Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Þorvaldur V. Guðmundsson, lækningaforstjóri
Hjálp fyrir börn
með geðræn
vandamál of lítil
ÞORVALDUR Veigar Guðmunds-
son, lækningaforstjóri Landspítal-
ans, segir upplýsingar aðstoðar-
manns heilbrigðisráðherra þess efn-
is að óánægja ríki hjá yfirmönnum
sjúkrahússins með afköst Barna-
og unglingageðdeildar ekki vera frá
þeim komnar. Hann segir hjálp fyr-
ir börn með geðræn vandamál vera
of litla í þjóðfélaginu.
Að sögn Þorvaldar hafa ýmiss
konar vandamál verið á deildinni í
nokkum tíma. „Fyrir 2 árum komu
hingað tveir sænskir sérfræðingar
og gerðu úttekt á starfsemi deildar-
innar. Það er byijað að vinna eftir
ábendingum þeirra, sumt hefur
komist til framkvæmdar en annað
ekki og kannski hefur það gengið
hægar en við vonuðumst til,“ segir
Þorvaldur. „Það er ljóst að vanda-
mál geðveilla barna hafa verið mik-
il og ráðuneytið hefur lagt til aukið
fjármagn svo auka megi starfsemi
deildarinnar."
Hann segir aukningu hafa orðið
á viðtölum göngudeildarinnar milli
áranna 1995 og ’96. „Vandamálin
eru mikil og hafa verið mikil og ég
hef haldið því fram að það sé ekki
síður vegna of lítillar hjálpar við
geðveil börn úti í þjóðfélaginu og
vegna mála sem hægt ætti að vera
að leysa utan sjúkradeildar en hefur
verið vísað heilmikið til okkar,“ seg-
ir Þorvaldur.
„Það gætir einhvers misskilnings
í orðum aðstoðarmanns ráðherra.
Við höfum verið að fara yfir mál-
efni Barna- og unglingageðdeildar
með yfirlækni og sviðsstjóra deild-
arinnar og leitað að því sem helst
mætti gera til að bæta deildina frek-
ar. Af samtölum er ljóst að það
verður að auka geð- og sálfræði-
hjálp,“ segir Þorvaldur.
Landakotsskóli 100 ára
Afmælisdagskrá
um helgina
ÞESS verður minnst með hátíðar-
dagskrá í dag og á morgun að 100
ár eru liðin frá stofnun Landakots-
skóla í Reykjavík.
Dagskráin hefst með athöfn í
Kristskirkju klukkan 15 í dag. Þar
verður tónlistarflutningur, ritninga-
lestur, bæn og ávörp verða flutt.
Klukkan 15:45 hefst dagskrá í sam-
komutjaldi. Að því búnu verður
gestum boðið að ganga í skólann
og skoða sýningar um starf hans.
Á sunnudag hefst dagskráin kl.
15:30 með skrúðgöngu úr skóla í
kirkju, ef veður leyfir. Þar verður
stutt bænastund og að henni lok-
inni hefst dagskrá í samkomutjald-
inu.
Heiðarbær - einbýli
Vorum að fá í sölu í Árbæjahverfi, 144 fm einbýlishús ásamt 40 fm
bílskúr. Húsið skiptist í 2 stofur, ágætt eldhús m. þvottahúsi og
búri innaf. 3 svefnherb. á sérgangi ásamt baðherb. Einnig 20 fm
vinnuherb. Stór lóð m. suðurverönd. Friðsælt hverfi. Verð 13,5 millj.
jm Opið í dag kl. 12.00-14.00
Séreign - fasteignasala,
Skólavörðustíg 38A, sími 552 9077.
Til sýnis og sölu m.a. eigna:
Úrvalsíbúð - lyftuhús - Garðabær
Eign í sérflokki 4ra herb. 110 fm á 6. hæö í lyftuh. Suðuríbúð
með tvennum svölum. Húsvörður. Frábært útsýni. Vinsæll
staður. Tilboð óskast.
Gott einbýlishús í Kópavogi
Vel byggt steinh. hæð 141,2 fm nettó auk geymslu m.m. Góður
bílskúr 33,6 fm. Ræktuð lóð. Sólverönd. Heitur pottur. Tilboð
óskast.
Reykjavík - Hafnarfj. - hagkvæm skipti
Glæsilegt nýlegt einbýlishús á útsýnisstað í noröurbænum í
Hafnarfirði. Stór bílskúr. Skipti mögul. á 4ra herb. hæð með
bílskúr í gamla austurbænum eða í Hlíðunum. Fleira kemur til
greina.
Útborgun aðeins kr. 500 þús.
Ný endurbyggð 2ja herb. risíb. skammt frá Sundhöll
Reykjavíkur. Nýtt eldhús. Nýtt sturtubað með sérþvottaaðst.
Leiðslur og lagnir í húsinu eru nýjar.
Viltu skipti?
Leitum að góðri 3ja herb. íbúð. Skipti möguleg á stórri og góðri
4ra herb. íbúð á vinsælum stað í Árbæjarhverfi. Mikil og góð lán
fylgja.
• • •
Opið í dag kl. 10-14.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Margskonar hagkvæm
eignaskipti.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370
FRÉTTIR
Mor^unblaðið/Þorkell
REYKJAVÍKURBORG hefur kynnt stefnumótun sína í ferðaþjónustu til ársins 2002. A myndinni
eru Helga Jónsdóttir borgarritari, Helgi Pétursson varaformaður atvinnu- og ferðamálanefndar,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Þórólfur Árnason formaður verkefnisstjórnar, Anna
Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborgar og verkefnissfjóri, og Sævar Kristins-
son ráðgjafi frá Iðntæknistofnun.
Stefnumótun Reykjavíkurborgar í ferðaþjónustu
Serstaðan felst í ná-
lægð við náttúruna
INGIBJORG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri kynnti í gær stefnu-
mótun Reykjavíkurborgar í ferða-
þjónustu til næstu fimm ára. Stefnt
er að því að árið 2002 verði Reykja-
vík þekkt sem hreinasta höfuðborg
Evrópu með stórbrotna náttúru og
útivistarmöguleika á næsta leiti og
sem áhugaverður áfangastaður
innlendra og erlendra ferðamanna
allt árið um kring.
í niðurstöðum verkefnisstjómar
kemur fram að kynningar- og
markaðsstarf þurfi að efla með því
að sameina krafta borgarkerfisins
og aðila í ferðaþjónustu. Áhersla
er lögð á að sérstaða Reykjavíkur
meðal höfuðborga felist í nálægð
við útivistarsvæði og óspilltrar
náttúru og í ijósi þess verður slag-
orðið „Reykjavík - next door to
nature“ notað til kynningar á
ensku.
Lagt er til að komið verði á fót
miðstöð til kynningar á náttúruleg-
um orkugjöfum ogjarðfræði lands-
ins og að ferðamannaverslun verði
efld, m.a. með lengingu afgreiðslu-
tíma að sumarlagi og markvissri
þjálfun verslunarfólks. Þá er stefnt
að því að tekjur af ferðaþjónustu
á höfuðborgarsvæðinu aukist um
10% á ári næstu fimm ár, úr 10,7
milljörðum kr. árið 1996 í 17,3
milljarða kr. árið 2002.
Verð á bjór og léttvínum
þarf að lækka
Markaðssetning og uppbygging
Reykjavíkur og nágrennis skal mið-
ast við að auka afþreyingarmögu-
leika fyrir ferðamenn og að styðja
listsköpun og menningarstarf.
Menningarnóttina í Reykjavík og
fleiri slíka atburði á að efla og
nota sem aðdráttarafl á ferðamenn.
Fram kemur að miklir möguleikar
séu á að kynna fjölbreytt skemmt-
analíf í miðborg Reykjavíkur utan
háannatíma, en bent er á að verð
á bjór og léttvínum á veitingahús-
um þurfí að lækka verulega, enda
hiki skipuleggjendur ráðstefna og
hópferða við að stefna viðskiptavin-
um sínum á staði þar sem slíkar
neysluvörur séu dýrar.
Verkefnisstjórn var skipuð fag-
fólki í ferðaþjónustu og á öðrum
sviðum þjóðfélagsins, auk rekstrar-
aðila innan borgarkerfisins. Þórólf-
ur Ámason, framkvæmdastjóri
markaðssviðs Olíufélagsins hf.
ESSO, var formaður verkefnis-
stjórnar, en verkefnisstjóri var
Anna Margrét Guðjónsdóttir,
ferðamálafulltrúi Reykjavíkurborg-
ar. Iðntæknistofnun sá um faglega
ráðgjöf og sinntu Óskar B. Hauks-
son og Sævar Kristinsson því starfi.
Sniglar og
lögregla
funda
SNIGLARNIR, Bifhjólasamtök
lýðveldisins, héldu sinn árlega
vorfund í vikunni. Meðlimir fjöl-
menntu á fundinn, en á honum
voru samskipti bifhjólamanna
og lögreglu, umferðarslys á
mótorhjólum, tryggingamál og
átaksverkefni samtakanna til
umræðu.
Á fundinum var m.a. rætt um
aksturslag og þau áhrif sem bif-
hjólafólk getur haft á viðhorf
almennings gagnvart því, nauð-
syn þess að virða reglur um
ökuhraða, hávaðamengun að
kvöld- og næturlagi, akstur
fram með röð kyrrstæðra öku-
tækja við gatnamót, stöður bif-
hjóla og nauðsyn góðs sam-
starfs.
Siglamir samþykktu að
leggja sitt af mörkum svo um-
ferðin mánudaginn 26. maí
næstkomandi megi hvarvetna
verða innan leyfilegra hámarks-
hraðamarka, auk þess sem sam-
tökunum var hrósað fyrir áhuga
þeirra, frumkvæði og fram-
göngu í umferðarslysavörnum.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu er ekki síst fyrir til-
stuðlan Snigla að alvarlegri
umferðarslysum þar sem bif-
hjólafólk kemur við sögu hafi
fækkað um helming á nokkrum
árum.
Morgunblaðið/Þorkell
FULLTRUAR lögreglunnar, Ómar Smári Armannsson og Hjálm-
ar Björgvinsson, ræddu við nokkra meðlimi Sniglanna á fund-
inum og skoðuðu m.a. Harley Davidson-vélhjól, árgerð '67, fyrr-
verandi lögreglubifhjól, sem nú er í einkaeign.
Ökuskóli Audi á
Reykjavíkurflugvelli
ÖKUSKÓLl þýska bílaframleiðand-
ans Audi kemur til íslands með
námskeið fyrir ökumenn. Ökuskól-
inn er starfræktur m.a. í Sviss,
Austurríki og Finnlandi og verður
hluti af stærra námskeiði sett upp
á Reykjavíkurflugvelli. Audi kemur
með fimm bíla til þessara nota til
landsins, þ.e. tvo Audi A4, tvo
Audi 8 og einn Audi A6. Fjórir
kennarar koma að utan.
Námskeiðið byrjar 26. maí næst-
komandi. Hekia hf., umboðsaðili
Audi, hefur fengið athafnasvæði á
einu horni flugvallarsvæðisins næst
Landspítalanum. Stiklað verður á
helstu þáttum námskeiðsins, sem
getur tekið nokkra daga að ljúka,
en hér verður hvert námskeið í
hálfan dag.
Námskeiðið stendur út alla næstu
viku og taka tíu hópar þátt í því,
tveir á dag. Þátttakendur verða að
hluta til viðskiptavinir Heklu hf. en
einnig sjúkraflutningamenn og