Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 50
50 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Séra Jóhann
Hlíðar fæddist á
Akureyri 25. ágúst
1918. Hann lést í
Landspitalanum að-
faranótt 1. maí síð-
astliðinn á sjötug-
asta og níunda ald-
ursári. Foreldrar
hans voru Sigurður
Einarsson dýra-
læknir og alþingis-
maður og Louisa
Guðbrandsdóttir
húsfreyja. Séra Jó-
hann var ókvæntur.
Jóhann varð
stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1941,
cand. theol. frá Háskóla íslands
1946 og stundaði framhalds-
nám I kennimannlegri guðfræði
og samstæðilegri guðfræði við
Menighedsfakultetet í Ósló
1946-47. Hann var vígður
prestvíslu 1948.
Jóhann var ráðinn til predik-
unarstarfa hjá Sambandi ís-
lenskra kristniboðsfélaga
1947-53, settur sóknarprestur
í Hvanneyrarprestakalli í
* Elsku Jóhann minn. Minn besti
vinur alla tíð. Ég sest niður og reyni
að koma skipulagi á allar þær hugs-
anir, minningar, sem fara gegnum
huga minn á þessari stundu þegar
þú, minn elskulegi frændi, fóstri,
lærifaðir í skóia lífsins, hefur kvatt
og farið til fundar við vin þinn,
Drottin. Trú þín var sterk og hugur
þinn viss um heimkomu til hans.
Ég veit að ferð þín nú er sú sem
þú taiaðir um; um grænar grundir,
þar sem þú munt næðis njóta og
. hlið himins opnast, fyrir gæsku
hans. Ég á þér svo margt að þakka.
Mín unglingsár markast af því að
hafa verið þeirrar gæfu aðnjótandi
að eyða þeim undir þinni leiðsögn.
Ekkert var í raun nógu gott fyrir
okkur systur, sem nuturry þinnar
elsku þegar mikið lá við. Ég gæti
talið upp ótal margt sem minnast
má og okkar vinir frá unglingsárum,
svo sem fjöldi unglinga safnast sam-
an á „prestssetrinu" og presturinn
sér um veitingar meðan unglingam-
ir hlusta á tónlist með Elvis Pres-
ley, Fats Domino og fleira í þeim
dúr. Listakokkur varstu og þú
kenndir mér að matbúa og ekki síst
að útbúa veisluborð fyrir gesti.
Þú leiddir mig upp að altarinu
>sem hinn besti faðir og varst alla
tíð sem besti „tengdafaðir" í huga
Harðar. Ef ég ætti að rifja það allt
upp tæki það margar blaðsíður. „Jó-
hann afi“ ert þú og verður i huga
sona minna. Ég sakna nú þegar
samverustunda, símtala og þess að
geta ekki aðeins rabbað, spurt ráða
eða bara hlegið með þér yfir ein-
hverri vitleysu, sem okkur datt í
hug. Já, margs er að sakna. Elsku
Jóhann minn. Ég bið þér góðrar
„heimkomu“ og þakka þér af öllu
hjarta fyrir allt sem þú gafst mér
og ég bý að um ókomin ár.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
* hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
í hjarta mínu lifir minningin um
þig-
Brynja Hlíðar.
Kæri Jóhann. Það er komið að
för þinni úr þessum heimi og til
annars heims sem við förum öll til
að lokum. Þegar staldrað er við
- minningar fljúga þær um í huganum
og er þar af ýmsu að taka.
Fyrstu minningamar um þig eru
úr KFUM þegar ég var þar ungur
drengur og sungið var af öllu afli
„Áfram kristmenn krossmenn" svo
heyrðist um næsta nágrenni. Þá
varð ungur drengur bergnuminn af
t þessum manni sem geislaði af með-
al ungra drengja. Við munum báðir
Siglufirði um
tveggja mánaða
skeið 1951, settur
aðstoðarprestur í
Vestmannaeyja-
prestakalli 1954-56
og skipaður sóknar-
prestur þar árið
1956 og gegndi því
starfi til 1972. Hann
var sóknarprestur í
Nesprestakalli í
Reykjavík 1972-75,
þegar hann var ráð-
inn prestur Islend-
inga í Kaupmanna-
höfn og starfaði þar
til 1983. Auk prest-
starfa sinnti hann stunda-
kennslu við Menntaskólann á
Akureyri 1949-52, Gagn-
fræðaskóla Vestmanneyja
1954-72 og Stýrimannaskól-
ann þar 1967-69. Eftir að hann
lét af störfum bjó hann um
skeið á Spáni. Hann var út-
nefndur riddari Dannebrogs-
orðunnar.
Útför séra Jóhanns fer fram
frá Fossvogkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
þegar mikill vinur allra drengja í
KFUM, Friðrik Friðriksson, vitnaði
í orðin: „Og þér munið með fögnuði
vatn ausa úr lindum hjálpræðisins."
Jes. 12.3. Það var því eins og end-
urnýjun þegar leið okkar lá aftur
saman á lífsleiðinni. Þá var gott að
eiga þig að um margt sem á dagana
hafði drifið eins og gengur og gerist.
Þær minningar mínar um þig eru
mér kærar þegar við gátum rabbað
saman um lífið og tilveruna án þess
að þú værir endilega að viðra þín
trúarlegu viðhorf. Það varþví orðinn
fastur punktur í tilverunni þegar ég
og konan mín Guðrún Ingibjörg
Hlíðar komum í orlofsíbúð okkar á
Spáni að hafa strax samband við
þig símleiðis. Alltaf sagðir þú: „Hve-
nær komið þið? Við förum út að
borða saman kl. 20. Gott væri ef
þið gætuð komið aðeins fyrr og við
rabbað saman örlítið áður.“
Það var líka sérstök tilfinning
þegar þú lagði það á þig að búa til
matinn sjálfur eins og þú gerðir
þegar ég átti afmæli og við hjónin
vorum í einni af orlofsferðum okkar
sumarið 1995. Þú varst nefnilega
afbragðs kokkur þegar þannig stóð
á. Að lokum þetta, kæri Jóhann:
Það að hafa verið ásamt fjórum af
dætrum Gunnars bróður þíns og
notið návistar þinnar sl. sumar, ekki
vitandi það að það væri síðasta sum-
arið okkar saman í þessum heimi,
var Guðs gjöf.
Það vantar því mikið þegar þín
nýtur ekki lengur við og ekki verður
það sama tilhlökkunin að fara til
Spánar og áður.
Börnin okkar Ingu sakna Jóhanns
frænda. Guð blessi þig.
Jean Jensen.
Ef Guð lofar ber ég beinin á ís-
landi, sagði hann eitt sinn og í dag
er hann jarðsettur við hlið foreldra
sinna í Fossvogskirkjugarði.
Ég kveð nú kæran vin sem ég
hef þekkt alla mína ævi. Jóhann
Hlíðar og bróðir hans Guðbrandur
voru „kostgangarar" heima hjá mér
í æsku. Reyndar voru systkinin
Brynja og Skjöldur þar líka um tíma
og hundurinn Lubbi át stundum af
eigin diski undir borði.
Ég, barnið, tók slíku ástfóstri við
þessa elskulegu bræður, sem voru
þá á fertugsaldri, að oft og tíðum
hlýt ég að hafa verið þeim óþægileg-
ur skuggi þó aldrei yrði ég þess vör.
Á afmælisdögum þeirra var mér
og vinkonu minni boðið í afmæli
klukkan þijú. Við mættum með
slaufur í hári og í okkar fínasta
pússi og settumst að veisluborði. Á
eftir var farið í skollablindu og felu-
leiki í þessu ævintýralega húsi á
Helgamagrastræti 17, með turnher-
bergi og fleiru sem gerði daginn að
alvöru ævintýri.
Við höfum oft brosað að því að
allt sem þessir vinir mínir sögðu var
tekið mjög bókstaflega. Ég er fædd
15. maí, um leið og litlu lömbin
sögðu þeir, þá vissi ég að lömbin
fæddust 15. maí, hvorki fyrr né síð-
ar. Þegar ég fór í skóla var kenn-
arinn með ónákvæmar skýringar á
þessu, en ég vissi betur. Næstum
hálfri öld síðar hringdi síminn á
umræddum degi og þegar svarað
var heyrðist langt og flott jarm á
línunni, það var presturinn að
hringja frá Spáni til að óska okkur
lömbunum til hamingju með daginn.
Árin liðu, við hittumst sjaldan,
kveðjur bárust við og við. Síðar hitt-
um við hjónin Jóhann í Kaupmanna-
höfn þar sem hann var sendiráðs-
prestur. Þar hringdi síminn látlaust,
frá íslandi og öðrum löndum, og
alltaf leysti þessi elskulegi maður
úr málum eftir bestu getu. Aftur
hittum við hann á Spáni, glaðan og
hressan og oft kom hann í heimsókn
til íslands. Mér til mikillar gleði
endurnýjaði Jóhann kynni okkar
Guðbrands og margar góðar stundir
höfum við hjónin, Guðbrandur,
Herder og Jóhann átt saman. Ef
Jóhann var erlendis var hann með
okkur í anda og hringdi þá gjarnan
til að vera með í spjallinu.
Árið 1949 var ég fjögurra ára,
þá varð atvik á heimilinu til þess
að bamið varð mjög upptekið af
dauðanum í fyrsta sinn. Ræddum
við Jóhann þá mikið saman og urðu
niðurstöður þær að við vorum ekki
hrædd við að deyja, því að þá færum
við til Guðs og þar er alltaf hlýtt
og bjart og alltaf jólin. Nú ertu far-
inn kæri vinur, vertu sæll og hafðu
þökk fyrir allt.
Elsku Guðbrandur, Herder og
bræðradæturnar fimm. Við Heiðar
sendum ykkur innilegar samúðar-
kveðjur.
Jóninna.
Presley-tímabilið var í hámarki
og kappsfullir unglingar fóru geyst
í lífsfjöri og tilþrifum, en þó var allt
á sínum stað, Heimaklettur, Jökull-
inn, kirkjan og bátarnir voru stöð-
ugt að koma og fara. Við þessir
ærsaflullu unglingar í Vestmanna-
eyjum þessa tíma vorum svo lánsöm
að eiga samleið með séra Jóhanni
Hlíðar. Séra Jóhann var sérstök
blanda af kristniboða og lista-
manni, vandvirkur og nærgætinn,
en mikill húmoristi og leikari af
Guðs náð.
Við óvænt fráfall bróður hans
fluttust tvær bróðurdætur á heimili
séra Jóhanns, Brynja og Hildigunn-
ur rétt fermdar. Þessar glæsilegu
og iífsglöðu stelpur pössuðu vel inn
í hópinn á heimaslóðinni og ósjaldan
fengum við húsaskjól fyrir spjall og
sprell á prestsetrinu hjá séra Jó-
hanni. Þar var ekkert verið að
kvarta undan hávaða og lifið fékk
að leika sér, en alltaf var það jafn
óvænt og skemmtilegt þegar séra
Jóhann brá sér inn í stofu úr eldhús-
inu mekð Presley-hárkollu og tók
eitthvert Presley-laganna með sömu
tilþrifum og sjálfur rokkkóngurinn.
Það var eins og dagur og nótt
að sjá séra Jóhann í hempunni ann-
ars vegar og Presley-töktunum hins
vegar, en hann átti svo einkar hægt
með hvort tveggja vegna þess að
hann var svo sérstaklega vel gerð-
ur, fordómalaus þótt hann væri
kröfuharður, heimsborgari og mað-
ur víddanna. Séra Jóhann Hlíðar var
mjög vel liðinn prestur. Lengst af
var hann í Vestmannaeyjum, en
m.a. var hann lengi prestur í Kaup-
mannahöfn og hjálpaði þá mörgum
sem voru hjálparþurfi án þess að
hátt færi. Hann leit á sig sem þjón
Guðs og sem slíkum bæri að rækta
lítillæti, hjálpsemi og þakklæti. Það
innrætti hann okkur krökkunum
þótt hann hvetti okkur jafnframt til
þess að hika ekki við að sýna fram-
tak og fijálslyndi, taka áhættu og
gera gott úr hlutunum þótt eitthvað
kynni að fara úrskeiðis í ungæðis-
hættinum. Það voru mikil hlunnindi
að fá að eiga samleið með séra Jó-
hanni Hlíðar, eiga vináttu hans og
góðvild. Það var sama hvað hann
gerði þessi mikli heimsmaður, hvort
hann hlúði að þeim sem áttu um
sárt að binda, eða málaði fagrar
myndir með olíulitunum sínum, allt
einkenndist af kurteisi og mannkær-
leika. Þó var hann óvenjulega opin-
skár húmoristi og ég minnist til
dæmis þegar ég heimsótti hann eitt
sinn í Jónshúsi í Kaupmannahöfn.
Ég beið eftir honum í stofunni, því
við ætluðum út að borða. Þá vatt
hann sér inn með tvær hárkollur á
lofti og sagði glottandi: Þessi er hin
opinbera, en þessi er prívat. Sú opin-
bera var með styttra hári.
Megi góður Guð fagna þjóni sín-
um í hásölum himnanna og vernda
þá sem eftir lifa. _
Árni Johnsen.
Um miðjan 6. áratug þessarar
aldar voru tveir sóknarprestar í
Vestmannaeyjum, þeir sr. Halldór
Kolbeins og sr. Jóhann Hlíðar. Þess-
ir tveir menn voru ólíkir og settu
hvor með sínum hætti svip á bæinn.
Halldór var sérstæður prédíkari,
barði í stólinn til þess að leggja
áherslu á orð sín og þekkti hvert
mannsbarn því að hann húsvitjaði
víða. Var hann hvarvetna aufúsu-
gestur. Séra Jóhann var 25 árum
yngri, alinn upp með öðrum hætti
og hlaut því að mótast á annan
hátt. Stundum er sagt að tveir menn
bæti hvor annan upp. En óhætt er
að fullyrða að Eyjaménnn þurftu
ekki á neinni uppbót að halda á
þessum árum: þessir tveir menn
voru öðlingar sem öllum vildu vel,
gerðu vel og skyldu því virðir vel.
Mig rekur ekki minni til þess
hvenær ég kynntist sr. Jóhanni.
Hann kom nokkrum sinnum á heim-
ili foreldra minna og í minningunni
finnst mér hann alltaf hafa verið
til. Þegar ég sótti kirkju sem barn
og unglingur hreifst ég af hinni
fögru söngrödd hans og engan hef
ég heyrt tóna jafn fallega og hann
gerði. Þá birtist raddfegurð hans
og einlæg trú sem hreif söfnuðinn
með sér.
Kynni okkar sr. Jóhanns Hlíðar
urðu allnáin um tíma. Árið 1959
urðu Vestmannaeyingar sem aðrir
landsmenn, fæddir árið 1952, skóla-
skyldir. Foreldrar okkar tvíburanna
vissu að torvelt yrði að korna okkur
í venjulegan barnaskóla vegna sjón-
depru og leituðu ráða hjá sr. Jó-
hanni. Eg hef jafnan dáðst að því
hvernig hann fór að: Hann sýndi
okkur upphleypta stafí úr tré og
teiknaði þá síðan á blað. Man ég
að ég sá fyrst móta fyrir stafnum
0 þegar hann náði yfir fjórðung
blaðsíðunnar. Sagði þá Jóhann að
sjón okkar væri svo lítil að okkur
nýttist ekki venjulegt letur. Varð
því úr að við vorum sendir suður
til náms í Blindraskólanum árið eft-
ir, en það er önnur saga. Jóhann
tók okkur hins vegar í tíma nokkrum
sinnum í viku þennan vetur, las fyr-
ir okkur, kenndi okkur sálma og
kvæði og fræddi okkur um trúmál,
sögu og ótal margt sem barnssálir
hafa gaman af. Held ég að þessir
tímar hjá Jóhanni hafi skipt mig
meira máli en ég gerði mér grein
fyrir.
Auðvitað hitti ég Jóhann á sumr-
um þegar ég dvaldist í Vestmanna-
eyjum. Samskipti okkar urðu síðar
meiri þegar ég settist í Gagnfræða-
skóla Vestmannaeyja þar sem Jó-
hann kenndi m.a. landafræði. Hon-
um var einkar lagið að setja náms-
efnið fram á lifandi hátt svo að
landshættir og byggðasagan stóð
mér ljóslifandi fyrir sjónum. Stund-
um hafði hann þvílíka gamansemi
í frammi við okkur nemendurna að
okkur fannst það vart presti sæm-
andi. Það var einn veturinn að föður
mínum áskotnuðust heilmörg daga-
töl frá Japan sem prýdd voru ýmsum
myndum af stúlkum mislítið klædd-
um. Sendi pabbi okkur bræðurna
með þessi dagatöl vítt og breitt um
bæinn og gáfum við þau m.a. ýms-
um kennurum. Eitt sinn gerist það
í landafræðitíma að Jóhann Hlíðar
segir:
„Bræður. Ég hef heyrt að þið
séuð að dreifa almanökum með
myndum af misjafnlega léttklæddu
kvenfólki." Mig setti dreyrrauðan.
Prestur hélt áfram: „Getið þið út-
vegað mér eitt?“ Við urðum forviða
og spurðum hvað hann, presturinn,
ætlaði að gera með slíkt.
„Ég er stundum að reyna að
JOHANN HLIÐAR
mála mannamyndir og þessi dagatöl
kæmu sér einkar vel.“
Auðvitað fékk sr. Jóhann sitt
dagatal með fallegum stúlknamynd-
um og hefur það vonandi nýst í list-
sköpun hans.
Sr. -Jóhann var oft opinskár um
hagi sína. Hann var orðinn sköllótt-
ur þegar við kynntumst og þótti
sumum það dálítil fordild hjá honum
þegar hann fékk sér hárkollu.
Skömmu eftir það hittumst við og
þá sagði sr. Jóhann:
„Þú veist víst að nú er ég kominn
með hár.“
Ég kvað svo vera og sagði að
mér þætti hann sýna af sér mikið
hugrekki því að vart væri um annað
talað en hárið á sr. Jóhanni.
„Já, Arnþór minn, eins og þú
veist hef ég verið bersköllóttur lengi
og mjög höfuðveikur. Þessi hárkolla
er eitthvert besta höfuðveikimeðal
sem ég hef fengið því að hún ver
höfuðið kulda.“
Hins vegar varð ég ekki eins hrif-
inn þegar ég hitti Jóhann og hann
kveikti sér í vindlingi. Þegar ég
hneykslaðist á þessu svaraði hann:
„Það er nú þannig að þegar ég ferð-
ast um landið sé ég hvað mikið
þarf að gera til að græða það upp.
Mér er sagt að Landgræðslusjóður
fái hluta af því sem kemur inn fyr-
ir tóbakið og þess vegna er þetta
ákjósanleg leið til að styrkja skóg-
rækt í landinu," við hiógum báðir
og ekki hneykslaðist ég framar.
Hin síðustu ár stijáluðust mjög
samskipti okkar sr. Jóhanns. Hann
bjó langdvölum á Spáni en ég hafði
þó spurnir af honum annað veifið.
Nú, þegar ég frétti andlát þessa
aldna heiðursmanns, hvarflar hug-
urinn aftur til löngu horfinna tíma
sem eru þó býsna nærri, þegar að-
staða fatlaðra barna og foreldra
þeirra var fyrst og fremst háð vel-
vilja almennings. Að vísu voru þeir,
sem blindir voru, betur settir en
margir aðrir því að þeim var tryggð
grunnmenntun. En það skipti æði
miklu máli hvert upphafið var. Sr.
Jóhanni Hlíðar vil ég þakka gott
upphaf og bið Guð að blessa minn-
ingu hans.
Arnþór Helgason.
Söfnuður Landakirkju kveður í
dag, ástsælan prest, sem þjónaði í
Vestmannaeyjum í nærfellt tvo ára-
tugi.
Séra Jóhann S. Hlíðar kom fyrst
til starfa í söfnuðinum 1954 í veik-
indaforföllum séra Halldórs Kol-
beins, sem lengi þjónaði okkur,
hvers manns hugljúfi og mikill
kennimaður.
Er að því kom, að séra Halldór
kæmi til starfa á ný, hafði séra
Jóhann unnið sér þann sess í söfn-
uðinum, að undirskriftasöfnun fór
fram um að íjölga prestum til að
tryggja áframhaldandi starfskrafta
hans. Var séra Jóhann einn í kjöri
og að sjálfsögðu skipaður prestur
og þjónaði okkur með prýði til árs-
ins 1972.
Við vorum stundum að gantast
með, að hann hefði fundið á sér
hvað biði safnaðarins, er jarðeldar
brutust út á Heimaey ári síðar.
Þá var séra Jóhann orðinn prest-
ur í Nessókn og minnumst við með
þakklæti, er stofnað var barnaheim-
ili fyrir Vestmannaeyjabörn í Safn-
aðarheimili Neskirkju veturinn
1973.
Árin sem séra Jóhann þjónaði
okkur eru björt í minningunum.
Hann hafði svo einstaklega ljúfa
framkomu, utan kirkju og innan.
Mikill söngmaður, tón hans fágað
og þróttmikið. I prédikunum leyndi
sér ekki, að einlægur trúmaður var
að tjá sig.
Á fyrstu árum sínum hér, reisti
séra Jóhann myndarlegt íbúðarhús,
sem um ókomin ár mun setja svip
á bæinn.
Okkur þótti ákaflega vænt um,
er hann endaði farsælan feril sinn
í starfinu með þjónustu í söfnuði
Landakirkju á 70. ári sínu sumarið
1988.
Að leiðarlokum eru einlægar
þakkir í huga okkar og biðjum við
séra Jóhanni blessunar á Guðsveg-
um.
Jóhann Friðfinnsson.