Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 49

Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 49 ÞÓRÐUR ARNAR HÖSKULDSSON + Þórður Arnar Höskuldsson, fæddist í Reykjavík 14. nóvember 1950. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 28. apríl síðastlið- inn. Hinn 18.2. 1976 kvæntist Þórður Unni Ragn- hildi Leifsdóttur, f. 24.10.1958, d.21.2. 1988. Þau eignuð- ust soninn Leif Orra, f. 1974. For- eldrar Þórðar eru Sigrún Anna Guð- jónsdóttir, f. 12.8. 1928, d. 14.1. 1970, og Höskuídur Þórðarson, vélfræðingur, f. 27.7. 1926. Sambýliskona hans er Hafdís Guðmundsdóttir, f. 27.1. 1944. Systkini Þórðar eru: 1) Höskuldur lyfjafræð- ingur, f. 16.5. 1956. Sambýlis- kona Aðalheiður Ríkarðsdótt- ir, tölvunarfræðingur, f. 5.6. 1959. Börn þeirra eru Jakob Hrafn, Rakel Sara og Lea Ösp. 2) Guðjón, vélvirkjameistari, f. 19.4. 1957. 3) Kristjana, innan- húss- og hús- gagnaarkitekt, f. 20.5. 1960. Sam- býlismaður Viðar Karlsson, jarð- fræðingur, f. 4.5. 1957. Börn þeirra eru Arnar Narvi og ívar Snær. Þórður lauk sveinsprófi í rennismíði 1974, 4. stigi í Vélskóla íslands 1979 og atvinnuflug- mannsprófi 1979. Hann var vélsfjóri hjá Eimskip 1979-82, vélstjóri þjá BÚR 1982-84, vann hjá Heklu hf. 1984-85 og hjá Húsasmiðj- unni 1986-88. Hann var vél- stjóri á Jóni Baldvinssyni frá 1988 til dauðadags. Útför Þórðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í dag kveð ég með söknuði góðan vin minn Þórð, eða Tóta eins og ég kallaði hann. Ég kynnt- ist Tóta fyrst árið 1974 er hann kom á heimili föður míns á Hof- teignum, í fylgd Unnar systur minnar, sem síðar varð eiginkona hans. Tóti og Unnur hófu sinn búskap í kjallaranum á Hofteign- um, þar sem þau bjuggu ásamt einkasyni sínum Leifi Orra sem er fæddur 1974. Lífsbarátta þessarar litlu fjöl- skyldu mótaðist fljótlega af þung- bærum veikindum. Tóti var hald- inn sjaldgæfum sjúkdómi sem kostaði hann margar skurðaðgerð- ir og nokkrar sjúkrahúslegur. Unnur veiktist síðan árið 1984 af arfgengri heilablæðingu, sem hef- ur heltekið fjölskyldu okkar, og lést Unnur 28 ára gömul árið 1987, eftir langa og erfiða sjúkra- legu. Tóti vann lengst af á sjó, sem vélstjóri. Nú síðast á togaranum Jóni Baldvinssyni. Oft á tíðum fárveikur stundaði hann sína vinnu, ákveðinn í því að gefast ekki upp. En svo fór að lokum að ekki varð við neitt ráðið. Tóti kvaddi þennan heim og hélt til GRÓA ÓLAFSDÓTTIR THORLA CIUS + Gróa Ólafsdótt- ir Thorlacius fæddist í Reykjavík 1. ágúst 1908. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 29. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Thorlacius, f. 26.4. 1868, d. 10.4. 1915, og Mar- grét Oddsdóttir Thorlacius, f. 12.4. 1877, d. 9.1. 1966. Systkini Gróu eru: Guðmundur, f. 18.8. 1904, Þorleif- ur, f. 23.6. 1907, látinn, og Steinunn, f. 26.7. 1911. Hinn 6. júní 1929 giftist Gróa Guðmundi Halldórssyni stýrimanni og skipsljóra frá Hnífsdal, f. 6.6. 1903, d. 23.5. 1980. Þau bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, lengst af á Grenimel 3. Börn þeirra Elsku amma mín. Þó það sé skrítið að hugsa til þess að geta ekki farið aftur í heimsókn til þín og gætt sér á konfektmola eða karamellu sem þú áttir alltaf til inni í skáp hjá þér, verð ég víst að reyna að sætta mig við það. Þú ert nú komin til hans afa og ég veit að þér liður vel þar, en undanfarna daga leið þér ekki sem best. Þú varst alltaf svo hress og hlátur þinn var svo smitandi og þegar þú hlóst lang- aði mann helst til að faðma þig. Það var alltaf svo gott að koma til þín og mér leið alltaf svo vel í návist þinni. Ég gleymi því heldur aldrei þeg- eru. 1) Gunnar, f. 3.10. 1929, kvænt- ur Gerðu Lúðvíks- dóttur. Þau eign- uðust tvo syni, áður átti Gunnar einn son. 2) Guð- ríður, f. 16.10. 1930, gift Ragn- valdi Larsen. Þau eiga fjögur börn. 3) Ólafur, f. 5.11. 1935, kvæntur Dóru Jóelsdóttur. Þau eiga tvö börn, en Ólafur á þijár dætur frá fyrra hjónabandi. 4) Þorgeir, f. 24.10. 1944, kvæntur Mar- gréti Stefánsdóttur. Þau eiga þijár dætur, en Þorgeir á tvær dætur frá fyrra hjóna- bandi. Útför Gróu fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ar þú heimsóttir okkur til Ameríku og hvað öllum þótti gaman að fá þig þangað. Svo þegar við fluttum heim til íslands fórum við svo oft í heimsókn til þín og þeir voru margir sunnudagarnir sem öll fjöl- skyldan hittist hjá þér og við fórum öll saman í sund. Elsku amma mín, þó þú sért nú dáin munt þú ætíð lifa í hjarta mínu og í hvert skipti sem ég hugsa til þín vakna upp margar góðar minningar. Þar til ég hitti þig á ný þegar ég kveð þennan heim, munt þú alltaf eiga þér stað i hjarta mínu. Gróa Ólöf Þorgeirsdóttir. nýrra heimkynna, þar sem honum hefur án efa verið vel tekið. Marg- ar samverustundir áttum við hjón- in með Tóta á heimili okkar í vet- ur og verða þær okkur nú dýrmæt- ar minningarperlur um góðan dreng. Erfið eru spor einkasonar- ins Leifs Örra á komandi árum, en minningar hans um góða og glæsilega foreldra fylgja honum áfram. Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi, því táradöggvar faila stundum skjótt, og vinir berast burt á tímans straumi, og blómin fölna á einni hélunótt. Því er oss best að forðast raup og reiði og ijúfa hvorki tryggð né vinarkoss, en ef við sjáum sólskinsbletti í heiði, að setjast allir þar og gleðja oss. (Jónas Hallgr.) Dagný Hildur. í dag er lagður til hinstu hvílu vinur okkar og nágranni, Þórður Arnar Höskuldsson sem látinn er langt um aldur fram. Fyrir 17 árum fluttu þau Þórð- ur, Unnur og Leifur í sama stiga- gang og við í Kambaselinu, þar sem við höfum búið síðan í góðu nágrenni. Á 17 árum er ekki hægt að komast hjá að bindast vina- böndum sérstaklega þegar um börn er að ræða á sama aldri en synir okkar voru í sama bekk í gegnum grunnskólann. Konu sína missti Þórður fyrir u.þ.b. 10 árum, eftir erfíð veikindi og varð sam- gangur milli heimila okkar meiri eftir það. Við þökkum Þórði ánægjulega samfylgd í gegnum árin og send- um Leifí og öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Andrés, Sólveig og börn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir Iiðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) í dag kveðjum við vin okkar Þórð Arnar Höskuldsson. Kynni okkar hófust í vélskólanum 1976. Þórður var einn af þeim sem líka var að hefja nám og hófst þar sú vinátta sem ekki hefur borið skugga á síðan. Hann bjó þá í kjallaraíbúð á Hofteigi 14 ásamt eiginkonu sinni Unni Leifsdóttur og syninum Leifi Orra. Fjölskylda Unnar átti heima á efri hæðinni. En þau keyptu síðan íbúð í Kam- baseli, þar sem þau gerðu sér fag- urt heimili, en lífsbaráttan er hörð og Þórður stundaði sjóinn af miklu harðfylgi. Hann vildi koma sér og fjölskyldunni sem best fyrir. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Tíminn var naumur, Unnur lést eftir erfíð veikindi 1988. Hún varð okkur öllum mikill harm- dauði. Það hafði verið mikill sam- gangur á milli heimilanna og miss- ir okkar var því mikill. Þórður hélt áfram að koma að heimsækja okkur þegar hann var í landi og erum við hjónin þakklát fyrir allar ljúfar stundir sem við áttum sam- an. Þórður hafði sjálfur átt við veik- indi að stríða en hann tók því með miklu æðruleysi og við trúðum því að hann mundi hrista þetta af sér nú eins og oft áður, en enginn ræður sínum næturstað. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja Leif Orra, einnig Hösk- uld föður Þórðar, systkini og tengdafjölskyldu sem sér á bak góðum dreng. Anton Valgarðsson, Anna Karlsdóttir. t SVEINN M. BJÖRNSSON, Köldukinn 12, Hafnarfirði sem lést mánudaginn 28. apríl síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Hall- grímskirkju föstudaginn 9. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið eða Líknar- og hjálparsjóð Landsambands lögreglumanna. Erlendur Sveinsson, Ásdís EgMsdóttir, Sveinn M. Sveinsson, Guðrún Ágústa Kristjánsdóttir, Þórður Heimir Sveinsson, Sólveig Lilja Einarsdóttir Birgitta Engilberts, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir mín, amma okkar og lang- amma, LÁRA LÚÐVfKSDÓTTIR, Dalbraut 27, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. maí. Óskar Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg dóttir okkar, JÓNA SJÖFN ÆGISDÓTTIR, Hraunkambi 4, Hafnarfirði, lést af slysförum 4. maí. Fyrir hönd vandamanna, vina og ástvina. Anna Hauksdóttir, Ægir Hafsteinsson, Heimir Guðjónsson. t Bróðir minn og mágur, HANNES GfSLASON, Engihlíð 16, áður Reykholti við Laufásveg, lést á Landspítalanum 3. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Ástdfs Gísladóttir, Kristmundur Jakobsson. t Ástkær eiginmaður minn, SVERRIR SIGURÐSSON, vélstjóri, Huldulandi 11, lést á Landspítalanum aðfaranótt 5. maí. Jarðarförin auglýst siðar. Fyrir hönd vandamanna, Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir. FALLEGIR OG LISTRÆNIR LEGSTEINAR UsfensÁIíönnun l57o AESLATTUR ÁGRANÍTSTEINUM AFGREIÐSLAN OPIN KL. 13-18. Nýbýlavcgi 30, Dalbrckkumegin Kópavogi. Sími: 564 3555 ill-EG ,KAFFIHLAÐBOhB ALLCGIR SÁLIR OG’ MJÖG'GÓÐ þjqnústa UPPLÝSÍNGAR í SÍMUM 7575 & 5050 925 'i . • 1 ’ . V L • lOTEL L0FTLEJQIR i C B L A M O . H O T J CP»;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.