Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Garðaprestakall ítrekar umsókn um embætti sóknarprests SR. BJARNI Karlsson, sóknar- prestur í Vestmannaeyjum, hefur sent biskupi og dóms- og kirkju- málaráðherra skeyti, þar sem hann ítrekar umsókn sína um embætti sóknarjjrests í Garðaprestakalli. Að sögn Olafs Skúlasonar biskups, er verið að kanna erindi Bjarna í ráðu- neytinu. Bjarni var einn af fimm umsækj- endum um Garðaprestakall og fékk hann flest atkvæði kjörmanna eða 17 atkvæði á kjörmannafundi. Far- ið var fram á almennar kosningar með söfnun undirskrifta og þá ákvað Bjarni að víkja sjálfur út úr kosningunum og taka ekki þátt í þeim. 32,3% þeirra sem voru á kjör- .skrá tóku þátt í prestskosningunni, sem fram fór um síðustu helgi en til þess að kosning sé lögmæt þarf kosningaþátttaka að vera 50%. Kosning Hans Markúsar Hafsteins- sonar guðfræðings, sem hlaut flest atkvæði, er því ekki bindandi. Ekki lengur umsækjandi Biskup segir að með því að víkja úr almennri kosningu um sóknar- prest sé Bjarni ekki lengur umsækj- Samræmd próf sýnd TUTTUGU nemendur komu til þess að líta á próf sín á fyrsta sýningardegi sam- ræmdra prófa á mánudaginn hjá Rannsóknarstofnun upp- eldis- og menntamála. Annar sýningardagur er í dag. Að sögn Finnboga Gunnars- sonar, umsjónarmanns sam- ræmdra prófa, geta þeir ekki tekið á móti mikið fleiri en 20 nemendum á dag. Til þess að afgreiðsla próf- anna gangi hraðar þurfa nem- endur að senda inn skriflega beiðni með upplýsingum um nafn, heimilisfang og skóla og verða nemendur að framvísa persónuskilríkjum þegar þeir mæta á prófsýningu. Nemendur á landsbyggðinni geta fengið próf sín send í pósti, en ljósrit af prófunum kostar 20 kr. hver síða. andi að túlkun löglærðra manna. Sagði hann að verið væri að kanna málið í dómsmálaráðuneytinu og að fljótlega yrði tekin afstaða til þess. „Það byggist töluvert á því hvað ráðuneytið segir um þessi mál í heild sinni,“ sagði Olafur þegar hann var spurður um hvað hann hygðist leggja til. „Fram að þessu hef ég ætlað að fylgja þeirri hefð sem biskupar hafa haft undanfarna hálfa öld að mæla með þeim sem kosningu fær, jafnvel þó hún sé ekki bindandi. En komi eitthvað nýtt upp þá verð ég að endurskoða þá afstöðu mína. í dag bendir ekk- ert til þess.“ í yfirlýsingu Bjarna segir að hann víki sjálfum sér út úr kosn- ingu og benti biskup á að kosning- in væri einn liður í að veita prests- embætti. „Þegar maður sækir um prestsembætti hefur maður opin augu fyrir því að það er um tvo möguleika að ræða,“ sagði hann. „Annars vegar að kjörmenn velji og hins vegar að fólk krefjist al- mennra kosninga. Þetta vita allir sem sækja um prestakall. Ef menn taka þessu og lýsa yfir að þeir taki ekki þátt í öðrum þætti ferilsins þá er ekki annað að sjá en að þeir séu að taka sig út úr myndinni sem umsækjanda, enda segir Bjarni að hann sé að ítreka umsóknina." ÁHÖFN Júpiters ásamt leiðbeinendum og skólastjóra Slysavarnaskóla sjómanna. Lengst til vinstri er forseti SVFÍ, Gunnar Tómasson, og framkvæmdastjóri SVFÍ, Esther Guðmundsdóttir. Á Sj ómannadaginn Áhöfn Júpiters hlaut Sæbjargarbikarinn ÁHÖFN nótaveiðiskipsins Júpit- ers frá Þórshöfn hlaut í ár Sæ- bjargarbikarinn, farandbikar sem er gjöf sjómannsins Jóhanns Páls Símoparsonar til Slysavarnafé- lags íslands. Félagið hefur séð um úthlutun bikarsins síðastliðin sex ár og er hann gefinn til skips og áhafnar sem sýnt hefur sérstakan áhuga á öryggismálum. Áhöfn Júpiters sótti námskeið hjá Slysa- varnaskólanum í apríl síðastliðn- um og sýndi hún sérlega góðan áhuga á námskeiðinu. Bikarinn mun aðeins verða afhentur þrisvar sinnum í viðbót en eftir það mun hann verða í vörslu Slysavarnarfé- lagsins. Morgunblaðið/Júlíus Tvær konur á gjörgæslu eftir árekstur FJÓRIR voru fluttir á slysadeild síðastliðið sunnudagskvöld eftir mjög harðan árekstur tveggja bifreiða á Vesturlandsvegi við Háls í Kjós. Voru þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF Líf, á slysadeild, en einn var fluttur með sjúkrabíl. Tvær konur lágu ennþá á gjörgæslu í gær og var líðan þeirra í jafnvægi. Þær voru ekki taldar i lífshættu. Áreksturinn varð við fra- múrakstur og eru báðir bílarnir gjörónýtir. Annar billinn valt og þurfti að beita klippum við að losa fólkið úr honum. I Formaður Félags dönskukennara um hugsanlega endurskoðun aðalnámskrár Gengið framhjá tungumálakennurum KIRSTEN Friðriksdóttir, formaður Félags dönskukennara, segist undrast þá pólitísku kúvendingu sem birtist í því að ríkisstjórnin hafí samþykkt tillögu stefnumót- unamefndar um breytingu á for- gangsröð í kennslu erlendra tungu- mála án undangenginnar umræðu. Tillagan felur í sér að kennsla í dönsku hefjist í 7. bekk í stað 6. áður og að enska verði tekin fram yfir dönsku sem fyrsta erlenda tungumál og byijað að kenna hana í 5. bekk í stað 7. áður. Heildar- fjöldi kennslustunda í dönsku verð- ur þó eftir sem áður sá sami. Nefnd um mótun menntastefnu sendi frá sér svipaðar tillögur í skýrslu sem út kom í júlí 1994 og nokkur umræða varð um á Alþingi haustið 1994. Meirihiuti var því fylgjandi að danska héldi áfram sínum sessi sem fyrsta erlenda tungumálið og varð það á endanum ofan á. Kirsten þykir fram hjá tungu- málakennurum gengið með því að ræða ekki málið áður en tillögu stefnumótunarnefndar er varpað fram og hún samþykkt í ríkis- stjórn. Vinna við gerð byijendanámsefnis í súginn Auk þess segist hún óttast að þeir styrkir sem Danir hafi veitt til dönskukennslu hér á landi að undanförnu minnki eða jafnvel hverfi. Hún minnir á að fyrir þrem- ur árum hafí það verið ákveðið, þrátt fyrir svipaðar tillögur nefndar um mótun menntastefnu, að halda forgangsröð kennslu erlendra tungumála óbreyttri. í kjölfarið hafi danska þingið samþykkt að láta verulegar fjárhæðir af hendi rakna til styrktar dönskukennslu á íslandi. Eitt af þeim verkefnum sem hlotið hafa styrk er gerð náms- efnis í dönsku fyrir byijendur, þ.e. nemendur í fimmta bekk grunn- skóla. Með breytingunni verði það efni úrelt og gagnslaust og þar með sé mikil vinna og fé farið í súginn. Jákvætt að kennslustundum verður ekki fækkað Kirsten segir þó tvennt jákvætt við tillögur stefnumótunarnefndar- innar hvað varðar dönskuna og það sé að tímum verði ekki fækkað og að ekki verði hætt að prófa í dönsku á samræmdum prófum. Hún segist ekki viss um að árangur dönskukennslunnar með hinu nýja fyrirkomulagi verði endi- lega verri þegar upp verði staðið, svo fremi að tryggt verði að heildarfjöldi kennslustunda verði sá sami. Hún leggur áherslu á að það sé ekki aðalatriðið hvort enska eða danska komi fyrst en kveðst hafa af því nokkrar áhyggjur að með breytingunni sé verið að draga enn frekar úr vægi norrænnar menningar á íslandi. Klaus Otto Kappel, sendiherra Danmerkur á íslandi, kveðst ekki telja ástæðu til sérstakra viðbragða af hálfu Dana og gerir ekki ráð fyrir að þessi ákvörðun ríkisstjórn- arinnar hafi nein áhrif á þau verk- efni sem þegar eru í gangi fyrir tilstuðlan dönsku fjárveitinganna. Alfarið málefni íslendinga „Við fylgjumst grannt með til- lögunum og framkvæmd þeirra og Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og Sigríður Anna Þórðardótt- t- ir, formaður stefnumótunarnefnd- í arinnar, hafa lagt á það við okkur mikla áherslu að ætlunin sé meðal annars að gera dönskunámið mark- vissara og tryggja að fagmenntaðir tungumálakennarar beri ábyrgð á kennslunni í framtíðinni. Þetta er einn liður í umfangsmiklum breyt- ingum á íslensku skólakerfi og nú er bara að bíða og sjá hver áhrifin verða til lengri tíma litið,“ segir sendiherrann. „En þetta er alfarið málefni og ákvörðun íslendinga og j við sjáum ekki ástæðu til að blanda ' okkur í það á nokkurn hátt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.