Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 43 MÁLFRÍÐUR BENEDIKTSDÓTTIR + Málfríður Benediktsdótt- ir, Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi, var fædd að Nefs- holti, Holta- og Landsveit, 30. maí 1926. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Suð- urlands 12. maí síð- astliðinn. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Guðjónsson, bóndi, f. 5. ágúst 1896, d. 25. maí 1991, og Ingibjörg Guðna- dóttir, húsmóðir, f. 27. júní 1894, d. 2. janúar 1980. Málfríður átti sex systkini, þau eru Kristín, húsmóðir á Selfossi, f. 12. apríl 1925, Auð- ur Ása, húsmóðir í Reykjavík, f. 13. nóvember 1929, Teitur, menntaskólakennari í Reykja- vík, f. 13. mars 1931, Einar, bankamaður í Reykjavík, f. 5. janúar 1933, Jóna Veiga, hús- móðir Kvíarholti, f. 3. maí 1934 og Guðný Finna, húsmóð- ir Nefsholti, f. 3. maí 1934. Árið 1950 giftist Málfríður Jóhanni Hannessyni, bónda í Stóru-Sandvík, foreldrar hans voru Sigríður Kristín Jóhanns- dóttir, f. 16. apríl 1873, d. 26. júlí 1959, og Hannes Magnús- son, f. 24 júní 1868, d. 12. jan- úar 1925, þau bjuggu allan sinn búskap, frá 1896, í Stóru- Sandvík. Börn Málfríðar og Jóhanns eru: 1) Benedikt, sálfræðingur í Reykjavík, f. 15. mars 1951, kvæntur Láru Hjördísi Hall- dórsdóttur, sálfræðingi, börn þeirra eru Rúnar Steinn og Bára Dís. 2) Hannes, bóndi, Stóru-Sandvík, f. 16. maí 1952, kvæntur frisi S. Guðmunds- dóttur, húsmóður, börn þeirra eru Jóhanna Sigríður, Jóhann, Guðmund- ur Marteinn og Fjóla Signý, stjúp- dóttir Hannesar er María Dórothea Jensdóttir. 3) Sig- ríður Kristín, hjúkrunarfræðing- ur, Stóru-Sandvík, f. 29. apríl 1953, gift Samúel Smára Hreggviðssyni, yfirtæknifræðingi, börn þeirra eru Hanna Rut, Málfríður Erna og Sólveig Sara. 4) Magnús, fiski- fræðingur á Selfossi, f. 30. september 1954, sambýliskona hans er Margrét Ófeigsdóttir, meinatæknir, börn þeirra eru Katrín, Elín og Kristín. 5) Andvana fæddur drengur 8. ágúst 1962. Málfríður ólst upp á Nefs- holti og lauk barnaskólanámi frá farskóla, auk þess sótti hún húsmæðraskóla í Hveragerði, um tíma kenndi hún sund við Laugalandsskóla og stundaði almenn verslunarstörf á Rauðalæk í Holtum. Eftir að hún giftist hóf hún búskap með manni sínum, ásamt þremur bræðrum hans og mágkonum, á Stóru-Sandvík í Sandvíkurhreppi, og bjó þar til æviloka. Henni voru falin ýmis trúnaðarstörf fyrir svei- tunga sína og var m.a. fulltrúi skattstjóra alllengi, annars var líf hennar helgað uppeldi og umhyggju fyrir börnum sínum og afkomendum. Útför Málfríðar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfninkl. 13, jarðsett verður í Stokkseyrarkirkjugarði. Elsku ámma í sveitinni. Okkur langar í fáeinum orðum að minnast þín á þessari kveðju- stund. Þegar hugsað er til baka eru margar minningar sem skjóta upp kollinum. Til dæmis þegar þú fórst með okkur í sunnudagaskólann og þá söngst þú alltaf manna hæst ásamt Kristínu frænku. Einnig þegar þú fórst með okkur í sund og við dáðumst að því hve dugleg þú varst að synda og það varst einmitt þú sem kenndir okkur fyrstu sundtökin. Alltaf fannst okkur jafn notalegt að koma í heimsókn til þín og nær undantekningarlaust voru pönnu- kökur á boðstólum. Það sem við gerðum okkur til dundurs í heim- sóknunum var yfirleitt að lita og spila en þú áttir alltaf nóg af litum og litabókum og um hver jól feng- um við spilastokk frá þér ásamt ýmsu öðru nytsamlegu. Eitt af því sem við söknum mest er að heyra ekki lengur þinn „fræga“ geispa sem var eitt af þínum þreytueinkennum og þá skildum við að við ættum að hafa okkur hægar. Einnig þín „fleygu“ orð „gleðilega hátíð“ sem þú sagð- ir við hin ýmsu tilefni. Þú varst alltaf mjög hjálpsöm og gast ekki séð neitt ógert án þess að taka til hendinni og sjá til þess að lokið væri við að ganga frá öllu. Þú barst alltaf mikla umhyggju fyrir velferð okkar. Sér- staklega var þér umhugað um að okkur yrði ekki kalt og prjónaðir því oft á okkur ullarsokka og eig- um við þá enn. Frá því að við munum eftir okk- ur var farið til þín í sveitina á gamlárskvöld þar sem öll fjölskyld- an hittist. Eigum við öll eftir að sakna þeirra stunda. Ótrúlegt er að hugsa til þess að fyrir aðeins ári síðan áttir þú 70 ára afmæli sem haldið var upp á með pomp og pragt og sungu yngstu barnabörnin skemmtilegan söng um þig. Um svipað leyti fórstu í sólarlandaferð til Portúg- als og er okkur minnisstætt hve brún og sælleg þú varst er þú komst aftur heim. En eitt sinn verða allir menn að deyja eftir bjartan daginn kemur nðtt ég harma það en samt ég verð að segja að sumarið líður allt of fljótt. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) En vegir Guðs eru órannsakan- legir. Þú sem alltaf varst svo hraust og lífleg og varðst aldrei veik, fékkst allt í einu þennan sjúk- dóm sem þú náðir þér aldrei af. Minningin um þig mun alltaf hvíla í hjörtum okkar og erum við vissar um að nú líði þér vel. Þinar ömmustelpur, Hanna Rut, Katrín, Jóhanna Sigríður og Málfríður Erna. Við fráfall Málfríðar Benedikts- dóttur reikar hugurinn aftur til unglingsára minna og ég verð þá að minnast fyrst nágranna minna í sama. túninu, Stóru-Sandvíkur- bræðra. í stríðslok tókust þeir á við mikil sameiginleg verkefni: uppbyggingu Vikuriðjunnar í Stóru-Sandvík og byggingu fjöl- býlishúss sem ýmsir töldu þá vera stærsta íbúðarhús í sveit á ís- landi. Hver bræðranna fjögurra, Ari Páll, Sigurður, Ögmundur og Jóhann, átti sér íbúð í þessu húsi. Varð þá mikil breyting þar á bæ, þar sem heimilisfólkið allt hafði sofið á einu baðstofulofti og mat- ast í sömu borðstofunni. Ari Páll hafði þá verið fjölskyldumaður í ein 20 ár en hinir bræðurnir bjuggu til þessa með móður sinni, ekkj- unni Sigríði Kr. Jóhannsdóttur. Jóhann varð þeirra bræðra síð- astur að flytja í íbúð sína, en hann kvæntist hinn 15. júlí 1950 Mál- fríði Benediktsdóttur frá Nefsholti í Holtum, og flutti nú brúði sína í austuríbúðina á efri hæð hússins mikla. Var ekki laust við eftirvænt- ingu er við sáum þessa ungu, fal- legu konu birtast, spengilega á vöxt og með hrafnsvart hár. Ég heyrði einnig að aðkomukonan væri bæði útlærð sem sundkennari og menntuð í Húsmæðraskóla Ámýjar Filippusdóttur á Hvera- bökkum í Hveragerði. Þá átti Árný að hafa sagt um Málfríði að lokum skólavistar: „Svona gáfuð og fær stúlka ætti ekki að gifta sig. Hún verður að læra meira og helga kvenþjóðinni líf sitt.“ Svo fór þó ekki. Jóhann Hannesson í Stóru-Sandvík braust inn fyrir þennan múr „feminis- mans“, sigraði Málfríði og bjó henni fallegt heimili æ síðan. Bjuggu þau hjón í Stóru-Sandvík frá árinu 1950 til þess er Jóhann lést 2. október 1979 og hafði Málfríður þá áfram búsforráð uns Hannes sonur þeirra tók alfarið við búshlut hennar. Samfara Vik- uriðjunni hleyptu Sandvíkurbræð- ur upp ágætu búi, áttu skepnur hver fyrir sig sem þeir tóku arð af, en margháttaða vinnu og eink- um þó jarðvinnu og heyskap höfðu þeir sameiginlega. En einnig varð garðrækt mikil er fram liðu stund- ir og var hún rekin á félagslegum grunni. Þau Málfríður og Jóhann reynd- ust miklir búforkar, en sú var reyndin einnig um sambýlisfólk þeirra. Þó mátti sjá að þau skör- uðu framúr í kúabúskapnum. Áttu þau lengi afburða kýr og um skeið lögðu þau mesta mjólk á kú hér í sveit inn í Mjólkurbú Flóa- manna. Ötult vann Málfríður að öðrum störfum með búskapnum, einkum garðræktinni og reyndist natin við fé eins og hún hafði uppeldi til. Málfríður Benediktsdóttir var mjög félagslega sinnuð og mér fínnst að hún hafi rutt brautina hér í sveit fýrir því að konur stæðu í félagsmálavinnu. Hún var lengi varamaður í hreppsnefnd Sandvík- urhrepps og sótti marga fundi. Hún setti sig vel inn í starf það sem þar þurfti að vinna. Var til- lögugjörn og hugmyndarík og fylgdi góðum hugmyndum vel eft- ir. Fjármál sveitarinnar voru henni einkum hugstæð og þar var hún nákvæm og vildi fara vel með féð. Hún var fulltrúi Sandvíkurhrepps í heilbrigðisnefnd Selfosssvæðis í eitt ár en hafði áður komið sem varamaður í þá nefnd. í fulltrúar- áði Mjólkurbús Flóamanna var hún 1985-1987. Fulltrúi skattstjóra hér í Sandvíkurhreppi var hún mörg undanfarin ár. í því starfí naut hún sín mjög vel, var hjálpsöm við leiðbeiningar og reyndar óþreytandi að bera öll þau boð og skýrslur til okkar, sem við þurftum að fá. Ég hygg að velferð Stóru-Sand- víkurheimilisins hafí verið hennar mesta hjartans mál. Staðfesta hennar og lempni við alla samvinnu er líklegast einn þýðingarmesti skerfurinn sem lagður var fram til að halda þessum félagsbúskap svo vel saman að frægt varð. Sú var gæfa hennar að helmingur bama hennar, þau Hannes og Sigríður, staðfestist heima og hafa byggt þar upp heimili sín. Þegar búskap Málfríðar lauk fyrir rösklega ára- tug hvarflaði það ekki að henni að setjast í helgan stein. Meðan heilsan leyfði, framundir síðustu haustdaga, eyddi hún hverri stund sem hún átti aflögu í hjálp og umönnun barnabarna. Við sáum hana á ferð til þeirra kvölds og morgna og hún sagði mér að það væri lífslán sitt að sjá þessa fríðu fylkingu vaxa úr grasi. Ég þakka henni fyrir hönd sveitunga minna samstarfið og bið öllum hennar niðjum og ættingjum Guðs bless- unar. Páll Lýðsson. JÓSEF SIGURBJÖRNSSON + Jósef Sigur- björnsson fædd- ist á Minni-Reykj- um í Fljótum, Skagafirði, hinn 11. júní 1908. Hann lést á Hrafnistu, Reykjavík, hinn 11. mai síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurbjöm Jósefsson, bóndi, f. 5.1. 1884, d. 11.5. 1968 og Friðrikka Magnea Símonar- dóttir, f. 8.10. 1877, d. 23.9. 1979, bæði ættuð úr Fljótum. Systkini Jós- efs: Björn, f. 1913, d. 1988, Jón, f. 1914, d. 1987, Guðbrand- ur, f. 1916, Gísli, f. 1919, d. 1990, Lovísa, f. 1915, d. 1995, Hermína, f. 1916, Ríkey, f. 1922. Eiginkona Jósefs var Jó- hanna Eiríksdóttir frá Hamra- endum á Mýrum, f. 13. júlí 1909, d. 2. júlí 1979. Börn Jós- efs og Hönnu eru: 1) Helga Friðrikka, húsmóðir, f. 9. júlí 1945, maki Heiðar Reykdalsson, fram- kvæmdastjóri. Börn þeirra: Reyn- ir, húsasmiður, og Edda, hjúkrunar- fræðingur. 2) Hörð- ur, verslunarmað- ur, f. 29. ágúst 1947, maki Þórey Ásmundsdóttir, húsmóðir. Börn þeirra: Hanna Björg, kennari, Berglind Sigríður, fóstra, Hörður Jósef, nemi, og Ásrún Eva, nemi. 3) Stjúpsonur Jósefs er: Gunnar Hersir, vaktmaður, f. 17. febrúar 1932, maki Björg Bergþórsdóttir Hersir. Lang- afabörnin eru sjö. Útför Jósefs fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna föstudag- inn 23. mai. Elsku afí. Nú þegar þú hefur kvatt þennan heim svo snögglega og án fyrirvara er okkur söknuður í huga en einnig er margs að minnast, þegar litið er yfír farinn veg. Þó að tækifærin til að hittast hafí ekki verið eins mörg og við hefðum óskað nú undanfarin ár, þar sem fjarlægðin hefur aðskilið okkur, þá vitum við að þú fylgdist alltaf með okkur og vissir hvað okkur og fjölskyldum okkar leið. Við minnumst allra þeirra stunda sem við áttum á heimili ykkar ömmu og hversu mikil forréttindi það voru í uppvextinum að eiga afa og ömmu sem alltaf voru boðin og búin að gera allt fyrir okkur bamabömin sín. Það voru góðar og glaðar stund- ir, þegar við frændsystkinin hitt- umst nálega hvern sunnudag í eld- húsinu hennar ömmu og gæddum okkur á pönnukökum eða vöfflum. Marga útreiðartúrana fóra afi og Reynir saman og skemmtu báð- ir sér vel. Afí, sem hafði stundað hestamennsku frá því hann var strákur heima í sveitinni sinni, var að kenna bamabarninu sínu að umgangast hesta á réttan hátt og sitja þá fallega. Eins minnumst við þeirra stunda, sem vora margar, þegar Edda sat hjá afa og hann fór með þulur og vísur fyrir hana sem hún og lærði. Það verður tómlegt að koma heim til íslands og hafa ekki afa til þess að heimsækja, en við þökk- um þér samfylgdina, elsku afi, og minnumst allra þeirra góðu stunda sem við áttum með þér á okkar æsku- og unglingsárum. Reynir og Edda. Nú er komið að kveðjustund og margs að minnast. Tengdafaðir minn, Jósef, lést 11. maí sl. tæp- lega 89 ára að aldri. Hann var al- inn upp að Ökrum í Fljótum og bjó þar þangað til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1934 í leit að at- vinnu. Jósef réð sig sem ráðsmann að Háteigi hér í bæ og vann þar í nokkur ár hjá miklu sæmdarfólki sem hann bar til hlýjan hug alla ævi. Eftir árin í Háteigi réðst hann til Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og vann þar þrjá áratugi. Síðustu starfsár sín var hann hjá Olíufélag- inu_ Skeljungi. Ég kynntist Jósef fyrir rúmum þrjátíu og tveimur árum þegar ég kvæntist dóttur hans, Helgu. Hann var skapmikill maður og hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum og lét þær í ljós umbúðalaust. Við vorum ekki alltaf á sama máli eins og gengur og gerist en aldrei urð- um við ósáttir. Það var mikill sam- gangur milli minnar fjölskyldu og tengdaforeldra minna og komum við oft í Miðtúnið þar sem þau bjuggu. Jósef var mikill hestamaður og hafði yndi af að koma á hestbak. Hann átti mörg góð reiðhross eins lengi og hann gat hugsað um þau sjálfur. Reynir sonur okkar var ekki hár í loftinu þegar afi hans fór að taka hann með sér í útreiðar og kenna honum réttu handtökin við hestamennskuna. Hanna og Jósef áttu fallegt heimili, þar sem gott var að koma. Jósef var mikill heimilismaður, góð- ur faðir og afi, hafði gaman af að leika við bamabömin og kenna þeim þulur og vísur. Það vora ófáar ferðirnar sem við fóram á hans æskuslóðir í Fljótum í Skagafírði. Stóð ég uppi í hlíðarhalla hinsta sinni, er blóm þar leit. Vafinn örmum friðra fjalla fögur við mér brosti sveit, séð ei hef ég ævi alla unaðs fegri blómareit. (JS) Honum þótti gott að heimsækja Ríkeyju systur sína og mann henn- ar Þorleif, sem búa í Langhúsum. Þau eiga miklar þakkir skildar fyr- ir hversu vel var alltaf tekið á móti okkur. Móðir Jósefs var einn- ig til heimilis í Langhúsum þar til hún lést árið 1979, tæplega 102 ára_. Árið eftir að Hanna tengdamóðir mín féll frá fluttumst við hjónin til Bandaríkjanna. Undanfarin fímm- tán ár hefur Helga komið heim til íslands á hverju ári til að heim- sækja föður sinn og stytta honum stundimar. Hún var hér í sinni árlegu heimsókn þegar faðir henn- ar varð bráðkvaddur. Skömmu eftir andlát konu sinnar flutti Jósef til sonar síns og tengda- dóttur, þar bjó hann í tólf ár en fluttist síðan að Hrafnistu í Reykja- vík og bjó þar til æviloka. Árin eru liðin og samfylgdin er þökkuð. Heiðar Reykdalsson. Sérfræðingar í blómaskrevtinjíum við öll tækif&TÍ I H blómaverkstæði 1 I BinnaI Skólavöröustig 12, á horni Bergstaöastrætis. simi 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.