Morgunblaðið - 06.05.1997, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
a
HASKOLABIO
SlMI 552 2140
Háskólabíó
TREYSTH) MER!
Jim Carrey leikur Fletcher Reede, lögfræðing og forfallinn
lygalaup sem verður að segja sannleikann í einn dag. Þarf að
segja meira? Ja, því má kannski bæta við að þetta er
auðvitað langvinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag, sú
allra fyndnasta með JimCarrey og hún er...
Sýnd kl. 5, 7, 9.10 og 11.10
w ■
mei_ , H
•* : y
•.y; W, .ik m •£ •
t: mi -a
STRIKES BACK
Sýnd kl. 4.30.
Sérstakar sýningar
næstu daga fyrir
heyrnarskerta
með ísl. texta.
Sýnd kl 7.
HAÐUNG
Tilnefnd til
Óskarsverðlauna 1997.
Besta erlenda myndin
STJORNUSTRIÐ
GANNES
HLM
FESTIVAL
ENGUM ER HLIFT!!
icule
Til að komast til metorða við hirðina þurfa menn að kunna þa
list að hafa aðra að athlægi. Hárbeitt orð og fimar stungur ráða
því hver er sigurvegari og hver setur andlit í rykið.
Sjáðu Háðung og æfðu þig í að skjóta á náungann,
það gæti komið sér vel!
Svnd kl. 7, 9 oq 11.
Ó. H. T. Rás 2
★ þ. ■ ý
Ó. Bylgjan
★★★1/2
h. k. dv $ar
ÓSKARSVERÐLAUN:
BESTA ERLENDA MYNDIN
I r3.| -k
★ ★★ 1/2
Á. Þ. Dagsljós
★ ★★l/2
A. S. Mbl
Levndcir
Þessi mynd er galdur sem dáleiðir þig, nær þér gjörsamlega a sitt
band og þú óskar þess að hún megi aldrei hætta."
Ásgrímur Sverrisson (Land og synir, rit kvikmyndagerðarmanna)
Seci ets i
les
Sýnd kl. 5, 9.05 og 11.10.
Sýnd kl. 9 og 11.05
Sýnd kl. 6. Síðustu sýningar
KÓR eldri deildar söng, frá vinstri Perla Sigurðardóttir, Eyþór Stef-
ánsson, Elínborg Pálsdóttir, Agnar Benediktsson, Birkir Óli Kjartans-
son, Hafrún Brynja Einarsdóttir og Elsa Guðný Björgvinsdóttir.
Árshátíð
Skjöldólfs-
staðaskóla
NEMENDUR Skjöldólfsstaðaskóla
héldu árshátíð sína nýlega. Þar var
margt til skemmtunar leikur og
söngur ásamt gamanmálum.
Krakkarnir léku nokkur atriði úr
verkum Halldórs Laxness í tilefni
afmælis nóbelsskáldsins.
HAFRÚN Brynja Einarsdótt-
ir og Elsa Guðný Björgvins-
dóttir fiuttu annál ársins.
EYÞÓR Stefánsson „söng“ Hamraborgina við „undirleik"
Agnars Benediktssonar.
Konunglegt brúðkaup undirbúið á Spáni
Prinsessan og hand-
boltahetjan í eina sæng
Malaga. Morgunblaðið.
ALMENN gleði virðist ríkja á
Spáni eftir að skýrt var frá því
á miðvikudag, að Kristín prins-
essa, yngri dóttir Jóhanns Karls
konungs og Soffíu drottningar,
hygðist ganga í heilagt hjóna-
band þegar hausta tekur. Sá stál-
heppni heitir Inyaki Undangarin
og er maður þjóðþekktur á Spáni,
handboltahetja og landsliðsmað-
ur.
Nokkuð er um liðið frá því að
vangaveltur tóku að kvikna um
samband prinsessunnar og Und-
angarins, sem er 29 ára, tveimur
árum yngri en eiginkonan tilvon-
andi. A síðustu vikum hafa fjöl-
miðlar spænskir birt reglulega
fréttir af því að boðið yrði til
brúðkaups innan tíðar og konung-
hollir Spánverjar hafa drukkið í
sig hvert orð.
Síðdegis á miðvikudag staðfesti
spænska hirðin síðan fréttir þess-
ar og boðaði að brúðkaupið færi
fram í haust i Barcelona þar sem
þau Kristín og Undangarin búa
og starfa. Talsmaður hirðarinnar
kvað konungshjónin himinlifandi
en bætti við að líkt og aðrir feður
í þessum sömu sporum væri Jó-
hann Karl hugsi þessa dagana nú
þegar dóttir hans hefði ákveðið
að stíga þetta mikilvæga skref.
A laugardag voru þau trúlofuð
og daginn eftir lék Undangarin
með landsliði Spánar og þótti
standa sig vel þegar það bar sig-
urorð af Þjóðveijum á Spáni.
Kristín prinsessa er önnur í röð
þriggja barna konungs og drottn-
ingar, yngri en Helena systir
hennar en eldri en Filipus ríkis-
arfi. Kristín þykir kona alþýðleg
og í ágætu jarðsambandi. Þykir
mörgum með ólíkindum hversu
vel henni hefur tekist að lifa eðli-
legu lífi þrátt fyrir stöðu sína.
Hún umgengst vini sína með eðli-
legum hætti þótt staða hennar
krefjist þess að hún teljist jafn-
framt opinber persóna og það
eina sem gefur til kynna að þar
fari ekki venjuleg ung, vel mennt-
uð kona í góðu starfi eru lífverð-
irnir þrír sem jafnan fylgja henni
þótt þeir hafi jafnframt skýr fyr-
irmæli um að trufla líf hennar og
framgöngu alla sem minnst.
Kristín prinsessa hefur lísens-
íats-gráðu í stjórnmálafræðum en
starfar nú við menningar- og
fjölmiðladeild La Caixa-bankans í
Barcelona. Mánaðarlaun hennar
munu vera um 100.000 krónur á
mánuði. Starfsfólk bankans segir
að hún komi jafnan fram sem hver
annar starfsmaður og sé kona lip-
ur og ljúf í einu og öllu. Helsta
áhugamál hennar er siglingar og
mun hún jafnan vera í essinu sínu
um borð í seglbáti sínum.
Til fyrirmyndar
Brúðguminn tilvonandi er fyr-
irmyndar Spánverji, hávaxin og
stælt íþróttahetja sem varið hefur
heiður lands síns í fjölmörgum
Reuter
KRISTÍN prinsessa á
götu á Spáni.
viðureignum við útlendinga. Iny-
aki Undangarin er af góðum
Baskaættum og hefur um margra
ára skeið leikið handknattleik
með hinu sigursæla liði Barcel-
ona. íþróttirnar eru líf hans og
yndi og líkt og svo margir landar
hans hefur hann djúpstæða og
viðvarandi ást á mótorhjólum.
Þess er því að vænta að hann og
konunginn muni tæpast skorta
umræðuefni því Jóhann Karl er
einnig annálaður mótorhjóla-
kappi og hefur hann nokkrum
sinnum slasað sig þegar honum
hefur brostið fimin á vélfáki sín-
um.
Sérfróðir telja ólíklegt að brúð-
guminn muni leggja skóna á hill-
una eftir að hafa runnið saman
við konungsfjölskylduna. Er því
hugsanlegt að starfsbræður Und-
angarins, spænskir sem erlendir,
fái tækifæri til að berja á rétt-
nefndum spænskum hertoga á
næstu árum í Laugardalshöllum
Evrópu og trúlega víðar.