Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samningar í höfn um sölu á 51% hlutaffár Skýrr Tilboði Opinna kerfa hf. tekið EIGENDUR Skýrr hf., ríkissjóður, Reykjavíkurborg og Rafmagns- veita Reykjavíkur hafa ákveðið að taka tilboði Opinna kerfa hf. í 51% hlutafjár í fyrirtækinu. Tilboðið hljóðaði upp á 161,6 milljónir króna og miðast við staðgreiðslu, en aðeins var gefinn kostur á slík- um tilboðum í hlutafjársölunni. Nafnverð hlutafjárins er 102 milljónir króna og verða bréfin því seld á genginu 1,58. Ríkissjóður selur 50% af hiutnum eða 51 millj- ón og Reykjavíkurborg og Raf- magnsveitan hvor sín 25% eða 25,5 milljónir hvor aðili. Um síð- ustu áramót keyptu starfsmenn Skýrr 5% hlut í félaginu, þannig að seljendur halda eftir um 44%. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um sölu á því hlutafé. Tvö önnur og lægri tilboð bár- ust í bréfin. Sameiginlegt tilboð barst frá Kögun hf., Nýherja hf. og Olíufélaginu að fjárhæð 150,8 milljónir. Þá barst ennfremur tilboð frá Tölvumyndum hf., Hlutabréfa- sjóðnum hf. og Vaxtarsjóðnum hf. að íjárhæð 145 milljónir. Opin kerfi hf. er umboðsaðili bandaríska tölvufyrirtækisins Hewlett Pacard hér á landi. Staða fyrirtækisins hefur styrkst mjög á undanförnum árum. A síðasta ári jókst veltan um 50% og sömuleiðis varð met- hagnaður af rekstrinum eða að fjárhæð 86 milljónir. Stærstu hlut- hafar eru Þróunarfélag íslands með 36,7%, Frosti Bergsson fram- kvæmdastjóri með 30,5% og Pharmaco með 19,5%. Mörg sóknarfæri hjá Skýrr „Við teljum að Skýrr sé þekking- arfyrirtæki,“ sagði Frosti í samtali við Morgunblaðið. „Annars vegar er þar mjög stór og öflug hugbún- aðardeild og hins vegar rekstur á landskerfum. Við þekkjum nokkuð til fýrirtækisins, en ætlum að gefa okkur nokkurn tíma til að yfirfara áætlanir þess. Við sjáum mjög mörg sóknarfæri hjá Skýrr og lít- um svo á að þessi fjárfesting muni einnig skila hluthöfum í Opnum kerfum góðri ávöxtun. Skýrr er Frá undirritun samninga. F.v. eru þau Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri, Frosti Bergs- son, framkvæmdastjóri Opinna kerfa hf., Sindri Sindrason, fram- kvæmdastjóri Pharmaco hf. og Hreinn Jakobsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélags íslands hf. með hefðbunda þjónustu við ríki og borg. Við vonumst til að geta boðið enn betri þjónustu í framtíð- inni og nýjungar í þjónustu." Aðspurður um hvort vænta mætti breytinga á starfsmanna- haldi Skýrr í kjölfarið sagði Frosti of snemmt að segja nokkuð til um það. „Við viljum hafa gott samráð við starfsfólkið. Það á eftir að halda hluthafafund sem mun kjósa nýja stjórn. Ég á von á því að fund- urinn verði haldinn eftir u.þ.b. tíu daga.“ Ráðinn yfir- maðurhjá Norðuráli hf. • ÞÓRÐUR S. Óskarsson, sem undanfarin ár hefur verið fram- kvæmdastjóri KPMG Sinnu ehf., mun taka við starfi sem yfirmaður starfsmanna- og stjórnunarsviðs Norðuráls hf. frá og með 1. júní nk. Norðurál hf. er ný- stofnað fyrirtæki í eigu Columbia Ventures Corpor- ation, og hefur Norðurál þegar hafið byggingu 60 þúsund tonna álvers á Grundartanga í Hvalfirði. Þórður S. Óskarsson lauk M.Sc.- prófi 1982 í iðnaðar- og skipulags- sálfræði frá Stevens Institute of Technology í New Jersey í Banda- ríkjunum og árið 1984 lauk hann doktorsprófi (ph.D.) í hagnýtri sál- fræði og rannsóknum frá Hofstra University í New York. Þórður starf- aði sem sérfræðingur í stjórnunar- og starfsmannamálum, m.a. hjá Pitney Bowes Corporation, Samein- uðu þjóðunum, New York-borg og við ráðgjafarstörf í Bandaríkjunum frá 1979 til 1988. Hann var starfs- mannastjóri KPMG Sinnu ehf., ráð- gjafarfyrirtækis á sviði rekstrar og stjórnunar, frá árinu 1992. Þórður er kvæntur Hönnu D. Birgisdóttur og eiga þau tvö börn. Félag íslenskra stórkaupmanna víkkar út starfsemina Smásölum boðin aðild að nýjum samtökum verslunarinnar Utanríkisráðherra biður stórkaupmenn afsökunar á bréfi Fríhafnarforstjóra Morgunblaðið/Þorkell FJÖLMENNI sat aðalfund Félags íslenskra stórkaupmanna sem haldinn var í gær. Metsala á norskum eldislaxi Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly. NORSKAR fiskeldisstöðvar hafa aldrei selt eins mikið af laxi til út- landa og nú. Vegna lægra verðs hefur útflutningsverðmætið þó ekki aukizt eins mikið og magnið að sögn Aftenposten. Aukningin nemur 18,7% Á tímabilinu janúar til apríl jókst útflutningur á laxi um 18,7% miðað við sama tíma í fyrra. Útflutnings- verðmætið jókst á sama tíma um 12,3 af hundraði. Alls voru flutt út 75.000 tonn af laxi á fjórum fyrstu mánuðum ársins. Verðmætið nam alls 23 millj- örðum íslenzkra króna samkvæmt opinberum norskum tölum. Verður refsitollur lagður á norskan lax? Á undanförnum þremur vikum hefur verð á nýjum laxi hækkað um þrjá af hundraði. Norskir fram- leiðendur eru yfirleitt ánægðir með verðlagsþróunina, en bíða að sjálf- sögðu spenntir eftir niðurstöðu stjórnar Efnahagssambandsins í svokölluðu laxamáli í næstu viku. í versta falli verður rúmlega 14% refsitollur lag;ður á útflutning Norð- manna á laxi. DAI-ICHI KANGYO Bank Ltd í Japan hefur tilkynnt að æðsti yfir- maður bankans og formaður bankaráðs muni segja af sér til að taka á sig ábyrgðina á fjárkúg- unarhneyksli, sem hefur þegar leitt til þess að tveir yfirmenn stærsta verðbréfafyrirtækis Japana hafa orðið að láta af störfum. DKB, sem er einn fremsti banki Japans, sagði að Katsuhiko Kondo aðalbankastjóri mundi víkja fyrir Ichiro Fujita, núverandi vara- bankastjóra. Annar varabanka- stjóri, Yoshiharu Mani, tekur við af núverandi bankaráðsformanni, HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra hefur beðið stórkaup- menn afsökunar fyrir hönd ráðu- neytisins á bréfi, sem Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnar- innar á Keflavíkurflugvelli, sendi innflytjendum iimvatns og snyrti- vöru. Ráðherra sagðist hafa lesið bréfið og í því kæmi fram skæting- ur, sem væri óafsakanlegur. Þetta kom fram á aðalfundi Félags ís- lenskra stórkaupmanna (FÍS), sem haldinn var í gær. Á fundinum var skipulagi félagsins breytt og starf- semi þess víkkuð út þannig að nú stendur fyrirtækjum í smásölu til boða að taka þátt í starfi þess. Ilmvatnskynningar afturkallaðar Með umræddu bréfi forstjór Frí- hafnarinnar voru allar kynningar á ilmvatni og snyrtivörum, sem eru á vegum innflytjenda, afturkallað- ar og sagt að þær yrðu ekki tekn- ar upp aftur að óbreyttu. í bréfinu Tadashi Okuda. Yfirmennirnir segja af sér til að láta í ljós iðrun vegna tengsla bankans við svokall- aðan sokaiya, það er mann sem er grunaður um að kúga fé út úr fyrirtækjum og þegið hefur mútur frá verðbréfafyrirtækinu Nomura Securities Co Ltd. Hreinsunarherferð Hneykslismál þetta kemur upp á sama tíma og ríkisstjórn Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra hefur hrint af stað baráttu fyrir því að hreinsað verði til í fyrirtækjum áður en höft verða afnumin á fjár- segir Guðmundur að kynning á nýjum vörum hafi þróast út í beina sölumennsku umboðsaðila með beinum afskiptum af sölukerfi og stjórnun starfsmanna Fríhafnar- innar. Það sem innflytjendur kalli kynningar hafi verið misnotað á þann hátt sem frekast megi vera og dæmi hafi verið um að sprautað hafi verið á konur, sem gengu fram hjá kynningarborði. Skrifað er að ágangurinn og vitleysan til að komast í þessar kynningar hafi verið með slíkum fádæmum að varla sé vinnufriður í fyrirtækinu. Bréfið var lesið upp á aðal- fundinum í gær en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það valdið mikilli reiði meðal inn- flytjenda umræddra vörutegunda. Útvíkkun starfsemi Á aðalfundinum var samþykkt að útvíkka starfsemi FÍS til þess að fyrirtæki í smásöluverslun gætu málamörkuðum til að gera þá sam- keppnishæfari á heimsvísu. Hashimoto hafði sagt þegar hann frétti að yfirmenn bankans mundu segja af sér að afsagnirnar væru „lævíslegar." „Afsagnir þeirra leysa ekki vandann,“ sagði Hashimoto. „Þeir ættu að viðurkenna sekt sína og taka á sig ábyrgðina þar til rann- sókn málsins er komin á rekspöl.“ „Slíkar afsagnir tákna ekki að bankinn hafi staðið sig í stykk- inu,“ sagði Hiroshi Mitsuzuka fjár- málaráðherra. tekið þátt í starfsemi þess. Taldi fundurinn þetta nauðsynlegt þar sem ekki hefði náðst samstaða milli félagsins og Kaupmannasam- taka íslands um sameiningu. Rétt væri því að breyta félaginu í sam- tök og heita þau nú Samtök versl- unarinnar - félag íslenskra stór- kaupmanna. Meginhlutverk hinna nýju samtaka er samkvæmt sam- þykktum fundarins að beita sér fyrir aukinni samvinnu fyrirtækja á öllum sviðum verslunar, gæta hagsmuna félagsmanna og beita sér fyrir umbótum í verslunarlög- gjöf þannig að tryggt sé að versl- unin í landinu sé rekin á heilbrigð- um grundvelli. Vonbrigði í sameiningarmálum Á aðalfundinum lýsti Jón Ás- björnsson,formaðurFIS, yfir von- brigðum með að ekki skyldi hafa tekist að sameina FÍS og Kaup- mannasamtökin en að því hafði verið stefnt. Jón benti á mikilvægi öflugra hagsmunasamtaka at- vinnugreina og sagði að hin stóru mál verslunarinnar yrði að ræða í sterkum heildarsamtökum. Fé- lagasamtök verslunarinnar væru hins vegar dreifð og næðu því ekki því afli sem svo stórri og fjöl- mennri atvinnugrein væri nauð- synlegt. „Kannske eigum við eftir að sjá voldug heildarsamtök okkar verða til í framtíðinni en eftir þessa misheppnuðu tilraun eru núverandi stjórnarmenn FÍS ekki bjartsýnir. Þess vegna teljum við nauðsynlegt að samtök okkar víkki út starfsvið sitt. Við lítum svo á að samtök, sem hafa innan sinna raða einka- fyrirtækin í milliríkjaverslun Is- lendinga, eigi að vera áhrifamikil um framvindu mála, jafnt dægur- mála sem og einkum þó pólitískra mála. Við verðum að bjóða öðrum greinum verslunarinnar inn í okkar samtök og vera öflugir málsvarar íslenskrar verslunar," sagði Jón. Yfirmennjapansks banka segja afsér vegna fjárkúgunarhneykslis Tókýó. Reuter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.