Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 69

Morgunblaðið - 06.05.1997, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. MAÍ1997 69 i '&pp NYTT á Islandi K5aQDCL°Tr°CL®©DS* Hágæöa lyklakerfi EINN LYKILL - endalausir möguleikar Leigumorðinginn Alec Baldwin ^ ALEC Baldwin og Bruce Willis <Etla að leika samaii í kvikmyndinni ..Simple Simon“. Myndin er byggð á skáldsögu Ryne Douglas Pearson og segir frá ungum einhverfum tölvu- snillingi sem kemst inn í leyniskjöl ríkisstjórnarinnar og verður skot- mark leigumorðingja fyrir vikið. Baldwin leikur vonda morðingjann en Willis starfsmann FBI sem reynir að vernda líf tölvusnillingsins unga. Harold Becker leikstýrir myndinni en tökur eiga að hefjast í lok maí. Becker leikstýrði Baldwin síðast í spennumyndinni „Malice" árið 1993. Baldwin hefur verið í fjölmiðlum vestanhafs undanfarið vegna skoð- anaskipta við stjórnmálamanninn Newt Gingrich. Baldwin og aðrar fijálslyndar Hollywood-stjörnur hafa gagnrýnt niðurskurð til The National Endowment of the Arts. Gingrich svaraði gagnrýninni og sagði að ef ríka og fræga fólkið í Hollywood gæfi eitt prósent af tekjum sínum til að styrkja liststarfsemi þá væri hægt að Ieggja NEA niður. Baldwin var snöggur að svara og benti Gingrich á að aldrei bæði hann innlenda vopnaframleiðendur um að gefa hluta tekna sinna til ríkisrekinna landvarna. ALEC Baldwin er mikill listunnandi. M YN DBÖN D/KVIKM YN Dl R/ÚTV ARP-S JÓN V ARP Leikin ljóð Kvikmyndafélagíð Nýja Bíó hefur tekið upp fímmtíu ljóð eftir íslenska höfunda og nefnt Brotabrot. Þau eru flutt af íslenskum leikur- um á nýstárlegan hátt og vöktu athygli í menningarþætti í sænska sjónvarpinu. „ALLT byijaði þetta á því að ég var með einþáttung í Norræna hús- inu, en þurfti að bæta við dag- skrána. Mér datt í hug að hafa Ijóðalestur, og fann þá upp á þessu formi; að fara með ljóðið inn á heim- ilið og taka myndir af fólki í hvers- dagslegum athöfnum sem ljóðin verða oft til við“, segir Þórey Sig- þórsdóttir, aðalleikkona og leik- stjóri ljóðanna ásamt Kristínu Bogadóttur ljósmyndara. I Brotabrotum skapar leikari per- sónu sem segir áhorfendum frá persónulegri reynslu með því að flytja ljóð. „Viðbrögðin í Norræna húsinu voru mjög góð, og við ákváðum þá að útfæra hugmyndina og kvik- mynda helst 50-100 ljóð. Við feng- um styrk úr Menningarsjóði út- varpsstöðva og seldum svo Náms- gagnastofnun og Sjónvarpinu sýn- ingarrétt og verða ljóðin sýnd með haustinu. Nokkur ljóðanna voru sýnd við góðar undirtektir í mjög Morgunblaðið/Ásdís ÞAU VINNA að Brotabrotum: Guðmundur Kristjánsson, Þórey Sigþórsdóttir, Kristín Bogadóttir og Hreiðar Þór Björnsson. bætir því við að þau völdu „líka ljóð- in eftir því hvort þau kveiktu skemmtilegar hugmyndir fyrir þetta form.“ Hugmyndin er sú að ljóðin birtist sem brotabrot; 1-3 ljóð á dag, og svo verði samantekt á ljóðunum um helgar. „Við höfum áhuga á að vekja athygli unglinga á ljóðinu. Mynd- böndin voru leið tónlistarinnar inn í sjónvarpið og þetta gæti orðið leið ljóðsins þangað inn, en við teljum að þessi sterkasti fjölmiðill sam- tímans geti reynst ljóðinu öflugur liðsmaður," segir Guðmundur. Gert hefur verið ráð fyrir áfram- haldi á ljóðatúlkun þessari. „Það er mikill áhugi fyrir ljóðum núna. í vetur voru gefnar út áber- andi margar ljóðabækur, og það var fullt út úr dyrum á öllum ljóðaupp- lestrum. Það er eins og mikil vakn- ing eigi sér stað um þessar mund- ir, og það verður vonandi til þess að Brotabrot fái góðar undirtektir í haust þegar að sýningu þeirra kemur,“ segir Kristín Bogadóttir að lokum. Öryggiskerfi sem uppfyllir allar kröfur um öryggi í kerfislæsingum. ■■■y'spvi |Á9L£ Vinnið gegn fíla- penslum og bólum tmm ICOnJ SÁGÚNÁ silicol skin siiicol sk\n virtum menningarþætti í sænska sjónvarpinu," segir Guðmundur Kristjánsson tökumaður og fram- leiðandi Brotabrota. Almennt þykir hugmyndin frekar skrýtin og fólk getur ekki séð fyrir sér við hvað er átt. „Fólk sér fyrir sér ljóð með mynd- skreytingu eða að það sé leikið frá orði til orðs, en það er alls ekki þannig," segir Kristín. „Þegar ég fór með sýninguna til Svíþjóðar, fékk ég þau viðbrögð að það væri alveg nýtt fyrir fólk að horfa á ljóð í þessu formi, og að það virkaði mjög sterkt á fólk,“ segir Þórey. Brotabrot verða notuð við kennslu í grunnskólum landsins, og verður það ný og lífleg aðferð fyrir nemendur að nálgast þennan hluta menningararfsins. „Við miðuðum valið á ljóðunum við námsbækur, en í þeim er marg- ar helstu perlur Ijóðlistarinnar að finna,“ segir Guðmundur. Þórey Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.