Morgunblaðið - 04.06.1997, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
SLÁANDIMUNUR
ÉG fer nú að halda að þetta hafi eitthvað orðið með fjallajeppa að gera Gunna mín.
Danskurinn minntist ekki á eitt né neitt þegar við vorum úti í Hanstholm í fyrra.
40 ár frá upphafi landgræðsluflugs
Minna flogið vegna fjár-
skorts o g nýrra áherslna
LANDGRÆÐSLUFLUG Douglas-
vélarinnar TF-NPK er hafið frá
Reykjavíkurflugvelli og er þetta
fertugasta árið, sem flugvélar eru
notaðar í þágu landgræðslu. Vélin
mun í vikunni fljúga á nokkur land-
græðslusvæði á Reykjanesi í sam-
starfi við Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum. Síðan verður flogið
frá Gunnarsholti og síðast í júni
verður flogið frá Auðkúluheiði á
vegum Landsvirkjunar á upp-
græðslusvæði vegna Blönduvirkj-
unar.
í frétt frá Landgræðslunni segir
að landgræðsluflug hafi minnkað
jafnt og þétt á síðustu árum. Bæði
vegna fjárskorts og vegna breyttr-
ar áherslu í landgræðslustarfi.
Fram kemur að bændur hafi í vax-
andi mæli tekið að sér áburðar-
dreifíngu á landi og að aukin
áhersla sé nú lögð á að sá melfræi
í erfiðustu sandfokssvæðin en mel-
fræ verði að fella niður í sandinn
til þess að það spíri. Því er ekki
hægt að sá melfræi úr flugvél.
Landgræðsluflug hófst hér á
landi árið 1958 þegar Karl Eiríks-
son flugmaður, dreifði áburði og
fræi í Gunnarsholti á vélinni TF-
KAH, sem var í eigu flugfélagsins
Þyts.
Það var síðan árið 1972 sem
Flugfélag íslands gaf Douglasvél-
ina Pál Sveinsson til landgræðslu-
starfa og fór hún í sína fyrstu ferð
árið 1973. Flugmenn Flugleiða
hafa frá upphafi flogið vélinni
endurgjaldslaust og lagt þannig
fram ómetanlegan stuðning við
landgræðslu.
I dagsferðir
á sex hjóla rútu
ÁSTVALDUR Óskarsson og
Martha Jónasdóttir hafa lokið við
að smíða eina öflugustu rútu
landsins sem er með sex hjólum
og verður m.a. reynd til jökla-
ferða og annarra hálendisferða.
Kynnisferðir munu selja ferðir
með bílnum.
Áhugi er sagður hjá öðrum
ferðaskrifstofum hérlendis að
nota bílinn í ýmiss konar sérferð-
ir fyrir innlenda og erlenda hópa.
Bíllinn er breyttur upp úr bíl sem
notaður var til eyðimerkuferða
í Mríku. Hann tekur 32 farþega.
Vegagerð
á Suðurlandi
Slitlag ehf.
bauð lægst
SLITLAG ehf. á Hellu var með
lægsta tilboð í yfírlagnir og styrking-
ar á vegum á Suðurlandi 1997. Til-
boð Slitlags hljóðaði upp á
29.950.586 kr. en kostnaðaráætlun
Vegagerðarinnar var 33.189.000.
Aðrir sem buðu í verkið voru
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða
ehf. á Selfossi sem bauð 30.300.000
kr., Borgarverk ehf. í Borgarnesi,
30.470.880 kr. og Klæðning ehf. í
Garðabæ, 30.493.860 kr.
Þá bárust sex tilboð í vegagerð á
Reykjabraut um Orrastaðaflóa og
bauð Steingrímur Ingvarsson á Litlu
Giljá lægst, 10.440.000 kr., en
kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar
hljóðaði upp á 14.546.000 kr.
Aðrir sem buðu í verkið voru
Fjörður sf. á Sauðárkróki,
10.639.500 kr., Steypustöð Skaga-
fjarðar ehf., 11.328.300 kr., G.
Hjálmarsson hf. á Akureyri,
11.999.000 kr., Steypustöð Blöndu-
óss ehf. 12.646.500 kr. og Jarðverk
ehf., Nesi, 14.711.450 kr.
Evrópuþing Junior Chamber 1997
Efla forystu-
hæfileika
félagsmanna
Gudni ÞórJónsson
DAGANA 11.-14.
júní nk. verður
haldið í Reykja-
vík 35. Evrópuþing Junior
Chamber International.
JC hreyfíngin á íslandi
heldur þingið. Þema þess
verður umhverfí, mennt-
un og atvinna. Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti
íslands, verður verndari
þingsins og jafnframt
heiðursgestur á opnunar-
hátíðinni sem fer fram í
Hallgrímskiiju. Guðni Þór
Jónsson er þingstjóri Evr-
ópuþingsins.
- Hvað er JC?
„Junior Chamber er
alþjóðlegur félagsskapur
fólks á aldrinum 18-40
ára. Meginmarkmið
hreyfingarinnar er að
þjálfa félagsmenn til að öðlast
forystuhæfíleika í samfélaginu,
og gera þá að nýtum og betri
þjóðfélagsþegnum. Þetta er gert
með þeim hætti, að við bjóðum
félagsmönnum okkar upp á fjöl-
breytt úrvarl af námskeiðum sem
þeir síðan geta nýtt sér í starfi
jafnvel til aukins starfsframa. Á
námskeiðunum er fólk þjálfað í
að skipuleggja hópstarf, fundar-
sköpum og fundarstjórn einnig
hvernig hægt er að nýta tíma
sinn betur. Hreyfingin er þekkt
fyrir ræðunámskeið sín þó svo
að það sé ekki megintilgangur
starfseminnar, heldur einn liður
í þjálfun félagsmanna.
Junior Chamber hreyfíngin er
starfrækt í um 100 þjóðlöndum
og félagsmenn eru um 400 þús-
und. Allt er þetta fólk að vinna
að svipuðum markmiðum þ.e.
uppbyggingu einstaklingsins.
Hreyfíngin vinnur einnig að um-
hverfismálum víðsvegar um
heiminn."
- Hvenær var JC stofnað hér?
„Junior Chamber var stofnað
hér á landi árið 1960 af ungum
mönnum í viðskiptalífínu. En
hreyfíngin hefur á síðari árum
opnast fyrir öllum sem hafa
áhuga á að bæta starfsframa
sinn, og huga jafnvel á þátttöku
í viðskiptalífinu. Erlendur Einars-
son, fyrrverandi forstjóri SÍS, var
einn helsti hvatamaður að stofn-
un Junior Chamber á íslandi, og
fékk hann ýmsa aðila til liðs við
sig.“
- Hversu lengi ert þú búinn að
vera félagi í Junior Chamber?
„Ég gekk til liðs við JC árið
1977 og hef því verið félagi í 20
ár. Ég hef fengið að gegna ýms-
um embættum á vegum hreyfing-
arinnar, þar á meðal verið lands-
forseti hennar árið
1992-93 en það er
æðsta embætti innan
JC. Á þeim árum kom
upp hugmynd í stefnu-
mótunarvinnu hreyf-
ingarinnar hvort ekki væri rétt
að hún sæktist eftir því á árinu
1997 að halda evrópuþing Junior
Chamber International í Reykja-
vík. Það kom því í minn hlut að
vera í forsvari fyrir þingboðið og
í framhaldi af því hef ég þing-
stjóri þessa Evrópuþings."
- Hvað hefur undirbúnigurinn
staðið lengi?
„Undirbúnigurinn hefur staðið
yfir í fimm ár. Reykjavík var
valinn sem þingstaður í Strass-
borg árið 1995, en bak við valið
liggur mikil vinna af okkar
hálfu."
- Hvernig hefur markaðssetn-
►Guðni er fæddur í Reykjavík
1959. Hann er markaðsráð-
gjafi að mennt og starfar sem
sölustjóri hjá Bílaþingi Heklu.
Hann er „Senator" ævifélagi
Junior Chamber Intemational
og heiðursfélagi hreyfingar-
innar. Guðni er kvæntur Olöfu
Jónu Friðriksdóttur og eiga
þau þijú börn.
ingu og kynningu á þinginu verið
háttað?
„Þingnefndin hefur eytt tæp-
um þremur milljónum í markaðs-
og kynnigarstarfsemi erlendis,
en þarna á sér líka stað gífurlega
mikil landkynnig. Farið hefur
verið á fjölda þinga og fundi er-
lendis til að leggja grunninn að
þessu þingi. Jalandi um land-
kynnigu er Úrval-Útsýn, sam-
starfsaðili okkar, að selja og bóka
í fjöldann allan af skoðunarferð-
um. Sérstök dagskrá verður í
gangi til þess að sýna ráðstefnu-
gestum Iand og þjóð.
Áætlað er að gjaldeyristekjur
af þessu þingi geti numið 170
milljónum í íslenskt þjóðarbú. Því
miður höfum við sem þinghaldar-
ar fengið lítinn hljómgrunn hjá
opinberum aðilum. Landkynning-
arstarfið hefur að mestu leyti
verið greitt af fjármunum sem
hreyfingin sjálf hefur aflað. For-
svarsmenn íslenskrar ferðaþjón-
ustu og opinberir aðilar þurfa að
gera sér grein fyrir því að það
er ekki sjálfgefið að hér verði
haldnar ráðstefnur. Því þarf að
koma til stuðningur við félaga-
samtök sem hafa frumkvæði að
ráðstefnuhaldi hér á landi. Þessar
ráðstefnur bíða ekki fyrir utan
200 mílurnar eftir því að verða
haldnar því samkeppnin er hörð
milli þjóða.“
- Hvað áætlið þið að
margir komi til lands-
ins?
„Nú þegar eru
skráðir rúmlega 900
erlendir þátttakendur og skránig-
ar eru enn að berast. Markmiðið
er að reyna að fá 1.000 ráð-
stefnugesti. Gestirnir munu gista
á hótelum víðsvegar um bæinn
en það er athyglisvert að stór
hópur þátttakenda bókar ekki
gistingu í gegnum þingnefndina,
heldur kýs að nota upplýsinga-
tækni nútímans, alnetið. Því mið-
ur höfum við vegna þessa orðið
að láta frá okkur hótelrými, sem
við vorum fyrirfram búin að
bóka. Það er almenn skoðun
þeirra sem bókað hafa í gegnum
alnetið að hótelverð á ísiandi sé
allt of hátt.“
Umhverfi
menntun
atvinna