Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Háskóli íslands Framboð meist- aranáms eykst STEFNT er að því að kennsla til meistaraprófs í verkfræði verði stytt úr u.þ.b. sex árum í fimm og um leið sameinuð lengdu almennu verkfræðinámi, sem áður tók fjögur ár. Með þessari breytingu verður íslenska verkfræðigráðan sambæri- leg við það sem tíðkast með öðrum verkfræðiskólum, að því er fram kemur í nýju fréttabréfi Háskóla íslands. Nám á fyrsta ári er að mestu leyti sameiginlegt fyrir allar skor- imar. Á fyrsta ári er lögð áhersla á raungreinar, svo sem stærðfræði og eðlisfræði, þannig að nemendur geta auðveldlega skipt um námsleið ef þeim sýnist svo. Reiknað er með að hætt verði að kenna til cand.scient.-prófs en verkfræðititillinn verður framvegis magister scientiarum eða mag.sci- ent. Hugmyndin er sú að BS-fólki standi til boða að halda áfram námi, skipta um skóla eða fara utan, svo dæmi séu tekin. Þeir sem halda áfram námi við verkfræðideild geta t.d. tekið nokkur námskeið erlendis og skilað meistararitgerð við deild- ina. Á þessu námsþrepi er einnig unnt að að taka inn nemendur frá öðrum stöðum. Meistaranám í viðskiptafræði Haustið 1997 hefja fyrstu nem- arnir nám til MS-gráðu í viðskipta- fræði við Háskóla íslands. Hver nemandi sérhæfir sig á einhveiju sviði innan viðskiptafræðinnar og því er ekki um svokallað MBA-nám að ræða, að því er fram kemur í fréttabréfinu. Fyrsta veturinn verður boðið upp á sex sérsvið og þurfa nemendur að dvelja eitt misseri við erlendan háskóla. Þessi svið eru rekstrar- stjórnun, kostnaðarstjórnun, stjórn- un og stefnumótun, gæðastjórnun, alþjóðaviðskipti og atvinnuvegir og stjórnsýsla. Ennfremur kemur fram í frétta- bréfinu að hröð þróun eigi sér stað í viðskiptaskor hvað snertir kennslu og rannsóknir. Upphaf þeirra breyt- inga sem nú eigi sér stað megi rekja til vinnu sjálfsmatsnefndar skorar- innar á árinu 1993. Þá hefur innihald náms í við- skiptafræði einnig tekið umtals- verðum breytingum á síðustu árum. Áhersla hefur verið aukin á tungu- mál í tengslum við greinina, efni hefur verið þjappað nokkuð saman, þannig að kröfur til nemenda hafa aukist, og aukin áhersla er á þjálf- un nemenda í skriflegri og munn- legri tjáningu og í að vinna að verk- efnum einir sér og í hópi. Tvær nýjar leiðir Uppeldis- og menntunarfræði- skor við HÍ býður tvær leiðir í MA-námi haustið 1997, annars veg- ar almennt rannsóknarnám og hins vegar mat á skólastarfi, sem er ný námsleið. Verður lögð áhersla á að nemendur sérhæfi sig í matsfræð- um og mati á skólastarfí, enda er rík áhersla lögð á mat á skólastarfi sem einn grundvallarþátt skólaþró- unar og stefnumörkunar í skóla- og menntamálum. Þá fer stjórnmálafræðiskor við félagsvísindadeild HÍ af stað með MA-nám í fyrsta sinn haustið 1997 eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu. Er hugmyndin sú, að námið sameini hagnýtar og fræðilegar áherslur og búi nemend- ur undir fjölþætt störf á íslenskum vinnumarkaði. Morgunblaðið/Katrín Frímannsdóttir VIÐ undirritunina, f.v. Leola Josefson formaður Val Bjornson sjóðsins, Ásta Bjarnadóttir styrk- þegi 1994, Nils Hasselmo forseti University of Minnesota, Sigrún Barkardóttir núverandi styrk- þegi og Kristinn Garðarsson styrkþegi 1995. Minnesotaháskóli og Háskóla Islands Skiptinemasamn- ingiir endumýjaður SKIPTINEMASAMNINGUR milli Háskóla íslands og Minne- sotaháskóla (University of Min- nesota) var endurnýjaður um síð- ustu mánaðamót í Bandaríkjun- um. í ágústbyrjun verður hann undirritaður á Islandi. í styrknum felst að einn nem- andi frá hvorum skóla er við nám í eitt ár hjá hinum á styrk sem felur í sér niðurfellingu skóla- gjalda og fjárstyrk til uppihalds. Samningin undirritaði Nils Hass- elmo fyrir hönd Minnesotaháskóla að viðstöddum styrkþegum síð- ustu ára, stjómarmeðlimum Val Bjornson sjóðsins og öðrum þeim sem tekið hafa á einn eða annan hátt þátt í samskiptum skólanna. Undanfarin 15 ár hefur ávallt einn nemandi frá HÍ verið við framhaldsnám í Minnesotahá- skóla. Hafa þeir m.a. lagt stund hjúkrun, MBA, sjúkrahússtjórn- un, landafræði, sálarfræði, verk- fræði, námsefnisforritun o.fl. Þeir sem farið hafa til náms á íslandi hafa numið íslensku fyrir útlendinga, bókmenntir eða sögu. Margir hafa lagt Minnesota- sjóðnum lið í gegnum tíðina og hafa íslendingar í fylkinu og af- komendur þeirra verið hvað dug- legastir að safna eða gefa fé í sjóðinn. Er hann nokkuð stönd- ugur, en stefnt er að því að koma einnig á kennaraskiptum milli skólanna. Til að það megi takast þarf meira fé í sjóðinn. FLÍSAR :=í: 3BÍ lis w liL'l ** Stórhöfða 17, við Gullinbrá, sími 567 4844 ★ JAMES BURN INTERNATIONAL Efni og tæki fyrir IHÍIG'O járngorma innbindingu. J. RSIVfllDSSON Hf. Skipholti 33,105 Reykjovik, sími 533 3535. Ályktanir fulltrúaþings KÍ Kröfur um endurskoðun á sérfræðiþj ónustu ÁTTUNDA fulltrúaþing Kenna- rasambands Islands haldið 3.-6. maí 1997 hefur sent frá sér all- margar ályktanir. Meðal þess sem þar kemur fram er að þing- ið fagnar þeirri auknu umræðu um skólamál sem undanfarið hefur verið í þjóðfélaginu. „Ef rétt er að staðið ætti slík um- ræða að geta leitt til framfara í skólamálum, nemendum, kenn- urum og öðrum aðstandendum skólastarfs til hagsbóta," segir þar. Metnaðarfull sveitarfélög í almennri ályktun um skóla- mál er því m.a. beint til mennta- málaráðherra að endurskoða reglugerð um sérfræðiþjónustu skóla með það að markmiði að auka sálfræðiþjónustu. Í ályktuninni kemur fram að víða hafi sveitarfélög sýnt metnað í að efla skólastarf í verki og boð- ið upp á meiri sérfræðiþjónustu en ríkið gerði. Þá krefst þingið þess að skólar fái lögbundna sérfræðiþjónustu og að sveitarfé- lög auki fjárveitingar til skóla- starfs. Tekið er fram að mikil- vægt sé að til staðar séu úrræði og meðferð fyrir nemendur og foreldra þeirra. Einnig að sú þjónusta sé heildstæð þannig að ekki þurfi að leita til margra aðila í hinum ýmsum „kerfum" þjóðfélagsins. Þá fagnar fulltrúaþingið því að tilboðum um endurmenntun hafi fjölgað og beinir því til stjórnar og skólamálaráðs að taka virkan þátt í mótun framtíð- arfyrirkomulags á endurmennt- un kennara og skólastjóra. Fulltrúaráðsþingið ályktar um endurskoðun aðalnámskráa grunn- og framhaldskóla og beinir því m.a. til stjórnar KÍ að kennurum sem taka beinan þátt í endurskoðuninni, t.d. með setu í vinnuhópum, verði veittur kennsluafsláttur meðan á verk- inu stendur. Breyttar kröfur Ennfremur ályktar þingið um breyttar kröfur til kennara og skólastjóra. Krefst þingið þess að menntamálaráðherra geri við- semjendum kennara og skóla- stjóra grein fyrir nýjum lög- bundnum verkþáttum í skóla- starfi sem finna megi í lögum um grunnskóla, s.s. skólanám- skrám, mati á skólastarfi og auknu foreldrastarfi. Þingið beinir þeim tilmælum til menntamálaráðuneytis að það standi að skipulagðri fræðslu fyrir skólastjóra og kennara um sjálfsmatsaðferðir skóla. Töluverðar breytingar á skólastefnu KÍ Aherslan á faglegt starf ALLMIKLAR breytingar á skóla- stefnu Kennarasambands Íslands voru samþykktar á áttunda full- trúaþingi KÍ sem fram fór fyrir skömmu. Meðal annars má nefna að reynt var að hreinsa skólastefn- una af kjaralegum kröfum, þannig að hún taki svotil eingöngu til fag- legrar stefnu sambandsins. „Við fengum þessi fyrirmæli frá síðasta þingi sem haldið var fyrir þremur árum og tókum þau alvarlega,“ sagði Guðrún Ebba Ólafsdóttir varaformaður KÍ. Einnig voru settar inn breyting- ar með tilliti til fleiri kennara- menntunarstofnana. Að sögn Guð- rúnar Ebbu eru sex ár síðan skóla- stefnan var tekin til endurskoðunar í heild sinni eins og nú var gert. Hún segir að rauður þráður í skóla- stefnunni sé og hafi verið sjálf- stæði skóla til að efla innra starf sitt. Það komi ekki síst í ljós að þessu sinni eftir að sveitarfélögin hafa tekið rekstri grunnskólans. Nýir kaflar um foreldraráð og upplýsingatækni Meðal nýrra kafla í skólastefn- unni má nefna kafla um foreldra- ráð. Þar segir m.a. að með stofnun þeirra séu möguleikar foreldra til að hafa áhrif á skólastarfið enn frekar tryggðir. „Við leggjum áherslu á að starfsemi foreldraráða taki mið af aðstæðum á hveijum stað fyrir sig, að foreldrar hafi ákveðið fijálsræði um hvernig kos- ið er og að þeir setji sjálfir starfs- reglur innan ramma laganna. Við leggjum áherslu á að þeir séu um- sagnaraðilar en ekki hluti af stjóm- kerfí skólans. Mikilvægt hlutverk þeirra sé að virkja foreldra til sam- skipta um innra starf skólans og vekja til umhugsunar um foreldra- hlutverkið. Einnig teljum við að meginhlutverk foreldraráða sé að efla og styðja við skólastarfið," sagði Guðrún Ebba. Nýr kafli er um upplýsingatækni í skólum, auk þess sem kaflanum um jafnrétti til náms var breytt. „Þar tókum við til dæmis út kafl- ann þar sem KÍ leggst gegn stofn- un einkaskóla. Við breyttum einnig talsvert kaflanum um einsetinn skóla og settum inn kafla um lengda viðveru út af heildsdags- skólanum. Við viljum að í lengdri viðveru verði nemendur í umsjá uppeldismenntaðra starfsmanna og að það sé skipulagt í samráði við foreldra." Samræmd próf Þá voru gerðar breytingar á kaflanum um samræmd próf. „Ef samræmd próf verða áfram viljum við dreifa þeim og gefa nemendum kost á að þreyta þau fyrr, jafnvel hluta þeirra í 9. bekk. Við viljum einnig að þeim verði fjölgað eða að nemendur hafí eitthvert val.“ Þá er nýr kafli um sérfræðiþjón- ustu skóla og hlutverk skólaskrif- stofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.