Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Slagsmál milli verkfallsvarða og löndunarmanna í Grundarfirði
Hörðustu átök sem orðið
Laxinn
farinn að
sýna sig
LAXVEIÐI á stöng hefst í
morgunsárið 1. júní næstkom-
andi er veiðimenn ganga til
veiða í Norðurá og Þverá í
Borgarfirði.
Fyrstu laxarnir eru gengnir
í árnar, fímm sáust í Haffjarð-
ará á sunnudag og í gær-
morgun komu menn auga á
þijá væna í Kvíslafossi í Laxá
í Kjós.
Þeir fyrstu í
Haffjarðará
„Ég var ekkert að flækjast
þarna sérstaklega til að líta
eftir laxi, en þegar við ókum
þarna fram hjá á sunnudaginn
sagði ég við mitt fólk að gam-
an væri að kíkja fram af
Gömlu brú og sjá hvort eitt-
hvert líf væri að sjá, bara
svona til að fá úr sér hrollinn.
Eftir að hafa horft um stund
komum við allt í einu auga á
þrjá stóra laxa undir brúnni
og síðan komu tveir smærri
til viðbótar", sagði Guðlaugur
Bergmann, sem sá fyrstu laxa
sumarsins í Haffjarðará á
sunnudaginn.
Spegilfagrir og
spikfeitir fiskar
„Þetta voru engir niður-
göngulaxar, atferli þeirra var
allt eins og hjá nýrunnum
físki, þeir veltu sér eins og
nýir laxar gera til að losa lús-
ina og þá mátti sjá að þetta
voru spegilfagrir og spikfeitir
fiskar. Þetta er óvenjusnemmt
og lofar að sjálfsögðu góðu,
því ef lax er við Gömlu brú
er hann örugglega einnig
kominn í Kvörnina og öruggt
má telja að lax sé kominn
bæði í Norðurá og Þverá,“
sagði Guðlaugur.
■ Fækka stangadögum/8
Lögreglumenn stóðu vörð
hafa frá upphafi verkfalls
Morgunblaðid. Grundarflrði. _____________
ÁTOK brutust út milli verkfallsvarða
Verkalýðsfélagsins Baldurs á
ísafirði og löndunarmanna í Grund-
arfirði í gærmorgun þegar reynt var
að afferma togarann Bessa. Um tíu
verkfallsverðir komu frá Vestfjörð-
um í fyrrinótt til að stöðva löndunina
úr skipinu, sem þangað kom frá
Hafnarfirði þar sem tilraunir til lönd-
unar höfðu reynst árangurslausar.
Löndunarmennirnir voru að eigin
sögn ófélagsbundnir verktakar fyrir
Frosta í Súðavík, sem gerir út togar-
ann, og átti að setja aflann, um 200
tonn af frosinni rækju, í gáma og
flytja til Súðavíkur til vinnslu.
Verkfallsverðir lögðu bílum sínum
þannig að erfítt var að beita löndun-
artækjum. Skipið kom til hafnar um
sjöleytið í gærmorgun og var opnað-
ur hliðarhleri á togaranum og byijað
að landa frosinni rækju. Var hún
hífð í brettum yfir bílana og niður á
bryggju. Verkið gekk hægt fyrir sig
og töldu heimamenn að tvo til þijá
sólarhringa tæki að landa úr skipinu
með þessum hætti. Nokkru síðar, eða
um klukkan 11, skarst í odda milli
manna. Þá var búið að koma um 20
tonnum af rækju frá borði.
„Við tókum til bragðs að standa
undir löndunarbrettinu þannig að
ekki var hægt að slaka því niður á
bryggju. Löndunarmennirnir, á milli
5 og 10 talsins, gengu þá í skrokk
á verkfallsvörðum. Við reyndum að
stilla til friðar en það gekk ekki og
þá snerumst við til varnar,“ segir
Trausti Ágústsson, einn verkfalls-
varða.
Hann segir menn hafa verið
gripna hálstaki og slegna hnefa-
höggum og sjáist á sumum, meðal
annars skarti margir marblettum
eftir átökin. Verkfallsvörðum tókst
að stöðva löndunina og fóru löndun-
armenn af bryggjunni. „Þetta eru
Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson
VERKFALLSVERÐIR komu sér fyrir undir brettum sem verið
var að hífa úr togaranum og komu þannig í veg fyrir löndun.
hörðustu verkfallsátök sem við höf-
um lent í frá því verkfallið hófst,
og mun harðara en þegar við stöðv-
uðum löndun úr Páli Pálssyni í
Reykjavík. Löndunarmenn voru
staðráðnir í að ná rækjunni úr skip-
inu og á ég von á að þeir hafi feng-
ið tilmæli frá sínum verkkaupum,“
segir Trausti.
Handalögmálin stóðu yfir í um
20 mínútur en síðan tókst að stilla
til friðar og var orðið kyrrt um há-
degi. Um tugur lögreglumanna frá
Snæfellsnesi hafði afskipti af átök-
unum og hélt vakt við bryggjuna
fram eftir degi. Löndunarmenn
reyndu að króa af einn bíl verkfalls-
varða með því að hlaða brettum
umhverfis hann, og varð bifreiðin
fyrir lítilsháttar skemmdum. Þá fauk
upp hurð á gámaflutningabíl á svæð-
inu og varð ennfremur Iítilsháttar
tjón á hónum. Hvasst var og rigning
í Grundarfirði þegar í brýnu sló með
mönnum.
Fengu liðsauka að vestan
Upp úr hádegi bættist verkfalls-
vörðum liðsauki frá meðal annars
Súðavík og Hólmavík og stóðu á
milli 20 og 30 verkfallsverðir vakt
við skipið síðdegis í gær, samkvæmt
upplýsingum frá lögreglu. „Eftir
hádegi hefur verið tíðindalítið, en
þær hnippingar sem voru áður leyst-
ust þokkalega að okkar mati. Við
reyndum að halda þessu í jafnvægi
eftir því sem hægt var, en það var
mikill æsingur í mönnum. Löndunar-
menn hafa ekkert reynt frekar að
losa skipið, enda ógjörlegt undir
þessum kringumstæðum," segir Eð-
varð Árnason yfirlögregluþjónn.
Um klukkan tvö var komið með
fjóra gáma af stærstu gerð til
Grundarfjarðar og kvisaðist út með-
al verkfallsvarða að löndunarmenn
hefðu í hyggju að stafla utan við
bíla verkfallsvarða og landa síðan
ofan á þá, yfir bifreiðarnar. Þá röð-
uðu verkfallsverðir bifreiðum sínum
upp þannig að ógjörningur var að
komast að bryggjuendanum þar sem
togarinn lá, nema fótgangandi.
Ný björgun-
arskip
til hafnar
TVÖ ný björgnnarskip Slysa-
varnafélags Islands komu til
hafnar í Reykjavík í gær og
verða sýnd almenningi í
Reykjavíkurhöfn í dag. Um
næstu helgi verður þeim veitt
viðtaka í nýjum heimahöfnum
á ísafirði og Siglufirði.
SVFÍ festi kaup á skipunum
tveimur frá Þýskalandi þar
sem þau hafa verið í rekstri.
Þau eru smíðuð 1969,18,9
metra löng, 4,3 metra breið og
45 brúttótonn.
Að sögn Valgerðar Sig-
urðardóttur, kynningar- og
fræðslufulltrúa SVFI, hefur
fengist góð reynsla af rekstri
skipanna í Þýskalandi og hafa
þau reynst öflug, traust og
örugg; þau eru grunnrist og
þykja hafa mikla sjóhæfni en
hönnun þeirra gerir kleift að
komast á sjó við erfiðar að-
stæður og gerir auk þess ráð
fyrir að skipið rétti sig af ef
því hvolfir.
Slysavamafélagið hefur auk
þessara skipa fest kaup á þrem-
ur öðrum björgunarskipum frá
Ilollandi. Hið fyrsta þeirra kom
í desember og fór til Neskaup-
staðar en hin eru væntanleg í
júlí og desember nk.
Morgunblaðið/RAX
FLOTI Slysavarnafélagsins sigldi á móti björgunarskipunum
tveimur við komu þeirra til Reykjavíkurhafnar í gær.
Tveggja ára fangelsi
fyrir berserksgang l
undir stýri lyftara *
HÉRAÐSDÓMUR Austurlands
dæmdi í gær 22 ára gamlan mann
á Akureyri í tveggja ára fangelsi
fyrir að stofna lífi og velferð fólks
í augljósan háska, raska umferðarör-
yggi, og fyrir stórfelld eignarspjöll,
líkamsárás, árás á lögreglumann í
starfi, ölvunarakstur og fleiri brot.
Maðurinn var dæmdur fyrir að
hafa þann 15. febrúar síðastliðinn
ekið öflugum gaffallyftara á lög-
reglubíl og jeppa á Eskifirði. Tveir
lögregiumenn voru í lögreglubílnum
og slasaðist annar þeirra. Þijú ung-
menni sluppu ómeidd úr jeppa sem
maðurinn stórskemmdi. Einnig olli
maðurinn miklum öðrum eignaspjöll-
um og skemmdust þijú hús og fimm
bílar af völdum aksturs hans á lyft- L
aranum. Er eignatjón metið á um |
það bil 5 milljónir króna. Einnig var |'
maðurinn dæmdur fyrir líkamsárás i
sem framin var á Akureyri.
Hefur samið um
bótagreiðslur
Maðurinn var sakfelldur fyrir þá
verknaði sem honum voru gefnir að
sök og dæmdur í tveggja ára óskil-
orðsbundið fangelsi en 97 daga
gæsluvarðhald sem hann sætti kem- ,
ur til frádráttar. Þar sem maðurinn |
hefur greitt eða samið um bóta- |
greiðsiur vegna þess tjóns sem hann |
olli á Eskifirði, var hann ekki dæmd- 9
ur til greiðslu skaðabóta.
Fram kemur í dóminum að verkn- j
aðinn hafi maðurinn framið mjög
ölvaður og einnig er vísað til þess ■
að þótt hann þyki sakhæfur gangi
hann ekki heill til skógar.
Ingibjörg Benediktsdóttir héraðs-
dómari í Reykjavík dæmdi í málinu
á Akureyri í gær en héraðsdómarinn 1
á Austurlandi hafði úrskurðað sig |
vanhæfan til að dæma í málinu fej
vegna afskipta dómarafulltrúa af ■
málinu á rannsóknarstigi.
MORGUNBLAÐINU fylgir í
dag átta síðna auglýsingablað
frá Samtökum iðnaðarins.