Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ1997 27
Skatta-
dagurinn
færist framar
MEÐ hinum árlega
skattadegi er ætlun
Heimdellinga að vekja
menn til umhugsunar
um skatta og miklvægi
þess að þeir séu hófleg-
ir svo að markmið
skattlagningar náist.
Undanfarin þrjú ár
hefur skattamálahópur
Heimdallar reiknað út
meðaltal skatta á ein-
stakling sem hlutfall
útgjalda hins opinbera
og iðgjalda lífeyris-
sjóða af vergri lands-
framleiðslu og þannig
fundið út „daginn sem
menn hætta að vinna
fyrir ríkið og fara að vinna fyrir
sjálfa sig“.
Það er ánægjulegt að vita til
þess að skattadagurinn hefur færst
örlítið framar þetta árið, er nú 3.
júní en var í fyrra fjórum dögum
seinna. Vonir standa til að hann
færist enn framar næsta ár, m.a.
vegna tekjuskattslækkunar sem nú
stendur yfir.
Skattaumræða
Það er athyglivert hversu lítil
umræða er meðal almennings um
skattlagningu. Miklu algengara er
að menn ræði launafjárhæðir, sér-
staklega í kringum kjarasamninga.
Víst er að verkalýðsfélögin spila þar
inn í með málflutningi sínum, enda
Ef sjálfræðisaldur
verður hækkaður upp í
18 ár, segir Sigríður
Ásthildur Andersen
í grein um skatta-
daginn 1997, má allt
eins búast við hækkun
anna og kenni fákeppni
um nokkurra aura verð-
hækkun á bensíni.
Staðreyndin er nefni-
lega sú að svigrúm olíu-
félaganna til verð-
myndunar er takmark-
að á meðan ríkið tekur
um 60-70% af bensín-
verðinu í formi skatta.
Persónuafsláttur
við 18 ára aldur?
Á Alþingi hafa menn
ekki víiað fyrir sér að
auka skattþörf ríkisins
með ýmiss konar út-
gjaldalagasetningum.
Heimdallur minnist sér-
stakiega nýlegrar staðfestingar
nýrra lögræðislaga sem hækka sjálf-
ræðisaldur úr 16 árum í 18. Með
þeirri hækkun má allt eins búast við
hækkun ríkisútgjalda um 150 millj-
ónir ári. Einhvers staðar verður að
finna það fjármagn. í greinargerð
með lagafrumvarpi þessu er athygli-
verð ráðagerð um nýjan skattstofn.
Nefnd sú er um málið íjallaði á Al-
þingi telur nefnilega eðlilegt að með
sjálfræðinu fylgi persónuafsláttur-
inn þannig að einstaklingar verði
ekki sjálfstæðir skattaðilar fyrr en
18 ára. Telur nefndin svo eðlilegt
að skattalöggjöf verði breytt með
tilliti til þessa. Þannig myndu ein-
staklingar á aldrinum 16-18 ára
missa persónuafslátt sinn en greiða
þess í stað 6% skatt, á heildartekjur
sem oftar en ekki eru fyrir litla vinnu
með"skóla. Sem dæmi má taka
námsmann með 400.000 krónur í
árstekjur. Hann myndi greiða
24.000 krónur í skatta samkvæmt
því sem nefndin telur eðlilegt en
greiðir nú ekkert, enda sjálfstæður
skattaðili.
Það er vonandi að svona mismun-
un launþega nái ekki fram að ganga.
Hvenær kemur til
skattalækkunar?
ríkisútgjalda um
150 milljónir á ári.
ólíkt skemmtilegra fyrir þau að beij-
ast fyrir því að fólk fái einhvem fé-
lagsmálapakka í hendumar en að
krefjast þess að fólk fái að halda því
sem það þó hefur þegar eignast.
Verkalýðsfélögin væru þá líka í
óþægilegri stöðu með tilliti til þess
að þau taka sjálf, óumbeðin, hluta
tekna fólks og safna á reikninga sína.
Þessi litla umræða um skatta
helgast líka örugglega af því hversu
fáir það eru sem raunverulega borga
tekjuskatta. Hinn hái tekjuskattur
hefur nefnilega knúið stóran hluta
launamanna, sem á þess kost, að
koma sér undan því að gefa vinnu
sína upp til skatts. Sú þróun er
mjög óheillavænleg og gerir hag-
kerfínu ekki gott. Enn aðrir fá tekju-
skatta sína endurgreidda í formi
bamabóta og vaxtabóta svo dæmi
séu tekin.
Tekjuskattar og aðrir skattar
En skattlagning ríkisins er ekki
eingöngu tengd tekjuöflun einstakl-
ingsins. Reyndar er það svo að ríkið
hagnast ekki svo mjög á tekjuskatt-
inum. Af öllum seldum vörum ber
hins vegar að greiða skatt sem oftar
en ekki er það hár að um munar.
En fólk virðist ekki fárast yfír skatt-
inum, enda er hann ekki nægilega
sýnilegur neytandanum þar sem
kaupmönnum er skylt að auglýsa
vöruverð með virðisaukaskatti.
Skattpíning hins opinbera kemur
berlega í ljós í bensínverðinu. Það
er því t.d. alveg makalaust þegar
bensínhækkanir verða til þess að
menn tali mest um samráð olíufélag-
Nú mætti halda að allir sem að
stjórnmálum starfa vilji ekki sjá
skattalækkanir. En svo slæmt er
það ekki. Þvert á móti hefur núver-
andi ríkisstjórn beitt sér fyrir tölu-
verðri lækkun sem nú stendur nú
yfir. Hitt er það að frjálslyndir
stjórnmálamenn bera því oft við að
fyrst þurfí að minnka ríkisumsvifin,
o.þ.m. ríkisútgjöldin, áður en til
skattalækkana komi. Þetta er hins
vegar alrangt. Það þarf nefnilega
að minnka peningaumráð stjórn-
málamannanna í þeim tilgangi að
knýja fram minni ríkisumsvif og
ráðdeildarsemi á þeim sviðum sem
ríkið mun hafa með höndum eftir
sem áður. Og þetta þarf almenning-
ur að koma stjórnmálamönnunum
í skilning um.
Höfundur situr í stjórn
Heimdallar, Félagi ungra
sjnlfstæðismanna, í Reykjavík.
Ævintýri í Iðnó
MYRKUR hefur
grúft yfir Iðnó undan-
farin ár. Nú eru að
verða þar breyting á
og bendir allt til þess
að unnt verði að
sýna þessu sögu-
fræga húsi þann
sóma sem það á skil-
inn á hundrað ára
afmæli þess. Iðnó
var vagga menning-
arlífs í borginni allt
til ársins 1990. Þá
tók við tímabil í sögu
hússins sem segja
má að einkennst hafi
af skipulagsleysi og
flumbrugangi. Því
skeiði er nú lokið og ætlunin
að hleypa lífi í húsið að nýju
og fínna því verðugt hlutverk.
Gert er ráð fyrir að hægt verði
að taka húsið í notkun í lok ársins
og hefur Leikfélag Reykjavíkur
lýst áhuga sínum á að setja þar á
fjalirnar Ævintýri á gönguför sem
frumsýnt var á sviði Iðnó fyrir
réttum hundrað árum.
í upphafi
skyldi endirinn skoða
Iðnó er í eigu Reykjavíkurborg-
ar, Verkamannafélagsins Dags-
brúnar, Verkakvennafélagsins
Framsóknar og Sjómannafélags
Reykjavíkur. Með samningi sem
undirritaður var 14. apríl 1992 tók
Reykjavíkurborg að sér endur-
byggingu hússins. Það verður ekki
framhjá því litið að endurgerð Iðnó
hefur ekki gengið áfallalaust fyrir
sig til þessa.
Haustið 1992 voru viðgerðir
hafnar á ytra byrði hússins sem
að flestu leyti tókust vel. Þau mis-
tök voru þó gerð að byggt var gler-
skýli með dökku gleri á suðurhlið
hússins sem menn virðast ekki
hafa áttað sig á að myndi skemma
verulega ásýnd hússins og reynast
jafn kostnaðarsamt og síðan hefur
komið á daginn. Fljótlega kom
einnig í ljós að heildarkostnaður
við endurbygginguna gæti farið í
allt að 200 milljónir króna en kostn-
aðaráætlun hækkaði um 65% á
milli áranna 1992 og 1994. Upp-
haflegt kostnaðarmat frá 1992
hljóðaði upp á 107
milljónir króna án hús-
gagna, tækja og lausa-
búnaðar, en í septem-
ber 1994 var sú tala
komin upp í 184 millj-
ónir króna. Skýringar
á þessum hækkunum
fengust ekki aðrar en
þær að um lauslegar
áætlanir hefði verið að
ræða í upphafi. Þá var
sýnt að skipta yrði um
gler í skýlinu vegna
mistaka við upphaflegt
val á gleri og sá kostn-
aður kynni _að skipta
milljónum. Ákváðu þá
ný borgaiyfirvöld að
staldra við enda höfðu aldrei verið
gerðar neinar áætlanir um nýtingu
hússins í tíð fyrrverandi meirihluta.
Samkomulag hefur nú tekist
milli eigenda hússins og er að því
stefnt að Iðnó verði vettvangur
fjölbreyttrar menningarstarfsemi
sem samþætt verði veitinga-
rekstri. Viðræður standa yfír við
hugsanlega rekstraraðila og má
búast við að innan fárra vikna
verði gengið frá samningi um
framtíðarrekstur í húsinu. Af hálfu
borgarinnar eru það formaður
menningarmálanefndar, fram-
kvæmdastjóri menningar-, uppeld-
is- og félagsmála og formaður
byggingarnefndar hússins sem
hafa farið yfir þær fjölbreyttu
umsóknir sem bárust þegar aug-
lýst var eftir áhugasömum
rekstraraðilum.
^emantaÉúóið
Útskriftargjafir, glæsilegt úrval
DEMANTAHÚSIÐ
Nýju Kringlunni, sími 588 9944
Samkomulag hefur
nú tekist milli eigenda
hússins, segir
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, og er að
því stefnt að Iðnó verði
vettvangur fjölbreyttrar
menningarstarfsemi
sem samþætt verði
veitingarekstri.
Lærum af fyrri
mistökum
Það þarf ekki mikil búhyggindi
til þess að vita að áður en ráðist er
í húsbyggingu er betra að leggja
niður fyrir sér til hvers á að nýta
húsið. Það hefðu sjálfstæðismenn
sem fóru með stjórn borgarinnar
þegar endurbygging Iðnó hófst átt
að vita manna best. Þeir réðust í
tugmilljóna íjárfestingar við veit-
ingaaðstöðu og tækjabúnað í Perl-
unni þegar hún var byggð sem
síðar kom í ljós að hentaði ekki
þeim veitingaaðila sem úthlutað
var aðstöðunni. Það urðu dýr
mistök fyrir skattborgara í
Reykjavík. Slík mistök á ekki að
endurtaka í Iðnó nú. Nóg er samt.
Höfundur er borgarstjóri.
PARTAR
BÍLAPARTASALA
KAPLAHRAUNI 11-220 HAFNARFJÖRÐUR
SlMI 565 3323 - FAX 565 3423
EIGUM FYRIRLIGGJANDI
NÝJA OG NOTAÐA
VARAHLUTI í FLESTAR
GERÐIR BÍLA
HÚDD - BRETTI - STUÐARA
HURÐIR - L)ÓS - GRILL
AFTURHLERA - RÚÐUR
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Blombeng Excellent
Fyr'ir þá sem vilja
aðeins þaö besta!
OFNAR:
15 gerðir í hvítu, svöntu,
stéli eöa spegilálfenö, fjölkei
eöa Al-kerfa meö Pyrolyse
eöa Katalyse hreinsikerfum
HELLUBORÐ:
“ÍS geröir, meö háhitahellum
eöa hinum byltingarkenndu,
nýju Spansuöuhellum, sem
nota segulorku til eldunar.
Blomberd
Hefur réttu lausninB fyrir þig!
Efaiar Favestvett & Co. hf.
Borgartúni 28 - Slmi 562 2901 og 562 2900
"íoppurinn
í eldunartækjum
Blomberq