Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristján Græna hliðin upp AKUREYRINGAR hafa tekið gleði sína á ný eftir langan kuld- akafla en síðustu viku hefur veðr- ið verið einstaklega gott og gerir veðurspá ráð fyrir að áfram verði hlýtt á norðan- og austanverðu landinu. Starfsmenn Akureyrar- bæjar hafa verið önnum kafnir síðustu daga við að fegra og snyrta til eftir veturinn, en þessir kappar voru að þökuleggja við Drottningarbraut í blíðviðri gær- dagsins. „Við erum alveg klárir á þvi hvor hliðin á þökunum átti að snúa upp, en þeir eru ekki alveg vissir á þessu í Hafnar- firði,“ sögðu félagamir við þ'ós- myndarann sem átti leið framhjá. Reiðvegadeilan í Eyjafjarðarsveit Sýslumaður láti fjar- lægja vegartálma LÖGMAÐUR hestamannafélag- anna Funa í Eyjafjarðarsveit og Léttis á Akureyri hefur farið þess á leit við Vegagerðina að hesta- mannafélögin og Vegagerðin óski sameiginlega eftir því við sýslu- manninn á Akureyri að vegartálmar á gamla veginum frá Akureyri inn að Hrafnagili verði fjarlægðir. Eins og fram hefur komið lokaði Eiríkur Helgason bóndi á Ytra-Gili veginum, girti hann af með læstum hliðum, sem útilokar alla umferð. Þetta gerðist eftir að Akureyringar sem voru á ferð með hrossastóð þama um, misstu það upp á tún bóndans. Benedikt Ólafsson, lögmaður hestamannafélagana, segir að í nóvember 1987 hafi vegagerðin afhent félagasamtökum hesta- manna gamla malarveginn, sem aðalreiðleið fram í Hrafnagil. „Þessi vegur er í eigu Vegagerðarinnar en í umsjá hestamannafélaganna. Vegurinn var ekki afhentur land- eigendum eða dreginn frá þegar þeim var bætt land sem tekið var undir nýja veginn.“ Aðrar reiðleiðir haldi sér Benedikt segir að í nýstaðfestu aðalskipulagi Eyjafjarðarsveitar sé gert ráð fyrir aðalreiðleið suður fjörðinn að austanverðu, þar sem farið verður með hrossarekstra en áfram haldi sér aðrar reiðleiðir. Hann segir þetta hafa vera miskilið af einhveijum landeigendum. „Það er nauðsynlegt fyrir menn að fara þarna um og þegar ekki er um annað að ræða en fara þjóð- veginn getur skapast almenn hætta. Á þjóðveginum er hraðinn líka eins og ítrustu lög leyfa,“ sagði Benedikt. Hann vonast til að sýslu- maður taki á þessu máli strax eft- ir helgina. Sumarháskóli á Akureyri hefur starfsemi Nám fyrir innlenda og erlenda hópa Karlakór Akur- eyrar - Geysir Vorkliður 1997 í dag og á morgxin VORKLIÐUR 1997 er yfír- skrift vínartónleika Karlakórs Akureyrar og Geysis sem verða í dag, laugardag kl. 17 og á morgun, sunnudag á sama tíma í íþróttaskemmunni á Akureyri. Kammersveit Akureyrar leikur með kómum undir stjom Roars Kvam. Auk kórs- ins koma fram Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran, Þorgeir J. Andrésson, tenór og Zymon Kuran, fiðluleikari. Uppistaðan í efnisskrá tón- leika Karlakórs Akureyrar- Geysis er vínartónlist en vor- lögum er blandað saman við. SUMARHÁSKÓLI á Akureyri tekur til starfa nú í sumar, en hann er samstarfsverkefni Akureyrarbæjar, Háskólans á Akureyri og Gilfélags- ins, en auk þess hafa Myndlistarskól- inn á Akureyri og Tónlistarskólinn á Akureyri komið að starfí hans. Verkefnisstjóri Sumarháskólans er Ama Ýrr Sigurðardóttir guðfræðing- ur og sagði hún að hlutverk hans væri að rækta menntun, menningu og fræðaiðkun á breiðum grundvelli í nánum tengslum við umhverfið og náttúruna en einnig ætti hann að vera vettvangur þar sem ýmsir hóp- ar, almenningur, fræðimenn, lista- menn og ferðamenn, geta hist og skipst á skoðunum, reynslu og þekk- ingu. Er stefnt að því að starfssvið Sumarháskólans verði breitt og að á hans vegum verði haldin námskeið og fyrirlestrar bæði fyrir innlenda og erlenda hópa í samvinnu við Há- skólann á Akureyri og listaskólana í bænum. Einnig er stefnt að því að bjóða upp á styttri og lengri nám- skeið fyrir erlenda ferðamenn þar sem ætlunin er að nýta sér sérstöðu íslands en ekki síður Eyjaíjarðar- svæðisins og næsta nágrennis. Barnaheimspeki og umhverfismál Alþjóðleg ráðstefna um barna- heimspeki verður haldin á Akureyri 18. til 21. júní næstkomandi á vegum „The International Council for Philo- sophical Inquiry with Children" og Kennaradeildar Háskólans á Akur- eyri og mun Sumarháskólinn að- stoða við það verkefni auk þess sem einn af fyrirlesurum ráðstefnunnar mun halda fyrirlestur í nafni Sumar- háskólans. Jytte Abildstrems Teater, leikhóp- ur í Kaupmannahöfn sem einbeitir sér að umhverfismálum, kemur til íslands í júlí og mun Jytte Abild- strom halda fyrirlestur á Akureyri um umhverfismál. Þá verður haldið svonefnt Guelph- námskeið í ágústmánuði í samvinnu háskólans í Guelp í Kanada og Bændaskólans á Hólum. Gert er ráð fyrir að hópur nemenda frá Kanada komi á námskeiðið og kynni sér land °g þjóð, náttúru og lifnaðarhætti á ýmsum stöðum á Islandi. Að lokum má nefna að væntan- lega verða haldnir nokkrir fyrirlestr- ar í sumar á vegum skólans fyrir ferðamenn og verða þeir fluttir á ensku, dönsku eða þýsku og fjalla um ýmislegt sem tengt er menningu og sögu þjóðarinnar. Ung stúlka í eldlínunni í iagnadeild KEA Væri gaman að sál greina pípara Morgunblaðið/Kristján DAGNÝ Þóra þarf oft að afgreiða föður sinn, Baldur Helgason pípulagningameistara. Hér er hún að sýna honum tengi fyrir plaströr og virðist hann afar áhugasamur um að kaupa það. DAGNÝ Þóra Baldursdóttir deildarstjóri lagnadeildar Byggingavörudeildar Kaupfé- lags Eyfirðinga er alveg hætt aðláta það fara í taugarnar á sér þó sumir karlarnir, sem eru í meirihluta viðskiptavina hennar, efist um að hún kunni skil á tveggja tommu téi, múffu eða nippilhnéi eða öðrum sér- hæfðum vörum til pípulagna. Gamalkunnir viðskiptamenn eru líka farnir að kannast vel við hana. Hún byrjaði að af- greiða í lagnadeildinni 15 ára og það hefur verið hennar sum- arstarf upp frá því. Hún tók stúdentspróf frá Verkmennta- skólanum á Akureyri í fyrra- vor af uppeldis- og félags- fræðisviði og skellti sér í lagn- irnar að því loknu. Skemmtilegt starf „Pabbi útvegaði mér þessa vinnu,“ segir Dagný, en faðir hennar, Baldur Helgason, er pípulagningameistari og þekkti til í lagnadeildinni. „Það verður oft þannig að ef maður er byrjaður að vinna á einhveijum stað þá leitar maður þangað aftur,“ bætir hún við. „Mér lík- ar vel að vinna hérna, þetta er skemmtilegt starf.“ Þegar henni bauðst að taka við deildarstjórn í lagnadeild- inni þótti henni tækifærið gott og ákvað að slá til. „Ég sé alls ekki eftir því, þetta er lær- dómsríkt,“ segir Dagný en hún hefur sótt mörg námskeið með pípurum og haft bæði gagn og gaman af. „En ég ætla ekki að gera þetta að ævistarfi mínu,“ heldur hún áfram. Kærastinn, Arne Vagn Olsen, sjávarút- vegsfræðingur frá Háskólan- um á Akureyri, á rætur að rekja til Danmerkur og þangað hyggjast þau flytja eftir eitt til tvö ár. Hún hyggur á frekara nám og þá helst á uppeldis- eða fé- lagsfræðisviðinu. „Áhuginn á sálarfræði hefur aukist mjög eftir að ég kynntist öllum þess- um pípurum, það væri gaman að sálgreina þá,“ segir Dagný. Vildi fá að tala við karlmann Lítið er um að konur versli í lagnadeildinni, helst þegar eitthvað vantar í þvottavélina eða smáhluti í eldhúsið. „Ég er alveg hætt að finna fyrir karl- rembu, en á því bar nokkuð á fyrstu árunum hérna. Ég man að fljótlega eftir að ég byrjaði að starfa hér ætlaði ég að af- greiða mann, en hann snéri sér undan og spurði hvort hann gæti fengið að tala við karl- mann. Ég varð rosalega reið, en það fór strákur að sinna honum. Eftir smá stund kom strákurinn til mín og bað mig að hjálpa sér, hann fann ekki það sem beðið var um. Mér fannst það ágætt.“ Nýr samkomustað- ur á Akureyri Umgjörð ummenn- ingar- starfsemi í TENGSLUM við Aksjón, akureyrskt sjónvarp, hefur verið opnaður samkomustaður í kjallara gamla Hótels Akur- eyrar í Hafnarstræti 98. Staðnum er ætlað að vera umgjörð fyrir ijölbreytta menningarstarfsemi, tónlist- arflutning, fyrirlestra, fundi og mannfagnað af ýmsu tagi. Með sumrinu er ætlunin að sjónvarpa frá uppákomum þessum í bæjarsjónvarpi Akur- eyringa. Starfsemin hefst í kvöld, laugardaginn 24. maí en þá verður tríó skipað þeim Sigurði Flosasyni á altósaxó- fón, Hilmari Jenssyni á gítar og Jóni Rafnssyni á kontra- bassa. Þeir Signrður og Hilmar hafa til margra ára verið í hópi okkar fremstu tónlistar- manna. Jón hefur verið virkur í akureyrsku tónlistarlífi und- anfarin ár og leikið með flest- um þekktustu djasstónlistar- mönnum landsins. Tónlistarskóli Eyjafjarðar Skólaslit TÓNLISTARSKÓLA Eyja- fjarðar verður slitið í Grundar- kirkju í Eyjafjarðarsveit næst- komandi mánudagskvöld kl. 21. Þar með lýkur níunda starfsári skólans. Á skólaslit- unum verða flutt tónlistaratr- iði og kennarar afhenda nem- endum skólaeinkunnir og um- sagnir. , Messur AKUREYRARKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Sr. Guðmundur Guðmundsson héraðsprestur messar. Guðsþjónusta á dval- arheimilinu Hlíð kl. 16. Prest- ur sr. Guðmundur Guðmunds- son. GLERÁRKIRKJA: Messa kl. 14 á morgun, Kirkjuheim- sókn frá Húsavík, sr. Sighvat- ur Karlsson ásamt organista og Kirkjukór Húsavíkur þjóna ásamt sóknarpresti. Sóknar- fólk er hvatt til að fjölmenna og taka vel á móti góðum gest- um. Fundur æskulýðsfélagsins verður kl. 20. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fyrirhugaðri skemmtiferð sunnudagaskólans er frestað til sunnudagsins 1. júní. Fjöl- skyldusamkoma kl. 17 á sunnudag, börn og unglingar í fararbroddi, verðlaunaaf- hending til barna fyrir góða mætingu í vetur. Heimilasam- band kl. 16 á mánudag, síð- asti fundur vetrarins. H VÍTASUNNUKIRKJ AN: Kveðjusamkoma kl. 15.30 á sunnudag. Mikill söngur, allir velkomnir. Bænastundir frá kl. 6-7 á mánudags-, miðviku- dags- og föstudagsmorgnum. Vonarlínan, símsvari með orð- um úr ritningunni, 462-1210, KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrarlandsvegi 26: Messa kl. 18 í dag, laugardag, og kl. H á morgun, sunnudag. KFUM og K, Sunnuhlíð: Bænastund kl. 20 á sunnu- dagskvöld. Verið velkomin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.