Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C 114. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sveitir Kabila skjóta á sljórnarandstæðinga í Kinshasa Tshisekedi andvíg- ur stj órn Kabíla Kinshasa. Reuter. HERSVEITIR Laurents Kabila, sjálfskipaðs forseta Lýðveldisins Kongó, brutu á bak aftur mótmæli gegn stjórn hans í Kinshasa í gær. Þar voru að verki stuðningsmenn Etiennes Tshisekedis sem ekki hlaut sæti í stjórn Kabilas þó hann sé einn kunnasti andstæðingur Mobutus Sese Sekos fyrrverandi einræðis- herra í Zaire. Landamæri landsins voru enn lokuð í gær og komust hvorki erlendir fréttamenn né stjórn- arerindrekar úr landi. Tshisekedi sagði að í sínum huga væri stjórn Kabila ekki til. „Ég hvet alla landsmenn til að mótmæla sjálf- skipun stjórnvalda sem ekki njóta almenns stuðnings," sagði hann og bætti við að flokkur sinn hefði í 17 ár barist fyrir lýðræði og lögum og reglu í Zaire. Því ætti önnur einræð- isstjórn lítinn hljómgrunn. Hvatti hann erlend ríki, sem lagt hefðu sveitum hans lið í baráttunni gegn Mobutu, til þess að kalla sveitir sín- ar heim „svo Zairebúar geti gert út um sín mál sjálfir," eins og hann komst að orði. Þegar nokkur þúsund stuðnings- manna Tshisekedis nálguðust þing- húsið í Kinshasa eftir nokkurra kíló- metra mótmælagöngu skutu her- sveitir af hríðskotabyssum í loft upp og leystu upp mótmælin. Alþjóðlegur þrýstingur á stjórn Kabila um að upplýsa hver hefðu orðið örlög um 280.000 flóttamanna frá Rúanda í Zaire jókst í gær. Emma Bonino, sem fer með mannúð- armál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB), krafðist þess af Kabila að hann veitti fulltrúum hjálparsamtaka ferðafrelsi í landinu svo hægt væri að grafast fyrir um örlög flóttafólksins. Alþjóðasamtök- in Læknar án landamæra sökuðu Kabila í vikunni um að hafa áform um að útrýma hútúum sem flúið hefðu til Zaire frá Rúanda. Thabo Mbeki, varaforseti Suður- Afríku, varaði við væntingum um kosningar í bráð í Lýðveldinu Kongó. Ástandið í landinu leyfði það ekki. Mobutu til Marokkó Mobutu kom í gær til Marokkó. Var honum flogið þangað frá Togo í einkaþotu Gnassingbe Eyadema Tongoforseta. Fréttamönnum var bannaður aðgangur að flugvellinum í Rabat en hermt var að í fylgd Mobutu hefði verið eiginkona hans, börn og nánir vinir og vandamenn, alls um 50 manns. Ekki var gefið upp hvert hersingin hélt af flugvell- inum. Horftum veröld víða EFTIR erfiða göngu náðu ís- lensku fjallgöngumennirnir þrír, Björn Olafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, á tind Everest- fjalls, hæsta fjalls veraldar, á miðvikudagsmorguninn. Þá var þessi mynd tekin og sendu fjallgöngumennirnir myndina til Morgunblaðsins í gær eftir tveggja daga ferð af tindinum niður í grunnbúðir. „Utsýnið var glæsilegt og sást vel í allar áttir þrátt fyrir að nokkuð hafi skafið af fjaliinu til norð- urs,“ sagði Björn Olafsson, einn fjallgöngumannanna í gær. Þeir ruddu brautina fyrir fleiri leiðangra sem beðið höfðu færis til uppgöngu og í gær komust 22 fjallgöngu- menn á tindinn. Meðal þeirra var sonarsonur Sherpans Norgay Tenzings, sem kleif fjallið fyrstur ásamt Edmund Hillary árið 1953. ■ Áfallalaus/4 ■ Óblíður Everest/20 * I fangelsi fyrir símtal London. Reuter. ÞRJÁTÍU og fimm ára banka- maður, Peter Mill, var dæmdur í sex mánaða fangelsi í gær fyrir að valda dauðaslysi er hann talaði í farsíma er hann ók heim úr vinnu. Atvikið átti sér stað á beygju en meðan Mill hlustaði á rödd konu sinnar á símsvara farsím- ans bar Rover-bíl hans yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann skall á bifreið sem á móti kom. Oku- maður hennar beið bana í árekstrinum. Kröfur um að bannað verði að nota síma undir stýri hafa aukist í Bretlandi vegna tíðra umferðarslysa. Það var dýrkeypt fyrir 18 ára stúlku í Texas að svara í farsíma er hún ók bifreið sinni. Missti hún vald á henni með þeim af- leiðingum að ungur drengur beið bana. Dómstóll dæmdi hana til að borga fjölskyldu hans sjö milljónir dollara, hálfan milljarð króna, í bætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.