velja lög sem hljóðfallslega eiga ekki við textann, eins og t.d. Hvað er svo glatt og mörg fleiri vinsæl lög. Sefur sól hjá ægi eftir Sigfús Ein- arsson var sérlega vel sungið og einn af barítón söngvurum kórsins, Trausti Gunnarsson, söng einsöng í lagi Jóns Laxdal Ég veit að metorð og völdin há og Mánaskini Eyþórs Stefánssonar og gerði það ágætlega og síðar á tónleikunum söng félagi úr tenórnum, Jóhannes Baldursson, einsöng í laginu Vor eftir Pétur Sig- urðsson og Áfram eftir Árna Thor- steinsson. Báðir eru félagarnir góðir raddmenn, en sérstaklega þó Jó- hannes, sem hefur mikla og mjög góða tenórrödd. Næstu lög voru ýmist ættjarðar- eða skemmtilög og síðast þeirra var Hreðavatnsvalsinn, eftir Reyni Geirs, sem sló í gegn á sínum tíma. Gömul klaustursaga eftir Jaroff er ekki merkileg tón- smíð, en einsöng í laginu söng Helgi Þórðarson af þokka. Örn Arnason leikari var hápunktur skemmtunar- innar, er eftir nokkra trúleysisbrand- ara söng með kórnum Hraustir menn. Það er löngu vitað að Örn og reynd- ar fleiri í Spaugstofunni, eins og t. d. Pálmi Gestsson, eru miklir söng- menn og hefðu sem best getað lært til að verða alvörusöngvarar. Það sem eftir lifði tónleikanna, voru flutt söngverk eins og Úr útsæ rísa íslandsijöll, eftir Pál ísólfsson, er var nokkuð vel sungið, Ræningja- kórinn eftir Verdi, sem á köflum vildi riðlast en það bætti kórinn upp með hollensku þakkarbæninni og síðast með því snjalla tónverki, Brennið þið vitar, eftir Pál ísólfsson, sem var mjög vel flutt. Karlakórinn Þrestir undir stjórn Sólveigar S. Einarsdóttur er vaxandi kór og þó val hennar á verkefnum sé ef til vill einum of og einhliða nærri skemmtuninni á hún einnig til að leika með fíngerð blæ- brigði, sem mátti heyra í lögum eins og Nótt, Sefur sól hjá ægi og í hol- lensku þakkarbæninni. Undirleikari var Daniel Þorsteinsson, er lék ágæt- lega en var þó helst til baka, eins og t.d. í söngverkum Páls, sem leika má hressilega og af krafti. Jón Ásgeirsson sjötíu og fimm ára afmælisárs Bræðranna Ormsson Þýskt yörumerki þýskt hugvit þýsk framleiðsla ÞRIGGJA ÁRA Abyrgð A öllum AEG ÞVOTTAVÉLUM ...bjoðum við Lavamat 530 þvottavel á serstöku afmælisverði 5Z0HL Eitt verð kr: Umboösmenn: Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúö.Búöardal. Vestfiröir: Geirseyrarbúðin.Patreksfiröi. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafiröi.Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúö.Sauöórkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufiröi. KEA, Ólafsfirði. Kf. Þingeyinga, Húsavík.Urð, Raufarhöfn.Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi.Versiunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fóskrúðsfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK.Djúpavogi. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu.Rafmagnsverkstæöi KR, Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík. • „Öko-System" sparar allt aS 20% sápu • Taumagn: 5 kg • Vindingarhra&i: 800 snúningar á mín, meS hægum byrjunarhraSa. • Hitastillir: Sér rofi, kalt -95' • Þvottakerfi: Öll hugsanleg ásamt sparnaSarkerfi • Ullarkerfi: Venjulegt mikiS vatnsmagn, hægur snúningur á tromlu • 1 /2 hnappur: Minnkar vatnsnotkun þegar lítiS er jjvegiS • Vatnsnotkun: 98 lítrar • Orkunotkun: 2,2 kwst

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.