Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 72

Morgunblaðið - 06.05.1997, Síða 72
MORGUNBLAÐ'f', XRINGLAN I, 103 REYKJAVIK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGJÚR 6. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Málamiðlunartillögur í lífeyrismálinu lagðar fram í efnahags- og viðskiptanefnd Almennu sjóðirnir fái að opna séreignardeildir ALLIR lífeyrissjóðir fá heimild til að opna sér- eignardeildir að tilteknum skilyrðum uppfylltum og núverandi séreignarsjóðir geta starfað áfram og opnað samtryggingardeildir ef þeir óska, sam- kvæmt breytingartillögum sem unnar hafa verið við frumvarp fjármálaráðherra um skyldutrygg- ingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Um er að ræða málamiðlunartillögur sem Vil- hjálmur Egilsson, formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis, lagði fram á fundi nefnd- arinnar í gærkvöldi. 12.000 krónur að lágmarki til samtryggingar Samkvæmt breytingartillögunum er sett það skilyrði að fjárhagslegur aðskilnaður á milli sér- eignadeilda og samtryggingardeilda sé tryggður. Að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra er í öðru lagi sett það skilyrði að í samþykktum þeirra lífeyrissjóða, sem ætla að hafa starfandi séreignardeild, verði miðað við að einstaklingar geti gert samning um sérstakan lífeyrissparnað eftir að greiddar hafa verið að minnsta kosti 12.000 krónur á mánuði til samtryggingar. Ein- stökum sjóðum verði hins vegar frjálst að ákveða hvort þessi lágmarksgreiðsla til samtryggingar- innar skuli vera hæixi en 12.000 kr. í þriðja lagi er gert ráð fyrir að einstaklingar sem ákveða að taka þátt í séreignarsparnaði geti sjálfír ráðið til hvaða aðila slíkt framlag er greitt að því tilskildu að sá aðili hafi rekstrarleyfi. Bil brúað milli sjónarmiða „Með þessum tillögum er reynt að samræma sjónarmið sem hafa verið mest áberandi. Gerð er tillaga um að séreignarsjóðunum verði gert kleift að starfa áfram undir sínum merkjum en jafn: framt er komið til móts við hugmyndir ASÍ og VSÍ um að almennu lífeyrissjóðirnir, sem starfa á grundvelli kjarasamninga, geti opnað séreignar- deildir, eins og þeir hafa óskað eftir, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Petta er vinna sem hefur farið fram í framhaldi af framsöguræðu minni á Alþingi og með tilliti til þeirra umræðna sem hafa farið fram, enda var því lýst yfir af minni hálfu að það þyrfti að leita eðlilegrar málamiðlunar. Eg tel að þessar tillögur ættu að geta brúað það bil sem er á milli sjónarmiða í þessu máli,“ sagði Friðrik. Vilhjálmur Egilsson sagði að nú yrði látið reyna á hvort þessar hugmyndir mundu leiða til sam- komulags. Hann sagði að þær hefðu verið unnar í ljósi þeirra umsagna og umræðna sem orðið hefðu um þetta mál á undanfórnum dögum og vik- um. „Ef menn ljúka ekki málinu, þá sjáum við ekki neina löggjöf um lífeyrissjóði á næstu árum. Þá mun fjármálaráðuneytið neyðast til að afgreiða þær beiðnir um breytingar á reglugerðum sem liggja fyrir og þá mun kerfið þróast í samræmi við það, og það verður mjög erfitt að taka með rök- rænum hætti á heildarlöggjöf um lífeyrissjóði eft- ir að það hefur gerst. Nú er tækifæri til staðar en það er að sjálfsögðu ekki sama hvernig niðurstað- an verður,“ sagði hann. Efnahags- og viðskiptanefnd mun halda áfram umfjöllun sinni um breytingartillögurnar á fundi sínum á morgun. Sameining Reykjavíkur og Kjalarneshrepps Kosið 21. júní AKVEÐIÐ hefur verið að kos- ið verði um sameiningu Kjalar- neshrepps og Reykjavíkur 21. júní næstkomandi. Samstarfsnefnd um samein- inguna skilar tillögum sínum um næstu helgi, að sögn Pét- urs Friðrikssonar, oddvita Kjalarneshrepps. Að því loknu verða þær ræddar í sveitar- stjómunum. Pétur sagði að ákveðið yrði fljótlega hvenær tillögurnar yrðu kynntar og yrði a.m.k. einn mánuður notaður til kynn- ingarinnar. „Ég á von á því að samning- urinn verði kynntur fyrir Kjal- nesingum á borgarafundi og honum dreift inn á heimili manna. Hann liggur ekki alveg fyrir ennþá en hann er að skríða saman,“ sagði Pétur. Sala a nýjum bfl- um eykst um 58% SALA á nýjum fólksbílum jókst um 58,1% í apríl síðast- liðnum miðað við sama tíma í fyrra, samkvæmt bráðabirgða- tölum um bifreiðainnflutning frá Bílgreinasambandi Islands. I fyrra voru seldir 669 nýir fólksbílar í aprílmánuði en voru 1.058 talsins nú. Aukning í bílasölu fyrstu fjóra mánuði ársins er 21,2%. Fyrstu fjóra mánuði ársins í fyrra voru seldir 2.466 nýir fólksbílar en 2.990 fyrstu fjóra mánuði þessa árs. Af einstökum bifreiðaumboð- um hafði Hekla hf. stærstu markaðshlutdeild, flutti inn 667 fólksbíla fyrstu fjóra mánuði ársins, sem er 22,3% markaðs- hlutdeild, Ingvar Helgason hf. flutti inn 557 bíla (18,6%), P. Samúelsson flutti inn 484 bíla (16,2%) og B&L 425 bfla (14,2%). I aprfl voru fluttar inn 150 notaðar fólksbifreiðir. Morgunblaðið/Oddur Einarsson KARL Sigurjónsson og Sigmundur K. Ríkharðsson í veðurblíðunni við gosgjána á Vatnajökli sl. sunnudag. Kennarar í Reykjavík héldu fund um stærðfræðiprófíð Nægileg rök til að dæma prófið ógilt TÆPLEGA 50 stærðfræðikennarar í 10. bekkjum á höfuðborgarsvæð- inu leggja til að lokamat í stærð- fræði vorið 1997 verði í höndum skólanna sjálfra. Kennararnir hitt- ust á fundi í Hagaskóla í gærkvöldi og komust að þeirri niðurstöðu, að samræmt prófi í stærðfræði hafi verið of viðamikið. Auk þess hafi ýmislegt athugavert verið við fram- setningu verkefna á prófinu. Fund- armenn töldu nægileg rök fyrir því að prófið verði dæmt ógilt. „Það væri hægt að bjarga þessu með því að búa til sérstök vorpróf í skólunum sjálfum sem yrðu tekin núna í maí. Það yrði þó ekki samræmt mat út úr þeim próf- um og því ekki hægt að bera nem- endur saman,“ segir Jóhann Ingólfsson, stærðfræðikennari í Hagaskóla. Hann segir að í sumum skólum séu haldin regluleg skyndipróf í stærðfræði og hægt sé að meta frammistöðu nemenda af þeim. Nokkuð var rætt á fundinum hver ástæðan væri fyrir svo viða- miklu stærðfræðiprófi núna. Sömu aðilar sömdu prófið nú og í fyrra en þá hefði engin athugasemd verið gerð við prófið frekar en undanfar- Óku að gosgjánni NOKKRIR félagar úr ferðaklúbbn- um 4X4 fóru í árlega ferð sína upp á Vatnajökul í lok síðustu viku og óku þeir meðal annars að gosgjáimi þar sem þeir fóru fót- gangandi síðasta spölinn að gjánni. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem farið er á jeppum að gosstöðvunum eftir gosið síðastlið- ið haust. Að sögn Odds Einarssonar, eins ferðalanganna, var ekið úr Kverk- fjöllum norður fyrir gjána og inn á Grímsfjall þar sem hópuriun gisti og á sunnudaginn var ekið upp á Háubungu og þaðan að vest- urenda gosgjárinnar. „Við ókum eins nálægt henni eins og hægt var og þaðan geng- um við um einn kílómetra og fór- um niður við syðri hluta gjárinnar. Það er komið íslag yfir sprung- urnar og sums staðar er það þykkt og heldur vel, en víða er það örþunnt og stórhættulegt yfir- ferðar. Við vorum allir í böndum og með viðeigandi búnað, en þetta er ekki ferð sem maður mælir með fyrir hvern þann sem dettur í hug að fara þarna því nauðsynlegt er að gæta fyllstu varúðar og fara að öllu með gát. Svæðið þama er mjög stórfenglegt og tilkomumikið að ganga þarna innan um ísbrotin. Það virðist vera hægt að ganga þarna alveg inn um suðurhluta sprungunnar og eitthvað eftir henni, en þetta er auðvitað glæfra- för og menn þurfa að vera með réttan útbúnað," sagði Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.