Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 29 MENIMTUIM Eigendur Barnasmiðjunnar koma nýju námsefni í eðlisfræði á framfæri „Kennsluefni í eðlis- fræði fyrir yngstu börnin ekki viðunandi“ FYRIR tæpum tveimur árum fengu eigendur fyrirtækisins Barnasmiðj- unnar, sem framleiðir m.a. leiktæki, umboð fyrir Lego Daeta, sem er m.a. heiti á eins konar skólalínu frá framleiðendum Lego kubbanna í Danmörku. Skólalínan samanstend- ur af námsefni úr lego kubbum og kennsluleiðbeiningum í eðlisfræði fyrir grunnskólanemendur á aldrin- um 8 til 15 ára, og felst í því að raða kubbum saman eftir sérstökum leiðbeiningum og sýna á þann hátt hvaða hlutverki til dæmis vogar- stangir, talíur, tannhjól, hjól og öxl- ar gegna í vélum og tækjum. Elín segir að danskur kennari hafi upphaflega bent sér á þessi kennslugögn og þegar hún hafi far- ið að kanna málið hjá framleiðendum Lego hafi henni strax litist vel á þau. Meðal annars vegna þess hversu aðgengileg þau eru og hve skemmtileg leið þau eru til að kenna börnum eðlisfræði. „Þessi námsgögn byggjast á því að börnin geri tilraun- ir en læri ekki eingöngu eitthvað utanbókar," segir Elín. Kennararnir þurfa ekki að hafa sérþekkingu Eftir að Barnasmiðjan fékk um- boð fyrir Lego Dacta var hafist handa við að þýða fjórar gerðir leið- beiningabæklinga, úr dönsku yfir á íslensku, á fyrsta stigi leikskólalín- unnar, en það stig er ætlað bömum á aldrinum átta til tíu ára. Hin stigin tvö era annars vegar ætluð börnum frá 10 til 12 ára og hins vegar ungl- ingum frá 12 til 15 ára, en kennslu- gögnin fyrir síðarnefndu stigin era aðeins flóknari, að sögn Elínar. Jónína Ágústsdóttir kennari sem kennt hefur stærðfræði og raun- greinar í grunnskóla var fengin til að þýða og kynna fyrir kennuram námsefnið, auk þess að sjá um nám- Eigendur Barnasmiðj- unnar ehf., hjónin Elín Ágústsdóttir og Hrafn Ingimundarson, hafa varið hálfri annarri milljón króna til þess að þýða nýjar kennslu- leiðbeiningar í eðlis- fræði fýrir nemendur í grunnskóla. Arna Schram ræddi viðElínu. skeið fyrir kennara sem verður hald- ið í ágúst nk. „Með hveiju kubba- setti fylgir leiðbeiningabæklingur sem sýnir hvaða leiðir hægt er að fara til að nálgast viðfangsefnið og hvernig setja eigi kubbana saman. Auk þess eru ýmis verkefni og þrautalausnir í leiðbeiningunum sem nemendurnir eiga að leysa.“ Elín tekur sem dæmi kennsluleið- beiningarnar og kubbana sem eiga að sýna hvernig tannhjól virka. Þar eiga nemendurnir m.a. að komast að því, með því að búa til líkan, að þegar tennur tannhjóls tengjast tönnum á öðru jafnstóru tannhjóli snúast tannhjólin tvö, sitt í hvora áttina og á sama hraða. Þá eru gerð- ar fleiri tilraunir með mismunandi stórum tannhjólum þar sem m.a. er komist að því, með tilraunum, að lítið tannhjól þarf að snúast fleiri en einn hring til þess að snúa einu stóru tannhjóli einn hring. KÁRI Logason sýnir hvemig veltiskilti virka. Jónína leggur áherslu á að kennslugögnin séu hönnuð af fag- fólki fyrir kennara sem eru ekki endilega með sérþekkingu í eðlis- fræði og að gert sé ráð fyrir því að það taki um sex til tíu kennslustund- ir að fara í gegnum einn leiðbein- ingabækling með nemendunum. Kennslugögnin hafa fengið góðar undirtektir Elín segir að kennslugögnin hafi fengið góðar undirtektir hjá kennur- um og öðrum aðilum innan skóla- kerfisins, sem hafi kynnt sér þau. Hún nefnir sem dæmi að forsvars- mönnum Námsgagnastofnunar hafi litist mjög vel á þessi kennslugögn og fundist Barnasmiðjan hafa unnið gott og þarft verk með þýðingu leið- beininganna. Hins vegar hafi þeir gefíð þau svör að erfitt væri að setja þessi námsgögn inn á kennsluskrá sem kennslugögn í eðlisfræði þar sem ekki væru til neinir peningar til þess að hjálpa skólunum að fjár- Morgunblaðið/Ásdís JÓNÍNA og Elín Ágústsdætur sýna kubbasettin. magna kaup á slíkum námsgögnum. Að sögn Elínar kostar ein askja með kubbum 2.090 krónur með vsk., og einar kennsluleiðbeiningar 998 krónur. Þá kostar bekkjarsett fyrir 24 nemendur, sem samanstendur af 12 kubbasettum, 23.500 krónur, en gert er ráð fyrir að tveir nemendur vinni saman með hveija öskju. Elín segir að það hafi kostað um eina og hálfa milljón króna að þýða leiðbeiningabæklingana fjóra en til þess að mæta þeim kostnaði hafí Bamasmiðjan sótt um styrki til ýmissa aðila. Nýlega sýndi menntamáiaráðu- neytið, Þróunarsjóður grannskóla, stuðning í verki og veitti Bamasmiðj- unni styrk til þessa verkefnis. Námsgögnum í eðlisfræði ábótavant Elín segir að í samtölum við fulltrúa Námsgagnastofnunar og nokkra eðlisfræðikennara í grunnskólum landsins hafi komið í ljós að ekki sé til nægjanlega mikið úrval af náms- gögnum í eðlisfræði fyrir yngstu börnin. Jónína Ágústsdóttir kennari tekur undir það og segir að eðlis- fræðikennslan á yngsta stigi hafi oft gengið út á það að vinna með vatnið sem sé gott út af fyrir sig en ekki eingöngu. Elín segir jafn- framt að það væri mikill kostur fyr- ir eðlisfræðikennsluna ef börn gætu gert tilraunir á svona einfaldan og skemmtilegan hátt eins og Lego Dacta settið bjóði upp á. Hún ítrek- ar að þessi kennslugögn séu bæði notuð í Danmörku og Skotlandi og hafi gefið góða raun í báðum þessum löndum. „Þeir kennarar sem hafa notað þetta námsefni hér á landi hafa gef- ið því góða einkunn og kennari á Eyrarbakka sem hefur prófað náms- gögnin fyrir nemendur á efsta stigi sagði að ekki hefði liðið á löngu þar til nemendurnir hefðu lagst á gólfið og farið að keppast um að hanna hraðskreiðustu bílana," sagði hún að lokum. Hún valdi skartgrípi frá Silfurbúöinni fin) SILFURBtJÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - ★ inrmuiiomi i u r o i d s r s i ( m $ • Tölvutengt timaskráningar- og aðgangskerfi. • Þægilegt og einfalt í meðförum • Fjárfesting sem borgar sig J. ÁSTVBLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík. sími 533 3535 ALDREIMEIRA ÚRVAL BLOMSTRANDI TILBOÐ ALASKAVÍÐIR GRÆNN RUNNAR OG RÓSIR BIRKI I PK. 40-60 cm KR. 225- STJUPUR KR. 45- ÞYRNIROS KR. 620- FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8 -19. helgar kl. 9 - 18. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.