Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MAÐKURINN- skelfir garðeigandans.
MAÐKAR
í MYSUNNI
TRÉ og runnar
hafa ýmsum hlut-
verkum að gegna í
umhverfi okkar.
Þau veita skjól
gegn veðri og vind-
um og Iífga upp á
sumarmánuðina
með laufskrúði sínu
og blómum. Mann-
fólkið er þó ekki
eitt um það að njóta
trjágróðursins.
Ýmiss konar smá-
dýr gera sér mat
úr honum í bókstaf-
legri merkingu og
má þar fremsta í
flokki telja ttjá-
maðkana svokölluðu. Tijámaðk-
ar eru, eins og flestum er kunn-
ugt, fiðrildalirfur af ýmsum teg-
undum. Algengustu tegundunum
er gjarnan skipt í tvo flokka eft-
ir vaxtarlagi: feta (sbr. víðifeta
og haustfeta) sem feta sig áfram
með nokkurs konar gripörmum
fremst og aftast á búknum og
vefara (sbr. skógarvefara) sem
skríða áfram á litlum vörtufótum
sem raðast eftir endilöngum búk
lirfanna.
í fljótu bragði finnst manni
tijámaðkur og fiðrildi eiga fátt
sameiginlegt. Það er alltaf
spennandi að sjá fyrstu fiðrildin
á vorin en sennilega bíða þess
ekki margir með eftirvæntingu
að sjá fyrstu tijámaðkana í tijá-
gróðrinum sínum. Maðurinn og
maðkurinn eru í eilífri samkeppni
um gróðurinn og má stundum
vart á milli sjá hvor hefur betur.
Til þess að ná yfirhöndinni yfir
maðkinum þarf maðurinn að
þekkja lífsferil fiðrildanna. Full-
orðin fiðrildi verpa eggjum sínum
við brum tijáa og runna. Það er
ekki að spytja að móðureðlinu;
mæður, hverrar tegundar sem
þær eru, leggja mikið á sig til
þess að börnin þeirra hafi nóg
að borða. Sumar tijátegundir eru
greinilega betri matur en aðrar
og má þar nefna ýmsar víðiteg-
undir, birki, mispil og reynitijáa-
tegundir. Þegar vorar og hlýnar
í veðri eykst safastreymi í plönt-
unum, brumin þrútna og búa sig
undir það að springa út. Á sama
tíma fara egg fiðrildanna að
klekjast út. og litlu lirfumar bora
sig inn í brumin og setjast að
snæðingi. Talið er að flest eggin
klekist á tímabilinu frá miðjum
maí og fram í byijun júní. Nýju
brumin eru mjúk undir tönn og
ljúffeng á bragðið
og eru lirfumar því
fljótar að fitna. Um
það bil tveimur vik-
um eftir að eggin
klekjast út (þ.e. í
byijun júní) era lirf-
urnar orðnar það
stórar að þær sjást
auðveldlega með
berum augum og
þá tölum við um það
að maðkurinn sé
kominn í trén.
Fram yfir miðjan
júní kjamsa lirfum-
ar á laufblöðunum.
Ef ekkert er að gert
lætur tijágróðurinn
stórlega á sjá á þessum tíma.
Upp úr miðjum júní hefst hins
vegar næsta þroskastig hjá lirf-
unum en þá láta þær sig síga á
silkiþráðum sem þær spinna nið-
ur í moldina og þar púpa þær
sig. Púpustigið tekur u.þ.b. mán-
uð og þegar því lýkur verða til
fullsköpuð fiðrildi. Þau fljúga
um, fínna sér heppilega maka
og kvenfiðrildin verpa svo eggj-
um sínum við brum heppilegra
tijátegunda.
Það eru áraskipti að því hversu
illa tijámaðkurinn leikur trén.
Eftir milda vetur er mikið af
eggjum lifandi og margar lirfur
komast á legg. Garðeigendur
þurfa að vera vakandi fyrir þessu
vandamáli og grípa til aðgerða
um leið og þeir sjá maðk á tiján-
um hjá sér. Hægt er að drepa
egg fiðrildanna með vetrarúðun
en hún verður að eiga sér stað
á meðan trén era í dvala eða í
síðasta lagi fyrir miðjan apríl.
Sumarúðun verður hins vegar að
eiga sér stað þegar lirfurnar sjást
í tijánum eða frá því í lok maí
fram yfír miðjan júní. Flest eitur-
efni sem notuð era gegn tijá-
maðki verka einungis við snert-
ingu við maðkinn og gera því lít-
ið gagn ef ekki sést maðkur í
tijánum. Á tímum umhverfis-
vænnar hugsunar hlýtur það að
vera mikilvægt að sprauta ekki
eiturefnum í umhverfíð að
ástæðulausu. Því miður eru fáar
aðgerðir eins árangursríkar gegn
fíðrildalirfum og eiturúðun en hún
verður að framkvæmast á réttum
tíma eigi hún að bera árangur.
Annars sitjum við, eftir sem áður,
uppi með maðka í mysunni okkar
og laufblaðalaus tré.
Guðríður Helgadóttir,
garðyrkjufræðingur.
BLOM
VIKUNNAR
355. þáttur
Umsjón Ágústa
Björnsdóttir
I DAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags
Til lesenda
Velvakanda
AÐ GEFNU tilefni vill
Velvakandi beina þeim til-
mælum til þeirra sem
senda honum bréf að bréf-
inu fylgi fullt nafn, heimil-
isfang og sími.
Kaupum Álfinn
NÚ UM helgina mun SÁÁ
hefja sína árlegu álfasölu.
Afrakstur sölunnar mun
renna til forvarna áfengis-
og vímuefna. Ég tel að
þeir SÁA-menn hafi bestu
þekkingu og reynslu í
áfengisvörnum.
Ég vil hvetja alla lands-
menn að styðja við bakið
á SÁÁ-mönnum og kaupa
Álfínn. Við eigum glæsi-
legt ungt fólk sem okkur
ber skylda að hlúa að.
Styðjum SÁÁ og kaup-
um Álfinn og eflum þar
með forvamir fyrir bömin
okkar.
Guðjón Sigurðsson.
Ábending til
kattar eigenda
JÓNÍNA hringdi í Velvak-
anda og viil hún koma
þeirri ábendingu til kattar-
eigenda á Seltjarnarnesi
að þeir loki kettina inni á
meðan fuglarnir em með
unga í hreiðri. Hún segist
horfa upp á harmleik dag-
lega þar sem ungarnir séu
ekki fleygir og kettir sitji
um þá, bjöllur hafi ekkeit
að segja því ungamir geti
enga björg sér veitt.
Langspil óskast
TRYGGVI og Vala höfðu
samband við Velvakanda
og þurfa þau að komast í
samband við einhvern sem
getur lánað þeim langspil.
Þau segja að þau séu að
taka upp tónlist með göml-
um lögum og vanti undir-
leik með langspili. Þeir sem
gætu liðsinnt þeim era vin-
samlega beðnir að hafa
samband við þau í síma
562-9232.
Endurvinnslan
í Mjódd
MIG langar að gera at-
hugasemd við skipan mála
við endurvinnsluna í
Mjódd. Borgaðar era 7
krónur fyrir glerið þar en
yfirleitt 15 krónur annars
staðar. Einnig er ég ósátt-
ur við að fá þetta ekki
greitt í peningum heldur
þarf ég að taka út vörar
fyrir andvirði glersins. Ég
er sammála því að ekki
megi reykja í yfirbygging-
unni í Mjódd. Mér fínnst
að eigi að banna reykingar
í veitingahúsunum í Mjódd-
inni, þ.e. banna allar
reykingar alls staðar.
Björgvin.
Þakkir til þula
Ríkisútvarpsins
FYRIR lestur tilkynninga
gefst þulum Ríkisútvarps-
ins stundum tækifæri til
að setja plötu á fóninn. Ég
vil sérstaklega þakka
kvenþulunum fyrir gott og
fjölbreytt lagaval.
Sigurður.
Tapað/fundið
Gallajakki
fannst
GALLAJAKKI fannst í
Fossvoginum. Uppl. í síma
553-6948.
Vasadiskó tapaðist
VASADISKÓ tapaðist
miðvikudaginn 21. maí í
Laugameshverfi. Skilvís
finnandi hafi samband í
síma 588-9695.
Bindisnæla tapaðist
SÉRSMÍÐUÐ bindisnæla
(spöng) tapaðist í Búðar-
kletti í Borgamesi föstu-
daginn 9. maí. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 437-2333
eða 437-2027 eftir kl. 19.
Ur og armband
töpuðust
KARLMANNSÚR tapaðist
miðvikudaginn 21. maí á
Miklatúni. Einnig tapaðist
í byijun maí armband
merkt: Andri Valur, líklega
á Húsavík eða á leiðinni
Húsavík-Reykjavík. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma 588-9928.
Ungbarnasokkur
fannst
UNGBARNASOKKUR
fannst á Skólvörðustíg
miðvikudaginn 21. maí.
Uppl. í síma 554-0268.
Dýrahald
Kjölturakki týndist
SVARTUR og hrokkin-
hærður kjölturakki týndist
er hann var í heimsókn í
Frostafold, Grafarvogi, á
hvítasunnudag. Finnandi
er vinsamlega beðinn að
hringja í síma 561-2270
eða 567-4124.
Kettlingar
fást gefins
FJÓRIR kettlingar óska
eftir góðu heimili. Uppl. í
síma 567-2168.
SKAK
llm.sjön Margcir
l’étursson
HVÍTUR leikur og vinnur.
STAÐAN kom upp á alþjóð-
legu móti í Sánkti Péturs-
borg í Rússlandi í vor. Rúss-
inn Alexander Khalifman
(2.650) hafði hvítt og átti
leik gegn Gena Sosonko
(2.515), Hollandi.
26. Bf6! og svartur
gafst upp, því eftir
26. - gxf6 27. exf6
- Rg6 28. hxg6 -
fxg6 29. Hhl - h5
30. Hxh5+! er hann
óverjandi mát.
Úrslitin á mótinu
urðu: 1.-3. Khalif-
man, Kortsnoj og
Salov 7 v. af 11
mögulegum, 4.
Asejev 6’A v., 5.
Se. Ivanov 6 v.
6.-7. Episín og
Sakajev 5‘A v., 8.
Svidler 5 v., 9.
Komarov 4 'U v.,
10.-12. Sosonko, Júdasín
og Ma. Zeitlin 4 v.
Keppendurnir tólf tefla
fyrir fimm mismunandi
lönd, en ólust allir upp í
Sánkti Pétursborg, sem þá
hét Leníngrad.
Aðalfundur Skáksam-
bands íslands 1997 fer
fram í dag kl. 10 árdegis
í húsnæði SÍ, Faxafeni 12.
Guðmundur G. Þórarinsson
gefur ekki kost á sér til
endurkjörs og _eru allar lík-
ur á því að Ágúst Sindri
Karlsson úr Hafnarfirði
taki við. Guðmundur G.
Þórarinsson hefur verið
forseti SÍ undanfarin fimm
ár. Hann lagði áherslu á
að koma lagi á fjármál
sambandsins, með ágætum
árangri. Það er líklega
einsdæmi að Guðmundur
fór aldrei utan á kostnað
sambandsins, öll stjórnarár
sín!
*
Ast er...
\U-<> 3-25
að taka heyrnartólin af
ef hana langar að tala
við þig.
TM Rofl. U.S. Pat. Ofl — all rights reserved
(C) 1997 Los Angeles Tntes Syndicate
Víkveiji skrifar...
VÍKVERJI neyðist til að draga
til baka sumt af því hrósi,
sem hann skrifaði hér fyrir hálfum
mánuði um þá nýbreytni hjá ÁTVR
að selja bjór í stykkjatalj. Þegar
hann kom í verzlun ÁTVR í
Austurstræti fyrir hvítasunnuhelg-
ina og hugðist velja sér nokkra
girnilega bjóra með grillmatnum
kom í ljós að það er bara dósa-
bjór, sem er seldur í stökum dós-
um, en flöskubjórinn er ekki seldur
í stykkjatali. Þegar Víkveiji spurði
starfsmann ÁTVR hverju þetta
sætti, svaraði hann því til að það
væri svo „óskapleg brothætta" af
því að selja stakar bjórflöskur.
xxx
TIL að byrja með kveikti Vík-
veiji ekki á perunni, en svo
rann upp fyrir honum ljós. Auðvit-
að er ein bjórflaska miklu brot-
hættari en sex bjórflöskur og ein
bjórflaska er líka miklu brothætt-
ari en t.d. ein rauðvínsflaska eða
ein vodkaflaska úr næsta rekka í
Ríkinu. Að Víkveiji skyldi ekki
hafa áttað sig á þessu strax! En
hann hefur líka takmarkaða þjálf-
un í þeirri sérstöku tegund rö-
kvísi, sem forsvarsmenn ÁTVR og
bindindishreyfingarinnar hafa
tamið sér.
xxx
ARNI Biynjólfsson skrifar Vík-
veija í framhaldi af orðaskipt-
um hans við fulltrúa hjá Áfengis-
varnaráði síðastliðinn laugardag.
Árni skrifar m.a.: „Það er landlæg-
ur undirlægjuháttur gagnvart þeim
sem reka öfgafenginn áróður gegn
áfengi og vilja helzt gera það út-
rækt, sem sennilega á stóran þátt
í því að of margir kunna ekki með
það að fara. Að Áfengisvarnaráð
og aðrar ámóta stofnanir fari að
beita sér í enn ríkari mæli að „miðl-
un upplýsinga“ er ekki ráðlegt, við
skulum heldur leggja þetta niður,
skilja að ríki og bindisboðun - há-
effa templarana.
Það ætti ekki að þurfa að vera
nein umræða um það hvar og hvern-
ig áfengi er selt, fremur en önnur
matvara, sem getur stafað hætta
af ef neytt er í óhófi.“
VÍKVERJI fagnar því eindregið
að breytingar hafa nú verið
gerðar á leiðatöflu Strætisvagna
Reykjavíkur, meðal annars í því
skyni að rýmka þann tíma sem
vagnstjórar hafa til að komast á
milli stöðva. Hraðakstur strætis-
vagna var á góðri leið með að verða
eitt af helztu vandamálum í um-
ferðinni í Reykjavík. Ekki er lengra
en hálfur mánuður síðan Víkverji
varð vitni að því að ökumanni
strætisvagns á leið 5 lá svo á að
komast smáspöl eftir Lækjargötu,
á milli Austurstrætis og Vonar-
strætis, að hann lagði á sig að
gefa rækilega í og taka fram úr
litlum bíl á hægri akreininni. Vagn-
stjórinn sá augljóslega ekki annan
lítinn bíl á vinstri akreininni og
sveigði þvert i veg fyrir hann. Það
var ökumanni þeirrar bifreiðar,
sem snarhemlaði, að þakka, en
ekki strætisvagnstjóranum, að
ekki hlauzt slys af. Vonandi geta
vagnstjórar á leið 5 og öðrum
strætisvagnaleiðum nú tekið það
rólegar.