Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ________________________FRÉTTIR Sala gamalla skrifstofuvéla SAFN gamalla skrif- stofuvéla frá árunum 1930 til 1970 fæst nú keypt af áhugasömum aðilum. Safnið saman- stendur m.a. af skrif- stofuritvélum, ferðarit- vélum, samlagningar- vélum og bókhaldsvél- um en G. Helgason og Melsted voru til langs tíma með umboð fyrir hinar ítölsku Olivetti- vélar. Elsta vélin í safninu er frá árinu 1928 og er hún með íslensku letur- borði en umboðsaðilarn- ir fengu hana í skiptum fyrir nýrri vél. Viðgerð- arþjónusta fyrir vélarn- ar var rekin meðfram sölu þeirra og er safnið tilkomið vegna þeirrar starf- semi. Að sögn Ragnars Borg, sem hefur umsjón með safninu, um. Hann segir þróun og hönnun tækjanna vera athyglisverða en Olivetti-vélar voru hannaðar af þekkustu hönnuðum Ítalíu og finna má eintök á lista- söfnum sem sýnishorn um framúrskarandi iðn- hönnun. Geymsluhúsnæði vél- anna hefur nú verið selt og Ragnar telur að safn- ið muni sóma sér hvort sem er á byggðasafni eða í eigu auglýsinga- stofa eða annarra fyr- irtækja. Hann segir þessar gömlu vélar jafn- vel betri en hinar nýju og því til stuðnings seg- ist Ragnar hafa selt sýslumannsembættinu í Búðardal ritvél upp úr 1960 og tekið ábyrgð á henni allt til ársins 2000. Morgunblaðið/Arnaldur í OLIVETTI-SAFNINU eru m.a. ferðaritvél- ar, rafeindaritvélar og reiknivélar sem allar eru með prentborða. eru vélarnar flestar í full- komnu lagi og upplýsingar um sögu þeirra fylgja með vélun- Skatta- dagur færist Morgunblaðið/Þorkell FRIÐRIK Sophusson tók vel á móti þeim Birgi Ármannssyni og Þorsteini Arnalds frá skattahópi Heimdallar þegar þeir af- hentu honum mótmælin á Arnarhóli. framar HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna, fagnaði skatta- deginum svokallaða síðastliðinn þriðjudag með því að afhenda fjár- málaráðherra mótmæli vegna mik- illa umsvifa hins opinbera. Skattadagurinn er samkvæmt skilgreiningu Heimdallar sá dagur ársins sem menn hætta að vinna fyrir hið opinbera ef menn hugsa sér að þeir vinni fyrrihluta ársins eingöngu fyrir hið opinbera og síð- ari hluta ársins fyrir sjálfan sig. Til að finna út hvaða dagur ársins er skattadagur eru útgjöld hins opinbera og iðgjöld lífeyrissjóða lögð saman og svo reiknað út hversu hátt hlutfall þetta tvennt er af vergi landsframleiðslu. Að sögn Glúms J. Björnssonar frá skattahópi Heimdallar hefur skattadagurinn verið að færast framar á árið frá árinu 1990 sem er mjög jákvæð þróun. Heimdell- ingar segjast þó vilja sjá skatta- daginn færast enn framar á árið og þá nær frídegi verkamanna. Fjármálaráðherra tók vel á móti Heimdellingum þegar þeir afhentu honum mótmælin, en þetta er í þriðja sinn sem haldið er upp á skattadaginn. ERU ÞEIR AÐ FA’ANN? Urriðarnir færri en stærri „FYRSTU tveir dagarnir voru frekar rólegir, enda var sól, logn og mikill hiti. Það er ekki gott veiðiveður og því var betri veiði í frostinu í fyrra. Það voru samt bókaðir 62 fiskar hjá mér á 16 stangir og margir urriðarnir voru mjög vænir, einn 7,5 pund stærst- ur og þó nokkrir 5 til 6,5 punda. Þá er fiskurinn afar vel haldinn og lifríkið bæði í og við Laxá og í Mývatni það öflugasta sem við höfum séð í nokkuð mörg ár,“ sagði Hólmfríður Jónsdóttir, veiði- vörður á Arnarvatni, um fyrstu daga urriðaveiðanna í Laxá í Mý- vatnssveit, en veiði hófst þar í morgunsárið á sunnudag. Veiði gekk heldur betur á neðra urriðasvæðinu, í Laxárdal, svipaður fjöldi fiska veiddist og þar var fisk- urinn einnig mjög vænn. Yfirleitt veiðast færri fískar í Laxárdal, en með meiri meðalþyngd. Stærsti urriðinn sem áður var nefndur veiddist á frægum stórfiskastað, Geirastaðaskurði, og tók fluguna Black Ghost, sem ásamt Grey Ghost, svörtum Nobbler, Rektorn- um, Peacock púpu og Muddler hef- ur gefið bestu veiðina til þessa. Einungis fluguveiði er heimil. Fyrstu laxarnir úr Þverá „Þetta er allt að braggast hjá okkur, fyrsti laxinn, 6 punda, kom í fyrrakvöld úr Bakkakotsstrengj- um og í morgun komu tveir, 8 og 12 punda úr Klettsfljóti. Menn hafa séð dálítið af fiski hér og þar og við getum verið bjartsýnir á framhaldið,“ sagði Jón Ólafsson á bökkum Þverár í Borgarfirði í gærdag. Stjórn SVFR dró einn á land í gærmorgun og veiddi opnunarholl- ið því alls sjö laxa, 7,5 til 11 punda fiska. Einnig höfðu í gærdag veiðst 3 laxar í Munaðarnesi og þar hef- ur lax sést stökkva talsvert í gær og fyrradag. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson VEIÐI hefur verið dræm í Laxá á Ásum, en laxinn fer ugglaust að sýna sig þar á næstu dögum. Veiðimaður rennir í Efri-Dulsa. Lárus Gunnsteinsson í Skóstof- unni við Dunhaga hefur saumað og gert við vöðlur úr neopreni hin seinni ár og í fyrra byijaði hann að sauma vöðlur á börn. „Það hef- ur lítið lát verið á eftirspurninni, enda mjög færst í vöxt að börnin fylgi foreldrum sínum í veiði. Þetta hefur virkað mjög vel, en það má þó ekki gleymast að börn í vöðlum þurfa meira eftirlit. Þau þola ekki jafn mikinn straum og þeir eldri og þyngri og eru kannski ekki eins úrræðagóð ef eitthvað óvænt kem- ur upp á. Foreldrar þurfa að brýna fyrir bömunum að vaða ekki of langt, að fara ekki úr sjónmáli og leiða börnin þegar vaðið er yfir kvíslar. Síðan hef ég verið að sauma sérstök leðurbelti sem æski- legt er að börnin reyri um sig, því yfirleitt eru keyptar heldur stórar vöðlur á þau,“ segir Lárus. Neyddust til að skilja SAMBÝLISFÓLKIÐ Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir og Ægir Ágústsson, sem bæði eru ör- yrkjar, sagði sig úr sambúð í gær til að mótmæla trygging- arkerfinu sem þau segja að sé fjandsamlegt fötluðu fólki, ekki síst námsmönnum og fólki í sambúð. Þau Kolbrún og Ægir stilltu sér upp með mótmælaspjöld fyrir framan Tryggingastofn- un áður en þau fóru á Hagstof- una til að segja sig úr sambúð. Nutu þau stuðnings Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra, í aðgerðum sínum. Skerðing vegna sambúðar og náms Ægir og Kolbrún, sem bæði eru á örorkubótum, kynntust fyrir rúmu ári. Þau hófu fljót- Iega sambúð og eignuðust barn í apríl. Við það að þau fluttu saman skertust bætur þeirra um 30%, eða sem nam um 32 þúsund krónum. Ægir, sem ætlaði að hefja nám í Iðnskó,- lanum í haust fékk nýlega til- Morgunblaðið/Jim Smart ÆGIR og Kolbrún sáu sér enga aðra leið færa en að slíta sam- búð sinni og segja að tryggingakerfi landsins sé fjandsamlegt fötluðu fólki í námi og sambúð. kynningu frá Tryggingastofn- un um að bætur hans myndu lækka niður í 10.600 kr á mán- uði vegna áætlaðs náms. Auk þess missir Ægir sinn hluta barnalífeyris, um 11 þúsund krónur. Alls skerðast því tekj- ur parsins um 69 þúsund krón- ur. „Það lifir auðvitað enginn á 10 þúsund krónum á mánuði svo ég sé mig neyddan til þess að skrá mig úr sambúð og hætta við að fara í skóla í haust,“ segir Ægir. Hann telur Tryggingastofn- un hafa þverbrotið 77. grein sljórnarskrárinnar með því að útiloka námskost sem hann taldi vænan vegna síns sjúk- dóms. í greininni stendur: „Öllum sem þess þurfa skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar eða sambærilegra atvika. Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.“ Trilla tók niðri í svartaþoku TRILLUBÁTURINN Anna KE tók niðri á eyrinni í innsiglingunni í Sandgerðishöfn á mánudagskvöld. Björgunarsveitarmenn fóru um borð og aðstoðuðu við að losa bát- inn. Svartaþoka var þegar atburð- urinn átti sér stað en annars var blankalogn og aðstæður með besta móti. Annar bátur, Júpiter AK, lenti í þoku út af Kjalarnesi í gærkvöldi og töpuðu skipveijar áttum. Með aðstoð Tilkynningaskyldunnar og varðskips sem var nálægt tókst að miða bátinn út. Trillan Mari úr Reykjavík, sem var nærstödd, kom til hjálpar og fylgdi Júpiter úr þok- unni til hafnar. Þangað kom Júpit- er laust eftir miðnætti á aðfara- nótt þriðjudags. Þoka truflaði flug Truflun varð á innanlandsflugi á mánudagskvöld í gærmorgun vegna þoku. Allar flugvélar urðu að lenda í Keflavík á mánudags- kvöld. Þær voru þar yfir nóttina og varð að byija á því að fara með alla farþega í rútum þangað í gærmorgun. Truflanir urðu á flugi á ísafjörð og Hornafjörð í gær og ekki hafði verið flogið til Vest- mannaeyja í þijá daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.