Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Tóbaks- mál kom- ið á rek- spöl Miami. Reuter. VAL kviðdómenda er hafið í fímm milljarða dollara tíma- mótamáli flugfreyja og þjóna gegn níu bandarískum vindl- ingafyrirtækjum vegna óbeinna reykinga. Hér er um að ræða fyrstu hópmálshöfðun gegn banda- ríska tóbaksiðnaðinum og jafn- framt fyrsta mál gegn grein- inni vegna óbeinna reykinga. Val kviðdómenda fór hægt af stað. Lögfræðingar beggja aðila lögðust gegn vali kviðdó- manda, sem var óánægður með takmarkanir á reykingum á opinberum stöðum. Robert Kaye umdæmisdóm- ari hafnaði vali kviðdómanda, sem líkti málshöfðun gegn tób- aksfyrirtækjum vegna veik- inda reykingarmanna við kvartanir um að kjúklingastað- ir Kentucky Fried Chicken keðjunnar beri ábyrgð á of miklu kólestórólmagni í æða- kerfi viðskiptavina. Broin gegn Philip Morris Málið, sem nefnist Broin gegn Philip Morris o. fl., var höfðað fyrir hönd um 60.000 flugfreyja og flugþjóna, sem reykja ekki og segjast hafa fengið margs konar sjúkdóma, þar á meðal lungnakrabba- mein, með því að anda að sér vindlingareyk í bandarískum farþegaþotum. Kaye vísaði einnig á bug kröfu fyrirtækjanna um að beiðni flugfreyja og þjóna um skaðabætur yrði hafnað. Hann vildi heldur ekki samþykkja beiðni tóbaksiðnaðarins um óformbundinn dóm um ásakan- ir um að fyrirtækin hafi gerzt sek um fjársvik og samsæri. Bréf í tóbaksfyrirtækjum lækkuðu í verði. Þannig lækk- aði verð bréfa í Philip Morris um 1,25 dollara í 42,75 og bréf í RJR Nabsico Holdings um 62,5. sent í 31,75 dollara í kauphöllinni í New York. WWestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF 201 72 x 65 x 85 36.614,- HF 271 92 x 65 x 85 40.757,- HF 396 126x65 x85 47.336,- HF 506 156 x 65 x 85 55.256,- Frystiskápar FS205 125 cm 49.674,- FS 275 155 cm 59.451,- FS345 185 cm 70.555,- Kæliskápar KS 250 125 cm 46.968,- KS 315 155 cm 50.346,- KS385 185 cm 56.844,- Kæli- og frystiskápar KF 285 155 cm 70.819,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 2 pressur KF 283 155 cm 61.776,- kælir 199 Itr fryslir 80 Itr 1 pressa KF 350 185 cm 82.451,- kælir 200 Itr frystir 156 Itr 2 pressur KF 355 185 cm 77.880,- kælir271 Itr frystir 100 Itr 2 pressur Faxafeni 12. Sími 553 8000 < _ _ Samkeppnisráð vill að ATVR bjóði magnafslátt við sölu tóbaks Telur synjun vera misnotk- un á markaðsráðandi stöðu Kvörtun Kaupmannasamtakanna og Gripins og greidds tekin til greina SAMKEPPNISRAÐ hefur ákveðið að Áfengis- og tóbaksverslun ríkis- ins (ÁTVR) skuli bjóða viðskipta- vinum sínum þau viðskiptakjör við sölu á tóbaki, sem samræmast því hagræði, sem magn viðskiptanna gefur tilefni til. Telur ráðið að synj- un ÁTVR um magnafslátt, þegar það á við á grundvelli sanngjarnra viðskiptalegra sjónarmiða, feli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu hennar og sé til þess fallin að skaða samkeppni á viðkomandi markaði. í ákvörðunarorðum Sam- keppnisstofnunar segir að viðskip- takjör skuli vera almenn þannig að fyrirtæki sem eigi í sams konar viðskiptum við ÁTVR, njóti sömu kjara. Þá er kveðið á um að upplýs- ingar um viðskiptakjör í viðskipt- um með tóþak skuli vera aðgengi- legar hjá ÁTVR. Kaupmannasamtök Islands sendu Samkeppnisstofnun kvörtun vegna breytinga á viðskiptakjörum tóbaks hjá ÁTVR um síðustu ára- mót. í henni sagði m.a. að með öllu væri óeðlilegt að fella niður staðgreiðsluafslátt, sem verið hefði í gildi í rúm tuttugu ár. Óskuðu samtökin eftir því að Samkeppnis- stofnun beindi þeim fyrirmælum til ÁTVR að veittur yrði magnaf- sláttur við staðgreiðslu á tóbaki við endursölu enda væri eðlilegra að veita stighækkandi stað- greiðsluafslátt miðað við það magn sem keypt væri hvetju sinni. Selt fyrir 289 milljónir 1996 Samkeppnisstofnun barst einnig kvörtun frá Birgðaversluninni Gripnu og greiddu vegna þess að ÁTVR hafði hafnað beiðni verslun- arinnar um að viðskiptakjör í heiid- sölu á tóbaki samræmdust því hag- ræði sem magn viðskiptanna gæfi tilefni til. í erindinu kom fram að á síðasta ári hefði sala verslunar- innar numið um 289 milljónum króna sem sé um 10% af tóbaks- markaðnum á Reykjavíkursvæðinu á heildsölustigi. Verslunin krafðist þess _að samkeppnisyfirvöld skyld- uðu ÁTVR til að taka upp viðskip- takjör við tóbakssölu í samræmi við það hagræði sem magn við- skiptanna gefi tilefni til. ÁTVR markaðsráðandi fyrirtæki í ákvörðunarbréfi Samkeppnis- stofnunar segir m.a. að telja verði að ákvörðun lítils eða meðalstórs fyrirtækis, að miða ekki viðskipta- kjör við umfang viðskipta, geti í fæstum tilvikum haft í för með sér skaðleg áhrif á samkeppni og gefi ekki tilefni til afskipta samkeppnis- yfirvalda. Öðru máli kunni að gegna ef slík ákvörðun sé tekin af mark- aðsráðandi fyrirtæki. „Við eðlilegar aðstæður á markaði þar sem virk samkeppni ríkir, tíðkast að fram- leiðendur og dreifingarfyrirtæki veiti endurseljendum sem kaupa mikið magn vöm einhveija umbun, m.a. í formi afsláttar, enda er í flestum tilvikum augljóst hagræði af því að afgreiða vöru í miklu magni. .. Með því að selja vöm á sama verði til þeirra endurseljenda, sem kaupa vöruna í miklu jnagni og þeirra sem kaupa lítið, er Áfeng- is- og tóbaksverslun ríkisins að draga úr möguleikum fyrirtækja til að koma við verðsamkeppni." Morgunblaðið/Golli SIGRÍÐUR Snævarr, prótókollmeistari í utanríkisráðuneytinu, afhenti þeim Gunniaugi Karlssyni og Einari Snorra Magnússyni, útskriftarnemum í Tækniskóla ísiands, styrkina í móttöku í ráðu- neytinu á laugardag. Tækniskólanemar til starfa í sendiráðum UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ veitti sl. laugardag tveimur nýút- skrifuðum útflutningsmarkaðs- fræðingum frá Tækniskóla ís- lands styrki til starfa við sendiráð íslands í sumar. Þeir Gunnlaugur Karlsson og Einar Snorri Magnús- son hlutu styrkina að þessu sinni sem hvor er að fjárhæð 50 þúsund krónur. Gunnlaugur heldur utan til Kaupmannahafnar en Einar Snorri til Lundúna og munu þeir báðir sinna markaðsstörfum í sendiráðunum. Styrkirnir eru veittir sam- kvæmt samningi sem Tækniskól- inn og utanríkisráðuneytið und- irrituðu í janúar á þessu ári. Er samningurinn liður í því að styrkja samstarf ráðuneytisins við menntastofnanir sem leggja áherslu á alþjóðleg samskipti og miliiríkjaviðskipti. Tækniskóli íslands hefur um fimm ára skeið boðið upp á nám í útflutningsmarkaðsfræði. Alls útskrifuðust 10 útflutningsmark- aðsfræðingar frá Tækniskólanum auk annarra nema. Námið fer fram á ensku og gerir skólanum kleift að bjóða erlendum nemum að taka þátt í reglubundnu námi. Vildarkjör ehf. semja við Gúmmívinnsluna VILDARKJÖR ehf. hefur í kjölfar útboðs gengið til samninga við Gúmmívinnsluna hf. á Akureyri um kaup á hjólbörðum fyrir áskrifendur Vildarkjara. Um er að ræða flestar gerðir hjólbarða fyrir bifreiðar, dráttarvélar og landbúnaðartæki svo og básamottur, segir í frétt. Gúmmívinnslan hf. hefur í mörg ár verið leiðandi fyrirtæki í innflutn- ingi hjólbarða fyrir landbúnaðar- tæki og innflutning básamotta. Einnig framleiðir fyrirtækið bása- mottur úr endurunnu gúmmíi. Nýlega fékk Gúmmívinnslan hf. umboð fyrir Vredestein hjólbarða auk þess sem fyrirtækið hefur um- boð fyrir Bridgestone hjólbarðana. Vildarkjör ehf. er fyrirtæki, sem býður út hvers konar vörur og þjón- ustu fyrir áskrifendur sína. Áskrif- endur geta allir íbúar landsbyggð- arinnar orðið sér að kostnaðar- og kvaðalausu. Með áskrift fá þeir aðgang að þeim tilboðum, sem fyr- irtækið semur um. Greiðslujöfnuður við útlönd Viðskiptahaltí 1,200 mitíj, þrjá fyrstu mánuðina 1.200 milljóna króna viðskiptahalli varð á fyrsta fjórðungi ársins sam- kvæmt bráðabirgðauppgjöri Seðla- banka íslands á greiðslujöfnuði við útlönd. Fjármagnsútstreymi mæld- ist 1.400 milljónir króna og gjald- eyrisforði Seðlabankans minnkaði um 5,3 milljarða króna. Á sama tímabili í fyrra var af- gangur á viðskiptum við útlönd og fjármagnsinnstreymi sem jók gjaldeyrisforðann. I frétt frá Seðlabankanum kemur fram að vöruskiptajöfnuðurinn hafi aðeins verið 200 milljónum króna lakari nú en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en þjónustujöfnuðurinn tæpum tveimur milljörðum króna lakari. Þáttatekjur nettó lækkuðu um 600 milljónir króna, aðallega vegna minni hreinna vaxtagreiðslna til útlanda. Að frádregnum sérstök- um innflutningi og útflutningi skipa og flugvéla var vöruskipta- jöfnuðurinn mun lakari á fyrsta fjórðungi ársins 1997 en á sama tíma í fyrra. Hrein skuldastaða þjóðarbúsins við útlönd var 233 milljarðar króna í lok fyrsta ársfjórðungs, saman- borið við 227 milljarða króna í árslok 1996. Stafar hækkunin að mestu leyti af gengishækkun Bandaríkjadollars á þessu tímabili. Útflytjendur íslensks æðardúns Samstarfshóp- ur stofnaður Áhersla á gæðamál og markaðssetningu innan greinarinnar ÚTFLYTJENDUR æðardúns hafa stofnað samstarfshóp innan Sam- taka verslunarinnar, félags ís- lenskra stórkaupmanna. Hópnum er ætlað að vinna að hagsmunum dúnfyrirtækja með sérstakri áherslu á gæðamál og markaðs- setningu. Alþjóðlegl samstarf? Tólf fyrirtæki stóðu að stofnun hópsins og að sögn Stefáns Guð- jónssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, er hér um að ræða ánægjulega viðbót við aðra sér- hópa, sem þegar starfa innan vé- banda þeirra. Segir hann að með þessari viðbót séu útflytjendur inn- an samtakanna orðnir um fimmtíu talsins. Hópurinn var stofnaður í tengsl- um við ráðstefnu alþjóðasamtaka fyrirtækja í verkun og sölu á dúni og fiðri, sem var haldinn hér á landi í vikunni. Segir Stefán að þar hafi útflytjendum gefist gott tækifæri til að hitta menn hvað- anæva að úr skyldum atvinnu- rekstri. „Hingað til hafa engin formleg tengsl verið við þessi al- þjóðasamtök en vel má vera að það breytist eftir að samstarfshópurinn kemst á skrið,“ segir Stefán. Formaður hópsins er Sigtryggur R. Eyþórsson, framkvæmdastjóri XCO, en með honum sitja í stjórn; Erla Friðriksdóttir, framkvæmda- stjóri hjá íslenskum æðardúni, og Jóhann Steinsson frá Kjötumboð- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.