Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVlK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRVM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. MAI1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Njarðvík- urmær * varvalin fegurst HARPA Lind Harðardóttir, tví- tug Njarðvíkurmær, var kjörin fegurðardrottning Islands 1997 á Hótel Islandi í gærkvöldi, en úrslitin voru kunngjörð á mið- nætti. Sólveig Lilja Guðmundsdótt- ir, fegurðardrottning íslands 1996, krýndi arftaka sinn, en Sólveig er einnig úr Njarðvík- um. Svo skemmtilega vill til að ' systir Hörpu, Brynja Björk, varð í 3. sæti í keppninni árið 1995. Foreldrar þeirra eru Anna Sigurðardóttir og Hörður Karlsson. Guðný Helga Herbertsdóttir úr Reykjavík varð í öðru sæti og Dagmar íris Gylfadóttir, fegurðardrottning Reykjavík- ur, varð í þriðja sæti, og var hún jafnframt kjörin vinsælasta stúlkan. í fjórða sæti varð Eva ( -^.Dögg Jónsdóttir frá Akureyri og í fimmta sæti varð Þorgerð- ur Þórðardóttir, fegurðar- drottning Austurlands, en hún var jafnframt kjörin besta ljós- myndafyrirsætan. Hlaut bíl í verðlaun Mikið fjölmenni var á Hótel íslandi í gærkvöldi og var stúlk- unum vel fagnað þegar þær komu fram, fyrst í baðfötum og síðan í síðkjólum. Að þessu sinni kepptu 20 stúlkur mn titil- inn fegurðardrottning Islands. Morgunblaðið/Halldór 1. árs nemendur í MR 45% féllu í stærðfræði 45% NEMENDA í 3. bekk, þ.e. á fyrsta ári, í Menntaskólanum í Reykjavík féllu á stærðfræðiprófi í vor og hefur fallhlutfall í greininni aldrei verið jafnhátt í skólanum og nú. Yngvi Pétursson, konrektor, seg- ir að stór hluti hópsins muni ná endurtekningarprófi eða standast lokatilraun til prófs í haust. „Fyrri gögn benda eindregið til þess að nemendum með undir 8 á samræmdu prófi gangi mjög illa og það er mjög hátt hlutfall þeirra sem þurfa að þreyta próf aftur,“ segir Yngvi. I Menntaskólanum við Hamrahlíð er yfirleitt 30-40% fall í fyrsta stærðfræðiáfanga og í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti falla 50-60% nemenda í fyrstu stærðfræðiáföng- um, að sögn Þorgeirs Sigurðssonar, deildarstjóra í stærðfræði. Nemend- ur með háa einkunn á samræmdu prófi komi yfirleitt vel út en stórt hlutfall nemenda sýni slakan stærð- fræðiárangur. „Nemendur með 5 og 6 í einkunn [á samræmdu prófi] eiga mjög erfitt með algebruna og þessir nemendur fá fleiri kennslu- tíma á viku í greininni,“ segir Þor- geir. ■ Fallhlutfall aldrei jafnhátt/12 Niðurstöður samræmdra prófa Danskan kom best út MEÐALEINKUNN nemenda sem tóku samræmt grunnskólapróf í dönsku í ár var nokkru hærri en í fyrra og kom danskan raunar best út af samræmdu greinunum þetta árið, að sögn Þórólfs Þórlindssonar, forstöðumanns Rannsóknastofnun- ar uppeldis- og menntamála. Meðaleinkunn í ensku var heldur lægri nú en í fyrra og sömuleiðis í stærðfræði en íslenskueinkunnin er svipuð, samkvæmt upplýsingum Þórólfs. Hann leggur áherslu á að nú fari í hönd nánari úrvinnsla á niðurstöðum prófanna en skólarnir fá niðurstöðurnar í næstu viku og nemendur þar með einkunnir sínar. Aðspurður um hugsanlega ástæðu fyrir betri árangri i dönsku- prófinu nú en áður nefnir Þórólfur jákvætt andrúmsloft í kringum dönskukennsluna að undanförnu. „Mín tilfinning er sú að það hafi verið verulegur kraftur í dönsku- kennurum undanfarið og að það hafi átt sér stað veruleg uppbygg- ing í faginu. En að vísu veit maður náttúrulega aldrei nákvæmlega hvort prófin eru alveg sambærileg frá ári tii árs,“ segir Þórólfur. Enginn fundur boðaður vegna kj ar adeilunnar á Vestfjörðum Deilan enn í hnút og verkfallsátök harðna Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon VERKFALLSVERÐIR í Baldri lögðu bílum sínum á bryggjuna í Grundarfirði til þess að koma í veg fyrir löndun. 18,5% verðlækkun á rækju í fyrra Tekjutap um 4,3 milljarð- ar króna AFURÐAVERÐ á skelflettri rækju lækkaði um 18,52% á síðasta ári samkvæmt út- reikningum Þjóðhagsstofnun- ar. Miðað við 23.000 tonna ársframleiðslu hefur rækju- vinnslan í landinu því orðið af um 4,3 milljörðum króna vegna verðlækkananna. Alls veiddu íslendingar um 88.638 tonn af rækju á síð- asta ári sem er um 5.000 tonnum meiri afli en árið áður. Alls voru flutt út um 23.500 tonn af rækjuafurðum í fyrra, sem er mesti útfiutn- ingur á einu ári frá upphafi. Útflutningsverðmæti rækj- unnar var á síðasta ári rúmir 15,9 milljarðar króna, eða um 17,2% af heildarútflutnings- verðmæti sjávarafurða á ár- inu. Það er um 550 milljóna króna aukning frá árinu 1995. ■ Ársins 1996/17 TIL handalögmála kom milli lönd- unarmanna í Grundarfírði og verk- fallsvarða Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði þegar reynt var að afferma togarann Bessa ÍS í Grundarfirði í gærmorgun. Verk- fallsvörðum tókst að stöðva löndun- ina og fóru löndunarmenn af bryggju. Að sögn verkfallsvarða eru þetta hörðustu átök sem þeir hafa lent í frá því verkfallið hófst. Sáttafundur hefur enn ekki verið boðaður í deilunni en Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að deilu- aðilar hafi ræðst við án þess að þeir sjái tilgang í að setjast á sátta- fund. Verkfallið er farið að hafa veru- leg áhrif á allt athafnalíf á Vest- fjörðum. Óvissa um sumar- vinnu unglinga „Við fundum fyrir verkfaliinu í fyrstu vikunni þegar verkefnum snarfækkaði og nú eru þau svo gott sem engin enda eru 95% verk- efna okkar tengd útgerðinni,“ sagði Valgeir Jónasson, einn af eigendum Vélsmiðjunnar Þryms, í samtali við Morgunblaðið á Isafirði í gær. Nokkuð hefur dregið úr flutning- um enda hefur stórlega dregið úr innkaupum fiskvinnslufyrirtækja og útgerða hjá verslunum. Þá ríkir óvissa hjá mörgum unglingum vestra með sumarvinnu sem hægt hefur verið að ganga að vísri hjá fiskvinnslufyrirtækjum. Áslaug Álfreðsdóttir hótelstjóri Hótels ísafjarðar kvaðst helst hafa áhyggjur af áhrifum verkfallsins á ímynd fólks á Vestfjörðum, að þar væri eintómt svartnætti, sem væri alrangt þrátt fyrir erfiðleika og óvissu vegna verkfalls. Pétur H.R. Sigurðsson formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir að gífurleg uppbygging og endurskipulagning hafi farið fram á Vestfjörðum og segir uppbygg- ingu verða að halda áfram þrátt fyrir tímabundna truflun af völdum verkfallsins. Verkfallsverðir Baldurs voru mættir í Grundarfirði snemma í gærmorgun til að reyna að hindra losun úr Bessa. Lögðu þeir bílum sínum þannig á bryggjunni að erfitt var að beita löndunartækjum. Var þá híft úr togaranum og yfir bílana en verkfallsverðir gripu þá til þess ráðs að standa undir brettunum þegar þau komu niður á bryggjuna. Kom til ryskinga og handalögmála sem stóðu í um 20 mínútur, en lög- regla reyndi að skakka leikinn. ■ Hörðustu átök/2 ■ Uppbygging haldi /32-33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.