Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk 6UE55 WHAT..IN KINDER6ARTEN TOVM WE LEARNEP TO TIE OUR 5H0E6 Veistu hvað ... Við lærðum að reima skóna okkar í leikskólan- Ég held að ég sé nokkuð góður Þetta eru ekki þínir skór! í því____ég er fljótur að læra um í dag ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Hvað hét amma húsvarðarins?“ Um samræmt próf í stærðfræði Frá Örnólfi Thorlacius: TALSVERT hefur runnið bæði af bleki og tárum vegna samræmds prófs í stærðfræði sem í ár var lagt fyrir nemendur tiunda bekkjar grunnskóla. Gagnrýni hefur einkum beinst að lengd prófsins. Sé ég ekki ástæðu til að lengja þá umræðu en geri í þess stað stutta athugasemd við efni prófsins. í frægri sögu eftir Jaroslev Haek situr góði dátinn Svejk fyrir svörum hjá lærðum sérfræðingum sem kanna eiga vitsmunaþroska hans. í stað þess að svara lýsir hann hæð og öðrum sérkennum á stórhýsi og gegnspyr að lokum: — Hvað hét amma húsvarðarins?" Mér datt þessi saga í hug þegar ég las eitt verkefnið á prófinu (nr. 44), sem ijallar um endurnýjun á hitaveitulögn. Höfundar prófsins hafa á prenti reynt að firra sig gagnrýni sem fram hefur komið á þessu verkefni með því fyrirheiti að tekið verði við yfírferð úrlausna til- lit til loðinna fyrirmæla um lengd röra, hvort átt hafí verið við eitt eða tvö. En það virðist mér aukaatriði. í upphafí verkefnisins er tilgreind sú forsenda, sem eðlilegt er að við sé miðað þegar vatnslögn er end- urnýjuð, að nýja rörið eigi að geta flutt jafnmikið vatn og tvö eldri rör sem fyrir voru (væntanlega á jafn- löngum tíma). Síðan kemur fram að nýja rörið sé 70 metra langt en þau sem fyrir voru 100 metrar (og 0,3 metrar að þvermáli). Ekki vildi ég ráða starfsmenn Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála eða stærðfræðinga á hennar vegum til að hanna endumýjun á hitaveitu- lögn að mínu húsi. Skyldi hvera- vatnið eiga að renna fyrstu eða síð- ustu 30 metrana eftir opnum skurði? Þar með er vitleysan ekki upp talin. Setjum svo að forsendur um lengd röranna séu breyttar, að hita- veitan noti til dæmis hluta tekna af nýrri gjaldskrárhækkun til að leggja lykkju á aðalæð svo stytta megi heimæð um þijátíu metra. En vandinn sem nemendum er að lok- um gert að leysa er hvert þvermál nýja rörsins þurfi að vera til þess að það geti rúmað jafnmikið og eldri rörin. Hvað varð af upphaflegu for- sendunni um óbreytt rennsli? Stofnun sem kennir sig við rann- sóknir í uppeldismálum gerir okkur, sem reynt höfum að veija nauðsyn þess að verðandi kennurum sé gert að leggja stund á fræði þeirra, eng- an greiða með því að láta svona rugl frá sér. Og hvað með þá stað- hæfíngu að stærðfræðin efli rök- hyggju iðkenda sinna? ÖRNÓLFUR THORLACIUS, fv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Jaðarsel sem hraðbraut? Frá Hauki Þór Haraldssyni: NÚ STENDUR yfír kynning á til- lögu um nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir nýjum vegi úr Fífu- hvammshverfi í gegnum Seljahverfi um Jaðarsel. Við fyrstu skoðun má ætla að þarna sé um eðlilega teng- ingu á milli hverfa að ræða en svo er ekki ef nánar er skoðað. Með því að leggja þennan nýja veg inn á Jaðarselið er verið að breyta venjulegri götu í íbúðarhverfi í hraðbraut. Umferð mun án efa auk- ast mikið og þá sérstaklega umferð vörubíla með uppfyllingarefni úr námum fyrir ofan Sandskeið. Aukin umferð um Seljahverfí mun leiða til slysahættu og þá sér- staklega fyrir börn sem verða að fara yfír Jaðarsel á leið í Selja- skóla. Yfírlýst markmið borgar- stjómar er að draga úr slysahættu í íbúðarhverfum og eflaust em allir borgarbúar sammála markmiðun- um, því kemur á óvart að lagt sé til að leggja veg sem mun örugg- lega auka slysahættu, en kemur íbúum hverfísins að litlum notum. Áætlað er að rúmlega 8.000 íbú- ar verði í Fífuhvammshverfí. Það er eflaust nauðsynlegt að bæta samgöngur við hverfíð en í stað þess að fara í gegnum Seljahverfí er eðlilegra að leggja nýjan veg úr Fífuhvammshverfi um óbyggt svæði í austanverðu Vatnsenda- hvarfi og inn á Breiðholtsbraut. Nýr vegur í Vatnsendahvarfi yrði í meira en 300 metra fjarlægð frá byggð við Vatnsenda og efst í Selja- hverfi. Slíkur vegur myndi leysa umferðarmál Fífuhvammshverfis án þess að leiða til slysahættu í íbúðarhverfi. Nokkrir íbúar í Seljahverfí eru að leita eftir stuðningi annarra við þá tillögu að fella áðurnefndan veg út af skipulagi Reykjavíkur. Auk þess er stefnt að því að halda kynn- ingarfund miðvikudaginn 28. maí kl. 20 í Seljaskóla þar sem sýndar verða teikningar af fyrirhuguðum vegi. HAUKUR ÞÓR HARALDSSON, Klyfjaseli 9, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.