Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjallgöngumennirnir fengu höfðinglegar móttökur þegar þeir komu til Keflavíkur
FÉLAGAR úr hjálparsveitum skáta mynduðu heiðursgöng með isöxum þegar fjall-
göngumennirnir gengu i komusal Leifsstöðvar.
EINAR kyssti Arndísi dóttur sína, sem hann hafði ekki séð í sex vikur, eða allt
frá því hún hélt upp á eins árs afmælið sitt.
Gáfu forsetanum
Everest-fánann
Morgunblaðið/Golli
HALLGRÍMUR afhenti Ólafí Ragnari fánann sem þeir fóru með á tind Everest.
Hörður, bróðir hans, fylgist stoltur með.
EVEREST-FARARNIR, Hall-
grímur Magnússon, Ejnar K.
Magnússon og Bjöm Ólafsson,
færðu Ólafí Ragnari Grímssyni,
forseta íslands, islenska fánann
sem þeir fóru með á tind Ever-
est. Fáninn verður geymdur á
Bessastöðum í framtíðinni. For-
seti Islands sagði að afrek Ever-
est-faranna væri komandi kyn-
slóðum fyrirmynd um hvað við
getum þegar áræðni, dugur,
þjálfun og kjarkur færi saman.
Hallgrímur, Einar og Björn og
fylgdarmenn þeirra, Hörður
Magnússon og Jón Þór Víglunds-
son, fengu höfðinglegar móttök-
ur þegar þeir lentu í Keflavík
eftir sex vikna ferðalag. Á flug-
vellinum biðu ættingjar, vinir,
félagar úr hjálparsveitunum og
forsetahjónin. Eftir að nánustu
ættingjar höfðu heilsað fjall-
göngumönnunum bauð fórseti
Islands þá velkomna.
Mikilvægt að eiga afreksmenn
Ólafur Ragnar sagði við þre-
menningana að það hefði verið
stór stund í lífi íslendinga og
sögu þjóðarinnar þegar þeir
stóðu á tindi Everest. „Þjóðin
fylgdist með göngu ykkar skref
fyrir skref og í raun og veru má
segja að ykkar ganga hafi verið
hennar ganga. Þegar sigurinn
var í höfn og okkur bárust hing-
að heim orð ykkar frá tindinum
þá sameinaðist þjóðin, einhuga
og stolt og fagnaði fyrir ykkar
glæsilega árangri.
Það er mikilvægt fyrir okkar
litlu þjóð að eiga afreksmenn.
Það sannar fyrir okkur sjálfum
rétt okkar í samfélagi þjóðanna,
en er líka fyrirmynd fyrir nýjar
kynslóðir, unga fólkið í Iandinu,
hvað við getum ef einbeitni,
áræðni, dugur, kjarkur og þjálf-
un fara saman. Það hafíð þið
vissulega sýnt í þessum leiðangri
og ég er viss um að á sama hátt
og Hillary og Tenzing voru tákn
mikilla afreka fyrir mína kyn-
slóð, sem munum þeirra stóru
stund þegar þeir stóðu fyrstir á
tindi Everest, þá á ykkar afrek
eftir að vera tákn og hvatning
fyrir unga Islendinga um langan
aldur. Ég færi ykkur hamingju-
óskir þjóðarinnar allrar og þakk-
ir fyrir að hafa gefíð okkur þenn-
an sigur sem Everest-gangan er.
Fjöllin, dulúð þeirra og tign
hafa ætíð gegnt miklu hlutverki
í sálu okkar Islendinga. Ætljarð-
arást okkar er samofín fjöllunum.
Everest-tindurinn hefur sama
sess í hugum mannkyns eins og
íslensk Qallanáttúra hefur fyrir
okkur fslendinga. Með ykkar sig-
urgöngu höfum við íslendingar
eignast hlutdeild í hæsta tindi
heimsins. Fyrir það vil ég þakka
ykkur fyrir hönd allra íslendinga
og færa leiðangrinum öllum og
íjölskyldum ykkar jnnilegar ham-
ingjuóskir," sagði Ólafur Ragnar.
Hallgrímur Magnússon þakk-
aði fyrir hönd fjallgöngumann-
anna. Hann dró síðan upp ís-
lenska fánann, sem þeir höfðu
með sér á tindinn, og gaf forset-
anum. Ólafur Ragnar þakkaði
kærlega fyrir fánann og sagði
að fáninn yrði varðveittur á
Bessastöðum innan um helstu
dýrgripi þjóðarinnar.
Forsetahjónin hafa boðið fjall-
göngumönnunum í kvöldverð til
Bessastaða.
Mannfjöldi á Ingólfstorgi
Síðdegis safnaðist mikill mann-
fjöldi á Ingólfstorg í Reykjavík
til að fagna Everest-förunum.
Meðan beðið var eftir fjallgöngu-
görpunum sigu félagar þeirra úr
Hjálparsveitum skáta niður af
Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti
en tindurinn sem Björn, Hall-
grímur og Einar klifu er um 300
sinnum hærri en sú bygging.
Sniglabandið hitaði upp fyrir
komu Everest-faranna á Ingólfs-
torg en upp úr klukkan 18 var
þeim ekið í Hjálparsveitarbíl upp
að sviði á torginu. Þar hyllti
mannfjöldinn garpana. Þeir
færðu Ólafí Ólafssyni, forsfjóra
Samskipa, sem voru helsti
styrktaraðili leiðangursins, flagg
félagsins, sem þeir höfðu með sér
á tind Everest. Ólafur færði þeim
félögum blóm á klöpp úr Esju.
Björn Bjarnason menntamála-
ráðherra ávarpaði fjallgöngu-
mcnnina og færði þeim gjafir.
Hann kvaðst hafa fylgst með ferð
þeirra á alnetinu á Everest-síðu
Morgunblaðsins af miklum
spenningi eins og meirihluti
landsmanna. Hann sagði þá fé-
laga hafa unnið mikið afreksverk
sem yrði lengi í minnum haft.
BJÖRN Bjarnason mennta,málaráðherra ávarpaði Everest-farana á Ingólfstorgi
þar sem Samskip efndu til hátíðahalda í tilefni af heimkomu fjallgöngumannanna.
FELAGAR fjallgöngumannanna í hjálparsveitum skáta í Reykjavík og Kópavogi
tóku á móti þeim í nýju húsnæði hjálparsveitanna við Malarhöfða.