Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 50

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 50
50 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk 6UE55 WHAT..IN KINDER6ARTEN TOVM WE LEARNEP TO TIE OUR 5H0E6 Veistu hvað ... Við lærðum að reima skóna okkar í leikskólan- Ég held að ég sé nokkuð góður Þetta eru ekki þínir skór! í því____ég er fljótur að læra um í dag ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 „Hvað hét amma húsvarðarins?“ Um samræmt próf í stærðfræði Frá Örnólfi Thorlacius: TALSVERT hefur runnið bæði af bleki og tárum vegna samræmds prófs í stærðfræði sem í ár var lagt fyrir nemendur tiunda bekkjar grunnskóla. Gagnrýni hefur einkum beinst að lengd prófsins. Sé ég ekki ástæðu til að lengja þá umræðu en geri í þess stað stutta athugasemd við efni prófsins. í frægri sögu eftir Jaroslev Haek situr góði dátinn Svejk fyrir svörum hjá lærðum sérfræðingum sem kanna eiga vitsmunaþroska hans. í stað þess að svara lýsir hann hæð og öðrum sérkennum á stórhýsi og gegnspyr að lokum: — Hvað hét amma húsvarðarins?" Mér datt þessi saga í hug þegar ég las eitt verkefnið á prófinu (nr. 44), sem ijallar um endurnýjun á hitaveitulögn. Höfundar prófsins hafa á prenti reynt að firra sig gagnrýni sem fram hefur komið á þessu verkefni með því fyrirheiti að tekið verði við yfírferð úrlausna til- lit til loðinna fyrirmæla um lengd röra, hvort átt hafí verið við eitt eða tvö. En það virðist mér aukaatriði. í upphafí verkefnisins er tilgreind sú forsenda, sem eðlilegt er að við sé miðað þegar vatnslögn er end- urnýjuð, að nýja rörið eigi að geta flutt jafnmikið vatn og tvö eldri rör sem fyrir voru (væntanlega á jafn- löngum tíma). Síðan kemur fram að nýja rörið sé 70 metra langt en þau sem fyrir voru 100 metrar (og 0,3 metrar að þvermáli). Ekki vildi ég ráða starfsmenn Rannsókna- stofnunar uppeldis- og menntamála eða stærðfræðinga á hennar vegum til að hanna endumýjun á hitaveitu- lögn að mínu húsi. Skyldi hvera- vatnið eiga að renna fyrstu eða síð- ustu 30 metrana eftir opnum skurði? Þar með er vitleysan ekki upp talin. Setjum svo að forsendur um lengd röranna séu breyttar, að hita- veitan noti til dæmis hluta tekna af nýrri gjaldskrárhækkun til að leggja lykkju á aðalæð svo stytta megi heimæð um þijátíu metra. En vandinn sem nemendum er að lok- um gert að leysa er hvert þvermál nýja rörsins þurfi að vera til þess að það geti rúmað jafnmikið og eldri rörin. Hvað varð af upphaflegu for- sendunni um óbreytt rennsli? Stofnun sem kennir sig við rann- sóknir í uppeldismálum gerir okkur, sem reynt höfum að veija nauðsyn þess að verðandi kennurum sé gert að leggja stund á fræði þeirra, eng- an greiða með því að láta svona rugl frá sér. Og hvað með þá stað- hæfíngu að stærðfræðin efli rök- hyggju iðkenda sinna? ÖRNÓLFUR THORLACIUS, fv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Jaðarsel sem hraðbraut? Frá Hauki Þór Haraldssyni: NÚ STENDUR yfír kynning á til- lögu um nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir nýjum vegi úr Fífu- hvammshverfi í gegnum Seljahverfi um Jaðarsel. Við fyrstu skoðun má ætla að þarna sé um eðlilega teng- ingu á milli hverfa að ræða en svo er ekki ef nánar er skoðað. Með því að leggja þennan nýja veg inn á Jaðarselið er verið að breyta venjulegri götu í íbúðarhverfi í hraðbraut. Umferð mun án efa auk- ast mikið og þá sérstaklega umferð vörubíla með uppfyllingarefni úr námum fyrir ofan Sandskeið. Aukin umferð um Seljahverfí mun leiða til slysahættu og þá sér- staklega fyrir börn sem verða að fara yfír Jaðarsel á leið í Selja- skóla. Yfírlýst markmið borgar- stjómar er að draga úr slysahættu í íbúðarhverfum og eflaust em allir borgarbúar sammála markmiðun- um, því kemur á óvart að lagt sé til að leggja veg sem mun örugg- lega auka slysahættu, en kemur íbúum hverfísins að litlum notum. Áætlað er að rúmlega 8.000 íbú- ar verði í Fífuhvammshverfí. Það er eflaust nauðsynlegt að bæta samgöngur við hverfíð en í stað þess að fara í gegnum Seljahverfí er eðlilegra að leggja nýjan veg úr Fífuhvammshverfi um óbyggt svæði í austanverðu Vatnsenda- hvarfi og inn á Breiðholtsbraut. Nýr vegur í Vatnsendahvarfi yrði í meira en 300 metra fjarlægð frá byggð við Vatnsenda og efst í Selja- hverfi. Slíkur vegur myndi leysa umferðarmál Fífuhvammshverfis án þess að leiða til slysahættu í íbúðarhverfi. Nokkrir íbúar í Seljahverfí eru að leita eftir stuðningi annarra við þá tillögu að fella áðurnefndan veg út af skipulagi Reykjavíkur. Auk þess er stefnt að því að halda kynn- ingarfund miðvikudaginn 28. maí kl. 20 í Seljaskóla þar sem sýndar verða teikningar af fyrirhuguðum vegi. HAUKUR ÞÓR HARALDSSON, Klyfjaseli 9, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.