Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 59

Morgunblaðið - 06.05.1997, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 59 BRÉFTIL BLAÐSINS Hugleiðingar um Söngkeppni framhaldsskólanna Frá Frá Bjarka Má Magnússyni: NYLEGA var í Sjónvarpinu sýnd upptaka af hinni árlegu söngkeppni er Félag framhaldskólanna stendur fyrir. Þetta var í áttunda skipti að keppnin er haldin og virðist vaxa í umfangi með hverju árinu sem líður. Fram- kvæmdanefnd keppninnar í ár á hrós skilið fyrir sinn afrakstur og er það reyndar svo að oft hef ég haft löngun til að senda línu til blaðsins og hrósa framkvæmdaaðilinum keppninnar fýrir glæsilega sýningu en ekki gert fyrr en nú. í þessari keppni hafa miklir og góðir söngvarar stigið sín fyrstu skref á söngbrautinni og er of langt mál að telja upp einstök nöfn í því samhengi, svo margir eru þeir. Þegar ég kom að framkvæmd keppninnar 1990 sem einn af þrem- ur aðilum í framkvæmdanefnd var keppnin ekki þekkt sem nú og erf- itt að fjármagna slíka framkvæmd sem er mjög kostnaðarsöm. Mark- aðssvið Landsbanka íslands kom að fjármögnun keppninnar þá og hefur reyndar alla tíð síðan stutt við bakið á framhaldskólanemum í þessu verkefni. Stjórnarformaður- inn og tónlistarunnandinn Ingi R. Helgason kom einnig að fjáröflun keppninnar fyrstu árin og eiga þess- ir aðilar sjálfsagt ríkan þátt í að keppnin skuli vera það sem hún er í dag. Keppnin spilar í mörgum framhaldskólum stóran þátt í fé- lagsstarfi skólanna þar sem haldnar eru undankeppnir í hveijum skóla áður en að hin stóra keppni er hald- in. Nemendur hafa í auknu mæli tekið að sér að hanna og útfæra glæsilegar sviðsmyndir, séð um förðun og fleira sem fylgir slíkri stórsýningu. Þegar framhaldskóla- nemar taka sér svo viðamikið verk- efni fyrir hendur sem þessi keppni er þykir mér þó rétt að fram- kvæmdanefndin leiti ráðgjafar hjá hveijum þeim sem getur hana veitt, svo sem gert hefur verið. Upphaflegur tilgangur keppninn- ar var að efla og styrkja einstakling- inn (framhaidskólanemann) til að takast á við krefjandi verkefni sem þetta, auka félagsstarfið í skólunum og stuðla að auknum samskiptum milli skóla. Þá er ég kominn að eina lesti síð- ustu keppni en hann er sá að hljóð- færaleikararnir voru alls ekki fram- haldskólanemar. Og hver er þá til- gangur keppninnar og hver er henn- ar framtíð? Til hvers að halda keppni sem er eingöngu orðin að sjónvarps- sýningu þar sem upphafleg markmið eru að engu höfð og atvinnumenn fengnir til að sjá um tónlistaflutn- ing? Ég vona að næsta fram- kvæmdanefnd hafi þetta í huga við krefjandi störf sín og stefnan verði sú að sem flestir framhaldskólanem- ar fái að koma að undirbúningi og framkvæmd keppninnar svo sem verið hefur. Það er rétt að geta þess sem vel er gert og ungt fólk á íslandi er að gera skemmtilega hluti. Veitum hinu jákvæða athygli og áhuga. Með ósk um velgengni keppninnar iýk ég skrifum mínum. BJARKIMÁR MAGNÚSSON, Austurbergi 8, Rvík. Bjarki Már Magnússon Sumarúlpur meö og án hettu Fyrir langömmuna, ömmuna, mömmuna og ungu stúlkuna. 1 Stuttar og síðar kápur. Tilboðsslá Alltaf eitthvað nýtt, allt á kr. 5.000 Op\ð \au3arda3a k\. 10-16 WUSID Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði v/búðarvegginn Topptilboð Viva dömusandalar Verð: 1.495,- Ath: sumarskór, sandalar ogstrigoskórfyrir alla jjölskylduna Tegund:3335 Litur: Svartur Stæröir: 35-40 T (póstsendurrósarn dss g u rs óppskórinn v/lngólfstorg • v/Veltusund • S. 552 1212 p= ------------ Ii Fullbúnar íbúðir á frábæru verði Eigum nú þegar til afhendingar nokkrar fullbúnar 2ja og 3ja berbergja íbúðir á besta stað í Hafnarfirði, vtSuðurbcejarlaugina. Sumar þessar fbúðir henta sérlega vel fyrir eldri borgara. Hér er um að ræða mjög vandaðar íbúðir að öllu leyti. Gott verð og greiðslukjör. Allar frekari upplýsingar í síma 565 0644 og hjá eftirtöldum fasteignasölum í Hafnarfirði: Hóll, Hraunhamar og Valhús. R--- F - kjarni málsins! Innifalið í verði: Flug og gisting með morgunverði og þríréttuðum kvöldverði. Skoðunarferðir og verslunarferðir. Brottfarar- og komudagar: 26. |úní - 3. júií 17. júlí - 24. júlí 7. ágúst - 14. ágúst 21. ágúst - 28. ágúst 4. sept. -11. sept. Fjölbreytt og skemmtileg ferð um Skotland. Dvalið er í 7 nætur á Inversnaid hótelinu sem stendur við Loch Lomond, eitt ftægasta stöðuvatn Skotlands. Daglegar ferðir um skoskar sveitir og borgir, farið í siglingar, verslunarferðir o.fl. undir leiðsögn Ólafar H. Guðmundsdóttur fararstjóra. FERDASKRIFSTOBt ÍSLANDS ICELAND TOURIST BUREAU Sími 562 3300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.