Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 51
BRÉF TIL BLAÐSINS
MESSUR Á MORGUN
Opið svarbréf
til Jóns Egils
Unndórssonar
Frá Þóroddi Helgasyni:
ÁGÆTI glímufélagi, Jón Egill
Unndórsson!
Þú sendir mér og öðrum Aust-
firðingum línur í Morgunblaðinu
fyrir nokkru og baðst okkur svara
hvers vegna við hefðum nýtt okkur
þann rétt að senda fulltrúa á nýaf-
staðið glímuþing. í grein þinni seg-
ir þú okkur hafa svikið samkomu-
lag og loforð, telur okkur hafa
sýnt ódrenglyndi, talar um óvirkt
félag sem eigi ekki að skipta sér
af því sem fullorðnir glímumenn
eru að fást við og þar fram eftir
götunum. Um það síðasttalda hirði
ég ekki að svara þar veist þú bet-
ur en hvers vegna fulltrúa UIA
komu á glímuþingið og hver var
aðdragandi þess, því skal ég svara.
Við eigum rétt á fjórum fulltrú-
um á glímuþing, en þar sem við
búum langt frá þingstað höfum við
oftar en ekki sleppt því að mæta
til þings, einfaldlega vegna þess
hve dýrt það er. Það er hins vegar
ekki rétt Jón að ég hafi gert eitt-
hvert samkomulag við þá fulltrúa
sem vildu skipta um forystu í
Glímusambandinu. Hið sanna er
að miðvikudaginn fyrir glímuþing-
ið hringdi ágætur glímufélagi, 01-
afur Haukur Ólafsson, í mig. Hann
sagðist ásamt fleiri mönnum vilja
skipta um forystu í Glímusam-
bandinu og spurði mig hvort full-
trúar kæmu frá okkur Austfirðing-
um. Ég sagði að svo væri ekki,
enda gerði ég þá ekki ráð fyrir að
senda fulltrúa á þingið en sagðist
jafnframt styðja núverandi for-
ystu. Öll mín kynni af Jóni M.
Ivarssyni og Hjálmi Sigurðssyni
væru góð. Tveimur dögum síðar
hringir Jón M. ívarsson í mig og
bað mig að styðja núverandi stjórn.
Ég sagðist ekki gera ráð fyrir því
að senda fulltrúa en hins vegar
væri ég ánægður með þeirra for-
ystu. Laugardagskvöldið, kvöldið
fyrir umrætt þing, hringdu þeir
síðan í mig Hjálmur og Jón og
Frá Soffíu Gísladóttur:
UNDANFARIN ár hefur verð-
skulduð athygli verið vakin á
hörmulegum afleiðingum af áfeng-
is- og fíkniefnaneyslu ungs fólks.
Umræðan hefur beinst að nauðsyn
forvarna, án þess þó að þeir sem
tala viti endilega hvernig á að
annast þessar forvarnir.
Foreldrar, kennarar, lögregla,
heilbrigðisstarfsfólk og aðrir sem
koma að málefnum unglinga hafa
oft á tíðum staðið ráðþrota. Þetta
fullorðna fólk hefur verið ósam-
stíga í afstöðu sinni og aðgerðum,
á. meðan unglingarnir fara sínu
fram.
Þessar aðstæður hafa kallað á
fræðslu um það hvernig best sé
að standa að forvörnum. Af því
tilefni stofnaði SÁÁ sérstaka for-
varnadeild, sem sér um að miðla
þekkingu í þessum efnum. Það eru
forvarnir í verki.
,Nú þegar starfar forvarnadeild
SÁÁ af miklum krafti. Starfsmenn
hennar eru þrír, sálfræðingar og
ráðgjafar. Undanfarin misseri hafa
þeir verið að miðla þekkingu sinni
til starfsfólks í grunnskólum, til
þjálfara og forráðamanna íþrótta-
báðu mig að útvega fulltrúa því
annars gæti þeim verið vikið úr
stjórn sambandsins. Lítið gagn
væri að stuðningsmanni sem sæti
heima. Ég ákvað þá að leggja þeim
lið og útvegaði fulltrúa.
Ég sagði það við Ólaf Hauk eft-
ir þingið er hann hringdi og spurði
hvers vegna við hefðum sent full-
trúa, að félagar mínir Jón og
Hjálmur hefðu beðið mig að sýna
stuðning í verki. Ég tók hins vegar
undir með Ólafi að rétt hefði verið
að hringja í hann umrætt laugar-
dagskvöld og segja honum frá því
að fulltrúar kæmu að austan og
bað hann velvirðingar á því.
Þannig æxluðust málin Jón og
mér þykir það leitt að hafa ekki
hringt í Ólaf. Það er alltaf gott
að vera vitur eftir á. Við Austfirð-
ingar gerðum hins vegar ekkert
samkomulag við einhvern hóp eða
gáfum loforð og afstaða okkar til
forystu Glímusambandsins er
óbreytt.
Að lokum vil ég segja að mér
þykir leitt að óeining ríki innan
Glímusambandsins og vona að
menn geti þar náð sáttum. Við
eigum svo miklu fleira sameigin-
legt en það sem sundrar okkur.
Það uppbyggingarstarf meðal
barna og unglinga sem nú er
stundað víða um land og ekki síst
í Reykjavík er mikið fagnaðarefni
fyrir okkur glímumenn og ég er
sammála þér Jón að glíman á nú
vaxandi fylgi að fagna. Karp okkar
á milli dregur bara úr okkur mátt,
sem við annars nýtum í starf fyrir
okkar ágætu glímudrengi og
-stúlkur. Að lokum vona ég að ég
geti áfram átt góðar ánægjustund-
ir með glímumönnum hvar sem er
á landinu þó ég sé ekki að biðja
um eins innilegt samband og þið
Hjálmur áttuð í veislunni hjá Ingi-
bergi.
Með glímukveðju,
ÞÓRODDUR HELGASON,
þjálfari UÍA.
félaga og beint til foreldra. Einnig
hefur staðið yfir metnaðarfullt
verkefni með fimm sveitarfélögum,
sem eru Akranes, Egilsstaðir,
Húsavík, Mosfellsbær og Vest-
mannaeyjar. Þar taka þátt allir
sem koma að málefnum unglinga
í viðkomandi sveitarfélagi.
Starfsemi forvarnadeildar SÁÁ
byggist á fjáröflunum meðal ís-
lensku þjóðarinnar. Þar eru tekj-
urnar af Álfasölu SÁÁ mikilvæg-
astar. Álfasalan stendur yfir
þessa helgi. Ég vona að sem flest-
ir sjái sér fært að styðja forvarna-
starfið með því að kaupa Álfinn
góða.
SOFFÍA GÍSLADÓTTIR,
félagsmálastjóri á Húsavík.
Guðspjall dagsins:
Kristur og Nikódemus
(Jóh. 3.)
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14
með þátttöku Átthagafélags
Sléttuhrepps. Ræðumaður Odd-
ur Þ. Hermannsson. Árni Bergur
Sigurbjörnsson.
BUSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Guðný
Hallgrímsdóttir.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.
Prestur sr. María Ágústsdóttir.
Organleikari Kjartan Sigurjóns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Kjartan
Jónsson. Organisti Árni Arin-
bjarnarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Barnakór Hallgrímskirkju
syngur, stjórnandi Bjarney Ingi-
björg Gunnlaugsdóttir. Sr. Karl
Sigurbjörnsson. Ensk messa kl.
14. Sr. Karl Sigurbjörnsson.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Bragi Skúlason.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Pavel Manasek. Sr.
Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Messa kl.
11. Prestur sr. Gylfi Jónsson. Ein-
söngur Björn Jónsson. Organisti
Steingrímur Þórhallsson.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Síðasta guðsþjónusta
frá sumarleyfi. Félagar úr Kór
Laugarneskirkju syngja. Organ-
isti Gunnar Gunnarsson. Guðs-
þjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhús-
inu, Hátúni 12. Olafur Jóhanns-
son.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Messa kl. 11. Prestur sr. Solveig
Lára Guðmundsdóttir.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Næsta
guðsþjónusta verður gönguguðs-
þjónusta á Akrafjall sunnudaginn
8. júní kl. 10.
ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Organleikari Kristín
G. Jónsdóttir. Léttur málsverður
í hádeginu. Aðalfundur Árbæjar-
safnaðar í safnaðarheimili kirkj-
unnar kl. 12.30.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Aðalsafnaðarfundur
Breiðholtssafnaðar verður hald-
inn að loknum léttum málsverði
kl. 12.30. Samkoma ungs fólks
með hlutverk kl. 20. Gísli Jónas-
son.
DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Prestur sr.
Hreinn Hjartarson. Organisti
Lenka Mátéová. Prestarnir.
GRAF ARVOGSKIRKJ A: Guðs-
þjónusta kl. 11. Kór Grafarvogs-
kirkju syngur undir stjórn Harðar
Bragasonar organista. Aðalsafn-
aðarfundur verður haldinn að
loknum léttum málsverði. Arki-
tektar sýna kirkjuteikningar. Júl-
íus Hafstein, framkvæmdastjóri
Kristnitökuhátíðarnefndar, flytur
ávarp. Sýning llluga Eysteinsson-
ar er opin á efri hæð kirkjunnar.
Sóknarnefnd.
HJALLAKIRKJA: Hátíðarmessa
kl. 11 í tilefni af tíu ára afmæli
safnaðarins. Guðrún S. Birgis-
dóttir og Martial Nardeau leika á
flautur. Kór Hjallaskóla flytur stól-
vers. Kór kirkjunnar syngur. Org-
anisti Oddný J. Þorsteinsdóttir.
Afmæliskaffi strax að messu lok-
inni. Poppmessa kl. 16. Pylsu-
veisla að lokinni poppmessu. All-
ir hjartanlega velkomnir. Prest-
arnir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson héraðsprestur prédikar
og þjónar fyrir altari. Kór Kópa-
vogskirkju syngur. Organisti Örn
Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14. Altarisganga. Sr. Ágúst Ein-
arsson predikar. Organisti Kjart-
an Sigurjónsson. Sóknarprestar.
FRÍKIRKJAN, Rvík: Alþjóðlegur
Tekiðá
alvarlegn máli
SELTJARNARNESKIRKJA.
minningardagur um þá, sem lát-
ist hafa af völdum alnæmis.
Guðsþjónusta kl. 11. Ath. breytt-
an tíma. Félagar úr alnæmissam-
tökunum annast ritningarlestra.
Andrea Gylfadóttir syngur ein-
söng. Kór kirkjunnar syngur. Org-
anisti Pavel Smid. Prestur sr.
Bryndís Malla Elídóttir.
KAÞÓLSKA KIRKJAN:
KRISTSKIRKJA, Landakoti: í
dag, laugardag: Bænahald í tilefni
100 ára afmæli Landakotsskóla.
Sunnudag: Messur kl. 10.30, kl.
14, kl. 20 (á ensku). Laugardaga
og virka daga messur kl. 8 og 18.
MARIUKIRKJA, Raufarseli 8:
Messa sunnudag kl. 11. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
GARÐABÆR, Holtsbúð 87:
Messa sunnudag kl. 10 á þýsku.
Laugardag og virka daga messa
kl. 7.15 á þýsku.
JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði:
Messa sunnudag kl. 10.30.
Messa virka daga og laugardaga
kl. 18.
KARMELKLAUSTUR, Hafnar-
firði: Messa sunnudaga kl. 8.30.
Messa laugardaga og virka daga
kl. 8.
BARBÖRUKAPELLA, Keflavík:
Messa sunnudag kl. 14.
STYKKISHÓLMUR, Austurgötu
7: Messa sunnudag kl. 10. Messa
laugardag og virka daga kl. 18.30.
HVITASUNNUKIRKJAN Fíladelf-
fa: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu-
maður Ólafur Jóhannsson. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðu-
maður Hinrik Þorsteinsson. Allir
hjartanlega velkomnir.
KFUM og KFUK: Samkoma í Frið-
rikskapellu sunnudagskvöld kl.
20. Fæðingardagur séra Friðriks.
Lok Kristniboðsþings. Sr. Helgi
Hróbjartsson talar.
KLETTURINN: Kristið samfélag,
Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Sam-
koma sunnudag kl. 20. Ath.
breyttan samkomutíma. Jón Þór
Eyjólfsson prédikar. Allir vel-
komnir.
MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár-
stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 20 og fimmtudag
kl. 20. Altarisganga öll sunnu-
dagskvöld. Prestur sr. Guðmund-
ur Örn Ragnarsson.
ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8.
Almenn samkoma kl. 11. Ræðu-
maður Ásmundur Magnússon.
FyrirPænaþjónusta/bænaklútar.
Allir hjartanlega velkomnir.
FÆREYSKA Sjómannaheimilið:
Samkoma á morgun kl. 17.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Bæna-
stund kl. 19.30. Hjálpræðissam-
koma kl. 20. Elsabet Daníelsdótt-
ir talar.
LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Prestur sr. Bjarni Þór
Bjarnason. Jón Þorsteinsson.
VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Sr. Örn Bárður Jónsson,
umsækjandi um Garðaprestakall
messar. Einleikur á gítar: Örn B.
Arnarson. Einsöngur: Anna Júl-
íana Sveinsdóttir. Kór Vídalíns-
kirkju syngur. Organisti Bjarni
Jónatansson. Guðsþjónusta kl.
14. Kór Öldutúnsskóla syngur.
Stjórnandi: Egill Friðleifsson.
Organisti: Guðmundur Sigurðs-
son. Vorkaffi Siglfirðingafélags-
ins að athöfn lokinni.
BESSASTAÐAKIRKJA: Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20.30. Sr. Bragi
Friðriksson kveður söfnuðinn.
VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar
syngur og organisti verður Hall-
dór Óskarsson. Sigurður Helgi
Guðmundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 11. Fimm ára
Pörnum boðið sérstaklega í kirkju
ásamt fjölskyldum sínum. Barna-
kórinn syngur. Stjórnandi og org-
anleikari Hrönn Helgadóttir.
Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr.
Þórhallur Heimisson. Tónleikar
Kórs Hafnarfjarðarkirkju kl. 16.
Stjórnandi Natalía Chow. Píanó-
leikari Helgi Pétursson. Tvísöng-
ur: Valdimar Másson og Natalía
Chow. Aðgangur er ókeypis.
Prestarnir.
KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Sr. Örn Bárður
Jónsson, umsækjandi um Garða-
prestalcall, messar. Einleikur á
gítar: Örn B. Arnarsson. Organ-
isti Frank Herlufsen.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl.
10.30. Aðalsafnaðarfundur að
lokinni messu. Sóknarnefnd.
ODDASÓKN: Guðsþjónusta á
Dvalarheimilinu Lundi á Hellu kl.
11. Sóknarprestur.
ÞINGVALLAKIRKJA: Almenn
safnaðarguðsþjónusta kl. 14.
Prófasturinn í Árnesprófasts-
dæmi, sr. Guðmundur Óli Ólafs-
son, setur sr. Heimi Steinsson
inn í embætti sóknarprests á
Þingvöllum. Organleikari Ingunn
Hildur Hauksdóttir. Sóknarnefnd.
AKRANESKIRKJA: Messa í dag,
laugardag, kl. 17 á vegum
Kvennakirkjunnar. Sr. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir prédikar. Messa
sunnudag kl. 14. Fimmtíu og sex-
tíu ára fermingarbörn koma í
heimsókn og taka þátt í mess-
unni. Björn Jónsson.
Frikirkjan
i Reykjavík
Aiþjóðlegur
minningardagur
um þá, sem látist hafa
af völdum alnæmis.
Guðsþjónusta kl. 11.00
ATH. breyttan tíma.
Félagar úr alnæmis-
samtökunum annast
ritningarlestra.
Andrea Gylfadóttir
syngur einsöng.
Kór kirkjunnar syngur.
Organisti
Pavel Smid.
Prestur Bryndís
Malla Elídóttir.
ii