Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 41
FRETTIR
KNÚTUR Halldórsson ökukennari ásamt Þórði M. Adolfssyni
skólastjóra við einn af kennslubílum skólans.
Aldrei fleiri nemend-
ur 1 meiraprófinu
Skólafólki boðin
vist á varðskipum
ÖKUKENNARAFÉLAG íslands
stofnaði ökuskóla í tengslum við
breytingu í hægri umferð árið 1968.
Sá skóli flutti starfsemi sína 26.
maí 1988 á 20 ára afmæli hægri
umferðar á íslandi og hefur eftir
það starfað undir nafninu Ökuskól-
inn í Mjódd.
Það sem af er þessari önn hafa
aldrei fleiri nemendur stundað nám
við skólann í auknum ökuréttindum
og er áætlað að með þeim sem út-
skrifast nú í júní verði tala nemenda
komin í tæplega 90 frá áramótum.
Skólaárinu fer senn að ljúka en
síðustu nemendurnir (á þessari önn)
í auknum ökuréttindum munu út-
skrifast í lok júní. Síðasta námskeið-
ið á þessari önn, fyrir þá sem hafa
gamla meiraprófið en vantar réttindi
á rútu, byrjar miðvikudaginn ll.júní
og lýkur námskeiðinu á einni viku.
Gengið um
Holt og Mela
í MIÐVIKUDAGSKVÖLDGÖNGU
Hafnargönguhópsins 4. júní verður
farið frá Miðbakkatjaldinu ath.
breyttan brottfararstað kl. 20.
Gengið verður um Þingholtin og
gömlu þjóðleiðina hyfir Breiðumýri
á skógargötu Öskjuhlíðar og niður
í Nauthólsvík. Þaðan strandsstíginn
vestur í Sundskálavík og Skildinga-
nesmela og með Tjörninni niður á
Höfn að Miðbakkatjaldinu. Val
verður um að stytta gönguferðina
og fara í SVR víða á leiðinni.
Sumarleikfimi
Gigtarfélagsins
GIGTARFÉLAG íslands býður upp
á sumarleikfimi núna í júní og eru
tímarnir tvisvar sinnum í viku.
Leikfimin er með nokkru öðru
sniði en venjulega þar sem byrjað
er á því að fara út í gönguferð þar
sem hver stjórnar sínum hraða en
síðan eru gerðar æfingar og teygj-
ur inni auk slökunar.
Allir eru velkomnir og fer skrán-
ing fram á skrifstofu Gigtarfélags-
ins, Ármúla 5.
SUMARIÐ 1997 býðst samtals 42
unglingum að fara í ferðir eða
starfskynningu með varðskipum
Landhelgisgæslu íslands.
Landhelgisgæslan hefur staðið
fyrir slíkri starfskynningu ungl-
inga undanfarin ár í samstarfi við
Samband íslenskra sveitarfélaga,
sem sá um skráningu unglinganna.
Miðað er við unglinga sem ljúka
grunnskólanámi vorið 1997 og tek-
ur hver ferð 16 daga. í hverri ferð
eru samtals 6 unglingar.
Varðskipin fara frá Reykja-
víkurhöfn og koma þangað að
landi. Engin laun eru greidd til
unglinganna frá Landhelgisgæsl-
unni en þau skilyrði eru sett fyrir
þátttöku í þessum ferðum að hver
unglingur fái til ferðarinnar styrk
frá sínu sveitarfélagi að upphæð
kr. 15.000.
Starfskynningin
Þegar þátttakendur koma um
borð í varðskipin er byijað á að
fara með þá í svokallaða nýliða-
fræðslu, þannig að þeim sé kunn-
ugt um hvernig standa eigi að
neyðar-og öryggisatriðuníi um
borð. Hópnum er skipt niður á
vaktir, þrír ganga sjóvaktir, einn
er á dagvakt á þilfari, einn í eld-
húsi og einn á vakt í vélarrúmi.
Hver hópur gengur sína vakt í
þijá sólarhringa. Á hverri vakt
njóta nemarnir stöðugrar tilsagnar
þeirra sem stjórna störfum hveiju
sinni, svo sem stýrimanns, vél-
stjóra, bryta og bátsmanns. Á vakt
á stjórnpalli læra nemarnir ýmis
atriði svo sem að stýra, á kompás,
varðstöðu og að fylgjast með veðri
og neyðarbylgjunum. Á dagvakt
vinna nemarnir við ýmiss konar
viðhald á skipinu og tækjum þess,
SKÓLAVÖRÐUHOLT
SKIPULAGSTILLAGA
HÖFUNDAR hins nýja skipulags Skólavörðuholts eru Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarki-
tekt, og Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt, og á meðfylgjandi mynd þeirra má sjá hvernig Skóla-
vörðuholtið mun líta út að framkvæmdum ioknum.
Tónleikar í Loftsalnum
TÓNLEIKAR verða haldnir í Loft-
salnum, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði, fimmtudaginn 5. júní kl.
20.30. Aðgangseyrir, 1.000 kr.,
rennur í sjóð til kaupa á lyftu
fyrir hreyfihamlaða í Loftsalinn.
Kirkjukór Hjallakirkju í Kópa-
vogi flytur verk eftir Hans Ny-
berg, Otto Olson, J. Stainer og
Jón Nordal og Sigríður Gröndal,
sópran, Jóhanna Linnet, sópran,
Alda Ingibergsdóttir, sópran,
Anna Sigríður Helgadóttir, alt,
Kjartan Olafsson, baríton, Kristín
Snædal Sigtryggsdóttir, sópran,
Gunnar Jónsson, bassi, Birgir R.
Baldursson, tenór, María Guð-
munsdóttir, sópran, Garðar Thor
Cortes, tenór og Nanna Cortes
messo flytja verk eftir W.A. Moz-
art, Inga T. Lárusson, Sjöberg,
Sigvalda Kaldalóns, Bjarna Þor-
teinsson, Þórarinn Jónsson, Þórar-
inn Guðmundsson, Jón Þórarins-
son, Pál ísólfsson o.fl. Undirleik-
arar verða Fríða Sæmunsdóttir,
Hólmfríður Sigurðardóttir og Kol-
brún Sæmunsdóttir.
á vélavakt fylgjast þeir með störf-
um vélstjóra og taka þátt í hrein-
gerningum og á eldhúsvaktinni
vinna þeir við framreiðslu. Auk
þessa kynnast nemarnir almennt
sjómennsku og aga um borð.
Laust í ferðir
Þegar hafa nokkrum sveitarfé-
lögum verið send tilboð um að
senda unglinga í þessar ferðir í
sumar. Komið hefur í ljós að ekki
er áhugi alls staðar á starfskynn-
ingunni og eru því laus pláss í
nokkrar ferðir með varðskipum nú
í sumar. Þeir unglingar sem hafa
áhuga á að komast í einhveija af
þessum ferðum eru vinsamlega
beðnir að hafa samband við Sam-
band íslenskra sveitarfélaga.
Laust er í eftirfarandi ferðir: 16.
júní-3. júlí Varðskipið Óðinn, 23.
júní-9. júlí Varðskipið Ægir, 7.
julí-23. júlí Varðskipið Óðinn og
14. júlí-31. júlí Varðskipið Ægir.
Rætt um dul-
hyggju í Hafn-
arfjarðarkirkju
EINS og á síðasta sumri verður í
sumar boðið upp á kvöldvökur öll
miðvikudagskvöld í júní í Hafnar-
fjarðarkirkju. Fyrsta kvöldvakan er
í kvöld og fjallar hún um „mystík“
eða dulhyggju.
Hið dulræna er kjarni margra trú-
arbragða, segir í fréttatilkynningu.
Hvaða fyrirbæri er „mystík" í heimi
trúarbragðanna og hvernig, ef nokk-
uð, birtist dulhyggjan í kristinni trú?
Sr. Þórhallur Heimisson sem stundar
doktorsnám í almennum trúar-
bragðafræðum við háskólann í Upp-
sala og Árósum mun kynna efnið.
Síðan fylgja umræður yfir kaffibolla.
Kvöldvakan hefst kl. 20.30 og henni
lýkur kl. 22.
Anna Halldórs-
dóttir á Gauknum
TÓNLEIKAR með söngkonunni
Önnu Halldórsdóttur verða haldnir á
Gauki á Stöng í kvöld, miðvikuddags-
kvöld.
Að auki mun rappsveitin Subtera-
inian koma fram.
+
Elskuleg systir mín,
KISTIN HANNESDÓTTIR
frá Stóru Sandvík,
lést á heimili okkar, Stóragerði 36, þriðjudaginn 3. júní.
Jarðarförin ákveðin síðar.
Magnea Katrin Hannesdótir.
+
BÓAS ARNBJÖRN EMILSSON
framkvæmdastjóri,
Reynivöllum 6,
Selfossi,
verður jarðsettur frá Selfosskirkju fimmtudaginn 5. júní og hefst athöfnin
kl.13.30.
Sigríður Kristjánssdóttir,
Ingi Bóasson,
Emil Bóasson, Vigdís Wangchao Bóasson,
Guðrún Bóasdóttir, Elvar Ástráðsson,
Einar Bergmundur Arnbjörnsson,
Guðlaug Elísabet Bóasdóttir,
Bóel Guðmundsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HELGI E. EYSTEINSSON
fyrrv. bílstjóri,
Öldugötu 3a,
Hafnarfirði,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn
1. júní.
Guðjón Helgason, Guðrún Karlsdóttir,
Jenný Marín Heigadóttir,
Smári Helgason, Valgerður Torfadóttir
og barnabörn.
LEIÐRETT
Vantaði mynd
MEÐ grein Bryndísar Kristjánsdótt-
ur, Hallgrímskirkja fær loks verð-
ugan ramma, sem birtist í blaðinu
í gær, átti að fylgja skýringarmynd.
Hún birtist hér með og er Bryndís
beðin velvirðingar á mistökunum.
Sveinbjörn ennþá rektor
í GREIN um íslenska söguþingið í
blaðinu í gær var sagt að Páll
Skúlason væri rektor Háskóla ís-
lands. Hið rétta er að Sveinbjörn
Björnsson er rektor en Páll tekur
við stöðu hans 5. september. Beðist
er velvirðingar á þessum mistökum.
+
Elskuleg sambýliskona mín, móðir okkar og
amma,
MARÍA STEINUNN RAFNSDÓTTIR
til heimilis
á Hverfisgötu 28,
lést á Landspítalanum sunnudaginn 1. júní sl.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn
9. júní kl. 15.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Sigurður Guðmundsson,
Linda Steinunn Rypkema,
Róbert Rafn Rypkema,
Michael Rypkema,
tengdabörn og barnabörn.