Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
PÉTUR ÓLAFUR
MAGNÚSSON
+ Pétur Ólafur
Magnússon var
fæddur á ísafirði
19. apríl 1920.
Hann Iést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur
15. maí síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Magn-
ús Vagnsson skip-
sljóri, síðar síldar-
*''í matsstjóri rikisins,
f. á Leiru í Grunna-
víkurhreppi 3. maí
1890, d. á Siglufirði
12. febr. 1951, og
k. h. Valgerður Ól-
afsdóttir, f. í Rvík 19. des. 1899,
d. 5. mars 1978. Pétur var
næstelstur sjö systkina, en þau
voru Bragi, f. 1917, lögreglu-
þjónn og síðar gjaldkeri á
Siglufirði, sonur Magnúsar og
Jóhönnu Jónsdóttur; Pétur,
sem hér er kvaddur f. 1920,
lengst til heimilis á
Siglufirði en síðast
búsettur í Grinda-
vík; Hólmfríður, f.
1922, lengst búsett
á Siglufirði en síð-
ustu árin á Akra-
nesi; Sigríður, f.
1925, d. sama ár;
Vigdís, f. 1927, bú-
sett í Grindavík,
Magnús, f. 1930, d.
1946, og Guðrún, f.
1937, d. 1990, bjó
alla ævi á Siglu-
firði. Tormóna
Ebenesersdóttir,
móðir Magnúsar og fóstra
Braga sonar hans, dvaldist allt-
af á heimilinu þar til hún and-
aðist 1946. Pétur var ókvæntur
og barnlaus.
Útför Péturs fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
í hópi systkina, foreldra og
ömmu ólst Pétur upp á ísafirði, í
^ Reykjavík, á Akureyri og á Siglu-
firði, en þangað fluttist fjölskyldan
1934. Hann naut alla ævi sambýl-
is eða nábýlis við vandamenn sína;
var heimilisfastur á Siglufirði hjá
móður sinni fram á áttunda ára-
tuginn, jafnvel þó hann væri mest-
an hluta ársins í vinnu annars stað-
ar, oftast í Grindavík en þar var
hann alltaf að meira eða minna
leyti í heimili hjá Vigdísi systur
sinni og manni hennar Ingólfi
Karlssyni, og bjó alveg hjá þeim,
.eftir að þau byggðu einbýlishús
*" 'um 1960. Eftir fráfall Ingólfs 1982
bjó hann áfram hjá Vigdísi allt til
æviloka, og er ekki ofsagt að hann
hafi átt henni og Ingólfi mest að
þakka næst foreldrum sínum.
Hann kom þó til Siglufjarðar og
dvaldist þar hjá vandafólki í fríum
sínum á sumrin.
Ekki ganga allir jafn vel búnir
til lífsbaráttunnar. Þegar í bernsku
kom í ljós að Pétur hafði ekki á
öllum sviðum þroska til jafns við
önnur börn á sama reki, svo sem
málþroska og viðbragðshæfni. Þá
sannaðist sem oftar hve miklu gott
uppeldi og umhyggja geta komið
til leiðar. Þrátt fyrir hömlunina
tókst honum með hjálp fjölskyld-
+
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÓSEF SIGURBJÖRNSSON,
Hrafnistu,
Reykjavfk,
lést sunnudaginn 11. maí sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug.
Helga Jósefsdóttir, Heiðar Reykdalsson,
Hörður Jósefsson, Þórey Ásmundsdóttir,
Gunnar Hersir, Björg Hersir,
barnabörn og barnabamabörn.
+
Móðir mín og tengdamóðir,
LÁRA MAGNÚSDÓTTIR,
Bólstaðarhlíð 56,
Reykjavík,
lést í Portúgal fimmtudaginn 15. maí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu-
daginn 26. maí kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að
láta SÍBS njóta þess.
Georgía M. Kristmundsdóttir, Einar Sigurþórsson.
+
Eiginmaður minn,
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
bifreiðastjóri,
Dynskógum 26,
Hveragerði,
verður jarðsettur frá Hveragerðiskirkju í dag,
laugardaginn 24. maí, kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Helga Baldursdóttir.
unnar, einkum móður sinnar, að
læra nauðsynlegustu undirstöðu-
greinar almennrar þekkingar, svo
sem lestur og skrift.
Mestu máli hefur þó líklega skipt
að hann fékk á heimilinu uppeldi
sem hæfði vel meðfæddum mann-
kostum hans; hann reyndist alla
ævi gegnvandaður maður til orðs
og æðis, kurteis og sanngjarn, og
hreinlátur og snyrtilegur í háttum.
Hinsvegar undi hann illa samneyti
við þá sem honum þótti ekki gæta
réttra mannasiða, eða sýndu af sér
frekju og jarðvöðulshátt í um-
gengni. Hann var alla ævi hófsmað-
ur, þótti að vísu gott að bragða
vín, en sóttist ekki eftir því og
neytti ekki tóbaks. Skemmtanir
sótti hann aldrei að ráði, nema
hvað honum þótti mjög gaman að
horfa á kvikmyndir, fór oft í kvik-
myndahús, einkum á yngri árum,
og horfði á sjónvarp.
í líkamlegu tilliti náði hann full-
um þroska, varð stór og sterkur
og þótti betra en ekki að njóta
sannmælis fyrir atgervi sitt í afl-
raunum, til dæmis að lyfta þungum
hlutum eða hringbeygja fjögra eða
fimm tomma nagla með fingrunum.
Pétur tók bflpróf milli tvítugs og
þrítugs og næstu ár ók hann oft
bfl sem Síldarmatið átti og faðir
hans hafði til afnota. Var það ein
besta skemmtun hans. Bíllinn
fylgdi embættinu eftir fráfall
Magnúsar. Þar sem Pétur var aldr-
ei tekjuhár og hafði ekki fjárráð
nema til brýnna nauðsynja hafði
hann ekki efni á að kaupa sér bif-
reið. Það var honum því nánast
eins og himnasending þegar hann
vann góðan fólksbíl í happdrætti á
sjötta áratugnum Eftir það átti
hann alltaf bíl. Hann hirti bfla sina
vel og hafði af þeim mikla ánægju.
Ekki töldu allir hann mikinn öku-
garp enda ók hann yfirleitt hægt
og rasaði hann ekki að neinu í
umferðinni. Samt vegnaði honum
betur á vegum landsins en mörgum
snillingnum, því í þau 40 ár eða
svo sem hann ók bíl varð honum
ekki á eitt einasta alvarlegt um-
ferðaróhapp. Það kom að vísu fyrir
að bílar hans urðu fyrir minni hátt-
ar skemmdum, en þá áttu aðrir
hlut að máli í flest eða öll skiptin.
Þrátt fyrir það að Pétur gekk
ekki jafnheill til lífsglímunnar og
flestir aðrir hafði hann til að bera
verðleika sem ollu því að vanda-
mönnum hans þótti betra en ekki
að geta verið honum að liði, og
hann eignaðist enga óvildarmenn
en marga vini og góðkunningja.
Móður sinni reyndist hann afburða
vel eftir að hún varð ekkja; var í
reynd fyrirvinna heimilis hennar
um árabil og stóð undir kostnaði
af húsi sem foreldrar hans byggðu
og fluttu í tveim árum áður en
Magnús lést. Hann var fjölskyldu-
og frændrækinn, bamgóður og vin-
sæll af börnum og barnabörnum
systkina sinna, og kunni ýmislegt
til að skemmta þeim. Hann tróð
aldrei neinum um tær, var háttvís
og tillitssamur í umgengni, laus við
tilætlunarsemi og mat að verðleik-
um það sem honum var gert til
þægðar.
Pétur vann venjulega verka-
mannavinnu alla starfsævi sína,
fram að sjötugu, var m. a. í vega-
vinnu við lagningu vegarins yfir
Siglufjarðarskarð, á söltunarstöðv-
um og í síldarverksmiðjum á Siglu-
firði og í byggingarvinnu. Þegar
atvinna dróst saman á Siglufirði
um miðja öldina fór hann eins og
áður er nefnt að sækja vinnu til
Suðvesturlands, fyrst aðallega á
veturna en síðan allt árið. Hann
vann m.a. á Keflavíkurflugvelli, en
einna lengst mun hann hafa unnið
í fiskimjölsverksmiðjunni í Grinda-
vík.
Þó ævistarf Péturs væri lágt
launuð erfiðisvinna og hann kæm-
ist ekki til mannvirðinga var hann
á margan hátt farsæll í lífinu og
naut velvildar þeirra sem kynntust
honum. Hann er því kvaddur með
þeirri virðingu sem hverjum góðum
manni ber að leiðarlokum og þökk
vina sinna og kunni'ngja fyrir sam-
fylgdina.
Benedikt Sigurðsson.
í dag kveðjum við frænda okkar
og vin, Pétur Ólaf Magnússon.
Börnin hændust að Pétri og hann
hafði alltaf nægan tíma fyrir þau.
Oft stoppaði hann til að fylgjast
með þeim leika sér og virtist hafa
gaman af. Ingólfur litli segir að
Pétur hafi alltaf veifað öllum og
segir það mikið um persónuleika
hans. Pétur brosti fallega og var
góður vinur. Á sumrin fór hann til
Siglufjarðar og var þá hjá Fríðu
systur sinni. Sl. tvö sumur heim-
sóttum við ættingjana þangað. Það
var gaman að sjá hvað Pétur var
fljótur að setja á sig gönguskóna
og koma til okkar. A Siglufirði
sáum við best hvað hann var stolt-
ur af æskustöðvum sínum og ekki
þreyttist hann á því að segja okkur
hvað hann hafði brallað í gamla
daga. Það var eins og allt hefði
gerst í gær, svo ljóslifandi voru
minningarnar. Það verður skrítið
að sjá hann ekki lengur ganga fram
hjá húsinu okkar og stoppa til að
fylgjast með bömunum leika sér.
Við eigum líka eftir að sakna þess
að hafa hann ekki hjá okkur á
hátíðisdögum.
Elsku amma Vigga, megi góður
Guð styrkja þig á þessum erfiðu
stundum. Systkinum Péturs vottum
við samúð okkar. Hvíl þú í friði,
kæri vinur.
Fyrir hönd fjölskyldunnar í
Efstahrauni 30,
Kristín E. Pálsdóttir.
+ Sigurður Guð-
mundsson
fæddist í Litla-
Saurbæ, Ölfusi, 30.
ágúst 1918. Hann
lést á Landspitalan-
um 19. maí síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna
Guðmundar Gísla-
sonar, f. 22.10.
1878, d. 5.10. 1956,
og Guðrúnar Sig-
urðardóttur, f. 21.9.
1892, d. 1.2. 1974.
Kona I: Jóhanna
Björg Pálsdóttir, f.
14.7. 1914, d. 28.1. 1948, sonur
þeirra Halldór Már Sigurðsson,
f. 26.5. 1942, d. 14.10. 1993.
Kona II: Helga Baldursdóttir,
Pabbi lést 19. maí á Landspítal-
anum eftir langvarandi veikindi. Ef
ég hefði komið tíu mínútum fyrr í
heimsókn þann dag hefði ég getað
kvatt hann og verið hjá honum þeg-
ar þessi þráláti sjúkdómur bar hann
ofurliði. Langar mig með þessum
fátæklegu orðum að minnast hans.
Pabbi ólst upp að Króki í Arnar-
bælishverfi, Ölfusi, hjá ömmu sinni
og afa og byijaði ungur að sinna
búskap hjá þeim, fer síðan í kaupa-
mennsku ungur að árum til að sjá
fyrir sér sjálfur og seinna meir með
akstri vörubifreiða sem hann stund-
aði í um 50 ár, m.a. hjá Kaupfélagi
Árnesinga, Bjarna í Túni og Vig-
fúsi Guðmundssyni svo eitthvað sé
nefnt; síðar hóf hann eigin útgerð
vörubifreiða og jarðvinnslutækja.
í æsku man ég ekki annað en
hann hafi verið farinn til vinnu
áður en við krakkarnir vorum vökn-
uð og komið heim eftir að við vorum
farin að sofa. Fyrir þær sakir tel
ég að á þeim árum hafi ég kynnst
föður mínum minna en skyldi, ekki
nema að því leyti að hann hugsaði
ætíð um að ekkert skorti til heimilis-
f. 6.8. 1937. Börn
þeirra: 1) Margrét
Björg, f. 14.2. 1958,
maki Ingvar Geir
Guðbjörnsson. 2)
Baldur, f. 10.2.
1959, maki Vigdís
Heiða Guðnadóttir.
3) Guðrún, f. 14.12.
1961, maki Jón Ög-
mundsson. 4) Guð-
mundur, f. 18.1.
1963, maki Sigríður
Björk Sigurðar-
dóttir. 5) Hulda Sig-
urðardóttir, f. 26.8.
1974. Barnabörnin
eru orðin 13 og eitt barnabarn.
Útför Sigurðar verður gerð
frá Hveragerðiskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
ins en nærvera hans hefði mátt
vera meiri. Skapgerð hans var með
þeim hætti að við krakkarnir töldum
að það væri vænni kostur að láta
hann ekki þurfa að segja okkur
hlutina nema einu sinni en þar er
ég ekki að segja að við hefðum hlot-
ið verra af heldur var hann fáskipt-
inn maður heima fyrir og orð hans
voru lög. Hann var barn síns tíma,
ólst upp í gamla tímanum, ósérhlíf-
inn til vinnu og ég held að það sem
hann lofaði hafi ekki verið svikið.
Þessar kröfur gerði hann til sjálfs
sín og vænti þess sama af öðrum.
Ungur fór ég að heiman og juk-
ust kynni okkar á þeim tíma ekki
nægilega mikið þar sem ég flyst í
annað byggðarlag töluverðan tíma.
Það má segja að þegar ég flyst í
nálægð við foreldra mína á nýjan
leik er pabbi farinn að draga veru-
lega úr vinnu og undanfarin ár far-
inn að glíma við veikindi. Um það
leyti fór ég að kynnast mannkostum
þessa góða manns með allt öðrum
hætti en áður þar sem hann var
meira heima við vegna aldurs og
veikinda. Þá fórum við að gefa okk-
ur tíma til að ræða um heima og
geima þegar ég leit inn hjá honum.
Það átti ekki við hann að bera líðan
sína eða kvalir á torg en þar kom
að hann gat ekki leynt sínu stríði
við þann þráláta sjúkdóm er á hann
heijaði sökum þess hvað af honum
dró en aðspurður var hann alltaf
betri en í gær. Ekki er annað hægt
en dást að þeirri hetjulegu baráttu
hans við sín veikindi, hörku og vilja
til að bera sig mannalega, frekar
hafði hann áhyggjur af hvernig
öðrum farnaðist og liði og skynjaði
ætíð hvort hans fólk ætti við erfið-
leika að stríða og hvort hann gæti
ekki orðið að liði.
Það sem í stuttu máli má segja
að einkennt hafi þig, pabbi minn,
er tryggð við fjölskyldu þína og
vini, heiðarleiki og óbilandi trú, að
þér batnaði og að þú kæmir aftur
heim á meðal okkar. En nú ertu
horfinn sjónum okkar en í hjarta
okkar ertu til staðar.
Ég og fjölskylda mín viljum
þakka þér, mamma mín, fyrir alla
þá alúð, tryggð og umhyggju sem
þú ávallt sýndir pabba.
Megi góður Guð gefa þér og
okkur öllum styrk á erfiðri stundu
til að standa sterk eftir fráfall góðs
manns. Pabbi er horfinn af sjónar-
sviðinu en við skulum minnast
hinna fomu Hávamála:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír deyr aldregi,
hveijum sér góðan getur.
Þinn sonur.
Baldur Sigurðsson.
Kveðja til afa.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
Elsku amma og aðrir aðstand-
endur, megi Guð styrkja okkur öll.
Blessuð__sé minning afa okkar.
Ösp, Leó, Þorgils Óttar
og Guðni Vilberg.
SIGURÐUR
GUÐMUNDSSON