Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 26

Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Límónaði með stúlkum Morgunblaðið/Einar Falur. INGVAR E. Sigurðsson, María Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson í Svaninum. Svanurinn kveður NÚ eru tvær sýningar eftir á leikritinu Svaninum eftir Elisa- beth Egloff á Litla sviði Borgar- leikhússins, 8. maí og 15. maí. I kynningu segir m.a. að sýn- ingin hafi átt miklum vinsæld- um að fagna en frumsýnt var í október síðastliðnum og bætt hefur verið við sýningum hvað eftir annað. í leikritinu er sögð ævintýra- leg saga af konu sem fær særð- an svan inn um gluggann hjá sér en þegar hún fer að hjúkra honum bregður svo við að hann breytist í mann. Ingvar E. Sigurðsson hefur vakið mikla athygli á titilhlut- verkinu og hlaut útnefningu til Menningarverðlauna DV. María Ellingsen leikur Dóru hjúkrun- arkonu og Björn Ingi Hilmars- son leikur mjólkurpóstinn. Leik- stjóri verksins er Kevin Kuhlke. LEIKLIST Bæjarlcikhúsiö, Mosfciisbæ FJÓRIR EINÞÁTTUNGAR Leikfélag Mosfellssveitar. Samtal í garðinum eftir Alain Aikboum. Leikstj.: Herdís Þorgeirsdóttir. Leikendur: Frímann Sigurðsson, Amdís Ólafsdóttir, Birgir Sigurðs- son, Guðrún Ámadóttir, Hilmar Ósk- arsson. Því miður frú eftir Jökul Jakobsson. Leikstj.: Birgir Sigurðs- son. Leikendur: Böðvar Sveinsson, Maria Guðmundsdóttir. Hvíslaramir eftir Dino Buzzatti. Leikstj.: Guðný Jónsdóttir. Iæikendur: Guðný Jóns- dóttir, Valgarður Gislason, Magnús Guðfinnsson, Dóra Wild, Gunnhildur Sigurðardóttir. Kvennabúrið eftir Edward Percy, Reginald Denham. Leikstj.: Böðvar Sveinsson. Leikend- un Þóra Birgisdóttir, Frímann Sig- urðsson, Rannveig Richter, Kjartan Sveinsson, Rannveig Jónsdóttir, Unn- ur Lámsdóttir, Amdís Ólafsdóttir. Lýsing: Alfred Böðvarsson. Ljósa- stjóm: Sigurbjöm Ragnarsson. Frumsýning í leikhúsinu Mosfellsbæ, 30. apríl. ÞAÐ er vel ti! fundið hjá Mos- fellingum að sýna þessa fjóra ein- þáttunga nú með ört rísandi sól. Það er létt yfir þessum þáttum, leikandi glettni, meinlaus afhjúpun á mannlegum brestum. Að sjá þessa einþáttunga verður því þægileg og notaleg reynsla sem er einnar kvöldstundar virði, því þegar sýningu lýkur og menn ganga út úr leikhúsinu litla og snotra léttir í lund, er vorsól enn á lofti. Samtal í garðinum sýnir fimm einstaklinga í skemmtigarði sem leita þangað til að finna frið, eru sviptir honum en falla svo sjálfir í þá gryfju að svipta aðra friði. Glettið stykki, áreynslulítið, snot- urlega leikið. Því miður frú eftir Jökul Jakobs- son segir af ekkju, nokkuð við ald- ur, sem týnt hefur ketti sínum og leitar hans á kontór hreinsunar- deildar Reykjavíkurborgar. María Guðmundsdóttir fer ágætlega með hlutverk ekkjunnar svo hún verður trúverðug og mannleg, mædd en ráðagóð. I Hvíslurunum segir af arkitekt nokkrum sem óprúttin daðurdrós dregur á asnaeyrunum. Manngrey- ið grunar hvers kyns kvendi hann er í tygjum við, en í honum togast á rödd skynseminnnar og holdleg fýsn, persónugerð að leikurum sem hvísla honum orð í eyra. Spaugileg- ur farsi, lipurlega leikinn. í Kvennabúrinu er því lýst á skoplegan, kaldhæðinn hátt, hvernig karlremban, holdtekin í persónu aldraðs skipstjóra, hefur kvensálir að leiksoppi í skjóli valds og veraldargæða. Frímann Sig- urðsson, sem sýnir ágæt tilþrif í Samtali í garðinum, geldur hér nokkuð æsku sinnar í hlutverki skipstjórans aldna, en kvenhlut- verkin eru öll vel af hendi leyst svo að áhorfandanum er miðluð sú sýn á samband karla og kvenna sem er megininntak verksins. Ekki var húsfyllir frumsýn- ingarkvöldið. Það er synd og skömm vegna þess að hér er í boði leikhús sem léttir lund og hentar ágætlega sem kvöld úti með konum og ölkrús, límonaði eða ís á eftir. Guðbrandur Gíslason Ljósmyndasýning Morgunblaðsins ífklJl P Okkar menn, félag fréttaritara Morgunblaðsins, og Morgunblaðið efndu til samkeppni um bestu Ijósmyndir fréttaritara frá árunum 1995 og 1996. í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefur verið komið upp sýningu á þeim myndum sem dómnefnd taldi bestar. Myndefnið er fjölbreytt og gefst því kostur á að sjá brot af viðfangsefnum fréttaritara Morgunblaðsins sem eru um 100 talsins og gegna mikilvægu hlutverki í fréttaöflun blaðsins á landsbyggðinni. Sýningin stendur til fimmtudagsins 22. maí og er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Myndirnar á sýningunni eru til sölu. SESSELJA Björnsdóttir: Jörð á ferð. Himinn og jörð MYNPLIST Gallcrí Sævars Karls MÁLVERK Sesselja Björnsdóttir. Opið kl. 10-18 virka daga og á laugardögum kl. 10-14 til 7. maí; aðgangur ókeypis. ÓHLUTBUNDIN tjáning lista- manna á óræðum hughrifum sem vakna með þeim við upplifun á náttúrunni hefur verið afar sterk- ur þáttur í íslenskri myndlist um langt árabil. Margir þeirra lista- manna sem voru í fararbroddi ís- lenskrar afstraktlistar eftir miðja öldina hafa í viðtölum og greinar- skrifum vísað til náttúrunnar sem kveikju að sínum verkum og svip- að samhengi óhlutbundinnar list- sköpunar og umhverfisins hefur verið áberandi í myndlistinni allar götur síðan. Sesselja Björnsdóttir viður- kennir þetta fúslega í örfáum orð- um í sýningarskrá: „Myndirnar eru málaðar með vatnslitum á japanskan pappír í svartasta skammdeginu, meðan náttúran sefur svört, hvít og grá. Þetta eru endurminningar, sem urðu að nútíð á meðan ég vann þær.“ Listakonan lauk námi frá MHÍ 1989 og hefur frá þeim tíma átt verk á ýmsum samsýningum, þar sem verklag hennar hefur komið skýrt fram. Sesselja vinnur eink- um í afar þröngu myndsviði, þar sem þungir litirnir hlaðast saman í mjúkar bylgjur sem flæða um rýmið. Hér sýnir hún tylft mynda af þessu tagi. Formið er ætíð hið sama, en ýmist látið standa lóð- rétt eða liggja lárétt; síðari verkin eru fleiri og betur útfærð, þar sem þau samsvara þeim sjóndeildar- hring sem við höfum stöðugt fyr- ir augunum. Öll bera verkin heiti sem vísa til umhverfis okkar í náttúrunni, þar sem dagar koma og fara og veðurbrigði breyta ásýnd, lit og lögun landsins líkt og hendi væri veifað. Þetta kemur t.d. skýrt fram í verkum nr. 3 og 4, og ekki síður í litaflæði mynda nr. 8 og 9. Notkun sterkra lita er hér á stundum yfírþyrmandi og í ljós kemur að hógværðin reynist sterkasta vopnið. Þetta sést best í „Jörð á ferð“ (nr. 10), þar sem jarðlitirnir verða til þess að sterk lína sjóndeildarhringsins nýtur sín til fulls. Sá fljótandi myndheimur him- ins og jarðar sem hér ber fyrir augu er oftar en ekki notaður sem vettvangur tilrauna listamanna með liti og form snemma á ferlin- um, en þaðan hafa margir lista- menn síðar þreifað sig út frá til annarra sviða. Er ekki að efa að sú verður þróunin einnig hér og hlýtur þessi sýning að teljast bera með sér þokkalegt upphaf þeirrar vegferðar. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.