Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Þroskaþj álfáskóli
Islands
Kynning
á starfi
skólans
KENNARAR og nemendur
Þroskaþjálfaskóla íslands
ætla að kynna starfsemi skól-
ans í kvöld, þriðjudaginn 6.
maí, kl. 20-22 í Skipholti 31.
Nemendur munu kynna í
hveiju námið felst, svara fyr-
irspurnum og fylgja gestum
um húsnæðið, auk þess sem
námsgögn verða til sýnis.
Þroskaþjálfar starfa að
uppeldi, kennslu, þjálfun og
umönnun einstaklinga með
sérþarfir. Námið tekur þrjú
ár þar sem starfsþjálfun er
um það bil þriðjungur náms-
tímans og skiptist í verklegan
og fræðilegan hluta. Meðal
námsgreina eru félagssál-
fræði, siðfræði, stjórnun,
þroskaleikur, þróunarsál-
fræði, hreyfihömlun, líffæra-
og lífeðlisfræði, næring-
arfræði, öldrun o.fl.
Alþingi fjallar nú um frum-
varp til laga um Kennara- og
uppeldisháskóla íslands. I
frumvarpinu er gert ráð fyrir
að menntun kennara, þroska-
þjálfa, leikskólakennara og
íþróttakennara verði í sama
háskólanum.
Upplýsinga-
rit um skóla
á Vest-
fjörðum
SKÓLASKRIFSTOFA Vest-
fjarða bs. hefur gefið út upp-
lýsinga- og kynningarrit fyrir
skólaárið 1996-97. Er þetta
í fjórða sinn sem staðið er að
útgáfu slíks upplýsingarits.
I ritinu er Skólaskrifstofa
Vestfjarða kynnt, en hún er
byggðasamlag sem stofnað
var við flutning grunnskólans
til sveitarfélaga 1996. Tíu af
tólf sveitarfélögum á Vest-
fjörðum standa að skrifstof-
unni. Utan við skrifstofuna
standa Bæjarhreppur, en þar
er ekki starfræktur skóli
núna, og Reykhólahreppur
sem fær þjónustu frá Vestur-
landi.
I ritinu eru kynntir 16
grunnskólar á Vestfjörðum,
14 leikskólar og Framhalds-
skóli Vestfjarða á ísafírði.
Pétur Bjamason forstöðu-
maður skólaskrifstofunnar
bjó ritið til prentunar.
skólar/námskeið
ÝMISLEGT
Leiklistarstúdíó Eddu og Gísla
Vornámskeið í framsögn og tjáningu eru
aö hefjast.
Símar 581 2535 og 588 2545.
L myndmennt
■ Tréskurðarnámskeið
Fáein pláss laus í maí nk.
Innritun í síma 554 0123.
Hannes Flosason.
Aðgerðir menntamálaráðuneytis til að opna framhaldsskólann öllum nemendum
Urræði vegna nemenda
sem standa höllum fæti
Námsstaða, skólasókn og brottfall
Námsstaða fæðingarárgangs 1969 árið 1991
Stúdentspróf
Engar upplýsingar 1%
Ekkert
framhaldsná
5% Iðnnám
3% Styttri framhaldsbrautir
2% flnnað starfsnám
Q
10% Enn í námi
Hætt án prófs
Samkvæmt rannsókn Jóns Torfa Jónassonar árið 1992 höfðu 45%
af fæðingarárgangi 1969 þá lokið formlegum prófum.
Samkvæmt rannsókn Gerðar G. Óskarsdóttur árið 1995 höfðu 10%
tjl viðbótar afþessum sama árgangi lokið skilgreindu námi.
ísömu rannsókn eru þeir sem ekki hafa lokiö prófi í framhaldsskóla
skilgreindur sem brottfallshópur. Telst því 45% úr árganginum 1969
vera brottfallshópur við 24 ára aldur.
Hlutfallsleg skólasókn fæðingarárgangs 1975
í framhaldsskólum frá hausti 1991 til hausts 1994
1991 1992 1993 1994
Súluritið gefur ákveðnar vísbendingar
um brottfall, en hiuti nemenda sem hófu
nám í framlialsskólum 16 ára árið 1991
höfðu lokið námi fyrir haustið 1994 og
einhverjir nemendur hafið nám 17 eða
18 ára. Hlutfallstölur segja ekki til um
námsferil því þær miðast við árganga,
þannig að ekki kemur tram hver staða
19 ára nemenda er í námi, þó að enn
séu 64% árgangsins í skóla.______________
Heimild: Tölfræðihandbók menntamálaráðuneytis
BJÖRN BJARNASON mennta-
málaráðherra segir ástæður brott-
falls nemenda úr framhaldsskólum
margvíslegar. Engin ein lausn fínn-
ist til að draga úr því. Hann bendir
hins vegar á að væntanlegar að-
gerðir ráðuneytisins til að koma til
móts við þarfir nemenda sem standa
höllum fæti, almenn styrking fram-
haldsskólans og endurskoðun á
námskránni, ætti að stuðla að því
að draga úr brottfalli.
Bjöm telur kappsemi í skólakerf-
inu vera að aukast til muna og dreg-
ur í efa að endurinnritunargjald,
sem tekur gildi á næsta skólaári,
muni auka brottfallið eins og sumir
vilja halda fram. „Ég tel að það
geti fremur haft þau áhrif að nem-
endurnir hugsi sig betur um og
geri meiri kröfur til skólans," sagði
hann.
Nám fyrir alla
Sem lið í að breyta umhverfi
framhaldsskólanna hefur ráðuneyt-
ið kynnt skólameisturum á höfuð-
borgarsvæðinu áætlanir um aðgerð-
ir. Stefna þær að því að haustið
1997 verði boðið upp á nám í fram-
haldskólum við allra hæfi. Björn
segir hugsanlegt að ekki reyni á
allar þessar útfærslur strax næsta
haust heldur verði þær teknar upp
í áföngum. Ekki sé hægt skera úr
um það fyrr en búið sé að kanna
þörfina nákvæmlega. „Aðalatriðið
er að móta stefnuna, því hún hefur
ekki verið fyrir hendi með þessum
hætti,“ sagði hann.
Skólum fjölgar sem
bjóða upp á fornám
Meðal annars er stefnt að því að
Ijölga skólum sem bjóða upp á
fornám, þ.e. fyrir nemendur sem
vilja hefja nám á almennum náms-
brautum framhaldsskóla en hafa
ekki náð tilskilinni einkunn í þrem-
ur eða fleiri samæræmdum prófum
við lok grunnskóla. Þeir skólar sem
rætt er um eru Iðnskólinn í Reykja-
vík, Iðnskólinn í Hafnarfirði, Borg-
arholtsskóli, Fjölbrautaskólinn _ í
Breiðholti, Fjölbrautaskólinn í Ár-
múla, Menntaskólinn í Reykjavík,
Menntaskólinn við Sund, Kvenna-
skólinn í Reykjavík og Menntaskól-
inn í Kópavogi.
Fyrir nemendur sem ekki hafa
náð tilskilinni einkunn, t.d. einkunn-
inni 5, á einum eða tveimur sam-
ræmdum prófum við lok grunnskóla
er rætt um að bjóða upp á svokall-
aða 0-áfanga eða önnur jafngild
úrræði innan hvers skóla fyrir sig.
Er þar breyting á, þar sem nemend-
ur þurftu oft að leita til annarra
skóla um nám í 0-áfanga.
I stefnumótuninni er stefnt að
því að skýr skil verði á milli grunn-
skóla og framhaldsskóla. Einnig að
allt nám fatlaðra á framhaldsskóla-
stigi verði í framhaldsskólum eða á
vegum Fullorðinfræðslu fatlaðra.
Ennfremur er bent á að sveitarfélög
geti að uppfýlltum ákveðnum skil-
yrðum boðið upp á 1-2 ára nám
fyrir fatlaða að loknu grunnskóla-
námi.
Þá er stefnt að því að líkamlega
fatlaðir nemendur, s.s. hreyfihaml-
VMA útskrifar fyrstu 4. stigs vélfræðingana í vor
Atvinnuleysi nær óþekkt
VERKMENNTASKÓLINN á Akur-
eyri útskrifar fyrstu vélfræðingana
af 4. stigi í vor. Árni Árnason deild-
arstjóri vélstjóranámsins segir það
mikinn feng að hafa feugið 4. stigs
nám til Akureyrar, þar sem bærinn
sé að verða einn mesti útgerðarbær
á landinu.
„Nýju togararnir eru orðnir stór-
ir og með það flókinn búnað að 3.
stigið dugar ekki til. Lítið er orðið
um fragtskip. Það var því farið að
þrýsta á okkur um frekara nám,
af mönnum sem vildu fá aukin rétt-
indi en höfðu síður áhuga á að fara
til Reykjavíkur vegna fjölskylduað-
stæðna. Ég lít því frekar á þetta
nám sem fjölgun nemenda í faginu
en að við séum að taka nemendur
beint frá Vélskóla íslands."
Atvinnumögu-
leikar góðir
Að sögn Árna eru atvinnumögu-
leikar vélstjóra miklir, enda er at-
vinnuleysi nær óþekkt hjá stéttinni
hvort sem er hér á landi eða á hin-
um Norðurlöndunum.
Spurður hvort samvinna sé milli
fyrirtækja og skólans varðandi end-
urnýjun á kennslubúnaði segir hann
fyrirtæki veita afslátt en lítið sé
um beinar gjafir. „Það skiptir máli
í kennslu að vera með nýjustu tæki
en fjármagn til tækjakaupa frá rík-
inu er oftast af skornum skammti.
Útgerðarfélög hafa verið lipur að
bjóða fram það sem þau eru hætt
að nota, því oft er hægt að nýta
það. Útgerðarmenn líta hins vegar
fyrst og fremst þannig á, að ríkið
eigi að sjá um þennan þátt.“
Námið segir hann vera svipað
hér á landi og á hinum Norðurlönd-
unum, en Danir hafi jafnvel rætt
um að lengja námið. Ámi segir að
til þess að uppfylla STCW-reglur,
þ.e. reglur um lágmarksmennta-
kröfur frá Alþjóða siglingamála-
stofnuninni þannig að menn séu
gjaldgengir alls staðar í heiminum,
veiti ekki af að hafa námið þetta
langt og strangt.
Nemar standa vaktir
VMA keypti vélarúmshermi frá
norska fyrirtækinu Nordcontrol
haustið 1986. Árni segir hann vera
eina vélarúmshermirinn á landinu
sem uppfylli STCW-kröfur. „Nem-
endur fara að nota hann strax á
2. önn, en það er önnur leið en
Vélskóli íslands fer. Þar byrja nem-
endur að nota hermi á 3. ári, enda
er um að ræða nokkuð aðra út-
færslu.
Við höfum látið nemendur standa
fjögurra tíma vaktir. Þær eru nokk-
uð strangar, þar sem mikið er um
bilanir og uppákomur. Nemendur
verða alfarið að treysta á sjálfa sig
því þeir eru einir og óstuddir á vakt-
inni. Aðstæður eru því mjög raun-
verulegar. Við byijuðum á þessu
1989 þegar 3. stigið var tekið inn
í skólann. Um svipað leyti voru
teknar upp sams konar vaktir í
skólum í Noregi og nú hafa Dan-
mörk og Svíþjóð fylgt { kjölfarið.“
Tólf nemendur sóttu um nám á
4. stigi í VMA í haust og komust
allir að. Alls eru um 60 nemendur
í vélstjórnarnámi við skólann í vet-
ur, þar af hófu um 18 nemendur
nám á 1. stigi í haust. Kennsla á
lægri stigum vélstjóranáms hefur
verið við skólann frá 1984.
aðir og sjónskertir, stundi nám við
hlið annarra nemenda og fái til
þess sérstaka aðstoð. Kemur í hlut
skólameistara að meta þörf fyrir
slíkan stuðning. í Menntaskólanum
við Hamrahlíð verði áfram sérstök
aðstaða fýrir sjónskerta, íjölfatl-
aða/hreyfihamlaða og heyrnarlausa
nemendur. Einnig kemur í hlut MH
að sérhæfa sig í þeirri kennslu
heyrnarlausra nemenda, sem teng-
ist táknmáli og notkun þess. Að
öðru leyti er stefnt að því að heyrn-
arlausir nemendur geti í framtíðinni
stundað nám í eigin skólum með
aðstoð táknmálstúlka.
Þá verður þroskaheftum nem-
endum, sem stundað hafa nám í
sérskólum eða sérdeildum á grunn-
skólastigi, boðið up á 2 ára fram-
haldsskólanám í Iðnskólanum í
Reykjavík og í Borgarholtsskóla.
Að námi loknu stendur þeim til
boða nám á vegum Fullorðins-
fræðslu fatlaðra.
Þeim nemendum sem eru fjölfatl-
aðir/þroskaheftir og hafa verulega
skerta greind samfara aukafötlun-
um mun standa til boða 1-2 ára
nám eða þjálfun á framhaldsskóla-
stigi. Standa yfir viðræður við borg-
arstjórn Reykjavíkur um afnot af
húsnæði Safamýrarskóla í þessum
tilgangi.
Víða tekið á málum
Fyrir utan þessar aðgerðir bendir
Bjöm Bjarnason á að í kjölfarið á
nýjum framhaldsskólalögum séu
skólarnir að velta fyrir sér nýjum
og styttri námsbrautum og koma
þannig til móts við þarfir nemenda
með öðrum hætti en áður. „Auk
þess er verið að undirbúa nýja nám-
skrá framhaldsskólanna, þannig að
ég tel að við séum að taka á þessum
málum á mörgum sviðum," sagði
hann.
Þá má geta þess að töluverð
breyting verður einnig á skipan
skipstjórnarnáms, þar sem fram-
haldsskólunum verður falinn ákveð-
inn hluti af náminu en um leið verð-
ur Stýrimannaskólinn gerður að
kjarnaskóla, eins og fyrr hefur ver-
ið greint frá i Morgunblaðinu.
6 m.kr.
frá Þró-
unarsjóði
ÞRÓUNARSJÓÐUR grunn-
skóla Reykjavíkur hefur sam-
þykkt úthlutun 23 styrkja að
upphæð sex m.kr. til eflingar
náttúruvísindum, stærðfræði,
tækni, einsetins skóla, lengri
skóladags, lífsleikni og vímu-
varna o.fl. Hæsta styrkinn,
eina m.kr., hlaut Engjaskóli
vegna einsetins skóla og
lengri skóladags.
Granda-, Folda-, Vestur-
bæjar-, Álftamýrar- og Öldu-
selsskóli og Barnasmiðjan
hlutu styrki samtals fyrir 1,7
m.kr. til eflingar náttúruvís-
inda, stærðfræði og tækni.
Hlutu Breiðagerðis- og
Æfingaskóli auk Engjaskóla
1,9 m.kr. vegna lengri skóla-
dags og einsetins skóla.
Styrkir vegna lífsleikni og
vímuvarna samtals kr. 550
þús. komu í hlut Folda-, Rétt-
arholts- og Ártúnsskóla. Aðrir
hlutu styrki samtals að upp-
hæð 2 m.kr.