Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 54

Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ NOKKRIR hestar komu fram tii kynningar og þ.á m. FAXI frá Hóli reynir nú að feta í fótspor stóra bróð- GAUTI frá Gautavík náði góðum einkunnum, 7,88, 8,41 var Logi frá Skarði sem Sigurbjörn Bárðarson sýndi. ur, Þyts frá Hóli. Knapi er Þórður Þorgeirsson. og 8,14 samanlagt. Knapi er Jón Gíslason. Misjafn sauð- ur í niörgn fé Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson GUSTUR frá Grund heldur sínu eftir sýninguna í Gunnarsholti, flugrúmur fjörgammur með brokki eins og best gerist. Knapi sem fyrr var Sigurður V. Matthíasson og var honum vandi á höndum að sýna þennan mikla viljahest en komst frá því með sóma. GLAÐUR frá Hólabaki er nýtt nafn í stóðhestaheiminum, líklega eitt hæst dæmda afkvæmi Garðs frá Litla-Garði en fæddur í Húnavatnssýslu. Það er gleðiefni fyrir Húnvetninga að komast á blað með góðan stóðhest sem Sigurður Matthíasson sýndi. HESTAR Stóðhcstastöðin í Gunnarsholli KYNBÓTADÓMAR STÓÐHESTA FIMMTÍU og einn stóðhestur hlaut fullnaðardóm á sýningu stóðhesta- stövarinnar í Gunnarsholti í síðustu viku og sex hestar hlutu dóm fyrir sköpulag. Eins og gengur voru þar misjafnir sauðimir í hjörðinni en það sem mest er um vert er að þar komu fram margir vel frambærilegir kyn- bótahestar og nokkrir þeirra af- bragðsgóðir. Eins og oft hefur gerst var smáúlfúð og óánægja með störf dómnefndar sem að þessu sinni var skipuð tveimur mönnum samkvæmt nýju fyrirkomulagi, þeim Kristni Hugasyni landsráðunauti hrossa- ræktar og Ágústi Sigurðssyni kyn- bótafræðingi. Meðal þess sem ergði menn voru lágar einkunnir sem sum hrossanna fengu. Ein ástæða fyrir þessum kurr gæti verið sú, að mati dómaranna, að einkunnir voru að þessu sinni birtar svo til strax eftir að dómi á hveiju hrossi lauk og menn ekki vanir að fá tölurnar strax. Þetta hafi ekki virkað vel á sýnend- ur lakari hrossanna og menn farið í baklás við tíðindin. Það er heldur ekki óþekkt að menn fái smáfloga- kast út af dómum á vorin en svo jafnar þetta sig þegar heildarmyndin fer að skýrast. Nýtt nafn á toppnum Átján hestar, sex vetra og eldri, komu til fullnaðardóms og hlutu níu þeirra yfir 8 í aðaleinkunn. Tveir til viðbótar náðu gömlu ættbókarmörk- unum. Stóðhesturinn Mjölnir frá Sandhólafetju sem þekktastur er fyrir að hafa fengið tíu fyrir tölt fór í byggingardóm væntanlega í þeim tilgangi að fá hækkun en fór þar bónleiður til búðar því hann var lækkaður úr 7,83 í 7,65, lækkaði um hálfan fyrir höfuð og hófa. Lítt kunnur hestur, Glaður frá Hólabaki, stóð efstur í þessum flokki en hann er undan Garði frá Litla- Garði og Lýsu frá Hólabaki sem er undan lítið þekktum hrossum. Hann hlaut í aðaleinkunn 8,41, 8,28 fyrir sköpulag og hvorki meira né minna en 8,54 fyrir reiðhestskostina. Það sem skyggir kannski helst á prýði- lega útkomu Glaðs er að hesturinn var heldur lakari á yfirlitssýningu og aðalsýningu laugardagsins og í reiðhöllinni á laugardagskvöldið var sá jarpi greinilega búinn að fá nóg og hafði þar lítið erindi. Kann að vera að mörgum sem ekki sáu hann í dómi þyki hann ekki standa undir þeim háu einkunnum sem hann fékk en þeir hinir sömu geta þá skoðað myndband sem gefið hefur verið út og inniheldur myndskot af hestunum í dómi. Glaður fær þijár níur fyrir stökk, vilja og hófa. Spennandi verð- ur að sjá hvort þessi hestur sem er bæði vel skapaður og góður reiðhest- ur fær brautargengi í samræmi við þá vegtyllu sem hann hefur nú náð. Næstur, með 8,31, var Ásaþór frá Feti sem kom fram á fjórðungsmót- inu í fyrra, hækkar úr 8,15. Myndar- hestur Ásaþór og fasmikill í fram- göngu en hann er undan Kraflari frá Miðsitju og Ásdísi frá Neðra-Ási sem er, eins og móðir Glaðs, frekar ættlítil. í þriðja sæti varð svo reið- hallarstjaman Gustur frá Grund sem hefur án efa verið einn umtalaðasti og vinsælasti stóðhestur landsins síðastliðið ár. Kom hann nú loks fyrir dómnefnd en síðast var hann í dómi 1993 á fjórðungsmóti fyrir norðan. Biðu margir spenntir eftir sýningu Gusts og búist var við háum tölum. í aðaleinkunn fékk hann 8,28, hækkar um fjórar kommur frá ’93. Ekki verður annað sagt en dómar- arnir hafi verið nokkuð galsafengnir þegar kom að hæfileikunum. Gáfu þeir honum 9,5 fyrir tölt sem mörg- um þótti full vel í látið því ekki er því að neita að töltið var nokkuð skeiðborið hjá þessum ágæta hesti. Einkunn níu fyrir tölt hefði verið betur við hæfi. Þá gáfu þeir honum 10 fyrir brokk og þykir sú einkunn einnig orka tvímælis. Ef farið er út í samanburð má vel réttlæta þessa einkunn fyrir brokk en hinsvegar er alltaf gott þegar menn leiðrétta vit- leysurnar og þarna var kjörið tæki- færi til að gera slíkt og gefa rétta einkunn. Ekki er neinum blöðum um það að fletta að Gustur er mesti og besti brokkarinn sem fram hefur komið til þessa en eigi að síður var brokkið ekki fullkomið og því ekki ástæða til að fara í hæstu hæðir. Háls- og höfuðstilling Gusts var of há á brokkinu og lýtti það annars frábært brokk. Ekki er hægt að fall- ast á þau rök að í þessu tilviki dugi að refsa með lægri einkunn fyrir fegurð í reið því ef Gustur hefði fellt hálsinn hefði brokkið orðið enn betra að svifi og framtaki og þá fyrst verðskuldað að fá toppeinkunn- ina sem því miður hefur í nokkrum tilvikum verið ofnotuð. Hins vegar lækka þeir skeiðeinkunn verulega. Var hér áður með 8,5 en fær nú 6,0 og kann að vera að einhveijum hafi þótt niðurskurðarhnífnum beitt full- harkalega í þeim efnum. Þar geldur klárinn einnig hárrar háls- og höfuð- stillingar. Fyrir vilja hækkar hann úr 8,5 í 9,5 sem er vel við hæfi, hesturinn er sjóðviljugur og fengi vafalaust 10 ef hann væri þjálli. Þótt framganga Gusts nú hafi ekki verið eins áferðarfögur og best hefur verið má ætla að vinsældir hans verði óbreyttar. Hér er á ferðinni einstakur hestur sem umfram annað ætti að geta lagt hrossaræktar- mönnum gott lið við að bæta brokk og vilja. Af öðrum hestum í þessum aldurshópi mætti nefna til sögunnar Hrók frá Glúmsstöðum sem er undan Orra frá Þúfu og Birtu frá Mýnesi og Gauta frá Gautavík sem er „ætt- laus“ að heita má, þ.e. undan óþekktum foreldrum. Faxi frá Hóli, albróðir Þyts frá sama bæ, komst einnig prýðilega frá sínu. Andvari frá Skáney var einnig þokkalegur en Askur frá Keldudal var frekar mistækur að skeiðinu undanskildu þar sem hann fékk 9,5 og stóð vel undir þeim tölum. Það hefur reyndar lengi verið ljóst hvert menn eigi að leita vilji þeir rækta flugvekringa. Hlér frá Þóroddsstöðum er að því er virðist þokkalegur reiðhestur en þegar saman fara einkunnir 6,5 fyrir höfuð og 7,5 fyrir háls og herðar er spurning hvort ástæða sé til að vera með hesta graða. Staða hrossarækt- arinnar er það góð í dag að óþarft er að vera með hesta í ræktun sem ekki ná 8 fyrir háls og herðar. Eiður með yfirburði Af fimm vetra hestum stóð efstur Eiður frá Oddhóli en 24 hestar í þessum flokki hlutu fullnaðardóm. Eiður sem er undan Gáska frá Hofs- stöðum og Eiðu frá Skáney er afar athyglisverður hestur. Allar hans byggingaeinkunnir standa í 8 fyrir utan fótgerð sem er 9 og það gefur 8,15 fyrir sköpulag. Þá fær hann 9 fyrir tölt, vilja og fegurð í reið sem allt eru mjög mikilvægir þættir í ræktun söluhrossa. En talandi um tölt, þá hefði Eiður verið betur að því kominn en Gustur að fá 9,5 fyrir tölt svo hreint og rúmt sem það er hjá honum. Fyrir hæfileika hlýtur Eiður 8,53 og 8,34 í aðaleinkunn sem er góður árangur hjá fimm vetra hesti sem fær aðeins 7,0 fyrir skeið. Hæst dæmdi hestur síðasta árs í flögurra vetra flokki, Hamur frá Þóroddsstöðum, kemur næstur með 8,14, lækkar úr 8,23. Hann fær tvær níur, fyrir fótgerð og hófa en í hæfi- leikum munar mest um lækkun úr 8,5 í 8 fyrir tölt. Hamur er myndar- hestur í framgöngu með sterkar undirstöður eins og Laugarvatns- hrossum hæfir. Vafalaust á hann eftir að leiðrétta þessar lækkanir í hæfileikum fyrr en seinna og þá er það spuming hversu hátt hann fer. Skorri frá Blönduósi sem varð þriðji vakti verðskuldaða athygli, fasmikill og prúður á fax og tagl. Hann er undan Orra frá Þúfu og Skikkju frá Sauðanesi. Hann er með 8,23 fyrir sköpulag, þar af níu fyrir háls og herðar. Fýrir hæfileika fær hann 8,06 og 8,14 í aðaleinkunn. Af öðrum hestum mætti nefna Roða frá Múla sem hækkar sig verulega eða um 29 kommur fyrir sköpulag, færtil dæmis 9 fyrir bak og lend. Fyrir hæfileika lækkar hann um sömu tölu og heldur sinni aðaleinkunn frá því í fyrra, 8,07. Margir hafa sjálfsagt búist við meiri afrekum af hálfu Roða á sýningunni en skýringin er sú að hann hefur verið haltur í tvígang í vetur og vor og hafði ekki verið riðið í tæpan mánuð fyrir sýningu. Hilmir frá Sauðárkróki stóð ekki undir þeim miklu væntingum sem búið var að mynda í kringum hann. Að því er best varð séð, svona úr brekkunni, virðist það helst vilja- deyfð sem hamlar en þess ber að geta að hér er um fimm vetra hest að ræða sem á vel að geta lifnað við og þá má búast við góðum tölum. Allt það umtal og væntingar sem voru í kringum þennan hest síðustu vikur og mánuði voru líklega einum of mikið af því góða og því virðist „fallið" sem er í rauninni ekki neitt þar sem hestur hlýtur nú í fyrsta sinn fullnaðardóm, vera meira en ella hefði orðið. Þetta er ungur og fallegur hestur sem þarf meiri tíma, hvað verður er ómögulegt að segja en tíminn einn mun leiða það í ljós. Svartur kveður sér hljóðs í flokki fjögurra vetra hesta skáru tveir hestar sig afgerandi úr og sér í lagi annar þeirra, Númi frá Þór- oddsstöðum, sem er undan Svarti frá Unalæk og Glímu frá Laugarvatni. Má mikið vera ef hér er ekki komið fram á sjónarsviðið sterkasta stóð- hestsefnið sem komið hefur úr Laug- arvatnsræktuninni frá upphafi. Afar athyglisverður unghestur sem er með aðeins eina einkunn undir 8. Fyrir sköpulag 8,13 og fyrir hæfi- leika 8,21, aðaleinkunn 8,17. Það er einkum tvennt sem athygli vakti hjá þessum fola en það var skeiðget- an (8,5) og svo hitt að hann lyftir fótum prýðilega á tölti þótt hann sé undan Svarti frá Unalæk sem lyfti ágætlega þegar hann var fjögurra og fimm vetra ef menn skyidu ekki muna það. Númi er hestur sem spennandi verður að fylgjast með á næstu árum. Hinn hesturinn er Tývar frá Kjart- ansstöðum sem er undan Þokka frá Garði og þeirri kunnu stóðhestamóð- ur Ternu frá Kirkjubæ. Hér virðist komið fram álitlegasta stóðhestsefn- ið sem komið hefur fram undan Þokka frá Garði en illa hefur gengið að fá undan honum góða stóðhesta. Tývar hlýtur 8 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls og herðar. Hann er með 7,70 fyrir hæfileika en hann er skeiðlaus. I aðaleinkunn hlaut hann 7,85. Sjálfsagt þykir mörgum skyggja á að ekki kæmu fleiri álit- legir fjögurra vetra hestar fram þarna án þess að hér sé verið að afskrifa alla hina sem ekki eru hér nefndir. Að minnsta kosti þrír þeirra eru með þokkalega einkunn fyrir sköpulag og virðast eiga möguleika á að ná sér á strik síðar. Margir góðir kostir Ljóst má vera að hryssueigendur munu hafa úr miklu að moða þegar valdir verða stóðhestar á hryssumar í vor og sumar. Fleiri eiga eftir að koma fram síðar á árinu og er það alltaf tilhlökkunarefni að eiga von á nýjum og góðum stóðhestum til að betja augum. Áhuginn fyrir stóð- hestunum fer ekki minnkandi ef marka má aðsóknina að sýningunni í Gunnarsholti. Mikill fjöldi, einhver þúsund, heimsóttu stöðina að þessu sinni og voru menn komnir víða að. Vel hefur til tekist með rekstur stöðvarinnar fyrsta árið sem hann er í höndum Hrossaræktarsamtaka Suðurlands en fljótlega verður byijað að sæða hryssur á stöðinni. Má því segja að allt standi þama í miklum blóma. Valdimar Kristinsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.