Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
IM
LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 25
Morgunblaðið/Golli
ÞORMAR Þorbergsson og Tine Bure Hansen.
Kanditar á
danska t/ísu
Á Suðurlandsbraut er lítill staður sem
er blanda af veislueldhúsi og köku-
gerðarhúsi. Jóhann Gunnar Arnars-
son leit í heimsókn til eigendanna,
Þormars Porbergssonar og Tine Buur
Hansen og komst að því að það ríkir
danskt andrúmsloft á staðnum.
AÐ var árið 1992 sem
Þormar Þorbergsson
fann að hann vildi læra
eitthvað annað en það sem
bauðst hér á landi. Hann hélt ut-
an til Danmerkur og hóf nám í
Tekniske fagskolen í Ringsted,
þar sem hann lærði konditor eða
kökuskreytingar. Þar kynntist
hann unnustu sinni, Danmerkur-
og Norðurlandameistara í köku-
skreytingum í flokki unglinga,
Tine Buur Hansen. Nú eru þau
flutt hingað heim og hafa opnað
Cafe Konditor Copenhagen að
Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík.
Það er svo sannarlega danskt
andrúmsloft sem ríkir á staðn-
um, tréskápar á veggjum,
Dannebrog og reyndar íslenzki
fáninn uppá einum skápnum,
ýmsir gamlir munir sem tengj-
ast konditorfaginu og síðast en
ekki síst bakkelsi eins og bezt
gerist í Danaveldi; vinarbrauð,
kókoskúlur, napóleonshattar,
rúnstykki, brauð og heimagert
konfekt og svo mætti lengi telja.
Uppi við vegg stendur stór og
virðuleg vél sem greinilega er
komin til ára sinna, en virðist þó
lítið notuð. Þormar sá hvað mér
varð starsýnt á vélina; „Þetta er
gömul kaffikvöm sem við tókum
með okkur frá Danmörku. Hún
er orðin meira en hundrað ára
gömul þessi, en virkar enn og við
stefnum á að mala í henni okkar
eigið kaffí og selja!“
Heimsins
stærsta ísterta
Þormar og Tine kynntust á
meðan á náminu stóð en því lauk
árið 1995. A námsárunum tóku
þau þátt í fjölmörgum fagkeppn-
um og einatt með góðum ár-
angri. Sú fyrsta var árið 1993 í
Bella Center, þar sem þau tóku
þátt í að skreyta heimsins
stærstu ístertu sem var 40 fm og
hefur metið verið skráð í heims-
metabók Guinness. Þormar fékk
þar einnig fyrstu verðlaun í hópi
nema fyrir sérskreytingu og
uppstillingu.
Þormar tók einnig þátt í ár-
legri þrjátíu staða keppni, þar
sem keppa fulltrúar 30
konditora, meistarar, sveinar
eða nemar. Hann lenti í fjórða
sæti og vakti það mikla athygli
að nemi skyldi ná svo góðum ár-
angri. í beinu framhaldi af
keppninni komu fulltrúar hins
heimsþekkta súkkulaðifyrirtæk-
is Tom’s að máli við hann og
fengu leyfí til að birta uppskrift
og mynd af verkinu hans í blaði
sínu.
Þormar var einnig fyrstur Is-
lendinga til að taka þátt í sam-
evrópsku kökugerðarkeppninni í
Bella Center. Þar vann hann til
7. verðlauna í flokki nema og til
8. verðlauna í ísgerðarkeppni
þar sem hann fékk sérstök verð-
laun fyrir frumlegt efnisval, en
ísútfærsla hans var með sérís-
lenzku yfirbragði.
Tine hefur einnig tekið þátt í
fjölmörgum keppnum og varð
meðal annars Danmerkurmeist-
ari í flokki unglinga árið 1994.
Sama haust varð hún Norður-
landameistari í sömu grein. Þá
varð hún einnig í fyrsta sæti á 25
ára afmælismóti Konditorskól-
ans í Ringsted. Og áfram mætti
telja, það er greinilegt að hér er
á ferðinni mikið fagfólk.
Ekhi venjulegt
kaffíhús
Aðspurð um hvað væri á
boðstólnum á Cafe Konditor
Copenhagen svöruðu Þormar og
Tine því að Konditorið væri
blanda af veislueldhúsi og köku-
gerðarhúsi, með örlítilli aðstöðu
fyrir gesti til að smakka á fram-
leiðslunni. Þetta er þó ekki kaffi-
hús í eiginlegri merkingu þess
orðs heldur sögðust Þormar og
Tine hafa viljað tryggja sér
nafnið ef um kaffihús yrði að
ræða í framtíðinni. Aðaláherzlan
er lögð á gæði vörunnar og per-
sónulega þjónustu, með danskt
bros á vör. „Við notum til dæm-
is egg í allar okkar kökur og
brauð, ekki eggjaduft. Við vinn-
um nær allt í höndunum, gerum
þetta allt sjálf, allt niður í
minnstu súkkulaðiskreytingar á
kransakökur og tertur. Og við
erum ekkert dýrari en hinir!“
En hversvegna Cafe Konditor
Copenhagen? „Jú, við lærðum
bæði í Kaupmannahöfn og eigum
yndislegar minningar þaðan,
eins og margir íslendingar, og
tileinkuðum því Kaupmannahöfn
nafnið á fyrirtækinu okkar. Eins
ætlum við okkur að hafa á
boðstólum það bezta sem til er í
brauðum og kökum og það er jú
danskt, ekki satt?“
FÁÐU ÞÉR MIÐA FYRIR KL. 20.20
I