Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 33
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SLAANDIMUNUR
Á FRAMLEIÐNI
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarútvegsráðherra, hittir
naglann á höfuðið er hann segir að munur á fram-
leiðni í íslenzkri fiskvinnslu annars vegar og norskri og
danskri hins vegar sé sláandi. Þótt íslenzkur sjávarútveg-
ur eigi að heita sá hagkvæmasti og öflugasti í Evrópu
er ljóst að þessi mikilvæga grein hans, landvinnslan, stenzt
ekki samanburð við landvinnslu í nágrannalöndunum.
Lítil framleiðni í landvinnslu þýðir, að fiskvinnsluhúsin
og hinn dýri tækjabúnaður sem þar er, eru illa nýtt. Jafn-
framt er framleiðni vinnuafls lítil; íslenzkt fiskverkafólk
afkastar minna á hverri vinnustund en norsk og dönsk
starfssystkini þess. Þetta hefur síðan í för með sér, að
launin eru lægri og vinna þarf lengri vinnudag til að hafa
sömu tekjur og í nágrannalöndunum. Lífskjör íslenzks
fiskvinnslufólks eru að því leyti verri en þau þyrftu að vera.
Fiskvinnslunefnd, sem nú hefur skilað áliti sínu, finnur
ekki einhlítar skýringar á lítilli framleiðni í íslenzkri fisk-
vinnslu. Ætla má að hluti vandans sé skipulag vinnutím-
ans. Tregða verkalýðshreyfingarinnar við að auðvelda
vaktavinnu i fiskvinnsluhúsum á sinn þátt i að þar eru
dýrar fjárfestingar ekki nýttar sem skyldi. Til lengri tíma
er það þó hagur bæði atvinnurekenda og launþega að ná
framleiðniaukningu, sem getur skilað betri rekstri og
hærri launum.
Fiskvinnslunefndin bendir á það, sem aðrir hafa vakið
máls á, að brýn þörf er á að efla menntun í sjávarútvegs-
greinum, ekki sízt háskólamenntun á sviði framleiðslu og
stjórnunar en einnig grunnmenntun. Það er líkast til viss
hugarfarsvandi, sem hefur valdið því að fiskvinnslufyrir-
tæki hafa ekki sótzt sem skyldi eftir menntuðu starfs-
fólki. í fiskvinnslunni hefur jafnvel ríkt ákveðin andúð á
háskólamenntun, þótt þetta kunni að vera að breytast.
Það segir sig hins vegar sjálft að til þess að geta auk-
ið framleiðni þarf hvert rúm að vera skipað starfsmanni
með viðeigandi menntun, rétt eins og í öðrum atvinnu-
greinum. Til þess að snúa vörn í sókn þarf fiskvinnslan
ekki sízt að gera meiri kröfur til sjálfrar sín og starfs-
manna sinna.
MAT OECD
ÞAÐ ER athyglisvert að Efnahags- og framfarastofnun-
in, OECD, telur framleiðni vera einn helsta Akkilesar-
hæl íslensks efnahagslífs í árlegri skýrslu sinni um stöðu
efnahagsmála á íslandi.
Á flestum vígstöðvum stendur ísland vel í samanburði
við nágrannalöndin. Hagvöxtur mældist 5,7% á næsta ári
og stefnir í 4-5% á yfirstandandi ári. Þetta er einhver
mesti hagvöxtur sem um getur í OECD-ríkjunum, sem
mörg hver eiga við töluverðan efnahagsvanda að stríða.
Staða ríkisfjármála er jafnframt þannig að ísland er eitt
örfárra Evrópuríkja er stenst þær kröfur um efnahagsleg-
an stöðugleika og aðhald í opinberum fjármálum, sem
gerðar eru í Maastricht-samkomulaginu varðandi þátttöku
í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Þótt ísland sé
vissulega ekki í hópi þeirra ríkja, sem stefna að EMU-
aðild, er þetta athyglisverður samanburður í ljósi þeirra
erfiðleika sem stöndugustu iðnríki Evrópu standa frammi
fyrir, hyggist þau standast skilyrðin.
OECD bendir hins vegar á að þegar notaður er sá
mælikvarði að mæla landsframleiðslu hlutfallslega á hvern
íbúa, sé ísland rétt í meðallagi meðal OECD-ríkjanna.
Afköst og framleiðni eru því ekki mikil á hveija vinnu-
stund.
Þetta eru í sjálfu sér ekki ný sannindi. Það hefur legið
fyrir i mörg ár að þegar kemur að framleiðni stenst ís-
lenskt atvinnulíf ekki samanburð við nágrannaríki. Þetta
er ein helsta ástæða þess að íslensk fiskvinnsla getur
ekki keppt við til dæmis danska fiskvinnslu hvað laun
varðar. Þetta er meginskýringin á því að íslenskir kaup-
taxtar eru lægri en í nágrannaríkjunum. Fleiri vinnustund-
ir þarf hér til að skapa sömu verðmæti.
Sé rétt haldið á spilum ættu næstu ár að vera íslending-
um gjöful. Tækist jafnframt að nýta íslenska mannauðinn
á hagkvæmari hátt gæti það þýtt að hægt yrði að bæta
kjör landsmanna samhliða því að vinnutími færðist í það
horf, sem eðlilegt þykir í þeim ríkjum, sem við viljum
bera okkur saman við og eigum í samkeppni við um mennt-
að og faglært starfsfólk.
VERKFALLIÐ á Vestfjörð-
um hefur mest áhrif haft
á fyrirtæki í fiskvinnslu
þar sem starfsemin ligg-
ur niðri, tekjur tapast og sölusamn-
ingar, og fyrirtæki í þjónustu við
útgerð og fiskvinnslu hafa einnig
lítil verkefni. Spyija má einnig
hvort merkjanleg séu einhver lang-
tímaáhrif eða varanleg áhrif.
„Við reynum að líta hlutlaust á
málin en það er ljóst að fólk er
hrætt, farandverkafólk er tekið að
fara burt og spurning hvort það
kemur aftur, hvernig mun fyrir-
tækjunum ganga að komast af stað
á ný og hefur svona langt verkfall
einhver áhrif á ferðaþjónustu og
aðrar atvinnugreinar sem við
sjáum kannski ekki í dag?“ segja
þeir Halldór Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssambands
Vestfirðinga og Pétur H.R. Sig-
urðsson formaður þess og bendir
Pétur einnig á hvernig Vestfirðing-
ar gefist ekki svo auðveldlega upp.
Á Vestfjörðum hafi farið fram gíf-
urlega umfangsmikil endurskipu-
lagning fyrirtækja og Vestfirðir
séu á uppleið. Fjórðungssambandið
hefur beitt sér í málefnum er varða
atvinnuþróun, ferðaþjónustu og nú
stendur fyrir dyrum að ráða mark-
aðsráðgjafa og uppbygging verði
að halda áfram þrátt fyrir tíma-
bundna truflun af verkfalli. Leggja
þeir báðir áherslu á þá von sína
að truflunin sé tímabundin.
Þeir sögðu að þrátt fyrir erfið-
leikana mættu menn ekki missa
bjartsýnina og sögðu mikilvægt að
halda áfram þeirri uppbyggingu
sem byijað væri á. Bentu þeir á
að atvinnuástand hefði verið gott
víðast hvar í fjórðungnum, að á
síðasta ári hefðu 757 manns flutt
til Vestfjarða og fólksfjölgun í
kjördæminu væri t.d. meiri en í
Norðurlandi vestra og minntu á
að ísafjarðarbær væri einn af
stærri þéttbýliskjörnum landsins.
Sögðu þeir að taka yrði alvarlega
það sem forráðamenn fiskvinnslu-
fyrirtækjanna hefðu bent á varð-
andi stöðu fyrirtækjanna en telja
að fyrirtækin nái að vinna sig út
úr þessum erfiðleikum og geti von-
andi haldið áfram uppbyggingu
sinni þar sem frá var horfið.
Helst áhyggjur
af ímyndinni
„Ég hef helst áhyggjur af þeim
áhrifum sem verkfall og umræða
tengd því getur haft á ímynd Vest-
fjarða í hugum fólks sem fær
kannski þá mynd að hér sé aðeins
svartnætti og erfiðleikar á öllum
sviðum sem er auðvitað alrangt,"
segir Áslaug S. Alfreðsdóttir hótel-
stjóri á Hótel ísafirði en hún er
einnig stjórnarmaður í Atvinnuþró-
unarfélagi Vestfjarða. Áslaug segir
eitthvað færri gesti á hótelinu um
þessar mundir þar sem til dæmis
sölumenn og aðrir sem heimsæki
reglulega fyrirtækin í sjávarútvegi
hafi lítið þangað að gera meðan
verkfall stendur, og þá hafi verið
hætt við 500 manna veislu sem
hótelið átti að sjá um í tengslum
við sjómannadaginn. „Atvinnulífið
hér á vissulega í vök að veijast og
fyrirtækin geta ekki komist á hluta-
bréfamarkaðina meðan allt er í
óvissu vegna verkfallsins en við
verðum að halda áfram innri upp-
byggingu á svæðinu og þurfum að
taka okkur áfram á í þeim efnum.
Smám saman er að koma í ljós
árangur af ýmsum nýjungum sem
teknar hafa verið upp til dæmis í
ferðaþjónustu á síðustu misserum
og það er mikilvægt að við höldum
okkar striki.“
Engin verkefni
„Við fundum fyrir verkfallinu í
fyrstu vikunni þegar verkefnum
snarfækkaði og nú er svo komið
að þau eru svo gott sem engin
enda eru 95% verkefna okkar
tengd útgerðinni,“ segir Valgeir
Jónasson, einn eigenda Vélsmiðj-
unnar Þryms á ísafirði. „Hjá okkur
hefur verið mikið að gera og við
Verkfallið á Vestfjörðum
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson
ÞEIR segja Vestfirði vera á uppleið þrátt fyrir tímabundna erfið-
leika vegna verkfallsins. Halldór Halldórsson (t.v.) og
Pétur H.R. Sigurðsson.
„Það er svo sem ekkert rétt eða
rangt í þessum efnum en mér sýn-
ist þó að sáttasemjari verði að fara
að gera eitthvað og þá ekki bara
varasáttasemjari,“ segir Jóhann
G. Ólafson vélstjóri sem var á
gangi í Hafnarstrætinu á ísafirði
í gær og taldi hann einsýnt að
taka yrði á málinu fyrst deiluaðilar
gætu ekki nálgast sjálfir. „Auðvit-
að grefur verkfallið undan fyrir-
tækjunum og skuldirnar lækka
ekki meðan þau fá ekki tekjur.
Mér sýnist hins vegar framkvæmd
verkfallsins ekki nógu markviss
og það flækir málið þegar mörg
verkalýðsfélög eru á sama atvinnu-
svæðinu."
Verkefni eru
lítil sem engin
hjá Vélsmiðj-
unni Þrym.
Hef áhyggjur
af ímynd Vest-
fjarða.
Tel að sátta-
semjari verði
að grípa inn í.
haft flest 14 menn í vinnu en þeir
eru 10-12 um þessar mundir," seg-
ir Valgeir ennfremur. Vélsmiðjan
sinnir einkum vélaviðgerðum,
rennismíði og þjónustu vegna vök-
vatækja og hefur hún einnig að-
stöðu á Flateyri. Fara starfsmenn
Þryms þangað vegna verkefna en
þau eru einnig í lágmarki nú vegna
verkfallsins. „Við verðum að fara
að huga að nýsmíði til að nýta
dauða tímann og erum reyndar að
fá nýjan rennibekk til að geta grip-
ið í þegar lægð er í viðgerðavinn-
unni. En ég hef þá trú að verkfall-
ið leysist brátt og að atvinnulífið
og byggðin haldist við,“ sagði Val-
geir að lokum.
Valgeir
Jónasson
Áslaug S.
Alfreðsdóttir
Jóhann G.
Ólafson
TÓMUR vinnslusalur hjá Freyju. Framleiðslustjórinn, Gunnar Örn Kristjánsson, segir spurningu hvort fyrirtækið nær sér eftir verkfallið.
Uppbyg’g'ing haldi áfram
þrátt fyrir erfiðleika
Hver verða áhríf verkfalls á Vestfjörðum á
aðrar starfsgreinar en fískvinnsluna sem á
í vök að verjast? Jóhannes Tómasson var
______á ísafírði í gær og ræddi við fólk
í ýmsum starfsgreinum.
Þróunarstarf
unnið fyrir gýg
STAÐAN er erfið, við máttum ekki
við frekari áföllum og vöruþróun
sem við höfum unnið að í tengslum
við steinbít og nýir markaðir í
Þýskalandi tapast og allt það mál
er því unnið fyrir gýg, segir Gunn-
ar Órn Kristjánsson framleiðslu-
stjóri hjá Fiskiðjunni Freyju á Suð-
ureyri.
Gunnar Örn segir að í venjuiegu
árferði séu unnin kringum 900
tonn af steinbít en nú hafi aðeins
tekist að ná 200 tonnum. „Við höf-
um unnið steinbítsbita, skorna úr
hnakka, og unnið heilmikið þróun-
ar- og markaðsstarf gegnum SH
vegna sölu í Þýskalandi sem nú er
allt ónýtt og þarf að vinna á ný.
Þetta var okkur hagstætt að því
leyti að þegar sem mest barst á
land af steinbít gátum við heilfryst
hann og síðan þítt upp og unnið
þegar færi gafst.“
Gunnar segir að í Freyju hafi
verið unnin um 2.500 tonn árlega
en nauðsynlegt sé að koma afköst-
unum upp í um 4 þúsund tonn til
að vinnslan sé hagkvæm. Húsið er
upphafiega gert fyrir 8-10 þúsund
tonna vinnslu. „Hér hefur verið
farið yfir allan rekstur og hann
gerður eins hagkvæmur og mögu-
legt er. Við erum með einn verk-
Sé ekki
skynsemina
í þessu
verkfalli
„ÁSTANDIÐ er náttúrlega mjög
bágt fyrir vinnsluna því hún stendur
illa eftir þrengingar undanfarinna
ára,“ segir Jón Eyjólfsson yfirvél-
stjóri á Stefni sem var að koma í
höfn á ísafirði. Skipið verður um
kyrrt fram yfir sjómannadag.
Jón Eyjólfsson segir skipið hafa
landað syðra frá því í febrúar eða
löngu áður en verkfall kom til. Staf-
aði það meðal annars af því að fisk-
vinnslan hafði þá vart undan vegna
steinbíts og á meðan var skipið sent
á veiðar í öðrum tegundum til að
selja í gámum út. Síðan átti að taka
til við veiðar á tegundum úr kvóta
fyrir landvinnsluna sem Jón segir
eðlilega hafa dregist vegna verkfalls-
ins. Dagana fram að sjómannadegi
segir hann eiga að nýta í lagfæring-
ar. Meðal annars átti að skipta um
olíu á löndunarkrana en honum var
stjóra og einn vélstjóra en iðulega
eru tveir i þessum störfum í frysti-
húsunum og Baader-maðurinn
gengur í viðgerðir eftir því sem
þörf krefur og eftir endurskipu-
lagningu þurfum við að ná bestu
afköstum. Eftir að stóru bátarnir
fóru héðan úr plássinu fáum við
aðeins afla frá smábátunum og ef
illa gefur koma dauðir dagar inn
á milli og í vetur urðum við að
stöðva vinnslu í þijár vikur vegna
brælu,“ segir Gunnar og segir að
meðan ekki náist að tryggja stöð-
ugri hráefnisöflun sé fyrirtækið
að nokkru leyti veikt fyrir.
Spurning um framhald
„Þess vegna finnst mér ábyrgð-
arleysi þegar verkfallsmenn halda
fram að fiskvinnslan geti tekið á
sig stóraukinn launakostnað. Fyr-
irtækin standa það veikt eftir
hremmingar síðustu ára að spurn-
ing er hvort þau geta öll starfað
áfram þegar verkfalli lýkur og það
á til dæmis við um okkur. Það er
algjör spurning hvort við náum
okkur uppúr þessu,“ segir Gunnar.
„Þessi tími, vorið og fram á sum-
ar, er sá besti fyrir okkur og þetta
er algjört kjaftshögg að fá á sig
svona langt stopp.
neitað um hana og fékk ekki heldur
200 lítra tunnu til að tappa af kran-
anum - hann gat fengið að mjatla
þetta í 10 lítra brúsum ef hann
kærði sig um.
Sjómenn vilja sýna samstöðu
Aðspurður sagði Jón sjómenn vilja
sýna landverkafólki samstöðu en
slíkt yrði líka að meta eftir aðstæð-
um: Slagkrafturinn í samúðarverk-
Óvisssa
erum
sumar-
vinnu
NOKKUR óvissa er hjá mörg-
um unglingum vestra vegna
sumarvinnu sem oft hefur ver-
ið hægt að ganga að hjá fisk-
vinnslufyrirtækjunum. Ljóst er
að minna verður ráðið t.d. í
rækjuvinnslu bæði vegna
áhrifa verkfalls og meiri sjálf-
virkni.
Sum fiskvinnslufyrirtækin
munu loka vegna sumarleyfa
en önnur hafa ekki skipulagt
sumarið til enda. Af öðrum
áhrifum verkfallsins sem eru
að koma fram má nefna að
nokkuð hefur dregið úr flutn-
ingum. Verslanir og fyrirtæki
panta minna inn og mjög hefur
dregið úr margs konar inn-
kaupum fískvinnslunnar hjá
ýmsum verslunum. Að öðru
leyti má segja að daglegt líf
truflist lítið hjá öðrum en þeim
sem eru í verkfalli, þjónusta
er veitt á flestum sviðum án
truflunar.
falli sjómanna yrði ekki mikill nú
þegar svo langt er liðið á kvótaárið.
Menn settu þá bara skipin í viðhald
og kláruðu svo kvótann í rólegheitum
með góðum endaspretti, segir Jón
og kveðst ekki sjá skynsemina í
þessu harða verkfalli. Óvissan er
mörgum erfið og nú koma keðjuverk-
andi áhrifin sífellt meira fram hjá
þeim mörgu sem tengjast þjónustu
við fiskvinnslu og útgerð.
Morgublaðið/Halldór Sveinbjörnsson
JÓN Eyjólfsson er yfirvélstjóri á Stefni.
Orðið of
persónulegt
Morgunblaðið/jt
ÞEIM fannst rólegt í verkfallinu á Suðureyri, Guðmundi Svavars-
syni (t.v.) og Ævari syni hans, en sjómenn þar geta þó róið og
selt aflann á fiskmörkuðunum.
FEÐGARNIR Guðmundur Svavars-
son og Ævar Guðmundsson voru við
aðgerð í báti sínum, Golunni, í höfn-
inni á Suðureyri; höfðu skroppið eft-
ir rauðmaga í soðið en eru annars á
þorskveiðum með handfærum.
„Það var reynt að stoppa sjómenn
hér fyrsta daginn, það voru einhver
áhöld um hvernig fara ætti með lönd-
unina, en við höfum alltaf vigtað og
landað sjálfir hér á smábátunum,"
sagði Guðmundur. Landverkafólk í
Verkalýðsfélaginu Súganda er í
verkfalli en ekki sjómenn og sagði
Guðmundur verkfallið vera orðið allt-
of langt. „Við getum róið áfram því
við seljum aflann á fiskmörkuðunum
en nokkrir af þeim 13 smábátum sem
héðan róa allt árið leggja upp hjá
fískiðjunni Freyju."
Aðkomufólk hugsar
sér til hreyfings
En hvað finnst þeim feðgum um
áhrif verkfallsins í bænum: „Hér er
allt rosalega rólegt," sagði Ævar og
taldi einsýnt að aðkomufólk færi að
hugsa sér til hreyfings þegar skólinn
væri búinn. „Það er uggur í mér út
af þessu og verkfallið er líka orðið
á of persónulegum nótum og greini-
legt að ákveðinn hópur í baráttunni
kærir sig kollóttan þótt fískvinnslan
loki, bætti faðir hans við, - en mér
er nú bara spurn hvert þetta fólk
ætlar að fara, hvar býst það við að
fá 100 þúsund á mánuði? Mér fínnst
líka rétt að huga að því hvernig far-
ið er með verkfallsbætur, eru þær
skattfijálsar og getur þá fólk ekki
safnað upp persónuafslætti á meðan?
Getur verið að menn hafi það bara
betra á verkfallsbótum en í venju-
legri vinnu?“
Þeir feðgar segjast leggja upp hjá
Freyju enda er ekkert stórt fiskiskip
á Suðureyri um þessar mundir.
„Húsið er háð aflanum frá smábátum
og þetta er einhver siðferðileg skylda
hjá okkur að leggja upp þar. Verðið
er heldur lægra en á mörkuðunum
en á móti fáum við fyrirgreiðslu með
beitu og aðstöðu," sögðu þeir feðgar
að lokum.