Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÁRNIPÉTUR LUND + Arni Pétur Lund fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1971. Hann lést í Alaborg í Danmörku 8. mai siðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 21. maí. _____________ Hann Árni Pétur er dáinn. Það er erfitt að skilja lífíð á svona stundu. Mig langar með fáum orðum að kveðja minn besta vin til margra ára. Við kynntumst þegar við vorum í Langholtsskóla og hélst okkar vin- átta allar götur síðan. Árni Pétur var vinur vina sinna. Hann var mik- ill tónlistarunnandi. Voru það Bítl- arnir og Bubbi sem voru áberandi hjá honum, bæði þegar við sátum inni í herbergi að hlusta á tónlist eða í útilegum með gítarinn hans, þar sem hann hélt uppi fjöri. Árni Pétur skilur eftir miklar minningar enda brölluðum við margt saman, og mun ég aldrei gleyma okkar stundum. „Guð, styrkur þeirra sem treysta á þig. Gef oss trú til að leggja allt í þínar hendur og láta oss minnast þess í öllum vandræðum og erfiðieik- um, að þeim, sem þig elska, sam- verkar allt til góðs. Fyrir Jesú Krist, drottin vom. Amen.“ Elsku Maríus, Ásdís, Bergþór og Karl, við Denna Lóa sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur á þessum erfiðu KRISTRÚN SKÆRINGSDÓTTIR + Kristrún Skæringsdóttir fæddist í Reykjavík 16. des- ember 1968. Hún lést í Reykja- vík 3. maí síðastliðinn. Utför hennar hefur farið fram. Það er erfitt að kveðja, og hennar er sárt saknað. Hún frænka mín eins og ég kallaði hana þó hún væri stjúpdóttir bróður míns var á fjórða ári er hún kom inn í fjölskylduna, falleg og fjörug hnáta. Fljótt eignað- ist hún tvíburasystur og er þær voru fárra mánaða dvaldi hún ásamt þeim og móður sinni á heimili mínu nokkr- ar vikur. Það voru fyrstu kynni okk- ar. Hún var spurul og skemmtileg stelpa, hafði gaman af að vera í sveitinni og mikill dýravinur. Ellefu ára eignaðist hún svo þriðju systur- ina og fékk að halda henni undir skírn, stolt stóra systir. Á seinni árum hafa samfundirnir verið stijálli en sama vináttan og margt sagði hún við mig sem yljar í minningunni. Ég bið algóðan Drott- in að vernda litlu börnin hennar fjög- ur og leiða þau á lífsins braut. Guð geymi þig, elsku vina, og styrki að- standendur alla. Elínborg, Laugardalshólum. Handrit afmæiis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveld- ust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess þess Mbl@centrum.is en nánari upp- lýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúö og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar ELÍASAR SIGFÚSSONAR frá Vestmannaeyjum, Dalbraut 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunardeildar F-2 á Hrafnistu. Guðfinna Einarsdóttir, Erna Elíasdóttir, Garðar Stefánsson, Sigurbergur Hávarðsson, Anna Ragnarsdóttir, Einar Elíasson, Anna Pálsdóttir, Sigfús Þór Elíasson, Ólafía Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÓLAFAR HULD MATTHÍASDÓTTUR, Tunguvegi 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E Landspítalans og starfsfólks Karitas. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður Lárusson, Guðbjartur Sigurðsson, Kristín Eva Sigurðardóttir, Matthías Daði Sigurðsson, Sigurður Pétur Sigurðsson, Gunnar Smári Sigurðsson, Lárus Fjeldsted Sigurðsson, Elínborg Sigurðardóttir, Hulda Dögg Sigurðardóttir, Ellen Elsa Sigurðardóttir, Snjólaug Sveinsdóttir, Atli Gunnarsson, Anna Guðmundsdóttir, Súsanna V. Þórisdóttir, Erlendur Valdimarsson, Kristinn V. Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR ARNÓR SIGURÐSSON + Arnór Sigurðsson fæddist á Hlíðarenda i Bárðardal 21. nóvember 1919. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri 27. apríl siðastliðinn og fór útför hans fram frá Glerár- kirkju 7. maí. Mínir vinir fara Qöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem eftir, kannske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld (Bólu-Hjálmar) Þannig kveður skáldið frá Bólu vini sína og við gerum orð hans að okkar, þegar við kveðjum þig nú hinstu kveðju, kæri vinur. Það var vor í lofti, þegar við hitt- umst fyrsta sinni. Þú gamalvanur vélamaður í brúargerðinni, við lítt harðnaðir strákhvolpar, að feta fyrstu sporin í brauðstriti lífsins. Það var sannarlega ómetanlegt að eiga þig að. Þau misserin sem í hönd fóru, mætti líklega segja, að það hafi verið guðleg forsjón, að þú skyldir vera þar til staðar, ætíð tiltækur og tilbúinn, hvers manns vanda að leysa. Þegar við lítum nú til baka inn i bláma fortíðar, eru það ætíð þau árin í brúarvinnunni, sem við minnumst fyrst og með mestri gleði. Það voru svo sannar- lega ár galsa og gleði, þá voru ævintýrin hversdagsleg, þau gerð- ust daglega og allstaðar. hver man ekki þetta og hitt? eru sígildar spurningar gamalla brúarmanna, þegar þeir hittast og gefa sér tíma til að rabba saman. Já, margs er að minnast á langri göngu og oft er gott að staldra við og líta yfir farinn veg, tína upp gullkomin og það góða í samskiptum mannanna og leggja inn til geymslu. Sú inn- eign verður er tímar líða flestum ómetanleg, heilagt vé. Mistökin sem urðu, eru líka nauðsynleg, til að læra af, gera betur næst. 011 erum við mannleg og öllum verður eitt- hvað á, í skóla lífsins. Það er því mikið happ ungum mönnum, að lenda með góðum kennurum, góðu fólki, sem hefur mannbætandi áhrif á þroska þeirra og vöxt. Við sem þessar línur skrifum, teljum okkur hafa verið heppna að þessu leyti, því við höfum fengið að kynnast og vera samtíða miklum fjölda af úrvals fólki, og þar stend- ur þú, kæri vinur, framarlega í fylk- ingunni. Hvort við vorum menn til að meðtaka fræðin rétt og breyta samkvæmt því, verða aðrir að dæma um, en eitt er víst að kennur- unum verður ekki um kennt. „Fyrir litlu var þér trúað, til mikils mun ég setja þig,“ stendur skrifað í helgri bók. Hvað segir þetta okkur? Er það ekki það, að þótt við menn- irnir ákveðum þetta og hitt, teljum okkur stjórna bæði okkar lífi og stundum annarra líka, þá er reynd- in allt önnur. Skyldi geta gerst, að við værum aðeins leikarar á hinu mikla lífssviði? Hlutverkasmiðurinn væri annar og meiri, sá sem öllu ræður, Drottinn allsherjar? Það er nú svo með okkur flest, að þegar við erum komin yfir miðjan aldur og lítum til baka, þá sjáum við, í það minnsta flest okkar, að margt af því sem við ætluðum, varð ekki og jafnvel þótt við rembdumst eins og ijúpan við staurinn, komumst við hvergi. Var þá búið að kort- leggja líf okkar fyrirfram, á nútíma máli, að forrita lífið? Við segjum stundum, að þessi, eða hinn, hafí lent á réttri hillu í lífinu og er það vel þegar það gerist, að okkar mati, en hvað þá, ef lífíð er fyrirfram ákveðið? Hvers vegna velur hlutverka- smiðurinn ekki rétt hlutverk handa hverjum og einum? Það skyldi þó aldrei vera að það væri einmitt það, sem hann gerir. Með öðrum orðum, þegar okkur finnst að þessi, eða hinn sé ekki á réttri hillu þá verði það einmitt hlutverk viðkom- andi að kynnast þessari reynslu. Margir trúa því, líklega meirihluti mannkyns, að maðurinn fæðist mörgum sinnum á vegferð sinni til fullkomnunar. Sé það rétt, er þetta líf aðeins einn hlekkur í langri skólagöngu og í þeim skóla erum við kannske ekki alltaf sátt við sum fögin, en viðurkennum þó, að við höfum gott af að kynnast þeim. Hvort þú, vinur kær, lentir á réttri hillu í þessu þínu nýkvadda lífi, vit- um við ekki, en einhvem grun höf- um við um það, að þú hafir ætlað þér annað hlutskipti. Það verður hins vegar aldrei annað sagt, en hlutverk þitt tókstu alvarlega og leystir það af hendi eftir bestu getu. Samviskusemi þín gagnvart starfi þínu var algjör. Þú sparaðir aldrei tíma eða erfiði til að verk þín mættu verða sem best af hendi leyst. Það segir einhversstaðar, að maður komi í manns stað. Eitthvað er sjálf- sagt til í því, en við erum samt viss- ir um, að það verður vandfundinn leikari í hlutverkið þitt, sem skilar því jafn vel, hvað þá betur. Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Það vissir þú svo sannarlega og lifðir samkvæmt því. Allt var í röð og reglu, hvergi óreiðu að finna í ná- vist þinni. Samferðafólk þitt um- gekkst þú af lipurð og háttvísi. Þú varst annálaður greiða- og sóma- maður, sem öllum þótti vænt um. Þú varst einn af þeim, sem alltaf áttu nægan tíma, til þess að sinna hvers konar kvabbi og snúningum, samferðarfólki sínu til þæginda. Þú varst hinn miskunnsami Samverji, sem bókstaflega nærðist á því að gera öðrum greiða. „Svo sem þú sáir, muntu uppskera“. Það eru orð að sönnu. Við erum ekki í nokkrum vafa um það, að uppskera þín varð góð og heilladijúg, um leið og við þökkum almættinu fyrir að fá að kynnast þér og eiga þig að vini, kveðjum við þig og óskum þér góðr- ar heimferðar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi hafði þökk fýrir allt og allt. (V.Briem) Sjáumst. Gamlir brúarmenn. Frágangur afmælis- og minning- argreina Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í texta- meðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Auðveldust er móttaka svo- kallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úr- vinnslu. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfund- ar eru beðnir að hafa skímar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát PÁLÍNU VIGFÚSDÓTTUR frá Flatey, Breiðafirði, Fannborg 1, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 12-G á Landspítalanum. Rafn Ólafsson, Ólafur P. Rafnsson, Vigfús Rafnsson, Unnur Björg Jóhannsdóttir, Lilja Vigfúsdóttir, Þóra Friðgeirsdóttir, Kristín S. Gunnarsdóttir, Jóhann G. Rafnsson, Guðiaug Vigfúsdóttir, Fjóla Guðmundsdóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS BJARNASONAR, Lækjargötu 13, Hvammstanga. Karín Blöndal, Þorgerður Traustadóttir, Guðjón Jónsson, barnabörn og langafabarn. + Þökkum innilega allan hlýhug, vinsemd virðingu við andlát og útför JÓHANNESARJÓHANNSSONAR kaupmanns. °g Guðrún Jóhannesdóttir, Skúli Þór Magnússon, Óskar Jóhannesson, Bergþóra Sigurbjörnsdóttir, Helga Jóhannesdóttir, Valdimar Þórðarsson og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.