Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 15 LANDIÐ Hvítasunnumót Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson ÓLAFUR Ólafsson, SJÓR, sem er 73 ára, tók þátt í Hvítasunnumóti SJÓVE í 18. skipti í röð. LANDAÐ úr sjóstangveiðibátunum á Binna- bryggju í Vestmannaeyjum. Þokkalegnr afli þrátt fyrir austan brælu Vestmannaeyjum - Árlegt Hvíta- sunnumót Sjóstangveiðifélags Vestmannaeyja, SJÓVE, var hald- ið í Eyjum um helgina. Mótið var jafnframt 35 ára afmælismót fé- lagsins og var því sérstaklega vandað til undirbúnings og dag- skrár fyrir mótið. 35 þátttakendur voru í mótinu, víðsvegar að af landinu, en fjöldi þátttakenda var með fæsta móti og olli mótshöld- urum talsverðum vonbrigðum. Mótið var sett á föstudagskvöld en keppnin fór fram á laugardag og sunnudag. Veðrið setti mark sitt á mótið en stíf austanátt var í Eyjum um helgina. Þrátt fyrir það var afli sæmilegur því heildar- afli mótsins var 6.339 kíló og heildarverðmæti aflans nam 363.657 krónum. í lokahófi sem haldið var á sunnudagskvöld var afhentur fjöldi verðlauna fyrir mótið. Afla- hæstir karla urðu Hafþór Gunn- arsson, SJÓAK, með 382,35 kíló, Ólafur Tryggvason, SJÓVE, með 299,35 kíló, og Hörður Þórhalls- son, SJÓNES, með 298 kíló. Elín- borg Bernódusdóttir, SJÓVE, varð aflahæst kvenna með 206,25 kíió. Katrín Gísladóttir, SJÓVE, varð næst með 175,60 kíló og þriðja varð Guðrún Snæbjörnsdóttir, SJÓVE, með 124,45 kíló. í sveita- keppni karla sigraði sveit Bjarka Arngrímssonar, SJÓAK, með 978,50 kíló en í sveitakeppni kvenna sigraði sveit_ Guðrúnar Snæbjörnsdóttur, SJÓVE, með 506,30 kíló. Aflahæsti bátur á hveija stöng varð Gustur með 315,54 kíló á stöng en Pétur Árnmarsson var skipstjóri á bátn- um. Stærsta físk mótsins, 9,25 kílóa þorsk, dró Geir Björnsson, SJÓVE, en flesta fiska dró Hafþór Gunn- arsson, SJÓAK, 224 talsins. Flest- ar tegundir drógu Sigurður Ein- arsson, SJÓVE, Árni Karl Inga- son, SJÓVE, og Sigurður Hlöð- versson, SJÓVE, sem allir drógu 7 tegundir en Sigurður Einarsson var með mesta meðalþyngd á afla sínum 1,93 kíló. Stærsti þorskurinn nær 10 kíló Verðlaun fyrir stærstu fiska af hverri tegund hlutu Geir Björns- son, SJÓVE, fyrir 9,25 kílóa þorsk, Sigurður Hlöðversson, SJÓVE, fyrir 2,4 kílóa ýsu, Sigurður Gunn- arsson, SJÓVE, fyrir 5,85 kílóa ufsa, Magnús Ingólfsson, SJÓAK, fyrir 2,3 kílóa löngu, Sigurður Einarsson, SJÓVE, fyrir 7,65 kílóa keilu, Katrín Gísladóttir, SJÓVE, fyrir 4,6 kílóa steinbít, Magnús Ingólfsson, SJÓAK, fyrir 1,45 kílóa karfa, Helgi Magnússon, SJÓSIGL, fyrir 1,45 kílóa lýsu, Friðleifur Stefánsson, SJÓR, fyrir 2,9 kílóa lúðu og Einar B. Einars- son, SJÓVE, fyrir 0,35 kílóa síld. Þrátt fyrir erfítt veður heppn- aðist mótið vel og voru þátttakend- ur og mótshaldarar ánægðir með vel heppnað Hvítasunnumót SJÓVE á 35 ára afmælinu. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir YFIR hundrað konur tóku þátt í árleguin reiðtúr rangæskra kvenna. Hellu - Það er orðinn árviss við- burður að rangæskar konur fari í sameiginlegan reiðtúr í sumar- byijun. Nú sem fyrr var fjöl- menni og komu konur úr allri sýslunni til að skemmta sér sam- an eina kvöldstund. Lagt var upp frá hesthúsa- hverfunum á Hellu og Hvolsvelli og riðið sem leið liggur að golf- Saman í reiðtúr skálanum á Strönd, sem er miðja vegu milli þorpanna tveggja. Á annað hundrað konur snæddu þar kvöldverð og síðan var dans- að og sungið við harmonikkuleik fram eftir kvöldi. Margar kvenn- anna fara ekki á hestbak í annan tíma en stemmningin er einstök og að sjálfsögðu ekkert kyn- slóðabil. Nú sem endranær fór allt vel fram og það voru kátar konur sem riðu út í bjart vor- kvöldið heim á leið. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir FRÁ opnun félagsmiðstöðvar eldri borgara á Vopnafirði. Félagsmiðstöð aldr- aðra tekin í notkun Vopnafirði - Það var margt um manninn þegar Vopnafjarðarhrepp- ur tók í notkun félagsmiðstöð aldr- aðra í Sundabúð á Vopnafirði fyrir skömmu. Félagsmiðstöðin er öll hin glæsi- legasta og mun án efa koma að góðum notum í framtíðinni. Óhætt er að segja að með þessu framtaki er öldruðum veitt svigrúm til tóm- stundaiðkunar og annarrar afþrey- ingar sem ekki hefur verið fyrir hendi fyrr. Félagsmiðstöðin er um 150 fm að stærð, þar á meðal fundarsalur með öflugu hljóðkerfi, sem Félag aldraðra hefur fjármagnað ásamt húsgögnum í miðstöðina. Búðirnar fjarlægðar Flateyri - Um þessar mundir eru staddir hérna á Flateyri starfsmenn á vegum Lands- virkjunar við að fjarlægja búðirnar sem Landsvirkjun lánaði Flateyringum eftir snjóflóðið á sínum tíma. Búðir þessar hefur Fiskvinnslan Kambur notað undir starfs- menn frystihússins og hafa hátt í 30 manns búið þar í einu þegar mest var. Til stendur að flytja búðirnar að Kröflu þar sem Landsvirkjun stendur í framkvæmdum um þessar mundir. TIL SÖLU Þetta fyrrum glæsilega hús við Hafnarstræti 29, Akureyri, er til sölu. Tilboð óskast í tvær neðri hæðirnar ásamt eignarlóð. Húsið þarfnast viðgerðar að utan, en hæðirnar eru taisvert endurnýjaðar. Upplýsingar á: Fasteignasölunni Eignakjör, sími 462 6441, fax 461 1444. Sævar Jónatansson. Morgunblaðið/Egill Egilsson Sumarið er komið Falleg sumarblóm, matjurtir, skrautrunnar og rósir, jjölœr blóm og skógarplöntur, pottablóm í sólstofur og sólskála. Opiðfrá kl. 09-20 virka daga, kl. 10-18 laugard. og sunnud. Ver ið velko rtomtn. Garöyrkjustsööin GRÍSARÁ Eyjafjarðarsveit Sími 463 1129 Fax 463 1322 Heimasiða: http:www.nett.is/grisar póstfang: grisara@nett.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.