Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 1

Morgunblaðið - 24.05.1997, Page 1
88 SÍÐUR B/C 114. TBL. 85. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. MAÍ1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Sveitir Kabila skjóta á sljórnarandstæðinga í Kinshasa Tshisekedi andvíg- ur stj órn Kabíla Kinshasa. Reuter. HERSVEITIR Laurents Kabila, sjálfskipaðs forseta Lýðveldisins Kongó, brutu á bak aftur mótmæli gegn stjórn hans í Kinshasa í gær. Þar voru að verki stuðningsmenn Etiennes Tshisekedis sem ekki hlaut sæti í stjórn Kabilas þó hann sé einn kunnasti andstæðingur Mobutus Sese Sekos fyrrverandi einræðis- herra í Zaire. Landamæri landsins voru enn lokuð í gær og komust hvorki erlendir fréttamenn né stjórn- arerindrekar úr landi. Tshisekedi sagði að í sínum huga væri stjórn Kabila ekki til. „Ég hvet alla landsmenn til að mótmæla sjálf- skipun stjórnvalda sem ekki njóta almenns stuðnings," sagði hann og bætti við að flokkur sinn hefði í 17 ár barist fyrir lýðræði og lögum og reglu í Zaire. Því ætti önnur einræð- isstjórn lítinn hljómgrunn. Hvatti hann erlend ríki, sem lagt hefðu sveitum hans lið í baráttunni gegn Mobutu, til þess að kalla sveitir sín- ar heim „svo Zairebúar geti gert út um sín mál sjálfir," eins og hann komst að orði. Þegar nokkur þúsund stuðnings- manna Tshisekedis nálguðust þing- húsið í Kinshasa eftir nokkurra kíló- metra mótmælagöngu skutu her- sveitir af hríðskotabyssum í loft upp og leystu upp mótmælin. Alþjóðlegur þrýstingur á stjórn Kabila um að upplýsa hver hefðu orðið örlög um 280.000 flóttamanna frá Rúanda í Zaire jókst í gær. Emma Bonino, sem fer með mannúð- armál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins (ESB), krafðist þess af Kabila að hann veitti fulltrúum hjálparsamtaka ferðafrelsi í landinu svo hægt væri að grafast fyrir um örlög flóttafólksins. Alþjóðasamtök- in Læknar án landamæra sökuðu Kabila í vikunni um að hafa áform um að útrýma hútúum sem flúið hefðu til Zaire frá Rúanda. Thabo Mbeki, varaforseti Suður- Afríku, varaði við væntingum um kosningar í bráð í Lýðveldinu Kongó. Ástandið í landinu leyfði það ekki. Mobutu til Marokkó Mobutu kom í gær til Marokkó. Var honum flogið þangað frá Togo í einkaþotu Gnassingbe Eyadema Tongoforseta. Fréttamönnum var bannaður aðgangur að flugvellinum í Rabat en hermt var að í fylgd Mobutu hefði verið eiginkona hans, börn og nánir vinir og vandamenn, alls um 50 manns. Ekki var gefið upp hvert hersingin hélt af flugvell- inum. Horftum veröld víða EFTIR erfiða göngu náðu ís- lensku fjallgöngumennirnir þrír, Björn Olafsson, Einar K. Stefánsson og Hallgrímur Magnússon, á tind Everest- fjalls, hæsta fjalls veraldar, á miðvikudagsmorguninn. Þá var þessi mynd tekin og sendu fjallgöngumennirnir myndina til Morgunblaðsins í gær eftir tveggja daga ferð af tindinum niður í grunnbúðir. „Utsýnið var glæsilegt og sást vel í allar áttir þrátt fyrir að nokkuð hafi skafið af fjaliinu til norð- urs,“ sagði Björn Olafsson, einn fjallgöngumannanna í gær. Þeir ruddu brautina fyrir fleiri leiðangra sem beðið höfðu færis til uppgöngu og í gær komust 22 fjallgöngu- menn á tindinn. Meðal þeirra var sonarsonur Sherpans Norgay Tenzings, sem kleif fjallið fyrstur ásamt Edmund Hillary árið 1953. ■ Áfallalaus/4 ■ Óblíður Everest/20 * I fangelsi fyrir símtal London. Reuter. ÞRJÁTÍU og fimm ára banka- maður, Peter Mill, var dæmdur í sex mánaða fangelsi í gær fyrir að valda dauðaslysi er hann talaði í farsíma er hann ók heim úr vinnu. Atvikið átti sér stað á beygju en meðan Mill hlustaði á rödd konu sinnar á símsvara farsím- ans bar Rover-bíl hans yfir á rangan vegarhelming með þeim afleiðingum að hann skall á bifreið sem á móti kom. Oku- maður hennar beið bana í árekstrinum. Kröfur um að bannað verði að nota síma undir stýri hafa aukist í Bretlandi vegna tíðra umferðarslysa. Það var dýrkeypt fyrir 18 ára stúlku í Texas að svara í farsíma er hún ók bifreið sinni. Missti hún vald á henni með þeim af- leiðingum að ungur drengur beið bana. Dómstóll dæmdi hana til að borga fjölskyldu hans sjö milljónir dollara, hálfan milljarð króna, í bætur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.