Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.05.1997, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hávaði og mengnn í íbúðarhverfum í höfuðborginni skortir ekki breiðari götur, heldur að ökumenn fari eftir umferðarreglum, segir Margrét Þorvaldsdóttir. Hún sér ein- faldar, ódýrar lausnir til að draga úr umferð og mengun við Miklubraut. Morgunblaðið/Kristinn HÖFUÐBORGIN er ekki stór og það skortir ekki breiðari götur, ökumenn eru miklu fremur vanda- málið þ.e. að þeir fari eftir umferð- arreglum og ætli sér tíma til að komast á milli staða. Ef reglum væri fylgt væri umferð mun greið- ari og hættuminni en hún er nú. Reglur þyrftu þó að vera skýrari við gatnamót. Því ber að fagna þeirri ákvörðun ráðamenna borgar- innar að setja beygjuljós á gatna- mót Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar fyrir þá sem ætla að aka inn á Miklubraut. Þessi gatnamót hafa lengi verið ökumönnum vara- söm og skortur á beygjuljósum hefur valdið því að þeim sem ætla að beygja inn á Miklubraut er ekki ætlaður tími til þess á ljósum og verða því að fara yfír á rauðu ljósi þegar umferð er mikil um Kringlu- mýrarbraut í höfuðborginni eru vegalengdir stuttar Þessi stilling umferðarljósa hef- ur tafið mjög eðlilega umferð um Miklubraut og um leið sljógvað virðingu ökumanna fyrir umferð- arljósum víðar á höfuðborgar- svæðinu. Alltof margir ökumenn virðast telja sér óhætt að aka yfir gatnamót á rauðu ljósi hvar sem er, oft með skelfilegum afleiðing- um. Væntanlega verður beygju- Ijósunum komið fyrir sem fyrst til að Jiðka fyrir umferð. Á höfuðborgarsvæðinu tekur ekki langan tíma að komast á milli staða. Umferðatoppar eru í um 10-15 mín. fyrir kl. átta og níu á morgnana, það myndi lagast ef færri væru á síðustu stundu til vinnu. Einstaka menn hafa kvart- að yfír að því komast ekki nógu fljótt á milli staða innan höfuð- borgarinnar. Enginn setur þó fyrir sig, hvorki tíma né fjariægðir, ef sækja þarf vinnu um langan veg eins og til Suðurnesja eða í önnur bæjarfélög. Hraðahindranir til að stjórna hraða á Miklubraut Umferðarumræðan hefur snúist um Miklubraut og tilvist íbúðar- byggðar þar. Þær raddir hafa jafn- vel heyrst að ryðja þurfi þar um húsum svo að hægt sé að fara hindrunarlítið í gegnum hverfið. Umræða um umhverfisvernd sem nú fer fram í heiminum í dag snýst ekki síst um umhverfisvernd í þétt- býli og hvernig hægt sé að draga úr umferð um íbúðarhverfi, vegna skaðlegra áhrifa megnunar á heilsufar íbúanna - hjartasjúkl- inga, astmasjúklinga og á andleg- an þroska barna. í vistvænum borgum er fólkið í fyrirrúmi. Víða hefur verið lagt í mikinn kostnað til að beina gegnumakstri frá íbúð- arhverfum út fyrir borgirnar. Mis- tökin sem gerð voru í mörgum stórborgum Bandaríkjanna um miðja öldina, og greinahöfundur þekkir af eigin raun, hafa orðið ákveðin viðvörum. Þá voru lögð marghæða mislæg gatnamót yfir stór íbúðarsvæði í miðjum borgum, verkfræðileg afrek en sem leiddu til einangrunar og síðan hnignunar stórra borgarhverfa, eðlileg end- urnýjun íbúa varð mjög lítil og afleiðingin ömurleg. Hraðahindranir draga úr umferðarhraða Ef hlustað er á íbúa við Miklu- braut þá snúast kvartanir þeirra um hraðaksturs, hávaða, ískur og mengun þegar bílstjórar snögg- hemla eða stíga bensíngjöf í botn til að auka hraða bifreiðanna og vegna hávaða af mótorhjólum sem ekið eru Miklubraut um nætur, eins og um hraðbraut væri að ræða. Undirgöng, hin nýja fram- tíðarlausn, kæmu aðeins hluta íbúa á vestasta svæði við Miklu- braut til góða. Framtíðarlausnin þarf að vera víðtækari, hún þarf að ná frá Stakkahlíð að Snorra- braut. Ef dregið yrði úr umferðar- hraða um Miklubraut, eins og íbú- arnir hafa lagt til, myndi hávaði og hluti af mengunarvandamálinu leysast af sjálfu sér. Umferðarhraðanum má stjórna með því að setja hraðahindranir á Miklubraut þar sem byggð er þétt- ust eða frá Stakkahlíð að Snorra- braut. Það er gert er annars stað- ar á höfuðborgarsvæðinu með góð- um árangri. Hraðahindranirnar geta verið breiðar og aflíðandi eins og hindrunin sem er fyrir framan ísaksskólann við Stakkahlíð og þær myndu leysa mörg vandamál íbúa svæðisins. Hlíðahverfið eitt faliegasta íbúðarhverfið Forseti borgarstjórnar hefur sagt í fjölmiðlum að besta lausnin á umferðinni væri fækkun bíla. Einfalt væri að byrja á því að taka þá bíla úr umferð sem valda mik- illi mengun og draga úr umferðar- hraða. Það hlýtur að vera metnað- ur borgaryfirvalda að viðhalda eðlilegri íbúðarbyggð í hverfum eins og við Miklubraut.' Hlíða- hverfið hefur einn fallegasta heild- arsvip íbúðarhverfa á öllu höfuð- borgarsvæðinu, byggingar eru vel hannaðar, reisulegar og virðulegar og þar eru fallegustu sambýlishús- in á öllu höfuðborgarsvæðinu. Nú eru smá saman að verða kynslóða- skipti í hverfinu og vonandi verður þar ekki breyting á. Ungt fólk sækir eftir að búa þar, hverfið þykir aðlaðandi, það er miðsvæðis, hefur góðar almenningssamgöng- ur og þar er hægt að búa án þess að eiga bíl. Þetta viðhorf ætti að setja óskir íbúa við Miklubraut efst á forgangslista fyrir betri borg hjá stjórnendum borgar- skipulags Stjórnendur borgarinnar hafa sýnt í verki áhuga fyrir bættu umhverfi fyrir borgarbúa. Brúin yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogs- dal og lagning göngustíga um Fossvogsdal, Öskjuhlíð að Seltjam- arnesi er þakkarvert átak og ein- stakt framlag til forvarna. Þessi vinsæla gönguleið hefur gert fjölda fólks á öllum aldri, barnafólki með barnavagna, fötluðum í hjólastólum og fólki úr nágrannabyggðum mögulegt að fara í endurnærandi gönguferðir eftir endilangri höfuð- borginni án þess að hafa áhyggjur af bílaumferð og bílamengun. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ábending til forystu eldri borgara BIRTIÐ umfjöllunarefni og niðurstöður funda ykk- ar. Við erum ekki í neinu leynifélagi! Nægilegt flæði upplýsinga eykur áhuga og þátttöku aldraðra í starfinu. Og að lokum: Sýnið klærnar! Brýnið vopn okkar: atkvæðið! Skúli Einarsson, Tunguseli 4. Þjónusta Flugleiða við eldri borgara VIÐ hjónin brugðum okkur með Flugleiðum til Or- lando um páskana. Við erum svokallaðir eldri borgarar, og var okkur sagt hjá Flugleiðum að við fengjum afslátt sem eldri borgarar fá. Afslátturinn er minnstur fyrir 67 ára en meiri eftir því sem fólk er eldra, en að okkar mati er afslátturinn enginn því niðurstaðan var sú að við borguðum sama og al- mennt fargjald er, vegna þess að afslátturinn reikn- ast af Saga-Class far- gjaldi. Síðan fórum við til Flórída og vorum þar í 2 vikur. Venjan er að tékka sig í flug nokkrum dögum áður en farið er heim, en þá komumst við að því að búið var að strika okkur út af farþegalista. Skýringin á því var sú að farþegi með sama eftir- nafn og við hafði afpantað farið sitt, en þá voru allir sem voru með sama eftir- nafn, 6 manns, strikaðir út af farþegalista. Þetta kostaði okkur mörg símtöl, bæði í Bandaríkjunum og eins heim til íslands. Ég er ekki ánægð með þessa þjónustu hjá Flug- leiðum og okkur er brugðið við tilhugsunina um að ef við hefðum ekki tékkað á farinu tímanlega hefðum við getað orðið stranda- glópar í Orlando. Vil ég benda eldri borg- urum á að athuga vel sinn gang áður en þeir taka svona tilboði hjá Flugleið- um, það er ekki ailt sem sýnist í þeim efnum. Áslaug Magnúsdóttir. Tapað/fundið Hringur tapaðist GULLHRINGUR, mjór með rauðum steini, tapað- ist í Hafnarfirði eða Reykjavík 12. apríl sl. Um ættargrip er að ræða og missirinn því sár. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 555-4274 og er fundar- launum heitið. Dýrahald Stórir gullfiskar TONY hafði samband við Velvakanda og var hann að velta því fyrir sér hvort einhver gæti séð af slæðu- sporðum eða stórum gull- fiskum handa honum. Tony er í síma 557-1897. SKÁK Umsjón Margcir Pctursson SVARTUR leikur og vinnur STAÐAN kom upp á Skák- þingi Kópavogs 1997, sem fram fór í vor. Páll Agnar Þórarinsson (2.100) var með hvítt, en Kristján Eð- varðsson (2.200) hafði svart og átti leik. Hvítur átti vænlega stöðu, en lék síðast afar ógætilegum leik, 26. h2- h4??, sem manaði svart til að leika vinningsleiknum: 24. - Rh3+! 25. gxh3 - Dxh4 26. Rd2? (Tapar strax. Mun betra var 26. Rg3, en einnig þá á svartur glæsilega vinningsleið: 26. - Bxg3 27. Dfl - He4!! 28. Ha2 - Hg4! 29. fxg3 - Hxg3+ 30. Kh2 - He8 31. d6 - Hxe3 32. d7 - f2 og svart- ur vinnur) 26. - Dxh3 27. Rxf3 - He4 28. Re5 - Bxe5 29. f3 - Dg3+ 30. Kfl - Dxf3+ 31. Kel - Dxe3+ og hvítur gafst upp. Þeir Kristján Eðvarðsson og Jóhann Ing- varsson urðu jafnir og efst- ir á mótinu með sex vinn- inga af sjö mögulegum, en Kristján vann innbyrðis skák þeirra og var úrskurð- aður sigurvegari á stigum. Einar Hjalti Jensson og Páll Agnar Þórarinsson komu næstir með ijóra og hálfan vinning. Einar Hjalti náði bestum árangri Kópa- vogsbúa og er því skák- meistari bæjarins 1997. Med morgunkaffinu Ast er. . . þegarhann breytir ferðaáætlun sinni til að hitta þig aftur. TM Reg U.S. Pal. Off — all righw resorved (c) 1997 Los Angetes Times Syndicate Gott þefskyn sámur Víkveiji skrifar... LANDLÆKNIR gerði að um- talsefni á þingi BSRB fyrir rúmri viku, að þjónustugjöld í heil- brigðiskerfinu væru orðin há, og að Iáglaunafólk leitaði ekki læknis eða sleppti að kaupa nauðsynleg lyf af þeim sökum. Víkverji hefur orðið þess var, að ekki eru allir sammála landlækni um það, að slíka ályktun megi draga af niðurstöðum þeirrar könnunar, sem hann vísaði til. En hvað um það. Vegna þessara umræðna hafði Víkverji fregnir af kostnaði fjögurra manna fjölskyldu, sem varð fyrir því um eina helgi að fá sérstaka tegund af hálsbólgu, fyrst foreldr- arnir og síðan börnin. Fjölskyldan þurfti af þessum sökum að leita til læknis tvisvar sinnum um helgina og kostaði það 3.000 krónur. Hún þurfti jafnframt að kaupa lyf (pens- ilín) en það kostaði 7.700 krónur. Samtals leiddi þessi sjúkdómur til útgjalda fyrir þessa fjölskyldu, sem nam 10.700 krónum. Það eru töluverðir peningar. Hins vegar er þak á útgjöldum vegna læknisþjónustu eða lyfjakostnaðar, sem er tekjutengt (eins og Morgun- blaðið hefur hvatt til). Ef þarna væri um að ræða fjölskyldu, sem væri í lægri tekjuflokkum gæti þessi kostnaður leitt til þess, að fjölskyld- an þyrfti ekki að borga meira fyrir læknis- og lyijakostnað á þessu ári, svo nokkru nemi. Ef fjölskyldan er hins vegar með yfir 3 milljónir króna í árstekjur eða sem svarar 250 þúsund krónum á mánuði þarf hún að borga þennan kostnað að fullu, ef rétt er skilið hjá Víkverja. Og þar er sennilega komið að því, sem Morgunblaðið hefur haft á orði, að stjórnvöld hafi farið of langt niður tekjustigann í tekju- tengingu. Þegar tillit er tekið til annars framfærslukostnaðar þyrfti þetta tekjumark bersýnilega að vera töluvert hærra. xxx YNGRI kynslóð leikara gerir margt vel. Þættir Spaugstof- unnar í Ríkissjónvarpinu eru yfir- leitt frábærlega vel gerðir og sýna, að þeir sem að þeim standa kunna sitt fag vel, svo að ekki sé meira sagt. Þótt Fornbókabúðin á Stöð 2 sé af öðrum toga verður ekki annað sagt en þar sé einnig vel að verki staðið. Þeir þættir eru mjög íslenzk- ir og ánægjuleg tilbreyting hjá sjón- varpsstöð, sem að öðru leyti sendir út að yfirgnæfandi meirihluta til amerískt efni. XXX A ASTÆÐA er til að fagna því framtaki ríkissjónvarpsins að senda út tónlistarþætti í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit íslands, sem hafa það að markmiði að kynna sígilda tónlist og gera hana að- gengilega fyrir fólk. í fyrrakvöld var sendur út fyrsti þátturinn af sex og kynnti Jónas Ingimundarson verkin um leið og þau voru flutt. Þessi flutningur og kynning tókst vel. Jónas Ingimundarson er að verða mesti athafnamaður þeirra, sem tekið hafa að sér að koma kiassískri tónlist og tónlistarmönn- um á framfæri við almenning. Eftir að hann tók við starfi tónlistarráðu- nautar Kópavogsbæjar er tónlistar- starf að verða svo mikið og blóm- legt í því bæjarfélagi, að ekki fer hjá því að athygli veki. Og vel til fundið að þar verður senn hafizt handa um byggingu fyrsta sérhann- aða tónlistarsalarins á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.