Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 39 ^ AÐSENDAR GREINAR Valdníðsla eða vanþekking? MARKAÐUR hönn- unar, eftirlits og ráð- gjafar hjá teiknistofum á íslandi í dag ber svo sannarlega ekki ein- kenni harðrar fjöl- keppni og því full ástæða til þess að Samkeppnisstofnun beini nú þegar arnar- augum sinum í átt til þessa geira atvinnu- lífsins á sama hátt og hún gerði nú nýverið með mjög svo lofsverð- um hætti á sviði flug- og ferðamála. Frum- varpið á Alþingi um ný skipulags- og bygg- ingarlög inniheldur einmitt nútíma- vanda íslenska teiknistofumarkað- arins í hnotskum og er spegilmynd þess er hefur verið að gerast í þjóð- félaginu; hvemig markaðsráðandi öfl geta nýtt sér yfirburðaaðstöðu sína til þess að koma skipulega á viðskiptahindmnum gagnvart til- tekinni stétt eða einstaklingum með aðstoð löggjafans, ef ekki er gripið í taumana. Með samkeppnislögin og atvinnuleysisástand ijölda arki- tekta í huga er varla nema um tvennt að ræða hvað varðar áður- nefnt fmmvarp - valdníðslu stjóm- valda gagnvart arkitektum á frjáls- um markaði eða almenna vanþekk- ingu stjórnvalda á menntun í húsa- gerðarlist og fyrirtækjarekstri í þessum geira í dag. Upplýsingalögin Upplýsingalögin em einkar hent- ugt verkfæri til rannsókna á því hver séu lögmál mannvirkjamark- aðarins hjá hinu opinbera hérlendis: Með vísan til þeirra vom sömu spurningar lagðar fyrir 11 ráðu- neyti ríkisins á sama degi: Til hvaða verktaka í arkitekta- og verkfræð- ingastétt ráðuneytin hefðu leitað sl. 5 ár og hvaða upphæðir hefðu verið greiddar. Svörin bámst mis- jafnlega fljótt og vom ýmist frávís- andi eða upplýsandi. Þensluþol lag- anna reyndist að sjálfsögðu yfír- völdum í vil, og var afgreiðsla ráðu- neytanna kærð sameiginlega til úrskurðamefndar: Dómsmála- og umhverfísráðuneyti svömðu t.d. fyrst eftir ítrekun. Umhverfísráðu- neytið gaf í svari sínu upp nöfn 14 teiknistofa sem það hafði verslað við ásamt greiddum upphæðum. Dómsmálaráðuneytið sem hafði haft spurnir af sameiginlegri kæm til úrskurðamefndar notfærði sér dómsúrskurð nefndarinnar í málinu til að neita að gefa umbeðnar upp- lýsingar. Samgönguráðuneytið svaraði að um of rúma fyrirspum væri að ræða og að fyrirspumin varðaði ekki gögn í tilteknu máli, og það tæki þvLekki málið til athug- unar að svo komnu. Sjávarútvegsráðuneytið sagði fyrirspumina ekki beinast að til- teknu máli og synjaði því umbeðn- um upplýsingum. Landbúnaðrráðu- neytið gaf upp nafn einnar verk- fræðistofu og greidda upphæð. Við- skiptaráðuneytið synjaði vegna þess að ekki væri tilgreint hvaða gögn væri óskað eftir að kynna sér, taldi sér ekki skylt að afla sérstaklega Páll Björgvinsson gagna um erindið, og ekki væri nægilega til- greint að hvaða máli erindið lyti. Mennta- málaráðuneytið synjaði aðgangi að upplýsing- unum vegna þess að ekki væm tilgreind þau gögn eða mál sem beiðnin beindist að; ekki væri hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tíma- bili. Heilbrigðisráðu- neytið sagðist ekki haf a tekið saman yfírlit yfír nöfn verktaka sem hefðu unnið fyrir ráðu- neytið sl. 5 ár. Sagði vanta að til- greina gögn málsins, og vegna 10. gr. væri ekki hægt að biðja um gögn í öllum málum af ákveðinni tegund eða frá tilteknu tímabili. Taldi rétt til aðgangs á upplýsing- unum ekki byggðan á upplýsinga- lögum, og ráðuneytinu því ekki fært að verða við beiðninni. Utanríkisráðuneytið svaraði, að þar sem fyrirspurnin gæti snert hagsmuni hlutaðeigandi aðila hefði þeim verið gefinn kostur á að tjá sig um hana og veittur til þess 4 vikna frestur. Síðan kom listi með nöfnun 11 teiknistofa og upphæð- um greiddum til þeirra. Fjármála- ráðuneytið sendi lista með nöfnum 17 arkitekta, verkfræðinga og tæknifræðinga með skráða 1 upp í 27 reikninga hver, en sagðist ekki veita upplýsingar um greiðslur nema tölvunefnd gæfí sitt sam- þykki. Synjaði svo upplýsingunum um greiðslur vegna niðurstöðu Tölvunefndar, sem taldi óhætt að veita upplýsingar um með hvaða kjörum viðkomandi verktakar voru ráðnir, en óheimilt að gefa upp heildarlaunagreiðslur þeirra. Samt var ekkert gefið upp um ráðningar- kjörin! Framkvæmdasýslan gaf upp lista með 108 teiknistofum með verkfræðingum í meirihluta. Fé- Mest kom á óvart, segir Páll Björgvinsson í þessari fyrstu grein af þremur, hvemig úrskurðamefnd um upplýsingalög úrskurð- aði um málið. lagsmálaráðuneytið sendi lista með 33 teiknistofunöfnum með verk- fræðinga í meirihluta, beitti sams konar synjun og fjármálaráðuneyti er varðaði upplýsingar um greiðslur með sömu útkomu, og sem fyrr var engar tölur um ráðningarkjör að finna! Úrskurðarnefnd felldi dóm í kærumálinu áður en svör allra ráðu- neytanna höfðu borist, þrátt fyrir að kærandi hefði tilkynnt að svörin sem á vantaði yrðu send nefndinni um leið og þau bærust. Kæran, sem hljóðað hafði upp á túlkunarmis- ræmi ráðuneytanna á lögunum, virtist algjörlega misskilin af nefnd- inni og niðurstaðan bar greinileg merki þess að helst hefði nefndin óskað að ekkert ráðuneytanna hefði gefið neinar upplýsingar við þessari fyrirspum um verktaka! Ársskýrslur í ríkisrekstri Hvers vegna ættu svo stjómvöld að vera andsnúin því að kortleggja hvaða teiknistofur hefðu fengið vinnu og verkefni hjá þeim yfír ákveðið tímabil og gefa upp kostn- aðinn sem hefði fylgt þessum mála- flokki ár frá ári? Hvers vegna ætti það að vera viðkvæmt mál að bera saman útgjöld hins opinbera til arki- tekta og verkfræðinga eða gefa upp nöfn fyrirtækjanna sem hafa fengið verkefni á meðan aðrir fengu lítið eða ekkert? Einkageiranum í fyrir- tækjarekstri þætti um sjálfsagt eft- irlit að ræða og rétta leið til að- halds, sparnaðar og betri afkomu fyrirtækja, að slíkar upplýsingar lægju tiltækar hvenær sem væri og öllum aðgengilegar. Enda árs- skýrslur einkafyrirtækja óspart not- aðar til þess að sýna með stolti vaxandi, góða afkomu í rekstri. Þá þætti mörgum það bera vott um valdníðslu stjómvalda að þrátt fyrir yfírlýsta útboðsstefnu ríkisins og opinberar upplýsingar um tilboðs- upphæðir í verk sem boðin hafa verið út, að veita ekki upplýsingar um aðra verktaka á sama markaði vegna þess að vitað væri að þær upplýsingar gætu komið upp um fákeppnina og e.t.v. misnotkunina á yfirburðaaðstöðu sem álitið væri að kynni að vera stunduð innan rík- isins. Það skyldi þó ekki vera tilfell- ið að spamaðarhnífurinn og aðhald- ið væri einungis við lýði í málefnum sjúklinga í heilbrigðisráðuneytinu? Alla vega benda viðbrögð þeirra ráðuneyta, sem gáfu alls engar upplýsingar og beittu jafnvel Tölvu- nefnd fyrir sig til að koma sér hjá því að svara umræddri fyrirspurn um verktaka, ótvírætt til þess að eitthvað óþægilegt sé um að ræða. Mest kom þó á óvart hvernig úr- skurðamefnd um upplýsingalög af- greiddi málið og eftir það er varla hægt að sjá þá nefnd virka hvetj- andi á fjölkeppni í atvinnulífinu eða stuðla að því að hið opinbera virði samkeppnislögin í viðskiptum sín- um við sjálfstæða verktaka. Hér er því augsýnilega að fínna kvikuna á samskiptum einkageirans í teikni- stofurekstri og hins opinbera, og hér er þá einnig að fínna skýring- una á atvinnuleysi arkitekta. Ljóst er að aðhald samkeppnisyfírvalda í íslensku viðskiptalífi getur haft úr- slitaáhrif í því að uppræta fákeppni og markaðsráðandi stöðu einstakra fyrirtækja, tryggja hlutleysi hins opinbera og sjá til þess að sam- keppnissjónarmið séu í heiðri höfð í samfélaginu. Höfundur er arkitekt. ritsárifiarsfjarn an Falleg 14k stjarna til útskriftargjafa. 3 stærðir. Verð aðeins Kr. 3.200, 3.500, og 3.800. allar með dublefesti. Fæst einnig sem prjónn. Laugavegi 49, símar 551 7742 in og 561 7740. TELEFUNKEN sjónvarpstækin eru ódýrari en þig grunar... Telefunken DG-2865H er 28" sjónvarpstæki með Black Matrix- myndlampa, 20W Nicam Stereo Surround-magnara, textavarpi, sjálfvirkri stöSvaleit, fjarslýringu o.m.fl. Telefunken DS-2865H er 28" sjónvarpstæki meS Black FST- myndlampa, 20W Nicam Stereo Surround-magnara, textavarpi, sjálfvirkri stöðvaleit, fjarstýringu o.m.í Við eigum örugglego tæki hondo þér! Skipholfi 19 Sími: 552 9800 mmsssm 3ja sæta sófi og tveir stólar í fyrsta flokks leðri Fáanlegt í dinamica og alcantara áklæðum Amerískar fléttimottur Lokað á laugardögum í júní VIRKA Mörkinni 3, s. 568 7477 Opið í dag, laugardag kl. 10-16 Síðumúla 20 • Sími 568 8799 ■ <.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.