Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Byggingadagar 1997
Hús skulu standa
ÍSLENSKUR bygg-
ingariðnaður er um
þessar mundir að rétta
úr kútnum eftir nokk-
urra ára niðursveiflu.
Eftirspurnin eftir hús-
næði eykst og nýbygg-
ingum fer fjölgandi.
Vonandi táknar þetta
nýtt vaxtarskeið í ís-
lenskum húsbygging-
um. Slíkt vaxtarskeið
þarf að byggjast á
traustum grunni og þvi
er mikilvægt að treysta
rekstrarumhverfið með
beinum og óbeinum
aðgerðum.
Nú um helgina
gangast Samtök iðnaðarins fyrir
Byggingadögum undir kjörorðinu
HUS SKULU STANDA. Markmið
Byggingadaga er að gefa almenn-
ingi tækifæri til að kynnast því af
eigin raun sem helst er á döfinni í
þessum iðnaði.
Að þessu sinni er annars vegar
um að ræða sýningu í Perlunni þar
sem ýmis fyrirtæki og félög kynna
framleiðslu sína og starfsemi. Hins
vegar er um að ræða
„opið hús“ þar sem
byggingafyrirtæki og
framleiðendur bygg-
ingahluta sýna fram-
leiðslustað. Upplýs-
ingar um þá staði er
að finna í auglýsingu
Samtakanna sem birst
hefur í Morgunblaðinu.
Tvíefldur
byggingariðnaður
árið 2005
Byggingarfyrirtæki
og meistarafélög innan
Samtaka iðnaðarins
hafa undanfama mán-
uði unnið að því að
móta framtíðarsýn byggingariðnað-
arins. Starfræktur hefur verið
vinnuhópur sem hefur spurt: Hvem-
ig viljum við sjá íslenskan bygging-
ariðnað árið 2005 og hvað ber að
gera til þess framtíðarsýnin verði
að veruleika? Hópurinn hefur sam-
mælst um að gera íslenskan bygg-
ingariðnað samkeppnishæfan á al-
þjóðlegan mælikvarða. M.a. skal
hann verða í forystu í tækni og
íslenzkur byggingaríðn-
aður er, að mati Har-
aldar Sumarliðasonar,
að rétta úr kútnum.
hönnun á norðurslóðum og fyrir-
tækin vera fær um að taka þátt í
öflugu samstarfi innanlands sem
utan. Hópurinn vill sjá sterk og
arðsöm fyrirtæki verða til með störf
sem em eftirsóknarverð vegna
góðra launa og aðbúnaðar.
Margt þarf að gera til þess að
þessi framtíðarsýn verði að veru-
leika. Víst þurfa fyrirtækin að taka
til í eigin ranni en hins vegar skipta
ekki síður máli skilyrði sem grein-
inni em sett. Urelt rekstramm-
hverfi sem tekur ekki mið af þróun
alþjóðlegs samkeppnisiðnaðar er
ekki eingöngu dragbítur á viðgang
greinarinnar heldur beinlínis stór-
hættulegt. Vinnuhópurinn leggur
áherslu á að ríki og sveitarfélög
hætti að stunda starfsemi á sam-
keppnismarkaði og leggi af rekstur
ÍSLENSKT MÁL
Ekkja er jAon-stofn og beyg-
ist eins og kirkja. Bæði orðin
fella j-ið, sem stofninn er við
kenndur, í eignarfalli fleirtölu:
ekkna, kirkna, sbr. ekknasjóð-
ur, kirknafé.
Síðan langar umsjónarmann
að taka upp merkilegan kafla úr
Snorra-Eddu og leggja þar út
af nokkrum orðum:
„Þessi eru kvennaheiti óken-
nd í skáldskap: víf, brúður, fljóð
heita þær konur, er manni eru
gefnar. Sprund og svanni heita
þær konur, er mjög fara með
dramb og skart. Snótir heita
þær, er orðnæfrar eru. Drósir
heita þær, er kyrrlátar eru,
svarri og svarkur þær, er mikil-
látar eru. Ristill er kölluð sú
kona, er sköruglynd er. Rýgur
heitir sú, er ríkust er. Feima er
sú kölluð, sem ófröm er, svo
sem ungar meyjar eða þær kon-
ur, er ódjarfar eru. Sæta sú, er
búandi hennar er af landi far-
inn. Hæll er sú kona, er búandi
hennar er veginn. Ekkja heitir
sú, er búandi hennar varð sótt-
dauður. Mær heitir fyrst hver,
en kerlingar, er gamlar eru.
Eru enn þau kvenna heiti, er
til lastmælis eru, og má þau
finna í kvæðum, þó það sé ei rit-
að.
Þær konur heita eljur, er
einn mann eiga. Snör heitir son-
arkvon. Sværa heitir vers móð-
ir. Heitir og móðir, amma, þrið-
ja edda. Eiða heitir móðir. Heit-
ir og dóttir, barn, jóð. Heitir og
systir, dís. Kona er kölluð beðja,
rún búanda síns, og er það við-
urkenningar."
1) Greinilegt er að drós hef-
ur heldur en ekki breytt um
merkingu. Góður sveitungi
minn horfði eitt sinn á mynd af
frelsaranum, þar sem hann var
skegglaus uppmálaður og
bergði á kaleiknum. Hann gat
ekki dulið hneykslun sína og
mælti: „Jæja, svo hún er þá að
staupa sig, þessi drós.“
Af drós er náttúrlega komið
dræsa með i-hljóðvarpi.
2) Ekkja er sú sem er ein
<*einkja og þarf varla að
stjörnumerkja þá orðmynd, því
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
902. þáttur
að hún hefur lifað óbreytt í
Færeyjum. Fjöldi orða í skyld-
um málum er þessu til staðfest-
ingar, sbr. t.d. sæ. "anka og got.
ainakls= aleinn.
[Útúrdúr: I latínu er orð af
indóevrópskri rót, vidua = sú
sem er svipt (eiginmanni): þetta
orð eða önnur skyld eru ekki í
norrænum málum, en bæði í en-
sku widow og þýsku Witwe.]
3) Takið eftir kurteisi Snorra
að tilfæra ekki þau heiti „er til
lastmælis eru“.
4) Elja keppti við aðra konu
um hylli karlmanns, og kannski
„áttu“ þær hann báðar (allar).
Einhver minnilegustu og sköru-
legustu orð Njálu (og er þá mik-
ið sagt) eru í 98. kafla; en þá
hafði verið veginn Höskuldur
sonur Njáls og Hróðnýjar frillu
hans:
„Hon snarar þegar inn hjá
honum ok fer þar til, er hon
kemr at hvílu Njáls; hon spurði,
hvárt Njáll vekti. Hann kvezk
sofit hafa til þessa, en kvezk þá
vaka, _ „eða hví ert þú hér kom-
in svá snimma?“ Hróðný mælti:
„Statt þú upp ór binginum frá
elju minni ok gakk út með mér
ok svá hon ok synir þínir.“„
5) Orðnæfur merkir orð-
snjall, djarfyrtur.
6) Sonarkvon er tengdadótt-
ir, eða snör.
7) Sværa er tengdamóðir,
gotn. swaíhrö.
8) Edda er þarna langamma.
9) Beðja manns (sú sem hvíl-
ir á sama beði) er kenning (við-
urkenning eða viðkenning) fyrir
eiginkonu.
★
Jón Isberg, bekkjarbróðir
minn, vakti athygli mína á því,
að Sveinbjörn Egilsson hefur
sögnina að vona ópersónulega í
þýðingu sinni á Odysseifskviðu.
Frá gamalli tíð, segja bækur,
hefur sögnin ýmist verið per-
sónuleg eða hið gagnstæða.
Menn hafa sagt til skiptis: ég
vona/vona ég eða mig von-
ar/vonar mig. Hið fyrra virðist
alla tíð hafa verið algengara, og
nú held ég að við segjum alltaf
ég vona/vona ég. Sjá Orðastað
Jóns Hilmars Jónssonar.
Þá kann Jón Isberg því illa,
þegar börn eru sögð „0 ára“,
enda er það skýrslugerðartal,
en ekki mannamál. Barn er ný-
fætt og svo á fyrsta ári, þar til
það verður eins árs. Við skulum
í lengstu lög halda okkur við
mannamálið, og auðvitað kveð-
um við að bókstafaheitum að ís-
lenskum hætti, en ekki enskum.
Við segjum t.d. bé, en ekki „bí“.
Þá skal Ríkisútvarpinu þökk-
uð viðleitni til að festa fram-
burðinn Evróvisjón í stað ensk-
unnar „Júróvisjón", enda eigum
við ennþá heima í Evrópu, ekki
„Júróp“. Bestu kveðjur til Jóns
fyrir tryggð hans við þáttinn og
móðurmálið.
Umsjónarmanni hefur borist
í hendur starfsskýrsla Orða-
bókar Háskólans um árið 1996.
Skemmst er af því að segja, sem
flestir sjálfsagt vita, að á þess-
um vettvangi er unnið afskap-
lega vandað, mikilvægt og
margvíslegt starf. Að lestri
loknum er maður glaðari en áð-
ur og fullur þakklætis, og bjart-
sýni um framtíð íslenskrar tun-
gu.
Hírast (hýrast) þær í Hátúni
hjá ‘onum Sigurvini;
hefur hann lær úr látúni
og leikfangið úr tini.
(Einar á Guðrúnarstöðum).
[Sumir segja Hraungerði, en
rímsins vegna haft hér Hátúni].
Auk þess hefur umsjónar-
manni borist til eyrna að til sé á
íslensku sögnin að kafa um það
sem þrásinnis hefur verið kallað
„að framkvæma köfun“.
En í fréttum Ríkisútvarpsins
þótti umsjónarm. gott að heyra
orðið þríæringur um það sem
verður á þriggja ára fresti (e.
triennial), sbr. tvíæringur og
biennial. Seinni hluti orðsins
biennial er af lat. annus = ár,
og þekkjum við það vel í auka-
fallinu anno.
á opinberum framkvæmdastofnun-
um og húsnæðisstofnun enda al-
mennir bankar fullfærir um þá fjár-
mögnun sem þarf. Meðal annarra
skilyrða fyrir framþróun bygging-
ariðnaðarins telur vinnuhópurinn
brýnt að þróa útboðsmarkaðinn,
efla gæðastjómun og gera rann-
sókna- og þróunarstarf skilvirkara.
Gæðastj órnunarkerfi
fyrir lagnagreinar
Samtök iðnaðarins eru stöðugt
með verkefni í gangi sem hafa það
að markmiði að efla íslenskan bygg-
ingariðnað og treysta stöðu hans.
Um þessar mundir vinna Samtökin
viðamikið verk um gæðastjómunar-
kerfi fyrir lagnagreinar sem nýtast
mun fyrirtækjum á sviði pípulagna
og loftræstikerfa. Fyrstu fyrirtækin
munu innleiða þetta kerfi nú í vor.
Markmiðið með þessu gæðastjórn-
unarkerfí er tvíþætt. Annars vegar
skal það tryggja að neytandinn fái
þá þjónustu sem honum ber og hins
vegar skal það tryggja að fyrirtæk-
in fái greitt í samræmi við þá vöm
og þjónustu sem þau veita.
Húseigandinn í fyrirrúmi
Framþróun í byggingariðnaði hef-
ur það markmið að bjóða neytendum
góða vöm á sanngjömu verði. Það
er því ekki af neinni tilviljun að
Samtök iðnaðarins leggja ríka
áherslu á að verktakar geri verk-
samninga og verklýsingar fyrir þau
verk sem þeir vinna við. Ótrúlegur
fyöldi fyrirspuma kemur inn til Sam-
takanna, bæði frá verktökum og
verkkaupum þar sem verk, eða upp-
gjör verka, em komin í hnút. Slíkt
má gjaman rekja til þess að ekki
hefur verið gengið frá verklýsingum
og verksamningum í upphafi. Oft
er um misskilning að ræða sem girða
mætti fyrir ef bæði verktakar og
verkkaupar gerðu með sér skýran
verksamning. í honum ætti að koma
fram verklýsing, verktími, efnis-
kostnaður og vinnukostnaður. Hér
skiptir ekki máli hvort unnið er sam-
kvæmt tilboði eða tímagjaldi.
Kröfuharður
heimamarkaður
Frekari þróun íslensks bygging-
ariðnaðar er háð þeim skilyrðum
sem á undan voru nefnd. En skilyrð-
in ein og sér skipta litlu máli ef
skilaboð frá markaðinum em ekki
virt. Það er því byggingariðnaðinum
afar mikilvægt að áfram þróist hér
á landi kröfuharður markaður.
Hann er forsenda aukinnar sam-
keppnishæfni byggingariðnaðarins,
bæði heima og heiman. Neytendur
á hveijum tíma mega ekki sætta
sig við annað en bestu lausnir.
Byggingariðnaðurinn þrífst á
kröfuhörðum og sanngjörnum
heimamarkaði.
Höfundur er húsasmíðameistari
og formaður Samtaka iðnaðarins.
Virðing þeim
sem virðing ber
ÞEIR sem unnið
hafa við sjávarútveg
hafa svo sannarlega
verið öflugustu fyrir-
vinnur íslensku þjóð-
arinnar. Rekstur fyrir-
tækja í greininni hefur
jafnframt verið best
kominn í höndum
ábyrgra aðila en verst
í höndum bæjarút-
gerða. Þar var „stopp-
að í rekstrargötin"
með skattfé almenn-
ings.
Meginþunginn af
rekstri fyrirtækja í
sjávarútvegi hefur
jafnan hvílt á herðum
sjómanna og fiskverkafólks sem
margt er snillingar í sinni grein.
Það er líka vitað að meiri nýting
er úr físki sé hann flakaður í landi
en á sjó.
Styrkja þarf útflutn-
ingsframleiðslima í
heild. Rannveig
Tryggvadóttir hvetur
ráðamenn til að styðja
við íslenskar ijölskyldur
í heimabyggð sinni.
Mikill munur er nú orðinn á
launum þessara tveggja stétta og
hef ég ekki þekkingu til að fjalla
um það mál en landverkafólkið
hefur borið skarðan hlut frá borði
og í öfugu hlutfalli við verðmæta-
sköpun.
Helstu ástæðu þess að lands-
byggðarfólk, og helst úr sjávar-
plássunum, hefur flykkst til Stór-
Reykjavíkursvæðisins tel ég í fyrsta
lagi vera þá að það hefur ekki ver-
ið sátt við fjárhagslega afkomu sína
heima fyrir og í öðru lagi hafa börn
þess sótt menntun þar. Því miður
fá unglingar oft steina fyrir brauð
í menntakerfinu íslenska því snobb-
ið fyrir bóknámi er slíkt að einung-
is 20% námsframboðs er verknám
en 80% bóknám. Hlutfallið í Þýska-
landi er 40% á móti 60% sem hlýtur
að henta hæfíleikum þorra manna
mun betur. Þurfa ekki hugur og
hönd að fylgjast að?
Reykj avíkursvæðinu
má einna helst líkja við
gelda kú hvað frísk-
leika í atvinnumálum
varðar.
Vandinn verður ekki
leystur með því að
flytja inn hópa fólks
af framandi þjóðerni
og með ærnum til-
kostnaði. Slíkt leiðir til
þess eins að við missum
smám saman eignar-
hald á landinu. Viljum
við það? Væri ekki nær
að styðja við íslenskar
fjölskyldur í heima-
byggð sinni?
Það þarf að styrkja útflutnings-
framleiðsluna í heild en hún er
mest úti á landi, eins og menn vita.
Þetta má gera með margvíslegum
hætti, t.d. eins og Danir gerðu.
Þeir léttu öllum gjöldum af sam-
keppnisgreinum til að styrkja
danskan iðnað. Þeir hafa styrkt
hann með ráðum og dáð og gert
hann vel samkeppnisfæran við iðn-
að annarra þjóða. Útflutningsfram-
leiðslan sjálf skiptir höfuðmáli í
gæfu og gengi þjóðanna. Við ís-
lendingar styrkjum best lands-
byggðina með því að styrkja út-
flutningsframleiðsluna. Sé hún
öflug þá er hún í stakk búin til að
greiða góð laun. Gætið að því.
Menn eru höfðingjar í sinni
heimabyggð en verða vansælir í
geldu borgarsamfélagi háhýsa,
lágra launa og dagvistarstofnana.
Þeir verða að þrælum þjóðfélagsins,
sjá vart glaðan dag og þekkja varla
börnin sín. Fólk þarf að geta snúið
heim.
Pétur Sigurðsson, formaður
Verkalýðsfélags ísafjarðar, hefur
rétt fyrir sér í því að fiskverkafólk
þarf að vera vel launað til að una
við sitt erfiða en þarfa starf. Hins
vegar fannst mér misráðið að beita
valdi til að koma í veg fyrir uppskip-
un úr skipi í Hafnarfjarðarhöfn
degi áður en samúðarverkfall átti
að skella þar á.
Styrkið útflutningsframleiðsl-
una, ráðamenn, svo greiða megi góð
laun og jafnvægi komist á um
byggð í landinu.
Höfundur er þýðandi.
Rannveig
Tryggvadóttir