Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SLÁANDIMUNUR ÉG fer nú að halda að þetta hafi eitthvað orðið með fjallajeppa að gera Gunna mín. Danskurinn minntist ekki á eitt né neitt þegar við vorum úti í Hanstholm í fyrra. 40 ár frá upphafi landgræðsluflugs Minna flogið vegna fjár- skorts o g nýrra áherslna LANDGRÆÐSLUFLUG Douglas- vélarinnar TF-NPK er hafið frá Reykjavíkurflugvelli og er þetta fertugasta árið, sem flugvélar eru notaðar í þágu landgræðslu. Vélin mun í vikunni fljúga á nokkur land- græðslusvæði á Reykjanesi í sam- starfi við Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum. Síðan verður flogið frá Gunnarsholti og síðast í júni verður flogið frá Auðkúluheiði á vegum Landsvirkjunar á upp- græðslusvæði vegna Blönduvirkj- unar. í frétt frá Landgræðslunni segir að landgræðsluflug hafi minnkað jafnt og þétt á síðustu árum. Bæði vegna fjárskorts og vegna breyttr- ar áherslu í landgræðslustarfi. Fram kemur að bændur hafi í vax- andi mæli tekið að sér áburðar- dreifíngu á landi og að aukin áhersla sé nú lögð á að sá melfræi í erfiðustu sandfokssvæðin en mel- fræ verði að fella niður í sandinn til þess að það spíri. Því er ekki hægt að sá melfræi úr flugvél. Landgræðsluflug hófst hér á landi árið 1958 þegar Karl Eiríks- son flugmaður, dreifði áburði og fræi í Gunnarsholti á vélinni TF- KAH, sem var í eigu flugfélagsins Þyts. Það var síðan árið 1972 sem Flugfélag íslands gaf Douglasvél- ina Pál Sveinsson til landgræðslu- starfa og fór hún í sína fyrstu ferð árið 1973. Flugmenn Flugleiða hafa frá upphafi flogið vélinni endurgjaldslaust og lagt þannig fram ómetanlegan stuðning við landgræðslu. I dagsferðir á sex hjóla rútu ÁSTVALDUR Óskarsson og Martha Jónasdóttir hafa lokið við að smíða eina öflugustu rútu landsins sem er með sex hjólum og verður m.a. reynd til jökla- ferða og annarra hálendisferða. Kynnisferðir munu selja ferðir með bílnum. Áhugi er sagður hjá öðrum ferðaskrifstofum hérlendis að nota bílinn í ýmiss konar sérferð- ir fyrir innlenda og erlenda hópa. Bíllinn er breyttur upp úr bíl sem notaður var til eyðimerkuferða í Mríku. Hann tekur 32 farþega. Vegagerð á Suðurlandi Slitlag ehf. bauð lægst SLITLAG ehf. á Hellu var með lægsta tilboð í yfírlagnir og styrking- ar á vegum á Suðurlandi 1997. Til- boð Slitlags hljóðaði upp á 29.950.586 kr. en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 33.189.000. Aðrir sem buðu í verkið voru Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. á Selfossi sem bauð 30.300.000 kr., Borgarverk ehf. í Borgarnesi, 30.470.880 kr. og Klæðning ehf. í Garðabæ, 30.493.860 kr. Þá bárust sex tilboð í vegagerð á Reykjabraut um Orrastaðaflóa og bauð Steingrímur Ingvarsson á Litlu Giljá lægst, 10.440.000 kr., en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á 14.546.000 kr. Aðrir sem buðu í verkið voru Fjörður sf. á Sauðárkróki, 10.639.500 kr., Steypustöð Skaga- fjarðar ehf., 11.328.300 kr., G. Hjálmarsson hf. á Akureyri, 11.999.000 kr., Steypustöð Blöndu- óss ehf. 12.646.500 kr. og Jarðverk ehf., Nesi, 14.711.450 kr. Evrópuþing Junior Chamber 1997 Efla forystu- hæfileika félagsmanna Gudni ÞórJónsson DAGANA 11.-14. júní nk. verður haldið í Reykja- vík 35. Evrópuþing Junior Chamber International. JC hreyfíngin á íslandi heldur þingið. Þema þess verður umhverfí, mennt- un og atvinna. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, verður verndari þingsins og jafnframt heiðursgestur á opnunar- hátíðinni sem fer fram í Hallgrímskiiju. Guðni Þór Jónsson er þingstjóri Evr- ópuþingsins. - Hvað er JC? „Junior Chamber er alþjóðlegur félagsskapur fólks á aldrinum 18-40 ára. Meginmarkmið hreyfingarinnar er að þjálfa félagsmenn til að öðlast forystuhæfíleika í samfélaginu, og gera þá að nýtum og betri þjóðfélagsþegnum. Þetta er gert með þeim hætti, að við bjóðum félagsmönnum okkar upp á fjöl- breytt úrvarl af námskeiðum sem þeir síðan geta nýtt sér í starfi jafnvel til aukins starfsframa. Á námskeiðunum er fólk þjálfað í að skipuleggja hópstarf, fundar- sköpum og fundarstjórn einnig hvernig hægt er að nýta tíma sinn betur. Hreyfingin er þekkt fyrir ræðunámskeið sín þó svo að það sé ekki megintilgangur starfseminnar, heldur einn liður í þjálfun félagsmanna. Junior Chamber hreyfíngin er starfrækt í um 100 þjóðlöndum og félagsmenn eru um 400 þús- und. Allt er þetta fólk að vinna að svipuðum markmiðum þ.e. uppbyggingu einstaklingsins. Hreyfíngin vinnur einnig að um- hverfismálum víðsvegar um heiminn." - Hvenær var JC stofnað hér? „Junior Chamber var stofnað hér á landi árið 1960 af ungum mönnum í viðskiptalífínu. En hreyfíngin hefur á síðari árum opnast fyrir öllum sem hafa áhuga á að bæta starfsframa sinn, og huga jafnvel á þátttöku í viðskiptalífinu. Erlendur Einars- son, fyrrverandi forstjóri SÍS, var einn helsti hvatamaður að stofn- un Junior Chamber á íslandi, og fékk hann ýmsa aðila til liðs við sig.“ - Hversu lengi ert þú búinn að vera félagi í Junior Chamber? „Ég gekk til liðs við JC árið 1977 og hef því verið félagi í 20 ár. Ég hef fengið að gegna ýms- um embættum á vegum hreyfing- arinnar, þar á meðal verið lands- forseti hennar árið 1992-93 en það er æðsta embætti innan JC. Á þeim árum kom upp hugmynd í stefnu- mótunarvinnu hreyf- ingarinnar hvort ekki væri rétt að hún sæktist eftir því á árinu 1997 að halda evrópuþing Junior Chamber International í Reykja- vík. Það kom því í minn hlut að vera í forsvari fyrir þingboðið og í framhaldi af því hef ég þing- stjóri þessa Evrópuþings." - Hvað hefur undirbúnigurinn staðið lengi? „Undirbúnigurinn hefur staðið yfir í fimm ár. Reykjavík var valinn sem þingstaður í Strass- borg árið 1995, en bak við valið liggur mikil vinna af okkar hálfu." - Hvernig hefur markaðssetn- ►Guðni er fæddur í Reykjavík 1959. Hann er markaðsráð- gjafi að mennt og starfar sem sölustjóri hjá Bílaþingi Heklu. Hann er „Senator" ævifélagi Junior Chamber Intemational og heiðursfélagi hreyfingar- innar. Guðni er kvæntur Olöfu Jónu Friðriksdóttur og eiga þau þijú börn. ingu og kynningu á þinginu verið háttað? „Þingnefndin hefur eytt tæp- um þremur milljónum í markaðs- og kynnigarstarfsemi erlendis, en þarna á sér líka stað gífurlega mikil landkynnig. Farið hefur verið á fjölda þinga og fundi er- lendis til að leggja grunninn að þessu þingi. Jalandi um land- kynnigu er Úrval-Útsýn, sam- starfsaðili okkar, að selja og bóka í fjöldann allan af skoðunarferð- um. Sérstök dagskrá verður í gangi til þess að sýna ráðstefnu- gestum Iand og þjóð. Áætlað er að gjaldeyristekjur af þessu þingi geti numið 170 milljónum í íslenskt þjóðarbú. Því miður höfum við sem þinghaldar- ar fengið lítinn hljómgrunn hjá opinberum aðilum. Landkynning- arstarfið hefur að mestu leyti verið greitt af fjármunum sem hreyfingin sjálf hefur aflað. For- svarsmenn íslenskrar ferðaþjón- ustu og opinberir aðilar þurfa að gera sér grein fyrir því að það er ekki sjálfgefið að hér verði haldnar ráðstefnur. Því þarf að koma til stuðningur við félaga- samtök sem hafa frumkvæði að ráðstefnuhaldi hér á landi. Þessar ráðstefnur bíða ekki fyrir utan 200 mílurnar eftir því að verða haldnar því samkeppnin er hörð milli þjóða.“ - Hvað áætlið þið að margir komi til lands- ins? „Nú þegar eru skráðir rúmlega 900 erlendir þátttakendur og skránig- ar eru enn að berast. Markmiðið er að reyna að fá 1.000 ráð- stefnugesti. Gestirnir munu gista á hótelum víðsvegar um bæinn en það er athyglisvert að stór hópur þátttakenda bókar ekki gistingu í gegnum þingnefndina, heldur kýs að nota upplýsinga- tækni nútímans, alnetið. Því mið- ur höfum við vegna þessa orðið að láta frá okkur hótelrými, sem við vorum fyrirfram búin að bóka. Það er almenn skoðun þeirra sem bókað hafa í gegnum alnetið að hótelverð á ísiandi sé allt of hátt.“ Umhverfi menntun atvinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.