Morgunblaðið - 24.05.1997, Blaðsíða 40
J 40 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Nokkrar athuga-
semdir við
stóriðjustefnu
í UMRÆÐUNNI um
álverksmiðju á Grund-
artanga síðustu vikur
hefur verið varpað fram
þeirri röksemd að lítið
sé að marka skoðana-
kannanir um stóriðju ef
almenningur hefur ekki
fengið nægar upplýs-
ingar til að geta myndað
sér skoðun. Þó að mönn-
um liggi mikið á er það
siðferðileg skylda þeirra
sem þessu vilja ráða að
veita fólkinu sem ná-
kvæmastar upplýsingar
um atriði eins og meng-
un, hagsmunaárekstra
og áhrif á þjóðarímynd. Skortur á
nákvæmum upplýsingum gerir skoð-
anakannanir ótrúverðugar og hefur
leitt til þess að einstaklingum, sem
hafa kynnt sér þessi mál, hefur ofboð-
^ ið og þeir fundið sig knúna til að láta
í té upplýsingar í blaðagreinum. Upp-
lýsingar um afmörkuð svið skortir
alltaf yfirsýn. Það vantar aðgengileg-
an pakka upplýsinga sem er unninn
af óháðum aðila og veitir heildaiyfir-
sýn og sem allir geta skilið. Mér
finnst ástæða til að benda á fáein
atriði sem varða þá gróðurhúsameng-
un sem berst frá álverksmiðjum.
Staðbundin kólnun
Gróðurhúsaáhrif eru alvarleg tíð-
indi fýrir íslendinga. Ekki bara ein-
~ ' hver kvóti sem við höfum skuldbund-
ið okkur til að uppfylla. Vísindamenn
sem mæla hafstrauma á N-Atlants-
hafi óttast mjög að samfara hlýnun
á jörðinni dragi úr niðurstreymi yfir-
borðssjávar (djúpsjávarmyndun) fyrir
norðan ísland. Ymislegt bendir til að
þess að dregið hafi úr streymi Golf-
straumsins norður fyrir ísland frá þvi
sem var fyrr á öldinni. E.t.v. hafa
þessar breytingar valdið staðbundinni
kólnun á N-Atlantshafi. Þessi þróun
getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyr-
ir lífríkið í hafinu norðan íslands.
Flúor
Frá sólinni berst varmageislun að
lofthjúpnum. Hluti hennar, einkum
V- sýnilegt ljós, nær að verma yfirborð
jarðar. Frá yfirborði jarðar berst var-
mageislun, innrautt Ijós,
sem hefur lengri öldu-
lengd en sólargeislunin.
í andrúmsloftinu eru
gróðurhúsalofttegundir
sem taka til sín varma
frá ljósi m.t.t. öldu-
lengdar þess. í gegnum
tíðina hefur ríkt jafn-
vægi milli þess varma
sem berst inn í lofthjúp-
inn og út úr honum.
Gróðurhúsaáhrifin
raska þessu flókna jafn-
vægi þannig að minni
varmi berst út úr en inn
í lofthjúpinn þar til nýju
jafnvægi er náð við
hærra hitastig.
Frá álverksmiðjum berast einkum
3 gróðurhúsalofttegundir, koltvísýr-
ingur (C02), og tvær flúorlofttegund-
ir, perflúormetan (CF4) og perflúor-
etan (C2F6). Álverksmiðjur eru nán-
ast eina uppspretta þessarar flúor-
mengunar (1 bls. 95). Hvað lofthjúp-
Sum okkar brýnustu
hagsmunamál, segir
Arni Sigurðsson,
tengjast náttúruvemd.
inn snertir er verulegur munur á kolt-
vísýringi og flúorlofttegundunum.
Andrúmsloftið er nálægt mettun af
koltvísýringi m.t.t. gróðurhúsaáhrifa
af hans völdum. Perflúormetan og
perflúoretan voru ekki til í andrúms-
loftinu fyrir tíma áliðnaðar og ljósið
sem þær taka til sín gat borist hindr-
unarlaust í gegn. Þar sem lofthjúpur-
inn er svo langt frá mettun hafa flúor-
lofttegundimar margfalda gróður-
húsavirkni miðað við sama massa af
koltvísýringi (1 bls. 80 og 222).
Varanleg gróðurhúsaáhrif
Samhliða hringrás kolefnis í nátt-
úrunni berst koltvisýringur úr loft-
hjúpnum í hafdjúpin með djúpsjávar-
myndun og með lífverum. Eyða má
koltvísýringi úr andrúmslofti með
aukinni skógrækt. Flúorlofttegund-
irnar berast hvorki í haf né lífríki.
Árni Sigurðsson
Líftími koltvísýrings í andrúmslofti
er um 120 ár, líftími perflúoretans
er um 10 þúsund ár og perflúormet-
ans um 50 þúsund ár (1 bls. 95).
Búast má við að fyrir hvert tonn
sem framleitt er af áli berist út í
andtúmsloftið um 1,8 tonn af koltví-
sýringi, um 0,6 kg af perflúormetan
og um 0,06 kg af perflúoretan (3).
Reiknað til ígildis gróðurhúsaáhrifa
koltvísýrings samsvara þessir
skammtar af perflúormetan 2,5
tonnum af koltvísyringi og perflúor-
etan 0,5 tonnum af koltvísýringi (1
bls. 95). Einungis um 40% af heildar-
gróðurhúsaáhrifunum eru vegna
koltvísýrings. Hafa ber í huga að
mengunin getur verið mjög breyti-
leg. I álverksmiðjunni í Straumsvík
hefur tekist að ná þessari flúormeng-
un verulega níður síðastliðin 3 ár,
perflúormetan í u.þ.b. 0,08 kg/tonn
Al. Þennan góða árangur má einkum
þakka þrautþjálfuðu starfsfólki. Það
má búast við því að það taki nýtt
álver á Grundartanga nokkur ár að
ná slíkum árangri (5).
Við upphafi nýrrar aldar
Veðurfarsathuganir undanfarinna
ára gefa tilefni til að óttast að for-
spár um gróðurhúsaáhrif og hlýnun
á jörðinni beri að taka mjög alvar-
lega (2). Það er fyrirsjáanlegt að
mikilvægustu viðfangsefni næstu
aldar tengjast mengun umhverfísins.
Af alvarlegustum toga er sú um-
hverfísmengun sem virðir engin
landamæri og þjóðir heimsins verða
að ráða bót á í sameiningu.
í tilefni 5 ára afmælis umhverfis-
ráðstefnunnar í Rio verður nú í sum-
ar haldin umhverfisráðstefna í New
York. Þá er ætlunin að líta yfir far-
inn veg og setja sér ný markmið í
ljósi stöðugt vaxandi mengunar. Það
er ljóst að þjóðir sem ekki standa við
skuldbindingar sínar verða nú beittar
auknum þrýstingi. Hvað varðar losun
á gróðurhúsalofttegundum árið 2000
gera Evrópubandalagsþjóðimar sér
góðar vonir um að standa við sameig-
inlegar skuldbindingar sínar sem eru
óbreytt ástand síðan 1992. Nú setja
þær sér það markmið að hafa minnk-
að losun á gróðurhúsalofttegundum
um 15% árið 2010 (4).
Sum af okkar brýnustu hagsmuna-
málum tengjast náttúruvemd s.s. los-
un á þrávirkum eiturefnum í hafið.
Getum við gert kröfur til annarra
þjóða á sama tíma og við virðum
ekki óskir þeirra? Á þessari öld hafa
fáar þjóðir notið gestrisni náttúrunn-
ar í jafnríkum mæli og við íslending-
ar. Því er mjög viðeigandi að við
öxlum ábyrgð og berum hag hennar
fyrir bijósti á alþjóða vettvangi.
Höfundur er jarðeðlisfræðingur.
Fræðsla
og framtíð
MORGUNBLAÐIð
birti þann 9. mars sl.
athyglisverða grein
Birgis Einarssonar,
kennara í Réttarholts-
skóla, þar sem hann
fjallar m.a. um starfs-
fræðslu í skólum. Sem
framhald af þeirri um-
ræðu langar mig til þess
að riefna nokkur atriði.
Árið 1989 hófst 5 ára
átak menntamálaráðu-
neytisins til þess að efla
námsráðgjöf og starfs-
fræðslu í skólum.
Tveimur árum síðar
skilaði nefnd á vegum
ráðuneytisins af sér
skýrslu þar sem lagðar
eru línur um markmið og leiðir í
þessu efni. Hér verður fjallað um fjór-
ar af tillögum nefndarinnar og hver
staðan er í dag - sex árum síðar.
1. Stefnt verði að því að umfang
námsráðgjafar verði eitt stöðu-
gildi námsráðgjafa á hveija 300
nemendur í framhaldsskólum og
eitt stöðugildi á hveija 500 nem-
endur í grunnskólum og háskól-
um.
Námsráðgjafar eru starfandi í öll-
um framhaldsskólum landsins, en á
bak við hvert stöðugildi eru 600 -
900 nemendur í stað þeirra 300 sem
nefndin taldi æskilegt. Það gefur
auga leið að ekki er hægt að veita
svo stórum hópi þá þjónustu sem
hann þarfnast. í örfáum grunnskól-
um eru starfandi námsráðgjafar en
Reykjavíkurborg hyggst ráða náms-
ráðgjafa í sjö grunnskóla í haust,
hálft stöðugildi í hvern skóla. Þar
með verða allir grunnskólar í
Reykjavík, sem eru með unglinga-
deildir, með námsráðgjafa í hluta-
starfi. Á Seltjarnarnesi, í Garðabæ
og Vestmannaeyjum munu verða
námsráðgjafar á grunnskólastigi
næsta haust. Allt eru þetta skref í
rétta átt, þó langt sé í land miðað
við tillögu nefndarinnar um fjölda
nemenda á hvern ráðgjafa.
2. Lagt er til að nemendum verði
fylgt eftir í tvö ár (til 18 ára ald-
urs) að loknum grunnskóla og
veitt aðstoð ef þörf krefur.
Framhaldsskólinn veitir ekki öli-
um nemendum nám við hæfi. Ein-
hver hluti nemenda hættir eftir
grunnskólann og brottfall úr fram-
haldsskólum er mikið
(30% skv. rannsókn
Jóns Torfa Jónassonar
á nemendum fæddum
1969). Sárlega vantar
rannsóknir á ástæðum
þessa brottfalls og fjöl-
breyttari náms- og
starfstilboð til þeirra
sem af einhveijum
ástæðum heltast úr
lestinni. í dag er enginn
einn aðili sem fylgir
eftir ungmennum á
aldrinum 16-18 ára.
3. Lagt er til að starfs-
fræðsla verði með
markvissum hætti
fléttuð inn í hinar
margvíslegu náms-
greinar í 1.-7. bekk og að í 8.-10.
bekk verði alls 80-100 kennslu-
stundum í hverri bekkjardeild var-
ið til náms- og starfsfræðslu. Lagt
er til að gefið verði út námsefni
og önnur námsgögn um íslenskt
Með því að efla náms-
og starfsfræðslu, segir
Þórdís Guðmunds-
dóttir, auðveldum við
ungu fólki ákvörðun um
framtíð sína.
atvinnulíf og stofnaður gagna-
banki með upplýsingum um at-
vinnulíf og námsleiðir.
Ég þekki lítið til náms- og starfs-
fræðslu í grunnskólum, en veit þó
að hún er mun minni en nefndin
gerði ráð fyrir i tillögum sínum.
Flestir 10. bekkingar fá einhvers
konar náms- og starfsfræðslu.
Námsefni eftir Guðbjörgu Vilhjálms-
dóttur, kennslustjóra í Námsráðgjöf
við Háskóla íslands, er víða notað í
10. bekkjum. í framhaldsskólum er
lítið um formlega starfsfræðslu
nema þar sem svokallaður SAM-
áfangi er kenndur. Þá hafa í nokkur
ár verið opnir dagar í skólum á fram-
halds- og háskólastigi, þar sem nem-
endur og foreldrar þeirra geta kynnt
sér hvað í boði er. í Tæknigarði
(Háskóla íslands) er verið að byggja
Þórdís
Guðmundsdóttir
Hlutur búvara í vísitölu neyslu-
verðs frá nóv. 1992 til mars 1997
BÆNDUR þessa
lands hafa lagt mikið
af mörkum til að stuðla
að kjarabótum almenn-
ings á síðustu árum. Á
meðan flestar vörur og
, þjónusta hafa hækkað í
verði er ekki nóg með
að verð á búvörum hafi
ekki hækkað neitt, held-
ur hefur það lækkað í
þokkabót. Framlag
bænda verður enn
merkilegra í ljósi þess
að á sama tíma og þeir
hafa fengið lægra verð
fyrir afurðir sínar hefur
verð á mörgum aðföng-
um þeirra hækkað,
sumt umtalsvert.
Frá nóvember 1992 til mars 1997
hækkaði vísitala neysluverðs um
10,5%, eins og sjá má á mynd 1.
Vísitala þeirra búvara, sem háðar
eru verðlagsgrundvelli, lækkaði hins
vegar um 0,2% á sama tíma. Með
öðrum orðum var verð búvara sem
háðar eru verðlagsgrundvelli 0,2%
lægra í mars 1997 en í nóvember
1992. Það hefur því dregið verulega
■*’ í sundur með vísitölu búvara sem
háðar eru verðlagsgrundvelli og vísi-
tölu neysluverðs eins
og glögglega má sjá á
myndinni. Smásöluverð
búvara hefur þannig
lækkað að raungildi og
hlutur búvara í útgjöld-
um heimilanna því
minnkað (úr 5,2% í
4,7%). Hlutur annarra
neysluvara hefur hins
vegar aukist og vegur
þar þyngst kostnaður
vegna einkabíla og
ýmiss konar þjónustu.
Búvörurnar, sem háðar
voru verðlagsgrund-
velli á umræddu tíma-
bili, voru kindakjöt,
hrossakjöt, nautakjöt,
mjólkurvörur, egg og
kjúklingar.
Á mynd 2 sést síðan hvernig
umrædd 10,5% hækkun á vísitölu
neysluverðs frá nóvember 1992 til
mars 1997 skiptist, eftir að tekið
hefur verið tillit til vægis einstakra
útgjaldaliða í samsetningu hennar.
Hér sést að hlutur búvara sem háð-
ar eru verðlagsgrundvelli er -0,1%.
Þróun búvöruverðs á tímabilinu leið-
ir þannig til lækkunar á vísitölu
neysluverðs, á meðan allir aðrir út-
Bændur hafa, segir
Erla Bjarnadóttir, átt
þátt í bættum almenn-
um lífskjörum.
gjaldaliðir valda hækkun hennar í
þeim hlutföllum sem koma fram á
myndinni. Hlutdeild innfluttra vara,
nýrra bíla, bensíns og varahluta í
hækkun vísitölu neysluverðs er
30,3% og hlutdeild annarrar þjón-
ustu 19,9%.
Af ofansögðu má ljóst vera að
bændur hafa átt umtalsverðan þátt
í að bæta lífskjör almennings í land-
inu á seinustu árum. Þetta á raunar
ekki aðeins við um verð á matvælum
heldur um þróun verðlags almennt,
þar sem vísitala neysluverðs er
mælikvarði á verðbólgu. Framlag
bænda felur því einnig í sér að hald-
ið hefur verið aftur af hækkun lán-
skjaravísitölunnar og þannig stuðlað
að bættri greiðslustöðu heimilanna
í landinu.
Höfundur er deildarsijóri hjá
Framleiðslumati iandbúnaðarins.
Erla
Bjarnadóttir
Þróun vísitölu neysluverðs og vísitölu búvöru
háðum verðlagsgrundvelli nóv. 1992 til mars 1997
- Vísitala
180
170
160
150
140
130
161,4
neysluverðs
145,9 O-
145,6 Vísitala búvöru
—O háðum verðlags-
grundvelli
Nóv.1992
Mars 1997
Hlutfallsleg skipting hækkunar vísitölu
neysluverðs eftir uppruna, nóv. 1992 til mars 1997
2. Aðrar innl. mat-
og drykkjarvörur
3. Innfluttar mat-
og drykkjarvörur
4. Innlendarvörur
aðrar en 11. og 2.
5. Innfluttar vömr. Nýr
bíll, bensín og varahlutir
6. Innfluttar vömr
aörar en i 3. og 5.
7. Áfengi og tóbak
8. Húsnæðiskostnaður
9. Vömr og þjónusta háð
opinbemm verðákvörðunum
10. Önnur þjónusta
-0,1 % | 1. Búvörur háðar verðlagsgrundvelli
| 3,2%
| 7,3%
I 6,5%
[30,3%
8,7%
3,6%
7,8%
12,6%
19,9%